Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 15 stund.“ Ég er svo innilega sammála þessu, en þá vilja raunsæismennirn- ir gjarnan benda mér á að það sé flótti frá raunveruleikanum." „Það er engin synd að láta sig dreyma," svaraði Gunnar brosandi. „Draumar eru kjarninn í veruleik- anum. Sá maður sem missir drauma sína er aðeins hálfur maður. Hug- myndaflug á sér engin landamæri, annars værum við enn við steinald- artímann. Það sem verður í framtíð okkar, er löngun okkar nú, þess- vegna sýna hæfileikar fortíð en löngun framtíð. „Þrjár útópíur“ En svo eru aftur á móti til þrjú draumalönd nútímans, útópíur, sem verða sennilega fallnar á þessum áratug. Þar á meðal er draumaland marxismans. Útópían um alræði öreiga, sem reyndist í framkvæmd alræði yfir öreigum, þrælahald, kúgun, undirokun í stað frelsis. Þar næst kemur kratadraumur- inn um Velferðarríki. í þeim draumi eru vandamálin tekin frá fólki, sem getur aðeins endað með úrkynjun.“ Gunnar sagði mér því næst frá tilraun sem sænskir og bandarískir sálfræöingar gerðu fyrir nokkru: Þeir settu 8 músahjón í sænskt fyrirmyndarþjóðfélag, auðvitað við hæfi músa. Þær fengu hollan og góðan mat, ágætar vistarverur, hitastig og rakastig í samræmi við litla músalíkama, þjóðfélagið blómstraði og þeim fjölgaði óskap- lega. En smátt og smátt fór karldýrið, þessi eðlilegi sterki foringi fjöl- skyldunnar að sýna merki um streitu. Hópurinn var orðinn of stór og þarmeð réð hann ekki við verk- efnin. Þetta varð til þess að karldýr- in fóru að flakka um „göturnar" í hópum og sátu á börunum og vanræktu heimilin. Kvendýrin tóku þá öll völd yfir holunum og ungvið- unum, og þar með var kvenréttinda- hreyfingin komin í fullan gang. Þær spörkuðu unglingunum út á götuna til að rýma fyrir nýjum afkvæmum. Við þetta varð hlutur karldýranna ennþá þýðingarminni og fóru þau að vera saman i hópum, en þá fór að bera á kynvillu, sem magnaðist og varð að hópkynvillu. Síðan kom á daginn að náttúran, sem virðist alltaf sofa og vera afskiptalaus, greip í taumana. Karldýrin sem höfðu misst sitt náttúrulega hlut- verk, urðu öll ófrjó. Síðasta músin dó í þessu velferðarríki kratismans fyrir nokkrum árum. Ástæðan: Karldýrið sem var komið langt frá uppruna sínum og eðli varð ófrjótt, engu líkara en lífið sjálft hafnaði því og dæmdi úr leik. „Þriðja draumalandið," sagði Gunnar, „er ameríski draumurinn: „Money og sex“, þar sem frjáls- hyggjan verður sjálfseyðingin. En nú er að verða æ augljósara að þessi þrjú draumalönd standast ekki og eru þessvegna dæmd til að falla. Það eina sem hefur og mun standa er fjailræðan, kristindómurinn, og í gegnum erfiðið hefur hann aðeins orðið stærri og sterkari. Bjargið sem þjóðfélagið verður að byggja á er kristni. Til er þrennt jákvætt sem menn verða að fullnýta til að lifa hamingjusömu lífi, en það er starf, sköpun og ást. Þegar maðurinn glatar þessu úrkynjast hann á einn eða annan hátt.“ „Einstaklingurinn má ekki gleymast“ „En hvemig er þá hægt að leiða þjóðfélag á rétta braut, án þess að illa fari?“ „Fyrst og fremst verður að hafa í huga að erfiði og áreynsla eru eðlilegir þættir í framvindu, þar sem líf er að brjótast frá lægra til hærra stigs. Þetta er leiðin til þroska. Þessvegna má ekki snið- ganga erfiði og taka vandamálin frá fólki. Velferðarríki draga úr þroska einstaklingsins og vinna gegn manninum. Þau koma því til leiðar að hann staðnar, hættir að þroskast og verður vélrænn. í góðu þjóðfélagi kemst einstakl- ingurinn til þroska, fái hann að þroskast sem einstaklingur. Samfé- lagið finnur ekki til, heldur ein- staklingurinn. Hann má ekki gleym- ast. Hvað gerir samfélagið til að þroska hvern einstakan? Og á hvaða mælistigi? Ef einstaklingnum er fórnað fyrir velferðina erum við I raun að stöðva framvinduna.“ Sjálfstæðisfélag Suður-Þingeyinga: „Opm vika“ á Egils- stöðum NEMENDUR í Menntaskól- anum á Egilsstöðum héldu í siðustu viku suður til Reykjavíkur og skyggndust þar inn fyrir dyr í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Er þetta liður í námi nem- endanna og þessa viku verður „opin vika“ í ME. Skólinn verður kynntur og nemendur kynna það, sem þau eru að gera. Ymislegt menningar- efni verður á boðstólum. Með- fylgjandi mynd er tekin á Eglisstöðum er nemendur úr ME héldu suður í fyrrnefnda námsferð. (L)ten. JDJ). ,CEtA» Áhyggjur yfir auknum áhrif- um kommúnista „FUNDURINN lýsir áhyggj- um sínum vfir siauknum áhrifum kommúnista í þjóðfé^ laginu og þvi upplausnar- ástandi. sem skapast getur ef svo heldur sem horfir,“ segir í ályktun aðalfundar Sjálfstæð- isfélags Suður-I»ingeyinga, sem haldinn var fyrir nokkru og Morgunblaðinu hefur bor- ist. Síðan segir: „Þá telur fundur- inn óviðunandi, að Sjálfstæðis- flokkurinn nái ekki eðlilegum áhrifum sakir innbyrðis óein- ingar. Því skorar fundurinn á þinglið Sjálfstæðisflokksins, að vinna ötullega að samstillingu forystuliðs flokksins þannig að hinir almennu flokksmenn gjaldi ekki sundrungarinnar lengur og flokkurinn öðlist á ný traust þess fólks sem fyrir hann vill vinna." Grunnvara allt árið í stað skammtíma tilboða Lækkað verð á mörgum helstu neysluvörum Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag með afsláttar- og tilboðsvörur, sem leiða mun til varanlegrar lækkunar vöruverðs í matvöru- * búðunum. I þeim stóra hópi, sem mynda Grunnvöruna, en þannig eru þær einkenndar I búðunum, eru margar helstu neysluvörur, sem hvert heimili þarfnast svo sem hveiti, sykur, grænmeti, ávextir og þvottaefni. Þessi nýbreytni mun fela í sér umtalsverða lækkun á matar- reikningum þeirra, sem við kaup- félagsbúðimar skipta, félags- menn sem og annarra jafnt. Það býður engin önnur verslun Gmnnvöm á grunnverði. $ Kaupfélagið AUGLYSINOASTOf A SAMBANOSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.