Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 7
7 ALPÝÐUBLAÐID Frambjóðendnr Alöíðöflokltsms I EFjafjarðarsýsln Guðmundur Skarphéðinsson er fæd'dur árið 1895 að Siglunesi. Hann stundaði nám hér í Kenn- araskólanum og útskrifaðist úr honuim árið 1916. Fyrst var hann kennari á Siglufirði veturinn 1916 —17, en fékk skólastjórastööuna 1919. Þá um haustið sigldi hann utan og nam við kennaraháskóla Guðmundur Skcirphéðinsson skóJastjóri. í Gautaborg. Var hann. þar 1 vetur og útskrifaðist þaðan. Síðan hefir hain verið skólastjóri barna- skólans á Siglufirði. Hann gekk í verklýðsfélagið þar 1923 og hef- ir alt af síðan gegnt aðal-trúnað- arstörfúm þess. Hann var fyrsti jafnaðannaðurinn, sem kosinn var í bæjarstjórnina, og hefir fylgi flokksins aukist mikið þar undir forystu hans, enda hefir nú flokkurinn meiri hluta í bæj- arstjórninni. Guðmundur heíir alt af siðan hann komst í bæjar- stjórn átt sæti í fjárhagsnefnd hennar og hefir unnið sér svo mikið traust að í fjárhagsmálum mun ekkert mál ráðið nema hans ráða sé leitað. Hann á sæti í stjórn síldarbræðslu ríkisins og er varamaður Erlings Friðjóns- sonar í stjórn sildareinkasölunn- ar. I vetur, er kommúnistar ætl- uðu aö kljúfa verklýðshreyfing- una þar nyrðra, reyndi mikið á forystuhæfileika Guðm.und,ar, og tókst honum með viti og dugnaði að bjarga verklýðshreyfingunni úr klóm eyðileggingarseggjanna. Varð yfirgnæfandi meiri hluti siglfirzkrar alþýðu fylgjandi stefnu Alþýðusambandsins, en þó var Siglufjörður talinn sterkasta vígi sprengingarmannanna. I x haust stofnaði Guðmundur jafnaðarmannafélag og telur það um 90 félaga. Guðmundur á sæti í stjórn Al- þýðuflokksins, og á norðlenzk al- þýöa kost á að eignast glæsilegan málsvara á alþingi, þar sem Guð- mundur er. Halldór Friðjónssan. tíalldór Friðjónsson hefir uimið mikið og heilladrjúgt starf í þarí- ir verkalýðsins, bæði sem ritstjóri þáverandi málgagns alþýðunnar á Norðurlandi og á margan fleiri hátt. Eyfirskum og siglfirzkum alþýðumönnum og alþýðukonum er vel kunnugt um, að góður starfsmaður hefir hann reynst al- þýðusamtökunum, og af þeirri reynslu vita þau líka,' að ekki muni hann síður reynast í þeim verkahring, sem þau vilja nú isenda ,hann í sem, fulltrúa sinn og allrar , íslenzkrar alþýðu, — í ’ þeim verkahring, þar sem barist er til úrslita um mörg mikilvæg- ustu málefni þjóð'arinnar. Þau vita vel, að Halldór mun reynast jafn vel sem alþingismaður al- þýðunnar eins og brautryðjandi áhugamála hennar í héraði, siem Halldór Friðjónsson. hann hefir verið um langt skeið, ásamt Erlingi, bróður sínum. Halldór er fæddur á Sandi 7. júní 1882. Hann gekk í búnaðar- skólann í Ólafsdal og lauk því námi 1903. Árið 1906 settist hann að á Akureyri. í Verka- mannafélag Akureyrar gekk hann árið 1912. Var hann formaður þess um 10 ára skeið og hefir jafnan reynst því hinn ótrauðasti starfsmaður, því að hann er mjög áhugasamur Alþýðuflokks- maðm', svo sem alkunna er, og drengur hinn bezti. Eitt af áhugamálum Halldórs er bindindis- og bann-málið, og fyrir það hefir hann unnið mikið. Veit hann sem er, að áfengis- nautn er öllum stéttum hættuleg, en þó kemur hún harðast niður á alþýðunni, ef hún forðast ekki áfengishættuna, því að fátækasta stéttin af fé má sízt allra við þvi, að hag hennar sé spilt með ó- lyfjan þeirri. Halldór hefir verið í Góðtemplarareglunni í meira en aldarf jórðung og reynst þar, eins og annars staðar þar, siem hann hefir lagt hönd á plóginn, ágætur liðsmaður. Hefir hann staðið 'íramarlega í fylkingu templara á Akureyri um 20 ára skeið. Hann var í yfirstjórn reglunnar — framkvæmdarrnefnd stórstúkunnar — (ritari hennar), þegar hún hafði aðsetur á Akureyri, og full- trúi hefir hann verið á um 20 stórstúkuþingum,. — Bindindis- og bann-menn í Eyjafjarðarsýslu, sem eru fylgjendur þess máls af hug og dug, geta ekki sýnt á- huga 'sinn í verki betur á annan hátt en með því að kjósa Halldór á alþing og berjast fyrir því af alefli, að sem allra flestir aðrir geri það. Halldór er þjóðkunnur fyrir þjóðnytjastörf, og þarf því hér eigi lengra að rekja það, sem al- kunna er. Lanfey Veidimarsdóttir Hún er fædd 1. marz 1890. Hún er fyrsta konan, sem stund- aði nám í mentaskólanum í Reykjavík frá byrjun til þess er hún tók stúdentspróf, og síðan nam hún tungumál við Kaup- mannahafnarháskóla um 5 ára skeið. Var enska aðalnámsgrein hennar, en auk þes,s franska og Iatína. Ekki fékk hún Garðsstyrk, því að hann var að eins ætlaður piltum. Laufey byrjaði snemma að vinna fyrir Kvenréttindafélagið, og hefir hún verið fulltrúi þess á fjórum alþjóðaíundum. Þar hefir henni gefist tækifæri til að kynn- ast skýrslum um margt það, er lýtur að kjörum barna og ein- stæðra mæðra meðal ýmsra þjóða og því, hver réttur þeirra er gerður í löggjöf þjóðanna. Hefir Laufey kynt sér þau mál rækilega og notað þá þekkingu sína til að berjast fyrir endur- bótúm á kjörum einstæðra mæðra og barna hér á lancli. Fyrir nokkrum árum hafði hún for- göngu að því að safna skýrslum um, húsnæðisvandræðin í Reykja- vik og hve herfilegar margar svokallaðar ibúðir eru. Gekk hún að því starfi að safna skýrslun- um ásamt nokkrum öðrum sjálf- boðakonum innan Alþýðuflokks- ins, en það var mikið verk, gert til þess að vekja menn til um- hugsunar um húsnæðisvandræðin og knýja fram bætur á þeim. Margt hefir Laufey unnið fyrir alþýðufólk, einkum til að bæta kjör kvenna og barna. Hefir hún m. a. mikinn áhuga á þvi, að þekking nútímans sé notuð til þess að létta konum heimilis- störfin. Myndi hún verða örugg- ur málsvari alþýðukvenna og barna á alþingi. Nú er hún annar frambjóðandi Alþýðuflokksins i Skagafirði. Framblóðanðí AiMðufíokksins í önllbrinBQ- og Klósar-sJsia. Guðbrandur Jónsson er búinn að vera mörg ár í Al- þýðiífiokknum, en hefir að visu Guðbrandur Jónsson. ekki haft sig mjög í frammi. Stafar það mest af þvi aö hann hefir sökt sér niður í fræðiiðk- anir árum saman, enda liggur eft- ir hann mikið og gott starf á því sviði. Má þar heizt nefna hið á- . gæta rit hans „Dómkirkjan á Flólum í Hjaltadal, lýsing ís- lenzkra miðaidakirkna", og er þar á tæpu hálfu þúsundi blað- síðna lagður grundvöllur að ís- lenzkri kirkjufornfræði í öllum greinum hennar, en án hennar er lítt mögulegt að fást við sögu íslenzkra miðalda, svo var kirkj- an þá flækt fast inn í alt þjóð- lííið. Auk þesiS liefir hann ritað fjöldan allan af ritgeröum fræði- legs efnis í erlend og innlend tímarit, og má lesendum Alþbl. sérstaklega vera minnisstæö á- gæt grein í hátíðarútgáfu þess í sumar eð leið: Þættir úr sögu þings og lands. Og nú í vetur tók hann þátt í samkeppnisprófi um prófessorsembætti það í sögu við háskólann, sem laust er. Var það dömur prófnefndarinnar, að ritgerð Guðbrands, sem var lang- stærst allra ritgerðanna, sam svarar 10—12 örkum prentuðum, tæki „að því leyti fram hinum ritgerðunum, að honum hefir tek- ist að safna fiestum rannsókrrar- efnum til meðferðar. Og er rit- gerðin því að þessu leyti yfir- gripsmest. Ber hún höfundi vitni imi dugnað, giöggskygni um margt og fróðleik, sérstaklega á kirkjuleg fræði“. Það má því ó- hætt telja hann með beztu fræði- mönnum vorum. Fyrir honum hefir þó aldrei farið eins og mörgum, er fræði iðka, að sjón- deildarhringur þeirra verður skrifstoíuveggirnir. Guðbrandur hefir fengist við blaðamensku bæði hér og erlendis og er með ritfærustu mönnum og hefir fylgst ágætlega með því, sem gerst hefir í innlendum og er- lendum stjórnmálum og alt af hallast á þá syeif, sem betur gegndi. Hann hefir ferðast viða og kynst mörgu, en engu þó bet- mr en mætti alþýðusamtakajnna, sem hann hefir kynst í því landi þar sem þau eru máttugust,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.