Morgunblaðið - 25.02.1981, Page 14

Morgunblaðið - 25.02.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Valdaránstilraunin á Spán Einn þjóðvarðliðanna, sem tóku spænska þinghúsið, stekkur út um glugga á byggingunni i þann mund er uppreisnin sigldi i strand. Löifrettlumenn, sem héldu tryKKð við konunKÍnn, taka á móti honum. Ýmsir þjóðvarðliðar fóru út um kIukku á byKKÍnKunni áður en uppgjöfin fór fram. „Lengi lifi frelsið, lengi lifi lýðræðið“ — hrópuðu þingmennirnir þegar þjóðvarðliðar höfðu gefist upp Madrid. 24. febrúar. AP. ANTONIO Tejero Molina, ofursti. leiðtoKÍ þjciðvarðlið- anna, sem í kut Kerðu tilraun til valdaráns á Spáni ok tóku í KÍslinKU þinKmenn ok ráðherra rikisstjórnarinnar, Kafst i daK upp fyrir yfirboðara sinum úr þjóðvarðliðinu. Jose Aramburu hershöfðinKja. Eftir uppKjofina var Tejero ekið strax á brott, en áður höfðu yfirvöld tilkynnt, að fall- ist heíði verið á þá kröfu hans, að formleK uppKjöf færi fram i aðalstöðvum Franciscos Franc- os, fyrrum einræðisherra, sem lést árið 1975. ÞeRar þingmennirnir gengu út úr þinghúsinu voru þeir hylltir af þúsundum manna og þeir hrópuðu fagnandi til mannfjöld- ans: „Lengi lifi frelsið, lengi lifi lýðræðið." Haft var eftir sósíal- istanum Francisco Yuste, að Tejero hefði sjálfur tilkynnt gíslunum endalok valdaránstil- raunarinnar. „Þið getið nú farið héðan," sagði Tejero. „Ekkert mun verða að. Það eina, sem mun gerast, er að ég verð að gjalda fyrir þetta með 30—40 árum í fangelsi." Antonio Tejero Molina ofursti gafst upp þegar rúmur helming- ur hinna 200 félaga hans hafði hlaupist undan merkjum. Marg- ir forðuðu sér úr þinghúsinu snemma í morgun og gáfu sig á vald hermönnum eða lögreglu og aðrir stukku út um glugga á jarðhæð hússins með byssurnar um öxl. Juan Carlos, Spánarkonungur, flutti útvarps- og sjónvarps- ávarp til þjóðar sinnar í nótt, þar sem hann sagðist hafa skip- að hernum að grípa til allra tiltækra ráða til að kveða niður valdaránstilraun þjóðvarðlið- anna. Hann sagði, að „konung- dæmið gæti ekki liðið nokkrar þær aðgerðir, sem trufluðu lýð- ræðislega stjórnarhætti í anda stjórnarskrárinnar" og hvatti fólk til að gæta stillingar sinnar. Juan Carlos konungur er yfir- maður spænska hersins og var klæddur einkennisbúningi þegar hann flutti ávarpið. Örfáum mínútum síðar höfðu hermenn tekið sér stöðu á mikilvægum stöðum í höfuðborginni og komið til liðs við lögregluna fyrir utan þinghúsið. „Leggist niður, leggist niður, allir í gólfið“ London, 24. febrúar. — AP. ÞINGMENNIRNIR á spánska þinginu, Cortes, horfðu á það i hljóðri undran þegar þjóðvarðlið- arnir ruddust skyndilega inn i þingsalinn seint f gærdaK, segir breskur fréttamaður frá BBC, Christopher Morris að nafni. i breska sjónvarpinu i nótt, en hann varð vitni að atburðinum. Að hans sögn var enginn augljós aðdrag- andi að valdaránstilraun þjóðvarð- liðanna og ekkert, sem gefið gat i skyn hvað i vændum var. „Allt í einu heyrðist eitthvert umstang í ganginum fyrir utan og þjóðvarðliðarnir ruddust inn í sal- inn um tvennar dyr undir forystu ofursta, sem veifaði skammbyssu yfir höfði sér. Hann strunsaði ógnvekjandi á svip í átt að ræðu- stólnum og beindi byssunni að höfði þingforsetans en þingmennirnir horfðu á og máttu ekki mæla af undrun. Ofurstinn, sem var baðaður ljósi sjónvarpsmyndavélanna, hróp- aði þá til þingmanna: „Leggist niður, leggist niður, allir í gólfið." Morris sagði, að nú hefðu ein- hverjir æpt og þjóðvarðliðarnir hefðu þá tekið að skjóta af byssum sínum upp í loftið. „í ringulreiðinni, sem varð þegar brotum úr múrhúðinni rigndi yfir Frásögn bresks fréttamanns, sem vitni var að valda- ránstilraun þjóð- varðliðanna salinn, meiddust einhverjir þing- mannanna en enginn þó alvarlega," sagði Morris og lýsti því þegar þjóðvarðliðarnir þustu að honum og öðrum fréttamönnum þar sem þeir höfðu leitað skjóls fyrir kúlnahríð- inni nálægt upptökuvélunum. Á meðan héldu aðrir þjóðvarðliðar áfram að skjóta upp í loftið. „Hreyfið ykkur ekki,“ sagði ungur þjóðvarðliði við okkur óstyrkri röddu og miðaði á okkur vélbyssu með fingur á gikknum. Þetta var erfið stund, en að lokum linnti skothríðinni og undarleg þögn færð- ist yfir þingsalinn." Morris sagðist hafa fylgst með forsætisráðherraefninu, Leopoldo Calvo Sotelo, þar sem hann lá flötum beinum undir stól, en and- spænis honum var Felipe Gonzalez, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sósíalista, sem horfði „ringlaður á svip á ofurstann undan borðinu sínu“. Fjórum sætaröðum aftar var leiðtogi kommúnistaflokksins, Santiago Carillo. „Þessir forystumenn hins unga, spánska lýðræðis voru augsýnilega skelkaðir," sagði Morris í breska sjónvarpinu, „en þjóðvarðliðarnir hrópuðu: „Hafið hægt um ykkur, þá verður engum mein gert.““ Morris sagði að þjóðvarðliðarnir hefðu ruðst inn í þingsalinn um það bil tuttugu mínútum eftir að full- trúar sósíalista höfðu tekið að trufla þingstörfin með því að kalla i sífellu nafn Adolfos Suarezar, sem sagði af sér forsætisráðherraembætti fyrir þremur vikum. Þeir hefðu þó lagt af hrópin þegar byssum var skyndilega beint að þeim og seinna hefðu allir frammámenn þingsins verið leiddir á brott. Eftir um klukkustund voru fréttamenirnir færðir úr þingsaln- um og farið með þá eftir gangi, sem þéttskipaður var þjóðvarðliðum. Morris sá, að einnig var verið að fara með starfsmenn þingsins út úr húsinu og þ.á m. einn, sem hafði særst, því að það lagaði blóð úr sári á hendi hans. „Okkur var sagt, að við gætum farið frjálsir ferða okkar," sagði Morris. Adolfo Suarez (i stiganum) horfir á þjóðvarðliða áreita varaforsætisráðherra Spánar, Guttierrez Mellado. i spænska þinginu. Þjóðvarðliðið á sér blóði drifna sögu Madrid. 24. (ebrúar. AP. SPÆNSKU þjóðvarðliðarnir, sem í gær réðust inn i þinKhúsið i Madrid og héldu rúmlega 340 þinKmönnum f gislingu fram undir hádegi f dag, eiga sér blóðuga sögu i þjónustu sinni fyrir föðurlandið, blóðuga að flestra dómi en sjálfir eru þeir aftur á móti hreyknir af siigulegu hlutverki sfnu. Þjóðvarðliðið telur innan sinna vébanda 65.000 menn, sem staðsettir eru á 3.200 stöðum á Spáni. Enn er ekki vitað hve mikinn stuðning þjóðvarðliðarnir 200, sem valda- ránstilraunina gerðu, áttu meðal félaga sinna, en ólíklegt er talið, að þeir hefðu gert hana ef þeir hefðu ekki talið hann mjög víðtækan. Þjóðvarðliðið var stofnað árið 1844 og annaðist upphaflega lög- reglustörf úti á landsbyggðinni. Á dögum borgarastyrjaldarinnar, 1936—’39, komu sumir þjóðvarðliðar til varnar lýðveldinu en flestir þeirra fylktu sér undir merki Franc- iscos Francos hershöfðingja, sem í fjóra áratugi ríkti sem einvaldur á Spáni. Hlutverk þeirra er nú einkum baráttan gegn hryðjuverkamönnum, tollvarsla, þjóðvegaeftirlit og lög- reglustörf í smærri bæjum. Þjóðvarðliðið hefur verið einn helsti skotspónn Eta, aðskilnaðar- hreyfingar Baska, síðan fylgismenn hennar gripu til vopna árið 1968, og a.m.k. 120 þjóðvarðliðar hafa látið lífið fyrir hendi þeirra. Valdaráns- tilraunin nú kemur í kjölfar þess, að Eta-menn rændu fyrir síðustu helgi þremur ræðismönnum á Norður- Spáni og ekki fer á milli mála, að þjóðvarðliðarnir hafa talið þing og stjórn algjörlega ófær um að bregð- ast við þeim atburðum af nægilegri hörku. Á Spáni er öryggismálum þannig háttað, að herinn annast einnig lögreglustörf og lögregluforingjar eru líka foringjar í hernum. Þjóð- varðliðið heyrir undir varnarmála- ráðuneytið og er uppbyggt sem herafli en hlýðir þó stundum skipun- um innanríkisráðuneytisins. Fyrir spánska þinginu hefur lengi vakað að skilja alveg á milli heraflans og þjóðvarðliðsins og er sennilegt, að það hafi einnig ýtt undir árásina á þinghúsið. Spænsku þjóðvarðliðarnir hafa það orð á sér að vera hjálpsamir, vingjarnlegir og kurteisir þegar þeir eru að störfum úti á þjóðvegunum en þeir, sem hafa lent i höndunum á þeim fyrir einhverjar sakir, hafa aðra sögu að segja. I þeirra augum og margra annarra eru svörtu, þrístrendu hattarnir tákn fyrir kúgunina og harðneskj- una, sem viðgekkst á valdatíma Francos.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.