Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 11 Akraborgin: Ferðir hafnar að nýju eftir mikla viðgerð AKRABORGIN hóf á mariudag ferðir eftir mikla viðgerð og endurnýjun, sem gerð var hjá Slippstöðinni á Akureyri. Voru báðar aðalvélar skipsins teknar upp, gert við þær og skipið málað stafna á milli. Helgi Ibsen fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar kvað endanlegar tölur um kostn- að ekki liggja fyrir. Helgi Ibsen sagði að í raun hefði Akraborgin átt að fara í fyrra í viðgerð þessa, en af því hefði þó ekki orðið fyrr en nú. Skipið siglir nú samkvæmt áætlun fjórar ferðir á dag og í apríl verður fimmtu ferðinni bætt við á sunnudags- kvöldum, í maí og júní verða fimm feröir f östudaga og sunnudaga og í júlí og ágúst eru fimm ferðir alla daga nema laugardaga. Helgi Ibsen sagði aðspurður að vel væri mögulegt að hafa stærra skip á þessari leið, oft þyrfti að snúa fólki frá, sérstaklega yfir sumar- tímann og myndi skipt um skip þegar útgerðin sæi sér það mögu- legt. Flaug með jöklavír til Grænlands Bkjimi. 21. febr. 1981. SKJÓTT var hér viðbrugðið í dag, er upplýst var að einn rafmagnsstaur hafði brunnið sundur um miðju i túninu á Lyngholti, þar sem virinn hafði losnað úr kúlu i ofviðrinu siðasta og þvi snert staurinn er til annarrar áttar gekk í veður. Orkubú Vestfjarða fékk varð- skipið Ægi með viðgerðarmenn frá Isafirði til að endurbæta óhappið með nýjum staur í skarð- ið. Var talin hætta á frekari skemmdum og rafmagnsleysi ef veður aftur versnaði. Þá hefur fárviðrið mikla stórskemmt ferju- bryggjuna hér í Bæjum þar sem vestanhafrokið hefur hrannað eit- ilhörðum íshroða að henni og nagað steinsteyptan miðstöpul bryggjunnar og brotið svo nú hangir hann á mjóu hafti annars vegar og því stórhættulegt um að fara. Þá er ennfremur stór- skemmd í ferjubryggjunni á Hvítanesi, nýbyggðri frá síðasta sumri. Síminn við Inndjúp komst í lag í gær, eftir að jöklavír hafði verið rakinn í 6 til 700 metra skarð í símalínuna í Seyðisfirði þar sem snjóflóð hafði sópað allt að 15 staurum í sjó fram, en jöklavír þennan kom Hörður flugmaður með frá Reykjavík kvöldið áður, sem hann þó í þeirri ferð tók lykkju á leið sína að fljúga til Grænlands, þar sem ófært reynd- ist á ísafirði að lenda vegna snjókomu. Beið þar fram á kvöldið að élið birti og lenti í sinni heimahöfn í bezta yfirlæti. Jens i Kaldalóni. iIIILIIfl íslandsmet i maraþon dansi sett á Akureyri Akureyri, 23. febr. UM HELGINA fór fram i Æsku- lýðsheimilinu Dynheimum á Akur- eyri maraþondanskeppni, og er þetta þriðja árið i röð sem slík keppni fer fram i Dynheimum. Keppnin hófst kl. 10 á laugar- dagsmorguninn og voru þá mættir 80 þátttakendur til leiks og hættu þeir, sem lengst héldu út, ekki að dilla sér fyrr en kl. 11 á sunnu- dagsmorguninn og höfðu þá dansað samfleytt í 25 tíma. Með þessari 25 tíma törn settu krakkarnir nýtt íslandsmet, en það fyrra var 23 tímar og sett í Dynheimum í fyrra. Kl. 11 á sunnudagsmorguninn voru fjórir keppendur eftir og var þá hætt að dansa og kom það þá í hlut dómnefndar að dæma hver hefði staðið sig best þegar á heildina var litið. Sú sem lenti i fyrsta sæti heitir Sigurjóna Halldóra Frímann, núm- er tvö var Pétur Pétursson, númer þrjú Berglind Rafnsdóttir og í fjórða sæti varð Anna Valgeirs- dóttir. _ S0R Samvinnuferðir — Landsýn: Danska f lugf élagið Sterling hef ur leiguflug f rá Islandi Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir — Landsýn hef ur samið við danska flugfélagið Sterllng um farþegaflug frá Islandi til Kaup- mannahafnar á komandi sumri. Þá hefur einnig verið samið um leiguflug til Möltu frá Kaup- mannahöfn á vegum dönsku verkalýðshreyfingarinnar. A blaðamannafundi sem ferða- skrifstofan Samvinnuferðir — Landsýn efndi til kom fram að Flugleiðum var gefinn kostur á að bjóða i þetta flug en tilboð þeirra verið mun hærra en danska flug- félagsins. Sagði Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða, að hann teldi það sjálfsagða réttlæt- iskröfu að íslendingar fengju að njóta hagstæðustu ferðakjara til Danmerkur á sama tíma og Danir geta ferðast hingað til íslands á þessum sömu kjörum. Þá hefur ferðaskrifstofan samið við Arnar- flug um leiguflug til Toronto í Kanada og er þar um að ræða fyrsta reglubundna leiguflugið til Vesturheims. I þessu sambandi vildu forráða- menn Samvinnuferða taka fram að með samningum við danska flugfé- lagið Sterling væri ekki verið að taka farþega frá islenzka áætlun- arfluginu og alls ekki verið að selja einstök flugför til Kaupmanna- hafnar. Þetta flug væri aðeins fyrir fólk sem keypti jafnframt gistingu og uppihald á vegum danskra aðilja í Danmörku eða á Möltu. Hefði tekist að ná mjög lágum ferðakostnaði með þessu móti og væru t.d. tveggja vikna ferðir með gistingu frá kr. 2.800 (280.000 gkr.) fyrir hvern einstakling í fjöl- skylduferðum til Helsingör þegar afsláttur hefði verið dreginn frá. Þessi þjónusta væri fyrst og fremst miðuð við fjölskyldur en fyrir einstaklinga væri jafn hagstætt eða hagstæðara að ferðast með áætlunarflugi. Mikill einhugur á aðalf undinum - segir einn stjórnarmanna um aðalfund Fiskeldis Bæjarráð Kópavogs: Reynt verði að draga úr vind- hraða í Engihjallahverfi BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur lagt til við bæjarstjórn, að gjörð verði svokölluð módelrannsókn á Engi- hjallahverfinu til þess að fá fram með hvaða aðgerðum megi draga úr vindhraða i þvi. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, bæjarstjóra Kópavogs, er það ein- dreginn vilji bæjaryfirvalda að minnka vind í hverfinu sé þess nokkur kostur. Sagði hann, að það hefði komið fram áður, að verulegir stormsveipir mynduðust á milli hús- anna og á bílastæðum og þess vegna væri mikil þörf að draga úr þeim, svo ekki færi illa, eins og í óveðrinu á dögunum. AÐALFUNDUR Fiskeldis hf. var haldinn um helgina og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör, en fækkað var i stjórn og aðalstjórn. Núverandi stjórn Fiskeldis skipa Árni ó. Lárusson viðskiptafræðingur, Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri Iliisavíkur. Finnbogi Kjeld for- stjóri, Jón S. Friðjónsson verkfræð- ingur og Matthias Kjeld læknir. Varastjórn skipa þeir Daði Ág- ústsson, Róbert Pétursson og Viðar Halldórsson. Árni Ó. Lárusson sagði að mikill einhugur hefði ríkt á fundinum og hefði stjórnin verið kjörin með verulegum meirihluta atkvæða. Þ6 hefði borist mótfram- boð, Pétur Rafnsson bauð sig fram, en fékk 350 atkvæði á móti 1100 til 1250 atkvæðum þeirra er náðu kjöri. — Ég býst við að hin nýja stjórn geti óhikað haldið áfram að starfa að markmiðum félagsins, en miklar truflanir hafa orðið vegna þess moldviðris, sem þyrlað hefur verið upp kringum félagið, sagði Árni Ó. Lárusson, en kvaðst þó ekki vilja tala fyrir hönd stjórnarinnar þar sem hún ætti eftir að koma saman og skipta með sér verkum. Yrði það mjög fljótlega og myndi einnig fljótlega verða fjallað um hvað helzt væri á döfinni og e.t.v. um hlutafjár- aukningu í framhaldi af því. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Vesturgötu 16, sími 13280 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM Arnarfell .................... 2/3 Arnartell .................... 18/3 Arnartell .................... 1/4 Arnarfell .................... 15/4 ANTWERPEN Arnarfell .................... 4/3 Arnarfell .................... 19/3 Arnarfell .................... 2/4 Arnarfell .................... 16/4 GOOLE Arnarfell .................... 5/3 Arnarfell .................... 16/3 Arnarfell .................... 30/3 Arnarfell .................... 13/4 LARVÍK Hvassafell ................. 10/3 Hvassafell ................. 23/3 Hvassafell ................. 6/4 GAUTABORG Hvassafell ................. 11/3 Hvassafell ................. 24/3 Hvassafell ................. 7/4 KAUPMANNAHÖFN Hvassafell ................. 26/2 Hvassafell ................. 12/3 Hvassafell ................. 25/3 Hvassafell ................. 8/4 SVENDBORG Hvassafell ................. 27/2 Hvassafell ................. 13/3 Skip .......................... 20/3 Hvassafell ................. 26/3 Hvassafell ................. 9/4 HELSINKI Helgafell .................. 11/3 Dísarfell .................... 9/4 HAMBORG Dísarfell .................... 9/3 GLOUCESTER. MASS Skaftafell .................. 5/3 Jökulfell .................... 6/3 Skaftafell .'................. 7/4 HALIFAX, KANADA Skaftafell .................. 9/3 Jökulfell .................... 9/3 Skaftafell .................. 11/4 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.