Morgunblaðið - 24.12.1980, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.1980, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 Palli prins kemur til hjálpar Dreki hefur numið Pöllu prinsessu á brott og Palli prins heldur i skyndingu af stað til þess að bjarga henni. Mörg ljón verða á vegi hans, en hendir sig lfka að óvænt happ verður til þess að flýta för hans. — Leikmenn varpa teningi til skiptis og færa sig i samræmi við töluna sem kemur upp, nema annað sé ákveðið í leikreglunum sem hér fara á eftir. Sá sem hafnar fyrstur á 60 fer með sigur af hólmi. 1) Óskabyrjun hjá Palla prins! Flyttu þig á 7. 6) Ræningjaflokkur situr fyrir prinsinum undir brúnni. Bíddu eina umferð. 11) Hópur banhungraðra úlfa eltir Palla greyið. Flyttu þig á 16. 15) Bandótt bjarndýr ræðst til atlögu. Bíddu uns þú hefur fengið upp 2. 21) Norn sem er í nöp við prinsinn, birtist á veginum. Hörfaðu 3 til baka. 24) Töfrar hafmeyjunnar rugla Palla í ríminu. Til þess að sleppa úr álögunum og geta haldið áfram, verðurðu að fá 1, 3 eða 5 á teningnum. 29) Tveir ástúðlegir álfar vísa veginn framhjá næstu hindrun. Flyttu þig á 35. 33) Herská valkyrja skorar prinsinn á hólm. Bíddu tvær umferðir. 37) Palli prins hafnar í völundarhúsinu. Kastaðu teningnum tvisar aukalega. Færðu þig fram í fyrra skiptið, aftur á bak í það síðara. 45) Galdrakarlinn góði leggur Palla lið. Flyttu þig á 52. 51) Einhyrningur lokar leiðinni. Aðeins með því að fá upp 1 geturðu haldið ferð þinni áfram. 57) Prinsinn verður að fela sig fyrir hinum eldspúandi dreka. Aðrir leikmenn flytji sig fram um 3. - 60) Palli prins eignast Pöllu prinsessu og hálft kóngsríkið að auki. En bíddu nú hægur! Ef upp kemur hærri tala á teningnum en þú þarft að nota, þá áttu að telja að 60 og síðan til baka og bíða eftir næsta kasti. Þú sigrar því aðeins að upp komi rétta talan hjá þér og þú hafnir nákvæmlega á 60.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.