Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 13 Geðþóttaforræði er auðvit- að falið undir alls konar afsökunum og engu verður þar um þokað, því íslenskir embættismenn hafa ávallt haft sjálfdæmi í eigin sökum. Margir aðilar hafa á undan- förnum árum reynt að rjúfa þessa einokun fjölmiðlanna, sem í rauninni ættu að vera sérlega vakandi um allt það sem er til menningarauka í samfélaginu, og unnið á því sviði markverð afrek. Ekki er á neinn þeirra hallað þó stofnun íslenskrar óperu sé tíunduð stærst tákna þess að tónlistarflutningur sé að losna úr ríkisfjölmiðlaánauð- inni og unnin verði afrek sem í þeim herbúðum er taldir draumórar einir. Eitt af því sem ekki verður undan kom- ist að fjalla um, er það hvað íslensk ópera sé og þar með hver eigi að vera menning- arpólitík stofnunarinnar. Á að leggja eingöngu áherslu á flutning erlendra verka, eða ætlar stofnunin að skapa tónskáldum skilyrði til að semja innlend óperuverk. í fyrra tilfellinu yrði stefnan lík og því sem gerist við Metropolitan óperuna og það er rétt að athuga, að við Islendingar stöndum í svip- aðri aðstöðu um alla að- drætti í menningarlegum efnum og þeir vestur í Amer- íku. Það ber þó að hafa það í huga að starfsemi Metropól- itan óperunnar hefur ekki átt stóran þátt að sköpun Bandarískrar óperu, söng- leikjahefðar, heldur hefur fyrirtækið aðeins stundað innflutning Evrópskrar menningar og af miklu ríki- dæmi dregið til sín fræga listamenn. Spurningin er því hvort íslensk óperustofnun eigi aðeins að vera flutnings- fyrirtæki, eins og sjónvarpið og útvarpið, og leggja enga eða litla áherslu á sköpun innlendrar menningar, verð- mæta, eða beinlínis standa undir blómlegri innlendri sköpun. Slíkt er ekki gert með því að segja sig reiðubú- inn til að flytja þau verk sem til falla, heldur beinlínis með því að ráða menn til starfa, fá þeim verkefni til að vinna og skapa þeim skilyrði til að gera þau sem glæsilegust. Undirritaður hefur ekki trú á íslenskri óperu án inn- lendrar sköpunar. Hér gildir sama regla og um leikhús, bókmenntir og öll umsvif á sviði listsköpunar. Innflutn- ingur erlendrar listar er nauðsynlegur, ekki síst fyrir skapandi innlenda listamenn en erlend list getur aldrei fest rætur og verður mark- laus nema til komi mótvægi og samkeppni innlendrar sköpunar. Markmiðið með starfsemi listastofnunar hlýtur að vera tvíþætt; að flytja inn erlenda list og þó fyrst og fremst að skapa innlenda list. Að hlúa að er ekki nægilegt í þessu máli, slíkt er aðeins afsökun fyrir athafnaleysi. Sterk og markviss sköpun er það eina sem getur gefið íslenskri menningu inntak og fyrir það getur hún vænst virð- ingar meðal þjóða heims, en ekki fyrir eftirhermur og að þurfa ávallt að taka með þökkum erlent útákast. Jón Ásgeirsson Vistaskipti skiptinema á vegum AFS ÞESSA dagana fara fram svo- kölluð vistaskipti í öllum þeim löndum, þar sem AFS hefur starfsemi, en þau eru yíir 60 talsins. Þá fer hver skiptinemi til annarrar fjöiskyldu í viku til 10 daga. Nemi, sem búið hefur í borg, fer e.t.v. til fjölskyldu i sveit og öfugt. Þannig kynnast nemarnir öðru umhverfi og f jolsky Idulífi og fá gleggri mynd af því landi þar sem þeir dvelja. 1 ár, taka 33 islenskir námsmenn þátt i slík- um vistaskiptum, en þeir eru bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um á vegum AFS. Hér á landi dvelja í ár, sex erlendir nemar á vegum AFS á Islandi. Þeir stunda nám í mennta- og f jölbrautarskólum, í Reykjavík og úti á landi. Mjög vel hefur tekist að fá fjölskyldur til að taka við þessum nemum í vistaskipti og dvelja þeir víða um land, m.a. í Stykkishólmi, Eyjafirði, Laugardal, Skeiðum og á ísafirði. Dagana 25. febrúar — 2. mars, verða allir nemarnir í Reykja- vík. Þá verður boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir þá, sem hefst með „opnu húsi" fimmtu- dagskvöldið 26. febrúar, kl. 20.30. Þar munu nemarnir koma fram og kynna sig og ýmislegt verður til fróðleiks og skemmt- unar. Allt áhugafólk um starf- semi AFS er boðið velkomið þetta kvöld, en „opna húsið" verður í húsi Vatnsveitu Reykjavíkur, Breiðhöfða 13, Ártúnshöfða. (Fréttatilkynning.) AUCLYSINGASIMINN ER: 22410 JtUretuibl*t<it> «3> Nýr 4hjóladrifinn torfæru „Pick-up" með aksturseiginleika fólksbíls eHEKLAHF Lrfugavegi 170-172 Simi 2124Q OMikið brattaþol O Sjálfstæð snerilfjöðrun að framan OVeltistýri |MITSUBISHI| MOTORS OMjög hljóðlát og sparneytin vél OHIífðarpönnur undir vél með titringsdeyfum og gírkössum OTvöfalt hemlakerfi með þrýstijafnara — stöðugur í hálku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.