Morgunblaðið - 04.12.1980, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.1980, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 30 • Það var oft hart barist í leik Hauka og Nettelstedt i gærkvöldi. Hér er einn línumaður Hauka tekinn óblíðum tökum. Ljósm. köe „Vinnum útileikinn með fjórum mörkum“ — segir Lárus Karl Ingason „ÞETTA var skammlaust hjá okkur, við fengum alls ekki skell eins og ég sagði fyrir leikinn. En við vinnum útileikinn með fjór- um mörkum!“ sagði Lárus Karl Ingason og glotti. Ilann átti stórleik í sóknarleiknum hjá Haukum og kom vestur-þýsku risunum hvað eftir annað i opna skjöldu. „Við misstum tökin á leiknum í lok beggja hálfleika og gáfum besta manni Nettlestadt, Miljak. ekki nægar gætur. Það hcfur kannski verið einhver þreyta i mönnum. En við þurfum alls ekki að skammast okkar fyrir þessa frammistöðu, þvert á móti ...“ bætti Lalli Kalli við. — KK „Gleymdum þeim örvhenta“ — sagði Hörður Harðarson „ÞAÐ VAR virkilega svekkj- andi að tapa þessum leik með þriggja marka mun, jafntefli hefði ekki verið ósanngjarnt mið- að við gang leiksins,“ sagði Hörð- ur Ilarðarson í viðtali við Mbl. eftir leik Hauka og Nettelstedt. „Þýska liðið var mun lakara en ég átti von á og um leið náðum við að sýna góðan leik. Vörnin var aðall okkar að þessu sinni og höfum við liklega ekki sýnt slfkan varnarleik það sem af er vetri. Gæfumuninn gerði að mínu viti, að við gleymdum þeim örv- henta, Miljak, gersamlega. Hann lék okkur grátt i fyrri hálfleik, en við náðum að halda honum niðri í síðari hálfleik. En undir lokin spratt hann upp aftur og skoraði sigurmörk þýska liðs- ins,“ sagði Hörður enn fremur og bætti við að lokum: „Ég vil ekkert segja um útileikinn, þýsku liðin eru oft önnur á útivelli en á heimavelli og róður- inn verður erfiður. — gg „Þýska liðið kom mer á óvart" — sagði Axel Axelsson „ÞAÐ KOM mér verulega á óvart hversu illa lið Nettlestedt lék að þessu sinni,“ sagði Axel Axels- son, handknattleiksmaður úr Fram. sem var meðal áhorfenda að leik Hauka og þýsku hikar- meistaranna, en Axel er öllum hnútum kunnur í vestur-þýskum handknattleik eftir dvöl sína hjá Dankersen. „En rtiðurinn verður mun erf- iðari hjá Haukum i síðari leikn- um, þessi þýsku lið leika oft illa á útivöllum i Evrópukeppnum og þau eru allt önnur viðfangs þegar á heimavöll er komið. Haukarnir eiga eftir að mæta allt öðru liði f Nettlestedt ...“ bætti Axel við og talaði eins og véfrétt. — gg Tékkar lögðu Tyrki TÉKKAR sigruðu Tyrki 2—0 í 4-riðli undankeppni HM i gær- kvöldi, en leikið var í Prag. Tékkar töpuðu sem kunnugt er fyrsta leik sínum í riðlakeppn- inni fyrir skömmu, en þá mættu þeir Wales. Sigur Tékka í gærkvöldi var mjög öruggur, en lokatölurnar urðu 2—0. Bæði mörkin skoraði Zdenek Nehoda, á 15. og 18. minútu leiksins. Tékkar klúðr- uðu fjölda færa eftir það, en Tyrkirnir áttu varla hættulegt færi allan leikinn. Herslumuninn vantaði hjá baráttuglöðu liði Hauka — en róðurinn verður þungur eftir þriggja marka sigur Nettlestedt HAUKAR þurfa ekki að skammast sin fyrir 3 marka tap gegn vestur þýska stórliðinu TuS Nettlestedt i fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa, en liðin leiddu saman jesta sína í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 21 — 18, en allt fram á siðustu tvær minúturnar, munaði aðeins einu marki og jafntefli hefði sannarlega verið það sanngjarnasta sem komið gat út úr leiknum. En Haukarnir klúðruðu þremur vitaköstum í leiknum og þannig á ekki að vinna leiki. Engu að siður léku Ilaukar þarna sinn lang besta leik á þessu keppnistimabili og leikur liðanna var lengst af hörkuspennandi og hnifjafn. Þó verður að segjast eins og er, að róðurinn verður þungur i síðari leiknum, því verra er að sækja Þjóðverja heim, en að fá þá i heimsókn. Loks staðan í hálfleik, 13—10 fyrir TuS Nettlestedt. Frumkvæði Hauka Það voru Haukarnir sem að gáfu tóninn í leik þessum og eftir fremur taugaslappa byrjun hjá báðum liðum, náðu Haukarnir góðum tökum á leiknum og kom- ust í 3—1. Það var Lárus Karl Ingason sem skoraði þrjú fyrstu mörkin með glæsilegum skotum af línunni. Lárus er mun lægri í loftinu en þýsku „boltarnir" og ekki útilokað að þeir hafi hrein- lega týnt honum þegar mest á reið. Haukarnir léku sérlega vel lengst af í fyrri hálfleik. Til dæmis stóð um tíma' 5—3 fyrir Hauka og nokkru síðar 6—4. Sigurður Sigurðsson stóð einnig í stórræðum um þetta leyti, ekki síður en Lalli Kalli, Sigurður skoraði eitt mark og fiskaði tvö víti sem bæði gáfu mörk. TuS jafnaði leikinn í 6—6, en þrátt fyrir það hélt lið Hauka foryst- unni allt þar til að 6 mínútur voru til leikhlés. Þá stóð 9—8 fyrir Hauka, en Árna Hermannssyni var þá vikið af leikvelli fyrir óþarfa brot. Nettlestedt skoraði tvívegis og þrátt fyrir að Júlíus Pálsson minnkaði muninn með En síðan hófu Haukarnir að saxa jafnt og þétt á forystu TuS og náðu aftur upp baráttunni og hinum góða varnarleik sem sást til liðsins í fyrri hálfleik. Munur- inn var aðeins tvö mörk, 15—17, þegar 10 mínútur voru eftir. Þjóð- verjarnir skoruðu úr vítaköstum, en Árni Hermannsson og Júlíus Pálsson fiskuðu víti sem send voru rétta boðleið, 17—18 og fimm mínútur eftir. Nú leið drjúg stund áður en að næsta mark var skorað og geta má þess, að Haukarnir voru með knöttinn þegar aðeins tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá reyndi Stefán Jónsson vægast sagt ótímabært skot úr bláhorninu og auðvitað geigaði það. Þess í stað fengu Þjóðverjarnir knöttinn og Júgóslavinn Miljak skoraði með þrumuskoti. Þar með var sigurinn í höfn og Miljak þessi bætti tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Viðar svaraði fyrir Hauka með einu marki, en lokastaðan varð sem sagt 21—18. Góður leikur Hauka Haukarnir geta verið stoltir af frammistöðu sinni í gærkvöldi. Haukar-Nettlestedt 18:21 liðsins í vetur. Framför. Júlíus var góður á köflum og Hörður kraft- mikill, en óheppinn. Aðrir gáfu allt sem þeir áttu, en voru þó ekki afgerandi. Þýska liðið er gott og mun örugglega taka hressilega á í heimaleik sínum. Afburðamenn í liðinu eru Júgóslavinn Miljak, sem hreinlega vann leikinn fyrir TuS á lokasprettinum, og Landsliðsmað- urinn Dieter Waltke, sem áður lék með Axel Axelssyni hjá Danker- sen. I stuutu máli: Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik: Haukar — Nettlestedt 18-21 (10-13) Mörk Hauka: Viðar Símonarson 5, 3 víti, Lárus Karl Ingason 4, Stefán Jónsson, Sigurður Sigurðs- son, Hörður Harðarson, Árni Sverrisson og Júlíus Pálsson 2 mörk hver. Mörk TuS: Miljak 8, Waltke 6, 2 víti, Pickel og Keller 2 hvor, Kölling og Lazercevic eitt hvor. Víti í súginn: Tvö varin frá Herði Harðar, Júlíus skaut einu í stöng. Gunnar Einarsson varði eitt víti. Brottrekstrar: Árni Hermannsson og Þjóðverjinn Waldheim í 4 mínútur hver, Svavar Geirsson í 2 mínútur. Dómarar voru danskir og sluppu þeir bærilega frá sínu. -gg- Lárus Karl Ingason sleppur úr gæslunni á linunni og skorar glæsilega eitt af mörkum sinum i leiknum. óvæntu marki, skoruðu Þjóðverj- arnir tvö í viðbót á sama tíma og vítakast Harðar Harðarsonar var varið. Ekkert gekk upp síðustu mínútur hálfleiksins. Barningur í síðari hálfleik Síðari hálfleikur byrjaði ekki gæfulega fyrir Hauka. Kania skoraði 14 mark TuS og tvö víti í viðbót fóru forgörðum hjá Hauk- um, auk þess sem að Viðar Símon- arson skaut í stöng úr opnu færi. Man. City áfram Fjórðungsúrslitin í ensku deildarbikarkeppninni hafa farið fram síðustu kvöidin. f gærkvöldi sló Manchester City lið WBA út, sigraði 2—1 á heimavelli sinum. Liverpool sigraði Birmingham 3—1 á Anfield í fyrrakvöld og West Ham sigraði Tottenham 1—0 á Upton Park. Davíð Cross skoraði sigurmark West Ham, en þeir Dalglish, Johnson og McDermott mörk Liverpool. Margir voru til að spá liðinu hinum mestu hrakförum gegn TuS, ekki síst er höfð er í huga hin slaka frammistaða liðsins á ís- landsmótinu í handknattleik. En Haukarnir sýndu klærnar hressi- lega og sýndu að þeir geta leikið vel ef þeir nenna og vilja. Gunnar markvörður Einarsson átti stór- leik, varði 18 skot, en fyrir framan hann var líka sterk vörn, sem tók á móti Þjóðverjunum mjög fram- arlega á vellinum . Var þetta glannaleg varnaraðferð, en hún heppnaðist ágætlega. Lárus Karl Ingason og Sigurður Sigurðsson voru bestu menn Hauka, auk Gunnars, en Lárus var á köflum hálf sofandi í vörninni. En hann bætti það upp með glæsilegum mörkum af línunni. Sigurður var góður bæði í vörn og sókn, greini- lega efnilegur. Viðar hélt spilinu gangandi og gerði það vel þó öðru hvoru sendi hann knöttinn annað en til samherja. Sóknarleikur Hauka gekk mjög greiðlega og hratt fyrir sig, sérstaklega er tekið er mið af 1. deildar leikjum Ljósm. Mbl. KÖE. Auðvelt hjá V-Þjóöverjum VESTUR-Þjóðverjar sigruðu Búlgari i landsleik i knattspyrnu sem fram fór í Soffíu í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 1. riðli undankeppni IIM. Lokatölur urðu 3—1, eftir að staðan í hálflcik hafði verið 2—0. Manfred Kaltz skoraði ba>ði mörkin í fyrri hálfleik, annað úr víti, en Karl Ileinz Rumenigge bætti þriðja markinu við áður en Jonehv skoraði eina mark Búlg- ara. Þetta var fyrsti leikur Vestur- Þjóðverja í riðlakeppninni að þessu sinni. en Austurríki og Búlgaría hafa forystuna í riðlin- um, 4 stig hvor þjóð, Austurrík- ismenn eftir tvo leiki, en Búlgar- ir eftir þrjá leiki. Albanir eru einnig í riðlinum og hafa þeir 2 stig að 3 leikjum loknum. Finnar eru enn án stiga eftir 3 leiki. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.