Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 2
alþýðublaðið 2 Slgnr verkalýðsins á Isafirði. Lok kaupdeilnnnar. Verkfallinu á ísafirði lauk í fyrra kvöld mcð nýjum kaup- .síunningi. Sanikvæmt honum ei dagvinnukaup karlmanna kr. 1,20 um klst., áður 1,10. Dagvinnu- kaup kvenna er 85 aurar um klst, áður 75. Aukavinnukaup karla nú kr. 1,60 um klst., áður 1,50. Auka- vinmikaup kvenna nú kr. 1,10, áður 1 kr. Nætur- og helgidaga- vinnukaup kvenna við alla fisk- vinnu og síldarverkun er nú kr. 1,40 um klsit, áður kr. 1,35, en karlmanna við [>á vinnu óbreytt, 2 kr. Nætur- og helgidaga-vinnu- kaup karlmanna við alla aðra vihnu er nú 3 kr. um klst, áður 2 kr. — Fiskpvóttarkaup: Fyrir 160 kg. stórfiskjar nú kr. 1,50, áður kr. 1,45, fyrir labra nú kr, 1,25, áður kr. 1,20. Fiskþvotta- konur fá eftirvirinukaup ef þær fara í aðra vinnu en fiskþvott eftir kl. 4. Verkafólk fær tvlsv- ar kaffihlé, í 15 mín. í hvort sinn, án frádráttar á kaupi. Næt- urvinna telst ná frá kl. 9 að kvöldi, en var áður frá kl. 10. Kauptaxti fyrir unglinga, 14 .16 ára: 1 dagvinnu 1 kr. um kJst., aukavinnu kr. 1,35, í helgi- dagavirmu kr. 1,50. Lágmarks- kaup barna innan 14 ára 55 aur- Flng yfiír Spæalaaé, Berlín 19. maí. UP.—FB. Flugmaðurinn von Gronau, sem áður hefir flogið um Færeyjar, ísland og Grænland til Ameríku, ráðgerir flug yfir Grænland ti' þ'ess að athuga veðurskilyrði, einnig hvort og hvernig unt verði að koma á ftugferðum um Græn- land milli Evrópu og Ameríku. Von Gronau notar Dornier-Wahl- sæflugvél. Teikfallit i Svíplóö. Slokkhótmi, 18. maí. UP.—FB. Horfurnar eru nú langtum betri uau friðsamlega úrlausn verk- faílsmálanna í Ádalen. Búast menn við, að verkföllin verði til lykta leidd í dag eða á morgun, nema ef til vill í Ádaien. Ríkis- stjórnin hefir skipað 5 manna nefnd til þess að rannsaka orsakir deilnanna í Ádialen. Bafmagn fyni Þíngeyrarbyggja. Sýslufundur Vestur-ísafjarðar- sýslu, er haldinn var í byi'jun þessa mánaðar, heimilaði Ping- eyrarhreppi við Dýrafjörð að taka alt að 80 þúsund króna lán til að rafvirkja Hvammsá. Gert er ráð fyrir, að Þingeyrarkauptún og nokkrir sveitabæir þár í grend- inni fái þm* við nægilegt rafmagn til Ijósa og suðu. (FB.-fregn.) ar um klst. Næturvinna unglinga eftir kl. 9 að kvöldi og vinna barna eftir kl. 8 að kvöldi er bönnuð. Sé unnið frá kl. 7 að rnorgni til kl. 51/2 síðdegis, að frá dregn- um matartíma og kaffihléum. greiðist kaup fyrir 10 stunda vinnu. Þar víð styttist vinnutim- inn um 1/2 klst. Verklýðsfélagar skulu sitja fyr- ír atlri vinnu. Verkfatlið stóð þannig frá 1. —17. maí, og var á því tímabili að eins unniö hjá samvinnufélag- inu, kaupfélaginu og bæjarvinna, og títið eátt hjá Nathan & Olsen, sem gengu að taxta verklýðsfé- lagsins. Finnur Jónsson fékk futlnaðar- umboð til samninganna fyrir hönd verkafófksins. Á . meðan verkfallið stóð yfir kom eitt tölublað af hinu svonefnda „Verklýðs- blaði“ tíl ísafjarðar. Voru un>- mæli þess um verkfallið og fuLl- trúa verkafólksins ‘á fsafirði á þann veg, að „Spartverjarnir“ þar vestra höfðu vit fyrir ktofnings- félögum sínum hér syðra og báru blaðið ekki út á meðan á verk- fallinu stóð. Ferðafélao fslands bauð skólabörnum í skemtiför sl. sunnudag upp að Kolviðarhóli og þaðan upp á Hengil. Vora börnin 71 að tölu úr efstu bekkjum barnaskóilanna beggja. Meö þeim vora Sigurður Jónsson skólastjóri og þrír kennarar, auk fjögurra manna úr stjórn félagsins. Lagt var af stað úr bænum kl. 9 ár- degis. .ELest börnin komust alla leið upp á hátind Hengilsins. Til Kolviðarhóls var komið aftur um kl. 4. Lét þá félagið bera fram veitingar fyrir boðsfólkið. Lagt var af stað frá Kolviðarhóli til Keykjavikur um kl. 6. — Bifreiða- stöð Steindórs lánaði allar bif- reiðarnar ókeypis. Bafnarfjðrðar. / gœr komu af veiðum togarinn „Júpíter" með 68 tn. lifrar og tínuveiðaskipið „Pétursey" (frá Rvík) með góðan afla. Saltskip frá Óðinsvéum, „Eífie Mærsk“, kam í gær. Verður skip- að upp úr því um 500 smál. af salti hér. / nótt kom af veiðum togarinn „Walpole“, enn fremur „Sindri“ af línuveiðum. Með góðan afla. / nótt andadist Runólfnr Þórc- arson frá Fiskilæk, bróðir Aug. Flygenrings, nær sjötugur að atdri. Geovanni Otio. ÆirisstýralíS trúðleik" arans. Ég beimsótti í morgun hinn unga dansk-rtalska heimsborgara og dulspeking Geovanni Otto. Borðið han.s var fult af nýkomn- um pósti og ritvélin hans „tik- tikaði1 ‘óaflátanlega. „Ég hefi alt .af svo rftikiö að gera,,“ segir Otto. „Ég hefi á ferðum mínum um heiminn eignast fjölda vina, og svo stend ég í stöðugu sasmbandi við leikhús um allan heim. Þeg- ar ég fór hingað norðUr átti ég frí, ,en frá því í júlí' og til marz- mánaðar 1933 er ég ráðinn til að sýna listir mínar, en þar á eftir mun ég ferðast með rúss- neskum fjölleikurum í 4 ár. Ég hiefi nýlokið við þá samningsgerð. Ferðalög eru að visu erfið, en ég 'get þó ekki án þedrra verið. Ég hiefi frá þvi ég var á ;8. ári verið sjálfstætt atriði hjá leikhús- um, svo að þetta er alt orðið hluti af mínu lífi. Faðir minn og móðir mín eru leikarar. Núna leikur imóðir mín í Ungverja- landi, en faðir minn í Suður- Frakklandi. FjöLskyldutífið þekki ég því lítið, nema af afspurn, err ég sakna þes.s heldur ekki. Hvernig atvikaðist það, að þér urðuð trúðleikari? Árið 1917 lék ég í fjölleika- húsi afa míns í Stokkhólmi. Þá var ég loft-fimlieikamaður (Akro- bat), en svo vildi það slys til, að ég féll niður úr mikilli hæð og braut axlarbeinið. Þegar ég var orðinn heilbrigður ætlaði ég auð- vitað að taka upp aftur mína fyrri iðju, en þegar tiJ kom var ég of veiklaður og við það óviss á línunni, sem ég átti að ganga, og þar sem afi minn þurfti að láta börn sín og barnabörn hafa atvinnu var ekki lengi verið að ráðstafa mér. Ég var settur til trúðleikara nokkurs, sem var ný- •kominn í fjölleikahúsið, en hann var að eins skamma stund í Svi- þjóð. Vegabréf hans voru ekki í lagi og hann varð að hafa sig á brott úr landinu. En ég hafðii iært kúnstir hans, og ég smíðaðj ný verkfæri eftir hans verkfær- um. Þegar ég hélt svo sýningu fvrir afa minn varð hann mjög hrifinn, og hann sendi mig tál kunningja síns í París, sem stjórnaöi skóla, sem hafði töfra- fræði til mieðferðar. Svo n,am ég og útskrifaðLst úr skólanum. Þegar afi rninn fór svo aftur til Svíþjóðar 7 mánuðum síðar, þá. kom ég í fyrsta sinni fram sem trúðLeikari. Síðan hefi ég ekkert gert annað, nema hvað ég hefj setið hesta eftir öllum listarinnar reglum — og svo dáleitt. — Hér getið þér séð húsdýrin mín,“ — og Otto réttir mér mynd; á hienni sést hann með tvær stórar afrik- anskar kyrki&löngur. „Með kyrki- slöngum hefir mér tekist að gera mjög merkilegar dáleiðslutilraun- ir. Eitt sinn tókst mér að láta þær standa beint upp á endann. og voru þær eins harðar og stafir. Meðan ég er hér geymi ég þær hjá dýravini einum. Það verð'ur að fara mjög varlega með þær. Það verður að verma þær með hitabrúsum. Mat sinn fá þær á þriggja vikna fresti, en þá gleypa þær sína dúfuna hvor, óso'ðna með fiðri og öllu saman. Eigið þér fleiri dýr, sem þér notíð við sýnirigar? Nei, ekki núna. Ég átti edtt sinn tamdan apa, en hann varð skyndilega viltur og beit alt og reif — og svo seldi ég hann í dýragarð. Gerið þér alclrei tilraunir? Jú, það geri ég oft, — og þegar ég hefi tíma, þá nem ég sVörtu- jlist í Horter-háskólanum í Berlín. Þar er kent alt, sem lýtur að þessu öllu. — í janúar 1929 vann ég skírteini og. gidlmedalíu í glapsýninga-keppni. Þátttakendur voru 28, og ég var'ð 2. í röðinni. Mér hefir þótt gaman áð heyra sögu 1 trúðledkarans,. Líf þeirra manna, er stunda þessar flökku- listir, er einkennilegt og fult af æfintýrum, sem liggja fjærri dag- legu lífi okkar IsLendinga. En í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.