Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1931, Blaðsíða 8
8 á Þýzkalandi. Hann er því inaöur einkar víösýnrt og vel mentaöur, og mun flokknum og þingiriu vafalaust stórgagn að því ef hann nær kosningu, enda er hann traustur flokksmaður Al- þýðuflokksins. FrambióðesdRr ilMðoflolkslns í ÁrnessÝslu Felix Giiðmiindsson verkstjóri er fæddur á Ægissíðu í Ása- hreppi og óilst par upp hjá afa sínum og öminu, peim Felix Guðmundssyni og Helgu Jóns- dóttur, er þar bjuggu nærfeit 50 ár og eru mörgum að góðu kunn. Nokkru eftir lát konu sinriar hætti Felix á Ægissíðu búskap og var þá síðasti drengurinn, sem 9 þau hjón höfðu alið upp, á 15. árinu. Síðian hefir drengurinn mátt sjá um sig sjálfur, og mun það mál kunnugra, að honum hafi tekist þa'ð vel. Ætt Felix er í langfeðgakyn í Rangárvaila-, Árness- og Skafta- féllssýslu, komin frá Jóni Stein- grímssyni, prófastí, sem kunnur er af sögum' „Jóns Trausta", og þó einkum af æfisögu, er hann sjálfur reit og Söguféiagið gaf út. Eftir að afi Felix brá búi, dvalidi hann fyrst 2—3 ár austur í Rangá'rvallasýslu, en f 1 uttist síðan til Reykjavikur og dvaldi þar nokkur ár. Til Reykjavíkur flutt- is,t hann 1905 og heíir átt þar heimáli síðan, þótt hann síðan hafi unni'ð víðs vegar um landið, ýmdst sem undir- eða yfir-maður. Hann hefir unnið flesta vinnu til sjós og sveita. Hann þekti hvað það var að vera beiitu- drengur á Eyrarbakka. Sem ung- lingur lærði hann að sjá og skilja hvilíka dirfsku og karlmensku þurfti til að stunda sjó á Eyrar- bakka og Stokkseyri, þar sem oft á dag var háður brimróöur gegnum sundin upp á líí og dauða, og tók þátt í slíkurn róðrum. Hann reri tvær vertíðir í Þorlákshöfn, og fék| því skiln- ing á því, hver þrekraun var að sækja vestur í „Forir“. Efti.r að hann fór að austan, vann hann ýmiskonar landvinnu, ALÞÝÐUBLAÐIÐ hvað sem var að hafa. Síðar við brúargerðir, húsbyggingar o. s. frv. — Það bar snemma á því, að, Felix hneigðisft að félagsimálum og beitti þar áhuga sínum til starfs. Fjust var það Góðtiempl- arareglan, sem fékk að njóta krafta hans, því í hana gekk hann sem drengur á Eyr- arbakka. Að vísu hefir hann sjálfur sagt mér, að þegar innan 14 ára aldurs, austur í sveit, hafi hann heitið, því með sjálfum sér að bragða aldiei vín, og hefir harin hingað til áreiðanlega efnt það beit. Félagsmenn í G.-T.- reglunni liafa iíka kunnað að meta áhuga hans og hafa falið honum inörg og vandasöm trún- aðarstörf, svo sem formsns’ku í Umdæmisstúku, sæti í fraari- kvæmidanefnd Stórstúku lslimds o. fl. o. fl. En Felix var ekki nóg að starfa í G.-T.-reglunni að eins. Hann átti fljótt m'örg önnur áhugamál. Hann þekti svo vel erfiðleika og fátaekt alþýð- unnar og vildi leggja hönd á plóginn til að bæta úr þvi. Og 1913, þegar danskur verkfræðing- ur ætla'ði að kúga íslenzka verka- menn til að vinna ótakmarkað- an vinnutíma erfiða vinnu, var hann einn af helztu forystumönn- um til að afstýra því, og mun hann eetiö síðan háfa verið reiðu- búinn til starfs i þágu alþýðunn- ar, og kunnugir vita, að hann hefir starfa'ð af áhugá, ósérhlifni og fjöri, og það stundum svo, að það hefir kostað hann a'ð missa atvinnuria, svo sem rnarga aðra, er að slíkum málum vinna. Síðan 1915 hefir Felix haft verkstjórn með höndurn, meira og rninna stundum stjórnað tuguin og hundruðum manna, og rnundi honum óhætt að fá þeirra vitnisbuxð, og mundi hann vel hiljóða. Annars er ekki hægt í stuttri blaðagrein að segja til hlrtar frá starfsemi Felix, svo margvíslegt og mikið hefir hann haft fyrir stafni, sérstaklega af félagslegum málum. — Ég hefi minst á afskifti hans af bindindr ismálinu, en ef til vill hefir hann starfa'ð enn meir fyrir bannmálið. 1921 var hann kosinn í sam- bandsstjóm Alþýðuflokksins og átti þar sæti til 1928, tvö síðustu árin, sem niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur starfaöi eftir gamla fyrirkomulaginu, án kaups (kosr inn við almennar kosningar), átti hann sæti þar siem fulltrúi Al- þýð'uflokksins. 1923 var hann í kjöri í Gullbringu- og Kjósar- sýslu af hálfu sama flokks. í stjórn verkamannafélagsins Dags- brún síðastliðin 3 ár, þar til í jan. sl., er hann var'ð að afbi'ðja kosningu vegna annara starfa i þágu Alþýðuflokksins. í sitjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur síðan 1920, og er það enn, 1 kaupsamn- inganefndum fleirum sinnum, fyr- ir Dagsbrún, og í samninganefnd Munið: A- listinn er listi alþýðsmnar. við Læknafélag Reykjavíkur fyrir Sjúkrasiamlag Reyikjavikur. Þetta, -sem nefnt hefir verið, eru mikil og margbrotin störf. og ég þori að bjóða þeim, er þessar línur les, að spyrja þá, er Felix- befir starfað fyrir og með, um framkomu haris og skyldurækni, og svörin rnunu verða hér um bil á einn veg, Fel- ix til hróss. Ég get ekki lokið svo við þessa grein að minnast ekki á eitt af aöalstörfum. Felix og það, sem ef til vill lengst gejmiir nafn hans, en það er, að sið- an 1919 hefir hann verið um- sjónarma'ður kirkjugarðs Reykja-' víkur. Að vísu mun inörgum í fljótu bragði ekki sýnast það svo veglegt eða vandasamt starf, að þa'ð sé umtalsvert. En þar er ég á öðru máli. Ef „verkin mega taJa“ satt, þá er það starf ólygið vitni um trúmensku, útsjön og framfarahug. Og það, sem rnest er um vert, vitnisbur'ður um það, a'ó maðurinn er drengur góður, sem skilur hvernig taka beri á móti fólki í þeim erfiðu og sorg- legu kringumstæðum, sem verða þess valdándi, að ieið þess ligg- ur þangað.' — Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta starf frekar, en vLl bara geta þess, að um það rouni flestir Reykvíkingar sam- mála, þótt þeir séu Felix um margt annað ósammála. — Hann fór utan 1921 til þess, að hann sagði, að gera sig færan mn að hafa þetta starf, og ég efast um að nokkur utanför síðustu ára hafi borið sýnilegri árangur. Nú undirbýr hann af kappi nýjan fyxirmyndargarð fyrir Reykjavík. Fyrir tæpum tveirnur árum lœyptu alþýðufélögin hér í bæn- um samkomuhúsið lönö. Felix tók að sér að korna því fyrirtæki af stað. Þar myndu margir segja að „verkin héfðu talað“; í stað- inn fyrir „mannskaða“-bekkina eru komin stoppuð, þægileg sæti, og síðastliðið haust var húsinu svo gerbreytt, að það má teljast óþekkjanlegt' stem sama hús, að því er snertir fegurð og þægindi. Þetta hefir gerst undir stjórn Felix. Ég hefi mest dvalið við störf Felix, ekki persónuna sjálfa, og ætti þáð að vera nægilegt, því „af ávöxtunum skuluð þér þekkja ]>á“. Ég skal því láta mér nægja að benda á það, að Felix er mjög þektur ma'öur, svo að oft er tæki- f,æri til að fá upplýsingar um manninn. Og verði þær ekki yfir- ieátt á þá lei'ð, að maðurinn sé drengur góður, hjáipfús og vin- fastur, greindur vel og ágætlega máli farinn og harðvítugur til starfa fyrir sín áhugamál — þá skal ég svara. Þ. * Einar Mcignússon guðfræðingur. Einar Magnússon er Árnesiing- ur. Hann er fæddur að Miðfelli í Hrunamannahreppi hinn 17. rnarz- mánaðar aklamótaárið. Faðir hans var bóncli, mjög vel látinn af sveitungum sínum og liinn nnesti eljuma'ður.. Hann lézt þeg- ar Einar var á 3. ári og þá flutt- ist mó'ðir Einars til Reykjavikur og diengúrinn fyigdi henni. Móð- ir Eiilars vildi láta drenginn mientast, og lét hún hann ganga í „Hinn almenriá irientaskóla" og árið 1919 útskrifaöist hann seim stúdent meö ágætiseinkunn. Árið 1922 geröist hann kennari við Mentaskólann og síðan hefir hann gegnt því starfi. Árið 1925 tók hann guðfræðipróf. Einar er flestum Islendingum víðförlari. Hann hefir ferðast um mestan hluta Evrópu og dvalið í og ferð- ast nokkuð um Asíu og Afríku. Máðurinn er prýðiJiega gefinn, glöggur á mál og menn, rökfast- ur, einarður, fastur í lund og drengur hinn bezti. Hann er ein- hver langvinsælasti kennarinxi við Mentaskólann, og fá vandamál bera svo á góma meðal skóla- pilta, að „Einar Magg“, eins og hann er nefndur í skóla, sé eigi spurður til ráða. Lýsir þ.að vel I álþýðuskapi Einars og alúð, að hann vinnur svo vináttuhug nem- enda sinna. Síðan jafnaðarmenn hérlendis hófu baráttu sína. fyrir því að bæta kjör alþýðu, skipa Iienni í fylkingu og efla hana til sjáif- sitæðrar menningarsóknar, hefir Einar fylgst með ög léð lið. Nú siem sitendur á hann sæti í stjórn Jafnaðarmannafélags Islands. Ekki mun bændum í Arnesr sýslu og verkamönnmn gefast betur annar fulltrúi en Einar Magnússon á alþingi. Myndi hagsmunum alþý'ðu í Árnessýslu vel borgi'ð í forsjá hans og m,eð- frainbjóðanda hans Felix Guð- mundssonar. Kjósið því ' Alþýðuflokksfram- bjóðenduma, bændur og Verka- menn í Árnesisýsilu. ■ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _____Olafur Friöriksson. Aiþýðuprentsmiðjao.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.