Alþýðublaðið - 16.05.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1931, Blaðsíða 4
4 alþýðublaðið KODAK 20,000 STPD. ALÞJÓÐA-SAMKEPNI AOeins fyrir amatöra. Ekkert nema efni myndanna kemur til greina. Myndavél — filmukefli — eitthvað til pess að mynda og eyðublað fyrir innritun — það er alt sem þér þurfið á að halda til þess að taka þátt í þessari furðulegu samkeppni. SEX MYNDAFLOKKAR. A. Börn. B. Útsýn. C. Leikir. sport, skemtanir, störf. D. Dauöir hlutir, náttúran,byggingar og atriöi i hásastil, innimyndir. E. Viöhafnarlaasar mannamyndlr. F. Dýr, fuglar og ferfœtlingar. Notið nú myndavélina. Takið svo raargar myndir sem yður sýnist. Því fleiri sem þér sendið, eftir því hafíð þér meiri möguleika til að vinna. Hér er eyðublað handa yður til innritunar. Fleiri getið þér fengið þar sem þér kaupið Kodakfílmurnar yðar: Ég hefi lesið reglurnar um sainkepni þessa og samþykki þær í einu og öllu, Nafn (Skrifið með prentletri) Heimilisfang...................... Teg. myndav.............Teg. filmu Tala mynda, sem send- ar eru með þessu blaði . ......... Lesið þessar einiölda regiur: 4. 5. Samkeppni þessi er eingöngu fyrir amatöra. Sérhver sá, sem á heima á íslandi eða í Dan- mörku, getur tekið þátt í henni, nema, þeir menn og þeirra fjöl- skyldur, sem fást við tilbuning, söiu, meðferð eða notkun á ljós- myndavösum í atvinnuskyni. Hefst 1. mai, er lokið 3i. águst 1931 Hver keppandi má senda svo margar myndir sem honum sýn- ist og svo oft sem hann vill, að því tiiskildu, að myndirnar hafi verið teknar eigi fyr en 1. maí og eigi siðar en 31. ágúst, og þær verða að vera komnar á samkeppnisskrifslofuna i siðasta lagi 7 sept. 1931. Til þess að taka þessar sam- keppnismyndir má nota hverja sem helzt „Kodak'1-, „Brownie"-, „Hawk-Eye“ eða aðra vél, og hverja sem helzt tegund af filmu efnum og pappír. Keppandinn þarf ekki að eiga vélina sjálfur og vitaskuld má hann láta aðra ljúka við myndina. Frummynd- irrar má taka á keflisfilmu.skorna filmu eða pakkafilmu. En sé frummyndin tekin á plötu, kem- ur hún ekki til álita. Myndirnar mega vera hvort heldur af algengum stærðum eða stækkanir. Þó má engin mynd vera meira en 20 cm á lengd. Myndirnar verða að vera kopieraðar eftír ólagfærðum frummyndum. Hvorki má gera neinskonar litun eða fegrun á frummynd eða kopíu. Myndimar mega hvorki vera upplímdar né fnnrammaðar. Keppandinn má ekki rita svo mikið sem nafnið sitt á myndir þær, er hann sendir. Látið innritunarblað fylgja með í hvert sinn og þér sendið myndir. Skrifið utaná til Prize Contest Office, Kodak Limited, Dept. 30, 65 Kíngsway, London, W.C.2. Notið innritunarmiðann sem er í þessu blað', fáið fjeiri hjá verzluninni. sem þér skiftið við, eða skrifið samkeppnisskrif stofunni. 7. Engu verður skilað aftur af því sem sent er og allur póstur er á ábyrgð eigandans. Sendið ekki frummyndir, en geymið þær vandlega svo að þær séu til taks ef kallað verður eílir þeim. 8. Allar myndir verða dænrdar eingöngu eftir því, hve inerki- legar eða fallegar þær eru í sjálfu sér. Tekniskir yfirburðir eða list af hálfu þess er tók þær ræður ekki úrslitum um verð- launin. 9. Úrskurður dómnefndarinnar er endanlegur. Ef fleiri en einn h fa jöfn skilyrði til þess að hljóta einhver verðlaun, skal hvor um sig fá hina auglýstu upphæð, þ. e. verðiaununum verður ekki skift, heldur verða þau tvöfölduð. 10. Sérhver veiölaunamynd ásamt frummyndinni verður eign Kod- akfélagsins og fylgir þar með einkaréttur til auglýsingar, birt- ingar og sýningar á hvern hátt sem vera skal, 11. Vinnendur 1. verðlauna í hverj- um flokki, þar á mnðal vinn- endur stórverðlaunanna fyrir ísland og Danmörku, taka þátt alþjóðasamkeppnmni, 12. Enda þótt en«inn kepþandi geti hlotið verðlaun fyrir meira en eina mynd, getur hann þó unn- ið fleiri verðlaun fyrir sömu myndina. Það segir sig sjálft, að eftir því sem hver sepdir fleiri myndir, eftir því hefir hann meiri möguleika til þess að að vinna. Almennar upptýsingav. Til þess að dómnefndin geti vit- að hver er höfundur hverrar myndar, fá allir keppendur númer og verður raðað í íéttri tö'uröð. Vera má að Kodak-félagið óski að fá keyptar góðar myndir eða frummyndir á meðat þeirra, sem ekki liafa hlotið verðlaun. Vinnendum verður tilkynt svo íljótt sem unt er eftir að dómur hefir verið kveðinn upp. ir kjördag, geta fyrst um sinn kosiö í skrifstofu lög.manns í Amarhvoli ki. 10-12 árdégis og. 4—6 síödegis.. Sama giidir uxn þá kjósendur, seni kosniogarriltt eiga utan r'vVr. k :r, r1 -::kki gj'.a veriö á kjördegi í því kjördœini, sem þeir eiga atkvæðisrétt í. — Alþýöuflokkskjósendur í Reykja- vík, sem kjúsa fijrirfram, skrifa að eius A á kjörblaðið, leggja það vvVi i timslágiö og !íma það aftur. — Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í húsi Edinborg- ar niðri gefur aflar nánari upp- lýsingar um kosninguna, sími 980. — Listi alpýduimar er A-listinn. Aakakjörskrá til alþingisltosninga í Reykja- vík liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra næstu virka daga kl. 10—12 ár- degis og aðra daga en laugar- daga einnig kl. 1—5 eftir hádegi. Hallsteinn og Dóra, hinn stórmerki sjónleikur Ein- ars H. Kvarans, verður leikinn annað kvöld. A-listinn er listi alþýöusamitakanna. Skrifstofa hans veröur opnuö á ímánudag í Edinboig niðri og hef- ir sima 980. Hafnarfjörður. Almeniíar Alþýðuflokksfundur verdur haldinn i bœjcrpings- sc.lnum á morgun kl. 4. Eví3Ö fö© frétta ? Nœturlæknir er í nött ólafur Holgason, Ingólfsstræti 8, sími 2128, og aöra nótt Halldór Stef- ánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Nœturvördur er næstu viku í lyfjabúö Laugavegar og Ingólfs- iyfjabúö. Messur á morgun: í dómkirkj- unni kl. 11 séra Friðrik FriÖriiks- son, kl. 5 séra Friðrik Hallgrims- þon. I fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kL 6 e. m,. guðs- þjónusita með predikun. Vedrið. Kl. 8 í morgun var 6 :/-,tiga hiti í Reykjavík. Útlit á Suð- vesturlandi: Austankaldi. All-hvast við Suðurströndina. Regn. Frá Vestmannaeyjum var FB. símaö í gær: Meiri hluti ver- manna er nú farinn héðan. I dag fóru bátar með fólk og farangur til Víkur, Landeyja og Eyjafjallar s,and,s. Nokkrir bátar hafa róið eftir lokin. Þorskur txegur. Mikill háfur. Otvarpic i dag: Kl. 19,25: Hljómíeikar (söngvél). KI. 1930: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Bama- sögur (Ragnheiður Jónsdóttir kennari). Kl. 19,50: Hljómleikar (Þ. G., A. W,., E. Th.). KI. 20: Þýzkukensla (Jón ófeigsson). Kl. 20,20: Hljómleikar (Þ. G., A. W., E. Th.). KL 20,30: Erindi: Uppeld- ismál II. (Steingr. Arason kenn- ari.) Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,20—25: Danzspil. Félag útvarpsnotenda heldur fund á morgun kl. 3 í K.-R.-h.úsr inu. Árbók útvarpsins verður af- hent á fundinum. Ipróttafólk „Ármannsf mæti í gamila barnaskólanum kí. U/s stundvísiegá á morgun. ftakakjðrskrá til alþingingiskosninga í Reykjavík, er gildir fyrir tímabilið 1. júlí 1931 — 30. júní 1932, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjöra frá 18. til 27. þ, m. að báðum dögum með- töldum kl. 10—12 árd. og 1—5 siðd. (á laugardögum kl. 10—12), Kaerur yfir kjörskránni skulu komnar til borgarstjóra eigi síðar en 31. þ. ro. Borgarstjcrinn í Reykjavik, 13. maí 1931. K. Zimsen. Takið eltir! 1. fiokks saltkjöt, steinbítsrikl- ingur. ísienzk egg, 16 aura stk. Hveiti H. H. H. 18 aura Vs kg, Export, Ludvig Davíd 60 aura stk. Kaffi 95 aura pakkinn. Alumin- iumvörur með 20% afslætti. Verzismin Ægir, Öldugötu 29. • Sími 2342. Ný, hrein, góð og ódýr. Sf. Sl. Bílstjóri með meira prófi óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 2120 milli 7 og 8 e. m. Útvarpið á morgun. Kl. 14: Messa í fríkirkjunni )Á. S.(. Kl. 19,25: Hljómi. (söngvél). K4. 19,30: Veðurfr. Kl. 19,35: Barnasögur. Kl. 20,10: Hljóml. (P. fs.). Ki. 20,30: Einkenni lífsins og uppruni (Pálmi nektor). Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,20—25: Kórsöngur (Karlakór Reykjavíkur). Rátstjóri og ábyrgðarmaður: CHafur Friðriksson.. Álþýðuprentsmiðjau.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.