Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 í tilefni af útkomu bók- ar eftir Juan Luis Gebri- an, ritstjóra El Pais sem er eitt helzta blað á Spáni, komu ýmsir framámenn nýlega sam- an til hádegisverdar í Madrid. Einn þeirra var væntanlegur forsætisráð- herra Spánar, Leopoldo Calvo Sotelo y Bustelo, og við þetta tækifæri lét hann þessi orð falla: „Að sumu leyti er orðfærið nokkuð gamaldags. Menn þurfa að varast tímaskekkjur þegar þeir skrifa á spönsku." Svo hrokafull ummæli eru dæmigerð fyrir Calvo Sotelo, og stundum er honum legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu spænskur í hátterni. „Þegar við Spánverjar ræð- umst við stöndum við ávallt þétt saman," segir hagfræð- ingur nokkur, sem þekkir Calvo Sotelo vel. „Hann gætir Leopoldo Calvo Sotelo Calvo Sotelo Átta barna f aðir og harður samningamaður þess hins vegar alltaf að hæfileg fjarlægð sé milli hans og viðmælandans, rétt eins og er háttur heldri manna á Englandi." Leopoldo Calvo Sotelo er af þekktri ætt á Spáni. Föður- bróðir hans, José Calvo Sotelo, konungssinni og stuðnings- maður Francos, var myrtur í júlí 1936, og þegar Franco hafði sigrað í borgarastyrjöld- inni varð José Calvo Sotelo gerður að píslarvotti og bera þúsundir stræta um Spán þveran og endilangan nafn hans. Bróðursonur José Calvo Sot- elo hefur búið sig vel undir forsætisráðherradóminn. í fjögur og hálft ár hefur hann verið náinn samstarfsmaður Adolfo Suarez sem hann tekur við af. Hann hefur sýnt Suarez hollustu og tryggð, um leið og hann hefur gert sér far um að blandast ekki í deilurnar inn- an Miðflokkasambandsins. Nú, þegar flokkurinn hefur valið hann til forystu, er við því búizt að Calvo Sotelo láti til skarar skríða og byrji á því að reyna að lægja öldurnar í flokknum og tryggja stöðu sína svo að Suarez eigi ekki afturkvæmt. Calvo Sotelo er fæddur í Madrid 14. apríl 1926, en fjölskylda hans er upprunnin úr Galisíu á Spáni norðvestan- verðum. Þangað átti Franco heitinn ættir sínar að rekja og sömuleiðis Adolfo Suarez. Calvo Sotelo er verkfræð- ingur að mennt og varð hann efstur á brottfararprófi frá helzta verkfræðiskóla lands- ins. Framan af starfaði hann í efnaiðnaði, en árið 1967 varð hann stjórnarformaður ríkis- járnbrautanna. Þátttöku í stjórnmálum hóf hann um þær mundir er sýnt varð að Franco færi að syngja sitt síðasta, og átti sæti í ríkis- stjórn á árunum 1971—1975. Þegar margir æðstu postular einræðisstjórnarinnar reyndu að koma í veg fyrir að Juan Carlos tæki við konungdómi að Franco látnum stóð hann fast við bakið á ríkisarfanum og er konungur talinn honum hliðhollur. Mánuði eftir að Franco lézt varð Calvo Sotelo viðskipta- ráðherra í stjórn Carlos Arias Navarro. Árið eftir tók hann sæti í stjórn Suarez, en skömmu fyrir fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar í landinu eftir fjögurra áratuga einræði, fór hann úr stjórninni til að skipuleggja kosningabaráttu hins nýstofnaða Miðflokka- sambands, en í kosningunum þá og aftur 1979 var hann í öðru sæti framboðslista sam- bandsins í Madrid, næstur á eftir flaggskipinu, Adolfo Su- arez. Calvo Sotelo hefur annazt viðræður vegna væntanlegrar inngöngu Spánar í Efnahags- bandalagið. Á þeim vettvangi hefur hann getið sér orðs sem harður og nokkuð óvæginn samningamaður, en þegar Su- arez stokkaði upp ríkisstjórn sína í september sl. setti hann Calvo Sotelo í embætti vara- forsætisráðherra með efna- hagsmál sem sérsvið. Calvo Sotelo mun hafa verið tregur til að taka að sér það embætti þar sem það mundi binda hendur hans og draga úr möguleikum hans á meiri frama. Annað hefur komið á daginn, því að þetta embætti reyndist vera stökkpallur í forsætisráðherraembættið. Calvo Sotelo er kvæntur Pilar Ibanez-Martin Mellado, en faðir hennar var eitt sinn menntamálaráðherra lands- ins. Hjónin eiga átta börn. Menn greinir á um hver sé hin raunverulega stjórnmála- skoðun Calvo Sotelos. Sumum flokksmönnum hans þykir ekki góðs viti að úr móðurætt hans hafi margir þekktir vinstrisinnar komið, en kannski er hægt að ráða í pólitískan hugarheim hans með því að gaumgæfa hvert var eftirlætisefni hans er hann var efnahagslegur vara- forsætisráðherra. Það voru ræður Ronald Reagans og Margrétar Thatchers. Hátíðartónleikar Hátíðartónleikar haldnir í minningu heiðurshjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar af ís- lensku óperunni voru fyrir margt skemmtilegir. Þar komu fram margir af bestu söngvurum okkar íslendinga, eldri og yngri, og voru við- fangsefnin eftir Gluck, Moz- art, Wagner Verdi, Offen- bach, Bizet, Tsjaikovski, Leoncavallo, Puccini og Al- ban Berg. Flytjendur voru 18 einsöngvarar, kór íslensku óperunnar og Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Robin Stableton, sem af mikilli kunnáttu og leikni gaf tónleikunum fagmann- legan svip. Tónleikarnir í heild voru góð úttekt á getu íslenskra söngvara og þrátt fyrir fá tækifæri þeirra er merkilegt hversu fjölbreyti- leg viðfangsefnin voru. Það þarf ekki að kvíða því að ekki sé nægilegt lið til að standa undir flutningi alls konar söngverka í framtíðinni og ef marka má aðsókn að tónleik- unum, þarf heldur engu að kvíða með hlustendahópinn. íslendingar hafa ætíð haft gaman af söng og á því sviði hafa nokkur ævintýri átt sér stað og ef svo héldur fram sem horfir í dag, eru mörg ævintýri ósögð um menn og konur, sem yfirgefa munu búskaparbaslið hér heima og fara út í heim til að „syngja fyrir þjóðir". íslensk ópera er hugtak sem lítið hefur verið fjallað um, þar til formlega var stofnað félag með þessu nafni, fyrir forgöngu Garð- ars Cortes og nokkru seinna tilkynnt um erfðaskrá Helgu og Sigurliða, þar sem, hluta eigna þeirra er úthlutað til að byggja eða kaupa hús undir óperustarfsemi. Form- leg stofnun óperunnar er í sjálfu sér merk tímamót og með það veganesti sem þessi höfðinglega gjöf er og þann Tðnllst ef tir JÓN ÁSGEIRSSON bjartsýnisanda og fórnfýsi sem aðstandendur félagsins hafa sýnt, er full ástæða til að trúa á allt tilstandið og óska forvígisfólki óperunnar til hamingju. Eitt atriði er og merkilegt við stofnun þessa fyrirtækis og það er, að nú er rofin sú einokun sem oft á tíðum hefur hamlað eðlilegri þróun og í alltof ríkum mæli verið hemill á flutningi tónlistar hér á landi, sem í mörgum tilfell- um hefur verið háður geð- þótta ráðamanna. Bretland: Prenta átta milljónir peningaseðla dag hvern - og pakka þeim inn með brauðpökkunarvél! Frá Einari K. Guöfinnssyni, fréttaritara Morgunblaosins i Bretlandi HORNSTEINN efnahagsstefnu Margareth Thatchers er að halda i skefjum peningamagni i úm- ferð. Skoðun hennar er nefnilega 8ú að eina leiðin til að ráða við verðbólguna sé að gæta þess að peningamagnið aukist einungis i hófi. Það kemur því kannski ein^ hverjum á óvart að heyra að hvorki meira né minna en tvö þúsund prentarar vinna dag hvern í prentsmiðju breska Seðlabank- ans við að prenta peningaseðla. Afköst þessara tvö þúsund manna eru líka dágóð. Dag hvern prenta þeir um það bil átta milljónir peningaseðla. Eru það ýmist eins, fimm, tíu eða tuttugu punda seðlar og er verðmæti þeirra talið vera um 30 milljónir sterlingspunda, sem eru um 450 milljónir nýkróna, eða um 45 milljarðar gkróna. Reyndar er rétt að geta þess, að ekki vinna allir tvö þúsund starfs- menn peningaprentsmiðjunnar einungis að prentun. Sumir þeirra starfa við frágang og pökkun, en það ku vera ærinn starfi. Vélin, sem notuð er við peningapökkun- ina, er sögð vera samskonar og bakarar nota við að pakka inn brauði! Ekki segir peningaprentunin alla söguna um aukningu pen- ingamagnsins í breska hagkerf- inu. Eins og flestir vita, þá er sparifé og ávísanareikningar einn- ig tekið með, þegar peningamagn- ið er mælt. Endingartími bresku peninga- seðlanna er líka skammur. Vana- lega teljast þeir einungis brúkleg- ir í tæpiega ár. Að þeim tíma liðnum þarf að eyða þeim. Pen- ingamálasérfræðingar segja að að jafnaði séu eins og 34 peningaseðl- ar á mann í umferð í Bretlandi, en á sama tíma þarf Seðlabanki Bretlands að koma 30 seðlum á mann í lóg, þannig að bankinn eyðir nærri jafn mörgum seðlum og hann lætur prenta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.