Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Geir Hallgrímsson: Hef ur Alþýðubandalagið neitunarvald í öryggismálum? 1 tilefni um niii-la nokkurra ráðherra og stuðningsmanna stjórnarinnar í fjölmiðlum um leynisamning eða óbirt samkomulag aðila núverandi rikisstjórnar varðandi ákvarðanir um framkvæmdir á Keflavikurflug- velli og öryggismál þjóðarinnar, og jafnvel varðandi afgreiðslu meiriháttar mála almennt i rikisstjórninni, vil ég beina eftirfarandi spurningum til forsætisráðherra og formanna Alþýðubandalags og Framsoknarflokks, sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á Alþingi i gær: * Var gert samkomulag, skriflegt eða munnlegt, við myndun núverandi rikisstjórnar eða siðar, um að framkvæmdir á Keflavikurflugvelli eða i þágu varnarliðsins yrðu ekki leyfðar nema með samþykki allra aðila, er að rikisstjórninni standa? * Eru til reglur, sem rikisstjórnin eða ráðherrar hafa sett sér og ekki hafa verið birtar, um að rikisstjórnin taki enga ákvörðun i meiriháttar málum nema allir stjórnaraðilar samþykki? Svör ráðherra, sem rakin verða hér á eftir, fólu hvorki i sér samþykki né neitun varðandi tilvist slfks baksamkomulags sem um var spurt. Ummæli ráðherra og ráðamanna í íjölmiðlum Geir Hallgrímsson vitnaði til við- tals við Ólaf Jóhannesson, utanrík- isráðherra, sem birtist í Tímanum 12. febrúar sl., þar sem ráðherra segir að „ekki sé einn stafkrókur um að Alþýðubandalagið hafi nokkra sérstöðu í ríkisstjórninni" um varn- armál eða varnarliðsframkvæmdir. Síðan vitnar Geir í Tímann sem hafi eftir Ólafi: „En sér hafi heldur ekki verið skýrt frá því að gerður hafi verið neinn leynisamningur um þetta atriði. Alþýðubandalagsmenn geti því ekki kennt sér um, ef þeim finnist þeir hafa verið hlunnfarnir í þessu sambandi." Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, hafi sagt í Mbl. 13. febrúar sl.: „Ég vil ekkert um það segja (þ.e. hvort til sé leynisamningur). Ég tel enga ástæðu til að fjalla um efni samtala í sambandi við stjórnar- myndunina. Það sem fyrir liggur opinberlega er stjórnarsáttmálinn." Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segi í Mbl. sama dag „Nei, það er ekki um að ræða neitt samkomulag milli stjórnarsinna um þessi mál ..." Blaðið segi ennfremur: „Steingrím- Albert Guðmundsson: Peningar eru vinnutæki Albert Guðmundsson (S) sagði í umræðu um vaxtabreytingar á Alþingi að afkoma peningastofn- ana væri góð að dómi bankamála- ráðherra, Tómasar Árnasonar, sem látið hafði falla orð í þá veru. Það er umhugsunarefni, sagði Albert, ef afkoma lánastofnana er svo góð, sem ráðherra vill vera láta, en afkoma atvinnuveganna, fyrirtækja og einstaklinga, sem skipta við þessar stofnanir, yfir- leitt mjög erfið. Það sem ráðherra sagði var í raun, sagði Albert, að þeir sem lána peninga blómstra, þeir sem nota þá í þjóðfélaginu eru í erfiðleikum. Ég hef alltaf litið á peninga sem vinnutæki fólks í þjóðarbúskapnum, vinnu- tæki sem gera þarf aðgengileg og ódýr. ur sagði að ekki hefði verið gert neitt samkomulag til hliðar við stjórnarsáttmálann um að öli ríkis- stjórnin yrði að standa að þeim málum er hún ynni að." Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, segi hinsvegar í Þjóðviljanum sama dag: „Jafnframt skal lögð á það áherzla, að milli núverandi stjórnaraðila eru auk þess reglur um vinnubrögð stjórnar- innar almennt, sem allir verða að taka tilit til og snerta öll meiri háttar mál." Morgunblaðið hefur og eftir ónafngreindum Alþýðubandalags- manni: „Það var gert skriflegt samkomulag um tvö atriði við stjórnarmyndunina. í fyrsta lagi að forsætisráðherra beiti ekki þing- rofsvaldi án samþykkis allra aðila stjórnarsamstarfsins og hinsvegar það, að engin meiriháttar ákvörðun yrði tekin gegn vilja eins stjórnar- aðilans. Þetta samkomulag undir- rituðu forsætisráðherra og formenn Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks." Laugardaginn 14. febrúar hefur Mbl. það svo eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni þingflokks Al- þýöubandalagsins, að því hefði verið lýst yfir í þingflokknum, hvernig yrði unnið í ríkisstjórninni. Um skriflegt samkomulag sagði hann: „Um það vil ég ekkert segja á þessu stigi, þetta er samkomulag, sem stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um." I sama viðtali segi Ólafur Ragnar um framkvæmdir sem ræddar hafi verið: „þetta eru slíkar stórbreytingar að þær koma ekki til greina af okkar hálfu" og „við teljum þetta vera mál, sem þurfi að ræða milli Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins". Það vekur athygli, sagði Geir, að Ólafur Ragnar minnist ekki á þriðja samstarfsaðilann en sú gleymni talar sínu máli. Með tilvísun til þess sem ég hef nú rakið spyr ég forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og félags- málaráðherra þeirra spurninga, sem að framan eru raktar. Ég tel að þingmenn og raunar þjóðin öll eigi kröfu á því að fá skýr og ótvíræð svör við þessum spurningum, sem varða öryggismál hennar og ef til vill önnur meiriháttar mál. Svör ráðherranna þriggja * Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði: Frá því ríkisstjórn- Greiðslutrygging- arsjóður f iskaf la ÞRÍR þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram frumvarp um greiðslutryggingarsjóð fiskafla, sem verði sjálfstæð stofnun í vörzlu Aflatryggingasjóðs. Stofnfé verði 5 milljónir nýkróna, sem komi að hálfu frá Byggðasjóði og hálfu frá almennri deild Aflatryggingasjóðs. Flutningsmenn segja margvísleg dæmi þess að svo mikill afli berist á land á einu landshorni að hann skemmist á sama tíma og hráefn- isskortur sé annarsstaðar. Þá séu og dæmi þess að ráðist sé í togarakaup til að mæta tiltölulega lítílli hráefn- isviðbót í litlum plássum. Þegar fiskiskipastóll sé of stór miðað við veiðiþol fiskistofna sé óhagkvæmt að auka hann. Hentugra sé að stuðla að löndun fiskafla þar sem hráefni skortir. Til þess þurfi greiðsla á lönduðum fiski að vera tryggð. Þetta frumvarp eigi að stuðla að því að tryggja staðgreiðslu afla þegar um sé að ræða að jafna hráefnisað- drætti. Flutningsmenn eru Kjartan Jó- hannsson, Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason. Gagnstæðar yfirlýsingar ráðherra kalla á skýr svör til þings og þjóð- ar varðandi þetta atriði Geir Hallgríms-son á Alþingi i gœr. Hafa þeir tryggt sér neitunarvald i málum er varða varnarsamstarf? in var mynduð hefur hún kostað kapps um að eiga sem bezt samstarf í öllum greinum. Hún leitast við að ná samkomulagi um þau mál þar sem skoðanir eru skiptar og menn kann að greina á. Það hefur vel tekizt á því röska ári, sem stjórnin hefur starfað, og það eru engin teikn á iofti um að þar verði breyting á veðurfari. Um vinnubrögð og vinnu- lag innan stjórnarinnar við af- greiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar. Fjáröflun til Bjarg- ráðasjóðs Þingmenn Sjálfstæðisflokks i efri deild Alþingis hafa Iagt fram breytingartillögu við stjórnarfrumvarp til lánsfjár- laga sem heimilar fjármálaráð- herra, ef samþykkt verður, að taka lán á árinu 1981, fyrir hönd rikissjóðs, að fjárhæð 30 milljónir króna og veita Bjarg- ráðasjoði Íslands það f jármagn til raðstöfunar samkvæmt 8. grein laga nr. 51/1972 um Bjargráðasjóð. Attunda grein viðkomandi laga segir hlutverk „almennu deildar sjóðsins að veita ein- staklingum, félögum og sveitar- félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar tjón á fast- eignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, að svo miklu leyti sem ekki er unnt að tryggja gegn slíkum tjónum eða fá þau bætt með öðrum hætti", sbr. lög um Viðlagasjóð íslands. Flutningsmenn eru Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Egill Jónsson, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Lárus Jónsson, Salome Þor- kelsdóttir og Guðmundur Karls- son. * Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, sagði: Fyrirspurn um vinnubrögð innan ríkisstjórnarinn- ar hefur forsætisráðherra svarað eins og efni stóðu til. Ég hefi að sinni engu við að bæta orð forsætis- ráðherrans. * Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði: Ég vísa til svars forsætisráðherrans og hefi engu við það aö bæta. Harma orð og afstöðu íorsætisráðherra Benedikt Gröndal (A) sagði að hér hefðu verið bornar fram veigamikl- ar spurningar með þinglegum hætti af formanni stjórnmálaflokks. Spurningarnar eru þess eðlis að bæði þing og þjóð á skýlausa kröfu á skýrum svörum. Hér er ekki spurt um innri vinnubrögð ríkisstjórnar, heldur hvort gert hafi verið bak- samkomulag, til hliðar við stjórnar- sáttmála, í einum mikilvægasta málaflokki þjóðarinnar. Spurningin er, hvort svo sé komið íslenzku lýðræði að minnihlutaflokkur, með um 20% fylgi kjósenda að baki sér, hafi tryggt sér neitunarvald á sviði er tengist öryggismálum þjóðarinn- ar. Tveir vara- þingmenn Tveir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi sl. mánudag. Haraldur Ólafsson, dósent, tók sæti Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráð- herra, í fjarveru hans erlendis. Haraldur er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá tók Hákon Hákonarson, Akur- eyri, sæti Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, sem einnig er á förum utan. Hákon hefur ekki setið á Alþingi fyrr. Hann er annar varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Löng hefð er fyrir því, sagði Benedikt, hvern veg með þessi mál er farið innan verksviðs utanríkis- ráðherra. Hefur verið samið um þessi mál á bak núverandi utanrík- isráðherra, sem á þeim ber ábyrgð? Ég harma að forsætisráðherra hef- ur brugðizt svo sem raun er á orðin við þessum spurningum, sem eðli- legt var að svara málefnalega og ótvírætt. Þögnin talar sínu máli Geir Hallgrímsson (S) sagði að þögn ráðherranna þriggja talaði sínu máli sem draga megi af vissar ályktanir. Hér hefur forsætisráð- herra í raun svarað, ef svar skyldi kalla, fyrir hönd bæði Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks. Eins og ég rakti áðan hafa þó formenn þessara flokka beggja tjáð sig um þetta mál í fjölmiðlum þann veg að staðhæfingar þeirra stangast á. Þessvegna beindi ég fyrirspurnum mínum til forsætisráðherra, jafnt og þeirra. Formaður Framsóknar- flokks hefur staðhæft í fjölmiðlum að ekkert baksamkomulag væri til staðar, formaður Alþýðubandalags- ins hið gagnstæða, auk þess væru reglur um meðferð mála, sagði hann, sem allir yrðu að taka tillit til. Orð Svavars staðfesta tilvist leynisamningsins. Orð Steingríms ekki. Forsætisráðherra tekur síður en svo af skarið um þetta atriði. Meðan við fáum ekki afdráttar- laus svör verðum við að líta svo á að utanríkisráðherra hafi fullt og ótak- markað vald, í samræmi við langa hefð, til að taka ákvarðanir er varða flugskýlisbyggingar og birgðastöð í Helguvík. Andmæli Alþýðubanda- lagsins hafa þá ekkert á bak við sig, ef mið er tekið af stjórnarsáttmál- anum einum, hann nær aðeins til flugstöðvarbyggingar. Út yfir gengur... Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, sagði næsta furðulegt að heyra þessa tvo þingmenn, Geir og Benedikt, tala í nafni þingheims. Út yfir gengi þó þegar þeir töluðu í nafni þjóðarinnar. Þeim væri frjálst að flytja tillögu um rannsóknar- nefnd á hugsanlegum leynisamning- um við stjórnarmyndanir, sam- kvæmt ákvæðum stjórnarskrár. Hér er ekki spurt til að fá upplýsingar, heldur til að koma fram sundriingu innan ríkisstjórnarinnar. Hjá henni er það meginregla að leita sam- komulags í þeim efnum, sem aðilar líta misjöfnum augum á. Hvers á utanríkis- ráðherra að gjalda? Sighvatur Björgvinsson (A) sagði óhjákvæmilegt að spurt væri, hvort eium stjórnarflokknum, sem hefði fylgi innan við fimmtungs þjóðar- innar, hefði verið fært neitunarvald í veigamiklum málaflokki, sem heyrði undir ráðherra annars stjórnmálaflokks, utanríkisráðherr- ans. Hér þarf enga rannsóknar- nefnd, aðeins einfalt svar: já eða nei. Svo er komið máluin í Fram- sóknarflokknum, sagði Sighvatur, að formaður (Steingrímur) og þing- flokksformaður (Páll Pétursson) taka á móti sendinefnd frá Alþýðu- bandalaginu, þeirra erinda einna, að bera fram klögumál á hendur utan- ríkisráðherra, fyrrverandi for- manns Framsóknarflokksins. Svo lágt er risið orðið á flokknum í höndum nýrra forystumanna. Svör ráðherranna kveða síður en svo niður það sem vissir talsmenn Alþýðubandalagsins hafa gefið í skyn, að til staðar sé leynisamning- ur, sem skenki kommúnistum neit- unarvald um vissa þætti öryggis- mála okkar, leynisamningur, sem gerður sé á bak við sjálfan utan- ríkisráðherrann. Svör ráðherranna styrkja fremur en hitt grunsemdir hér að lútandi. Framsóknarflokkurinn styður utanríkisráðherra Steingrímur Hermannsson, ráð- herra, sagði Framsóknarflokkinn standa heilshugar að baki ákvörð- unum utanríkisráðherra, sem hann hafi tekið á sviði utanríkismála. Umræðunni lauk ekki, þar eð forseti frestaði henni meðan enn vóru nokkrir þingmenn á mælenda- skrá, þ.á m. Kjartan Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Það vakti athygli að enginn stjórn- arþingmaður tók til máls í þessari umræðu, að ráðherrum undanskild-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.