Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 46. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Karl prins trúlofaður London, 24. febrúar. — AP. RÍKISARFI Breta. Karl prins, KenRur að ciga latði Diana Spencer, 19 ára dóttur jarls og milljónamærings, i sumar, að því er tilkynnt var í Bucking- ham-höll i dag. Þar með er lokið margra mánaða vangaveltum um ástamál prinsins. Karl prins bar upp bónorðið í einkaibúð sinni í höllinni 6. febrúar, áður en hún fór í leyfi til Ástralíu. Þau komu í fyrsta skipti fram opinberlega eftir til- kynninguna þegar þau leyfðu að teknar væru af þeim ljósmyndir í hallargarðinum. Lafði Diana hefur látið af starfi sínu sem kennari og flutzt í Clarence House, heimili drottn- ingarmóðurinnar í London. í kvöld var „rólegur fjölskyldu- kvöldverður" í Buckingham-höll. Brúðkaupið fer sennilega fram seint í júlí og hjónavígslan fer fram í Westminster Abbey. Lafði Diana verður prinsessa af Wales. Stór hópur velunnara safnaðist saman í dag fyrir utan hallar- hliðin. Lafði Diana hefur fengið sérstaka lögregluvernd. Hún hef- ur verið hundelt af blaðamönnum og ljósmyndurum. Sjá nánar bls. 17 Karl Bretaprins og lafði Di- ana Spencer eftir tilkynning- una um trúlofun þeirra. Eldflaug springur HeidelbrrR. 24. febrúar. — AP. ELDFLAUG af Pershing-gerð. sem getur borið kjarnaodd. sprakk í loft upp i dag. þegar eldur hafði komið upp i her- flutningahí). sem eldflaugin var á. Eldflaugin var ekki búin kjarnaoddi þegar hún sprakk og engan sakaði. Slysið varð í smábænum Al- thutte í Baden Wúrtemberg, um 32 km norðaustur af Stuttgart. Ibúar nokkurra nálægra húsa voru fluttir á brott og götunni, þar sem sprengingin varð, var lokað. Eldurinn virðist hafa komið upp í vélinni í bílnum. Jarðskjálfti Aþenu. 24. febrúar. — AP. SNÁRPUR jarðskjálfti varð í Aþenu í kvöld og olli ofsahræðslu en engu manntjóni eða eignatjóni samkvæmt fyrstu fréttum. Fólk hljóp út á götur í náttklæðum með börn og dýr í fanginu. Jarðskjálftinn var 6,8 stig samkvæmt bandarískum mælingum. Spænskir þingmenn koma út úr þinghúsinu eftir að umsátrinu lauk. beir eru (frá vinstri): José Maria de Areilza úr Miðflokkasambandinu, Garcia Lopez, vinstrisinnaður, Juan Maria Bandres, leiðtogi vinstri samsteypunnar „Euskadisco Eskerra“, og óþekktur þingmaður. 18 teknir f astir ef tir uppreisnina á Spáni ^ Madrid, 24. febrúar. — AP. ÁTJÁN liðsforingjar voru handteknir og yfirmaður hersins í Valencia var kvaddur til Madrid til yfirheyrslu í dag eftir misheppnaða tilraun hægrisinnaðra uppreisnarmanna til að kollvarpa hinu nýja lýðræð- isskipulagi á Spáni. Uppreisnarmenn úr bjóðvarðliðinu gáfust upp þegar þeir höfðu haldið öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þingmönnum i gislingu i 18 tima, þar sem Juan Carlos konungur og flestir yfirmenn hersins fordæmdu þá. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hringdi í konunginn til að óska honum til hamingju fyrir þá hörðu afstöðu, sem hann tók gegn bylt- ingartilrauninni, samkvæmt heim- ildum í Zarzuela-höll. Antonio Tejero Molina, undirof- ursti úr Þjóðvarðliðinu, hætti við byltingartilraunina á hádegi eftir samningaþóf í alla nótt. Margir hinna 200 þjóðvarðliða, sem réðust með honum inn í þinghúsið, sneru við honum baki og hann samþykkti að lokum að gefast formlega upp í hinni gömlu skrifstofu Francisco Franco, hins látna einræðisherra. Engan sakaði, þótt Tejero Molina skyti sex sinnum úr skammbyssu sinni upp í loftið og aðrir uppreisn- armenn létu kúlum rigna úr vél- byssum á veggi þingsalarins þannig að múrsteinsbrotum rigndi yfir þingmenn, sem hlupu í skjól. Sextán þeirra liðsforingja, sem voru handteknir, voru úr Þjóðvarð- liðinu, en hinir voru sjóliðsforingi og majór úr landhernum. Hann gekk að eigin frumkvæði í lið með uppreisnarmönnum þegar á um- sátrinu stóð, og virðist hafa verið í broddi fylkingar herlögreglusveit- ar, sem var send á vettvang. Tejero Molina hafnaði boði, sem hann fékk í löngum samningavið- ræðum, um að fá að fara óhultur úr landi, en hann krafðist þess að allir undirforingjar og óbreyttir menn, sem voru viðriðnir byltingartil- raunina, slyppu við málsókn. Yfirmaður hersins í Valencia, Jaime Milans del Bosch hershöfð- ingi, var kallaður til Madrid, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í umdæmi sínu og sendi skriðdreka út á göturnar skömmu eftir árásina á þinghúsið. Þegar ráðherrar og 350 þingmenn Spánar gengu fylktu liði út úr byggingunni hrópuðu þúsundir fagn- andi Spánverja: „Lýðræði, lýðræði." „Við vorum rólegir, því að rósemi er grundvallarþáttur stofnana sem þessarar," sagði Pedro Bofill, þing- maður sósíalista, sem var illa til reika. Byltingartilrauninni lauk raun- verulega kl. 1.15 í nótt þegar Juan Carlos konungur kom fram í sjón- varpi og skipaði öllum yfirmönnum hersins að „gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að stjórnarskráin yrði haldin". Nánar um hyltingartilraunina, sjá bls. 14 og 15. Leiðtogi Pólverja biður um gott veður _ Moskvu. 24. febrúar. AP. ÁSTANDIÐ í Póllandi varpaði skugga á 26. þing sovézka komm- únistaflokksins i dag, þegar pólski kommúnistalciðtoginn Stanislaw Kania lýsti því yfir að Pólverjar gætu leyst vandamál sin sjálfir. Þar með virtist hann biðja handa- menn sina að auðsýna þolinmæði. Annar aðalræðumaðurinn í dag, Fidel Castro frá Kúbu, fordæmdi „bandaríska heimsvaldastefnu" og neitaði því að Kúba stæði fyrir útflutningi á byltingu. „Við erum gæddir viljastyrk og mætti til að koma í veg fyrir gagnbyltingu," sagði Kania. Honum var klappað lof í lófa. „Pólland er og verður sósíalistaríki, dyggur banda- maður Sovétríkjanna, órjúfandi hlekkur í samfélagi sósíalistaríkja," sagði hann. En hann viðurkenndi, að brot gegn lögum sósíalisma, líklega af völdum pólskra valdamanna, hefðu leitt til vandamála landsins og meints samsæris „andsósíalískra afla“. Þessi öf! reyndu að laumast til áhrifa í hinum nýju, óháðu verka- lýðsfélögum, mynduðu mótvægi gegn flokknum, og reyndu að auka spennu og stjórnleysi og koma af stað ólgu. Hann tók undir þau varnaðarorð Leonid Brezhnevs forseta, að „und- irstöður sósíalistaríkisins væru í hættu" og sagði að hlusta yrði á fjöldann og móta vel ígrundaða félagsmálastefnu. Castro kom einnig inn á Pól- landsmálið og sagði að heimsvalda- sinnar reyndu að kalla fram ólgu í Póllandi til að skilja það frá samfé- lagi sósíalistaríkja. I Bonn sagði Otto Lambsdorff, efnahagsmálaráðherra Vestur- Þjóðverja, að Bonn-stjórnin væri fús til að íhuga gjaldfrest handa Pólverjum, en ekki án samráðs við aðra vestræna lánadrottna. Lambs- dorff ræddi í dag við Henry Kisiel, aðstoðarforsætisráðherra Póllands. Óháð samtök stúdenta í Varsjá undirbúa hátíðahöld til að minnast 13. ára afmælis stúdentaóeirða 8. Reagan kannar tillögur Rússa WashinKton, 24. febrúar. AP. RONALD REAGAN forseti sagði í dag. að tillögur Rússa um leiðtogafund væru „mjög athyglisverðar“. en gaf í skyn að framtíð slíkra viðræðna gæti farið eftir þátttöku þeirra í vopnasendingum til skæruliða í E1 Salvador. Forsetinn sagði á óundirbún- um blaðamannafundi að þetta hlutverk Rússa væri eitt þeirra atriða sem yrði að fá úr skorið áður en leiðtogafundur gæti far- ið fram. Þetta eru fyrstu opin- beru viðbrögð Bandaríkjastjórn- ar við tiliögu Leonid Brezhnevs forseta frá í gær um slíkan fund. Reagan sagði að hann yrði að hafa samráð við samherja Bandarikjanna áður en ákvörð- un yrði tekin um svar til Brezhn- evs. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði seinna að þetta samráð væri þegar hafið og benti á viðræður við brezka og franska ráðamenn. Howard Baker, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, kvað tillögu Brezhnevs fyrsta árang- urinn í friðarþágu síðan Reagan tók við og sýna að ákveðin og einörð stefna eins og forsetinn fylgdi borgaði sig. Reagan sagði einnig að Banda- ríkin ætluðu alls ekki að dragast inn í átök í líkingu við stríðið í Vietnam í E1 Salvador. Hann kvaðst styðja stjórn landsins gegn tilraunum til að steypa henni og kvað sannað að Rússar styddu skæruliða. í Vestur-Evrópu töldu emb- ættismenn og höfundar rit- stjórnargreina sumt athyglis- vert og hugsanlega jákvætt í ræðu Brezhnevs, en voru yfir- leitt mjög varkárir. Sumir töldu að hinn nýi, „hófsami" tónn Brezhnevs sýndi, að hin harða stefna Reagans hefði borgað sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.