Alþýðublaðið - 16.05.1931, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1931, Síða 2
1 ALÞYÐUBLAÐIÐ Hagsmimir rekast á. Mikla undrun v.akti það, er á daginn kom, hverja íhaldið hafði valið á framboðslista sinn hér í bænum nú við kosningarnar. Það var að minsta kosti á al- manna vitorði, að fjölmennasta stjórnmálafélág þess, „Vörður“, vildi hafa listann öðruvísi. Fyrst og fremst vildi það hafa for- mann sinn á listanum í öruggti sæti, en klíku útgerðarmanna og stórkaupmanna með Ólaf Thors i broddi fylkingar tókst að hafa að engu vilja félagsins. Er það og talið til marks um lítiilsvirð- ingu þá, sem einráðamenn íhalids- ins sýni „Verði“ upp á siðkastið, að „þeir þrír“, sem öllu ráða í ,aniðstjórn“ fiokksins, hafa ekki Látið svo lítið að sýna sig á fund- um félagsins í vetur. Mun sú orsök vera fyrir fæð þeirri, er einráðamennirnir hafa lagt á Vörð, að smákaupmenn, iðnaðar- rnenn og hinir láglaunuðu emb- ættismenn, sem aðalráðin hafa í félaginu og sýna þar mest starf, eru nú ioks famir að sjá, að hagsmunum þeirra er ekki bezt borgið með forsjá þeirrar fá- mennu klíku, sem öllu viil ráða i flokknuin, og reynir því að brjóta vilja allra annara undir sig. Ýmsir menn meðal þessara stétta era farnir að finna það, að hvað sem Landsmálaskoðunum líður að öðru leyti, þá eru hags- munir þeirra svo nátengdir kjör- um verkafólksins, að kosti þess verður ekki þrengt án' þess, að þeir verði ,,þess ekki líka varix. Atvinnuörðugleikarnir í vetur og þá togarastöðvunarvitfirringin i fyrstu röð hafa orðið til að opna augu þeirra fyrir þessum raun- hæfu sannindum. Og er það þá ekki mikiil á- byrgðarhluti fyrir þessar stéttir, sem líka eru láglaunaðar og hafa sízt við of góð kjör að búa, að vera áfram eldkert annað en fóta- skinn þeirra manna, er sitja á lífsbjörgum þeirra? Jú, sannarlega. Enda er óhætt að fullyröa, að sterk alda er uppi í þessum flokki um að hrista af sér yfirráö klíkunnar — og þótt henni hafi tekist að bæla niður allan „óróa“ og alLar réttmætar kröfur láglaunamannanna í flokknum núna, þá getur ekki hjá því farið, að böndin bresti áður en langt um líður og fylgi ftokks þeirra stórlaxanna minki nú, þeg- ar kosningarnar fara fram,. Er og sagt, aö ýmsir þeir, sem mest hafa unnið að undirbúningi kosn- inga fyrir íhaldið undanfarin ár, sýni nú lítinn áhuga og hafi við orð að Játa kosningarnar með öllu afskiftalausar. Pessir atburðir eru mjög eðli- legir, því að allar láglaunastétt- ir, hverju nafni sem nefnast, hljó.ta fyr eða síðar að lenda í einum og sama flokki, flokki verkaJýðsins. Þetta Jrefir verið reynslan í öllum löndum. ** Verkamenn vegnir í kaupdeilu» Stokkhólmi, 15. maí. U. P. FB. Skógarhöggsmenn og flutninga- menn í Norðiur-Svíþjóð höfðu gert verkfall, er verkfallsbrjótar komu á vettvang. Verkfallsmenn | eru 6 þúsund talsins. Lenti lög- reglumönnum og verkfallsmönn- um, saman og biðu fimm verka- menn bana í þeirri viðureign. Dýrtfiðin í Reybjavfik. Ifa:. er heissiua9 s.i leltai? Jónas Jónsson sagði í útvarps- ræðu um, daginn: ,,Nú ætlum við Framsóknarmenn að snúa okkur að því að lækka dýrtíðina í Reykjavík." Mér og mörgum öðr- um varð það á að brosa áð þess- um slagorðakendu ummælum, þegar athugaðar eru allar að- stæður hvar dýrtíðarinnar er helzt að leita. En við þá athugun keimiur það í Ijós, að sízt er að vænta stuðnings í því máli frá „Framsókn", sem kallar sig flokk bændanna, verndara og skjöld þeirra. Ég vil með línum þessum færa lesendum blaðsins rök fyr- ir þessu og læt smásöLuverðið hér í Reykjavík samkvæmt skýrslum Hagstofunnar í janúar sl. tala sínu máli: Hagstofan áætlar notkun 5 manna fjölskyldu af matvælum, Jjósmeti og eldsneyti kr. 1904,83, er skiftast þannig: Innlendar vörur kr. 1202,36 Innlendar og útl. vörur — 251,35 Útlendar vörur 58 % Hækkun þessara liða miðað við árið 1914 er þessi: Innlendu vörurnar 125% Útlendar og innl. vörur 103 % Útlendar vörur g8% Innlendu vörarnar era 60% af öllum vörukaupunum. Dýrast af innLendu vörunum er alls konar kjöt og dýrast það, sem almenningur kaupir mest af, nýtt kjöt fryst, en það er nú 200% dýrara en 1914, eða með öðrum orðum, að fyrir 3 kr. nú fæst ekki meira en fyrir 1 kr. 1914. Kartöflur eru 150% og gulrófur 200% dýrari en 1914. Kjöt og slátur til samans 196% dýrara. Þorskur nýr var 114 o/0 dýrari en 1914, en saltfiskur þurkaður 65% dýrari. Landbúnaðarafurðir yfir- leitt 100—200% dýrari en 1914. Af þessum samanburði er ljóst, að Landbúnaðarvörurnar eru dýr- astar allra neyzluvara. I Reykjavík virðist vera bezti markaður fyrir vörur bændanna. Saltkjöt var í jan. í vetur kr. 1,46 kg. í smásölu eða kr. 163,52 fyrir innihald venjulegrar kjöt- tunnu. Á sama tíma segja hag- skýrslur, að bændur hafi fengið kr. 102,50 fyrir útflutta saltkjöts- tunnu. Á sama tíma og nýtt fros- ið kjöt er sielt hér á kr. 1,77 kg. fæst sams konar kjöt út um land fyrir kr. 1,15. Hvern Jítra mjólkur greiðum við með 44 aurum þegar bændur fyrir austan fjall fá hjá injólkur- búunum 15—18 aura; svona mætti lerigi telja. Það mun því hverjum manni ljóst, sem hefir opin augun, að bændastjórn með Jónas í broddi fylkingar færi ekki að lækka verð á afurðum bænda hér í Reykja- vík. Bændur myndu sennilega ekki þakka henni neitt fyrir slílí afskifti. Enginn Reykvíkingur Jeggur því nokkurn trúnað á sJagorðaglamur Jónasar um lækkun dýrtíðar á þessum lið hennar. Annar liður dýrtíðarinnar hér er húsaleigan. Það mun láta nærri að meðalhækkun hennar síðan 1914 sé 333%. Hér er einn- ig húsnæðisekla. Margir verða að notast við íbúðir, sem samkvæmt lögum ættu að vera bannaðar. Meðan slíkt ástand helzt koma þvingunarlög um lækkun leig- unnar að litlu haldi. Þau m,yndu þverbrotin. Hinir efnaminni yrðu jafnt settir út á klakann, þeir myndu hvorki geta lofað eða staðið við að borga launboðin, sem ávalt fylgja eftirspurninni ef um þvingunarlög væri að ræða. Hvað hefir svo Framsóknar- stjórnin gert fyrir húsnæðismál- ið? Jú, stöðvað að mestu allar Þyggingar í bænum. Komið í veg fyrir með tómlæti sínu, að verka- mannabústaðir verði reistir á þessu ári svo nokkru nemi. Ég hygg að það sé flestra manna mál, að auknar byggingar með hagkvæmum lánskjörum séu fyrsta lausnin á húsnæðisbölinu. Með stefnu sinni og öllu fram- ferði gagnvart Reykjavík er Framsóknarstjórnin og fJokkur hennar ólíklegastur aJlra flokka til þess að leysa þetta mál. Þá er sá liður dýrtíðarinnar, sem er verð á útlendum neyzlu- vörum. Eins og sjá má hér að framan hafa þær lækkað mest. En þær má lækka að miklum mun meir með lækkúðum toll- um, en tollurinn er eins og kunn- ugt er þegar álagning kaup- manna er tekin með alt að 50%’ á ýmsum öðrum vörum alt að 200%. Hverjir vilja svo halda þessari dýrtíð óbreyttri? Jú, Framisóknarstjórnin og flokkur hennar ásamt stóra bróðut, íhald- inu. Af öllu þessu er ljóst, að engin alvara er á bak við það hjá Jón- asi og flokki hans að læltka dýr- tíðina í Reykjavík. Það eína, sem stjórnin virðist keppa að vitandJ eða óvitandi er að skapa nógu mikla neyð í Reykjavík, og þá fyrst og fremst meðal hins vinn- an-di lýðs. Þar munu „verkin tala“. X. Cotton flugmaðnr. Mr. Cotton fór aftur heim. á leið með „Botníu" á miðvikúdag- iriri. Hann haföi áður gért upp- drátt af flugvellinum við Kaíd- aðarnes og tekið myndir af fjöllunum í kring og ætlar að gefa hvort tveggja út til leiðbein- ingar fyrir erlenda flugmenn, svo að þeir geti áttað sig eftir því á flugi hingað og fundið flugvöll- inn án frekari leiðbeininga. í sjávarháska. Veatmannaeyjmn, FB., 15. mai. Þ. 12. maí fór vélbáturinn „Garð- ar“ héðan til Þykkvabæjarsands með 7 menn og farangur. Kl. 3 nm morguninn kom að honum svo mikill leki, að þeir sáu sér eklti fært annað en að itleypa upp í sand véstan við Hólsár- útfaJlið. Menn voru á sandinum um hálfrar stundar reið vestar og lögðu þegar á stað til hjálpar. Hentu bátsmenn, bjarghring á bandi og rendu sér á lionum í land um fjöru. Var þurt í kring- um bátinn og náðjst farmurinn óskemdur. Þegar á daginn leið óx brimið og báturinn brotnaði og er nú horfinn í kaf í sand. Vatkins ætlar að fljúga til Kanada. Khöfn, 15. maí-. U. P. FB. Fréttaritari „Sociíii-Dem.okraten " í; Angmagsalik tilkynnir, að Wat- kins og tveir félaga hans ráð- geri að fljúga yfir Grænland til Kanada. Frá Egiptnm. Cairo, 16. maí. U. P. FB. Sam- kvæmt seinustu öpinberam til- kynningum biðu 12 menn bana í óeirðunum, en 101 særðust svo mjög, að flytja varð þá í sjúkra- hús. Níu lögreglumenn særðust: einn hættulega. Kyrð er víðast hvar komán á í landinu, en búist er við alvarlegum óeirðum í dag, á öðrum kosningardeginum, vegna þess, að þjóðernissinnar hafa haft í hótunum. að koma í veg fyrir kosningarnar. Danzleikur „Ármanns“ verður á morgun í íþróttahúsi K. R. Að- göngumiðar afhentir þar frá kl.. 6—8 síðd.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.