Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 MQr$mtbXabib ' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Ný stóriðja Þær hugmyndir, sem nú eru uppi um nýja virkjun við Sultartanga og virkjunarframkvæmdir við Fljótsdal eða Blöndu, veita tækifæri til þess að ráðast í nýjar stóriðjufram- kvæmdir á næstu árum. Reynsla okkar af rekstri álversins og nú síðustu árin af rekstri járnblendiverksmiðjunnar sýnir, að áfram ber að halda á þeirri braut að byggja upp orkufrekan iðnað og hagnýta m.a. með þeim hætti aðra mestu auðlind þjóðarinnar, orku fallvatnanna. Umræður hér um virkjanir og stóriðju falla oft í þann farveg, að erlend fyrirtæki bíði í röðum eftir því að fá að byggja upp orkufrekan iðnað á íslandi. Þetta viðhorf er á miklum misskilningi byggt. Mikil samkeppni er meðal þeirra þjóða, sem ráða yfir tiltölulega ódýrri orku að laða tiJ sín orkufrekan iðnað. Sem dæmi má nefna, að Ástralíumenn leggja nú mikla áherzlu á að ná til sín álbræðslum og bjóða hagkvæmt verð á raforku í því skyni auk annars. Við eigum því í samkeppni við aðrar þjóðir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Þeir kostir í stóriðju, sem nú eru helzt til umræðu, eru hugsanleg stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunn- ar og bygging nýs álvers, annað hvort á Austurlandi eða t.d. við Eyjafjörð. Þessa kosti eigum við að kanna gaumgæfilega og láta hendur standa fram úr ermum í þeim efnum. Við þurfum mjög á því að halda að þróa upp nýjan vaxtarbrodd í atvinnulífi okkar og orkufrekur iðnaður sýnist vænlegasti kosturinn í þeim efnum. Uppbyggingin við sjávarsíðuna hefur vissulega verið ör síðustu árin. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur hefur nú skilað okkur þeim gífurlega arði, að við munum á þessu ári veiða nær tvöfalt meira af þorski en við gerðum á árinu 1976. Þrátt fyrir þessa miklu búbót er orðin brýn nauðsyn að skjóta fleiri stoðum undir útflutningsatvinnuvegi okkar og það gerum við m.a. með nýjum, orkufrekum iðnaði. Almenningur gerir sér betur grein fyrir þessum staðreyndum en margir stjórnmálamenn. í Morgunblaðinu sl. laugardag voru t.d. viðtöl við nokkra einstaklinga um atvinnuástandið á Akureyri, sem hefur verið erfitt að undanförnu. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri á Akureyri, sagði af því tilefni m.a.: „Hvað varðar atvinnuástandið almennt, er það að segja, að hér hafa ekki risið ný fyrirtæki í langan tíma og nokkurrar stöðnunar hefur gætt í atvinnuuppbyggingu og þar með dregur úr fólksfjölgun. Því þarf stóriðja eða eins konar vítamínsprauta að koma til, ef ástandið á að lagast til frambúðar." Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, segir: „Hér þarf nýjan iðnað, helzt stóriðju, til að mæta þeirri miklu fólksfjölgun, sem orðið hefur á Eyjafjarðar- svæðinu undanfarin ár." Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri og fulltrúi í atvinnumálanefnd Akureyrar, segir: „Bæjarstjórn hefur þegar lýst ótvíræðum vilja sínum til uppbyggingar stóriðju eða orkufreks iðnaðar í tengslum við orku- og virkjunarframkvæmdir." Akureyringar eru ekki þeir einu, sem lýst hafa sterkum áhuga á uppbyggingu stóriðju í námunda við sig. Á sl. ári komu ályktanir frá sveitarfélögum á Austurlandi um sama efni. Það má því hiklaust fullyrða, að bæði á Norðurlandi og Austurlandi er mikill áhugi hjá fólki á nýjum stóriðjufyrirtækjum og vandamálið kann fremur að verða að gera upp á milli landshluta í þessum efnum en að stuðning almennings skorti við slíkar framkvæmdir. Fólk geri-r sér grein fyrir því, hvað sem öllum áróðri kommúnista líður, að reynslan af álverinu í Straumsvík er góð og það hefur reynzt mjög hagstæður vinnustaður fyrir það fólk, sem þar starfar og fjölskyldur starfsmanna. Nú sem fyrr er afturhaldið að finna í Alþýðubandalaginu. Þeir voru á móti þeim stórvirkjunum, sem ráðizt var í og áætlanir gerðar um á Viðreisnarárunum. Þeir voru á móti byggingu álversins í Straumsvík. Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra kommúnista 1971 — 1974, var að vísu upphafsmaður að járnblendiverksmiðjunni, en flokkur hann heyktist á stuðningi við þá framkvæmd. Nú er alveg ljóst, að Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra kommúnista, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hafizt verði handa um myndarlegar virkjunarframkvæmdir og hann ætlar að beita áhrifum sínum til þess að virkjað verði á þann hátt, að engin raforka verði til uppbyggingar orkufreks iðnaðar. Afturhaldið í Alþýðubandalaginu er enn á ferðinni og gildir einu, hvort um er að ræða stórvirkjanir, orkufrekan iðnað, flugstöð, flugskýli eða olíugeyma í Helguvík. Þeir eru á móti öllu. Jafnljóst er, að á Alþingi íslendinga er áreiðanlega meirihluti fyrir því að hefjast handa um virkjun við Sultartanga og síðan við Fljótsdal og Blöndu. Á Alþingi er líka áreiðanlega meirihluti fyrir því að halda áfram uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Það er engin ástæða tii að láta kommúnista ráða ferðinni í þessum efnum. Sá meirihluti, sem til staðar er, á að taka af skarið og það þegar á þessu þingi, því frekari dráttur á ákvörðunum er óþolandi og veldur miklum áhyggjum eins og Steingrímur Hermannsson sagði réttilega í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Sigurður S. Magnússon, yfirlæknir Kvennadeildar Landspítalans: Athugasemd við grein Sigurðar Þorbjarnar í Morgunblaðinu 17. febrúar sl. í Morgunblaðinu þann 17.02. 1981 ritar Sigurður Þorbjarnar grein, sem hann kallar „Barns- fæðingu". Þar koma fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur Kvennadeildar Landspítalans og starfsliðs hennar. Þar sem um er að ræða harkalega árás á aðila, sem eru alsaklausir, tel ég mér bæði rétt og skylt að svara henni. Ég votta greinarhöfundi, öð- rum aðstandendum og umræddu barni samúð mína. Sem betur fer eru batahorfur barna, sem skaddast í fæðingu, oft betri en á horfist í byrjun og vonandi verða afleiðingar hinnar erfiðu fæð- ingar barnsins sem allra minnst- ar eða engar. Eins og fram kemur í grein Sigurðar skilaði ég þann 12.04. 1980 ítarlegri skýrslu um um- rædda barnsfæðingu til embætt- is Landlæknis, eftir að hafa athugað gaumgæfilega gang fæðingarinnar, en eins og venju- lega var fæðingin nákvæmlega skráð í sjúkraskrá (journal) deildarinnar. Jafnframt því ræddi ég við það starfslið, sem annaðist konuna. Þrátt fyrir þagnarskyldu og virðingu fyrir persónurétti umræddrar móður, tel ég mig hafa rétt til að gera athugasemdir við atburðarrás- ina eins og greinarhöfundur lýs- ir henni. Umrædd kona var, eins og svo margar aðrar, send til Kvenna- deildar Landspítalans utan af landi vegna þess að fæðingunni miðaði hægt. Ef fæðing dregst á langinn, eins og svo oft vill verða hjá konum við fæðingu fyrsta barns, þarf að fylgjast mjög vel með ástandi barnsins, en það verður best gert þar sem sér- fræðiþjónusta og fullkomin rannoknaraðstaða eru til staðar. Algengasta ástæðan fyrir lang- dregnum fæðingum er lin og aðgerðarlítil sótt. Rétt meðferð við þessu eru hríðaaukandi lyf. Aðeins ef lyfjagjöf ber ekki tilætlaðan árangur eða ef önnur ástæða finnst fyrir sóttleysinu er gripið til keisaraskurðar. Það skal skýrt tekið fram, að ekki ber að gera keisaraskurð nema að vel yfirveguðu ráði, þar sem þeirri aðgerð fylgir áhætta fyrir móðurina og að öllu jöfnu er betra fyrir barnið að fæðast eðlilega en með keisaraskurði. Það skal einnig tekið fram, að á sjúkrahúsum úti á landi, þar á meðal á umræddu sjúkrahúsi, eru framkvæmdir keisaraskurð- ir ef þörf krefur, og eru konur því yfirleitt ekki sendar þaðan til Reykjavíkur einungis til slíkrar aðgerðar Við komuna á Kvennadeildina var umrædd kona skoðuð vand- lega, meðal annars með röntgen- myndatöku, til þess að ganga úr skugga um, að ekki væri mis- ræmi milli höfuðstærðar barns- ins og fæðingarvegar móðurinn- ar. Að vel athuguðu máli var ekki talin ástæða til að gera keisaraskurð að svo stöddu, heldur láta fæðinguna hafa sinn gang undir ströngu eftirliti. Fæðingin gekk síðan eðlilega, en á lokastiginu kom upp sjaldgæft afbrigði, sem ekki var hægt að sjá fyrir með rannsóknum. Af- Sigurður S. Magnússon brigðið kemur fyrir hvort heldur er við stuttar eða langdregnar fæðingar. Afbrigði þetta veldur því að 15% af börnunum deyja í sjálfri fæðingunni og stór hluti þeirra barna sem lifir verður fyrir sköddun á mismunandi háu stigi. Að auki verða konurnar sjálfar nær alltaf fyrir áverkum, sem þó skilja ekki eftir varanleg mein. Það sem er afgerandi fyrir afdrif barnsins eru skjót við- brögð, reynsla og þekking þeirra, sem við fæðinguna eru. Við umrædda fæðingu voru tveir sérfræðingar í fæðingarfræði, sem báðir hafa hlotið góða þjálfun í fæðingarhjálp, og tókst þeim að bjarga lífi barnsins. Hér voru engir „glapamenn" á ferð, heldur menn sem á neyð- arstund notuðu alla sína kunn- áttu og hæfni til að bjarga því sem bjargað varð á þeim örfáu mínútum, sem til umráða voru áður en til heilasköddunar völdum súrefnisskorts.Meiðsli barnsins voru afleiðing þeirrar viðurkenndu aðferðar sem óhjá- kvæmilega verður að nota til að bjarga lífi barnsins þegar þetta afdrifaríka og ófyrirséða fæð- ingarafbrigði kemur upp, en ekki klaufaskapar lækna eða ljósmæðra né heldur læknisfræ- ðilegra eða mannlegra mistaka. Þótt dregið hafi stórlega úr dauða og sköddun barna í fæð- ingu síðastliðin 20 ár vegna aukinnar þekkingar og gjör- gæslu í fæðingu, er hin stutta ferð barnsins úr móðurkviði hættulegasta ferðin í lífi hvers manns, eins og Landlæknir komst að orði í athugasemd sinni í Morgunblaðinu þann 17.02. síðastliðinn. Athyglisvert er að erfiðleikar af því tagi sem hér um ræðir og ýmis önnur hættuleg, en sjaldfgæf, tilvik koma fyrir við fæðingar, sem virðast eiga að geta gengið fullkomlega eðlilega fyrir sig. Er það umhugsunarefni fyrir þá fáu sem álíta að konur geti alveg eins fætt börn sín í heimahúsum og á fæðingarstofnunum. Engin fæðing er eðlileg fyrr en hún er afstaðin. í stuttu máli. Enda þótt víst megi telja að barnið hefði kom- ist hjá meiðslum sínum ef keis- araskurður hefði verið gerður, þá var aldrei læknisfræðileg ástæða til þess að framkvæma hann, fyrr en á lokastigi fæð- ingarinnar þegar upp kom fram- angreint sjaldgæft og hættulegt, en ófyrirsjáanlegt, afbrigði, en þá vannst aðeins tími til að bjarga lífi barnsins með þeim aðferðum einum sem starfslið Kvennadeildar beitti. Meiðsli barnsins eru þannig engin glöp starfsfólksins, en þvert á móti afleiðing viðurkenndrar aðgerð- ar í fæðingarfræði þegar lífi barns er bjargað á neyðar- stundu. Af framangreindu er ljóst, að engin læknisfræðileg mistök voru gerð við umrædda fæðingu og eru allir sérfræð- ingar í fæðingarfræði, sem um mál þetta hafa fjallað, sammála þessu áliti. Grein Sigurðar Þorbjarnar er því miður ábyrgðarlaus umfjöll- un um barnsfæðingu. Arás greinarhöfundar á starfslið Kvennadeildar Landspítalans er með öllu tilefnislaus og sannar- lega ómakleg. Greinin er til þess fallin, vonandi þó ekki vísvit- andi, að veikja það traust, sem Kvennadeild Landspítalans hef- ur áunnið sér á Iiðnum árum meðal fólks, en slíkt traust er forsenda þess að stofnunin geti þjónað sínu hlutverki. Að lokum vil ég benda á, að telja má líklegt að grein Sigurð- ar Þorbjarnar hafi orðið til þess að valda óróa og kvíða hjá þeim verðandi mæðrum er greinina hafa lesið. Það er vonandi að þessar athugasemdir mínar verði til þess að draga úr þeim neikvæðu áhrifum, sem greinin kann að hafa haft í för með sér. Reykjavík, 23. febrúar 1981, Prófessor Sigurður S. Magnússon, yfirlæknir Kvenna- deildar Landspitalans Fyllti seðilinn út af handahóf i „ÉG skrifaði nafnið mitt á seðil- inn og fyllti reitina síðan út án nokkurrar umhugsunar, enda fylgist ég ekkert með ensku knattspyrnunni," sagði Gunnar Hákonarson á Akranesi í samtali við Morgunblaðið i gær, en hann var 8 milljónum gamalla króna rikari um helgina er hann vann i knattspyrnugetraunum. Gunnar kvaðst aldrei áður hafa segir vinningshafi i Getraununum fengið vinning í getraunum, en hann sagðist hafa „tippað" af og til á undanförnum árum. Næst því að fá vinning sagðist hann hafa komist með 10 rétta, en þá voru svo margir með fleiri rétta að það gaf ekki vinning. Gunnar sagðist fylgjast dálítið með knattspyrnu, fylgdist alla vega með gangi heimaliðsins eins og flestir Ak- urnesingar. Ekki sagðist Gunnar hafa ákveð- ið hvað hann gerði við vinnings- féð, liklega yrði það þó sett „í fast. — Alla vega verður ekki erfitt að koma þessu í lóg," sagði Gunnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.