Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 19 „Mál þetta er allt hið skuggalegasta" — segir Karl Steinar Guðnason alþm. um Þórshafnarmálið „Ég lagðist strax gegn þessu máli og taldi og tei þetta ekki réttu leiðina til að leysa vanda Þórshafn- arbúa. Þegar rikisstjórnin sam- þykkti samt sem áður þessi skipa- kaup og fól Byggðasjóði íjárútveg- un, lét ég bóka i stjórn Fram- kvæmdastofnunar, að ég væri á móti innflutningi nýrra togara og vakti athygli á að hver nýr skuttog- ari hefði i för með sér fleiri skrapdaga fyrir þá sem fyrir eru. Þá sagði ég engan veginn Ijóst. hvort nýr togari ieysti vandamál atvinnulifs á Þorshöfn og Raufar- hofn. Þá hef ég einnig bent á niðurstöður áætlunar um rekstur togarans, sem sýna, að að íbúum Þórshafnar og Raufarhafnar verð- ur ókleift að standa iindir rekstri hans," sagði Karl Steinar Guðna- son, alþingismaður og stjórnarmað- ur i Framkvæmdastofnun, i viðtali við Mbl. i gær, sem tekið var við Stef án Valgeirsson alþingismaður: „Það á Byggða- deild að gera og það hef ur hún gert" Mbl. spurði Stefán Valgeirsson i gær, hvort rétt væri, að til umræðu hefði verið i upphafi, að kaupa mun ódýrara skip? „Útgerðaríélag Norður-Þingey- inga óskaði eftir þvi, að stjórnvöid gerðu ráðstafanir til að þeir fengju að kaupa bv. Guðbjörgu ÍS 46, sem átti að fara úr landi i staðinn fyrir annan togara. En eftir þvi sem togarakaupin voru meira rædd heima fyrir kom betur i ljós, að monnum leist ekki á að endurtaka kaup á gömlu skipi. Þess vegna var leitað að nýlegu skipi. — En hvers vegna var hætt við kaup á frönskum togara, sem sagt hefur verið frá? „Ég hef ekki fylgst með því, hvaða skip norðanmenn hafa skoðað. En ég stend í þeirri trú, að þeir hafi ekki gert kaupsamning um franskt skip. Hitt mun sanni nær, að einhver skipasali hafi komið með uppkast að kaupsamningi á átta ára gömlu skipi, sem enginn norðan- maður hefur skoðað. Ætli hin dýr- keypta reynsla af Fontinum hafi ekki orðið því valdandi, að lítill áhugi hafi verið fyrir kaupum á svo gömlu skipi." — En er skipið ekki nú mun dýrara en gert var ráð fyrir þegar kaupin voru rædd í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins? „Það má segja það. Kaupsamning- urinn var upp á 21 milljón norskar. Upplýst var á þessum fundi, að þetta væri rækjuskip, sem yrði að breyta. Ekki lá þá fyrir hvað breytingarnar myndu kosta, en framkvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunar nefndi á fundinum 3 til 4 millj. norskar. Ekki veit ég, hvort í þessari tölu voru fiskikassar í togar- ann, sem kosta mikið. Það er rétt, að togarinn mun kosta um 28 milljónir norskar, eða verða 3—4 milljónum dýrari en reiknað var með. En ætli breytingar á flestum skipum hafi ekki reynst dýrari en í fyrstu var áætlað. — En nú samþykkir stjórn Fram- kvæmdastofnunar að greiða 20% af 21 milljónum norskum, en þú telur að ljóst hafi verið að skipið myndi kosta með breytingum 24—25 millj. norskar. Hvernig útskýrir þú það? „Þessi niðurstaða þýddi raunar það, að þeir væru að hlaupa frá málinu. Öllum var ljóst, að Norður- Þingeyingar höfðu enga möguleika að ná skipinu með þessari af- greiðslu." Stefán Valgeirsson sagði í lokin: „Sighvatur Björgvinsson upplýsti í þingræðu í síðustu viku, að Karl Steinar Guðnason hefði alltaf verið á móti þessum togarakaupum. Það er að mínu áliti í samræmi við byggðastefnu kratanna. Þá hefur það ekki komið fram fyrr, hvað Eggert Haukdal er nærsýnn. Hann telur sig þess umkominn að kveða upp úr um það á þingi, hvernig leysa eigi vandamál Norður-Þingeyinga og það skiptir hann engu máli, þó að Byggðadeild Framkvæmdastofnun- ar hafi gert tillögur um lausn málsins. En það á hún að gera lögum samkvæmt og það hefur hún gert." hann i tilefni af ummælum Stefáns Valgeirssonar í Mbl. þá. Þá sagði Karl Steinar: „Þá má benda á aðra hlið þessa máls. Upphaflega voru það sex þingmenn sem óskuðu eftir því að úr vanda-. máli þessu yrði leyst. Síðan hefur aðallega einn þingmaður, umræddur Stefán Valgeirsson, tekið rekstur málsins svo hatrammlega að sér, að Árni Gunnarsson, sem óskaði tvíveg- is eftir þingmannafundi til að fá að fylgjast með, hefur ekki fengið að koma nærri. Á sama tíma hefur kostnaður við togarann vaxið hröð- um skrefum og allt hefur verið gert á bak við og framhjá Framkvæmda- stofnun. Ég vil, eins og umræddur þingmaður, einnig vitna í bundið mál í þessu sambandi: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lýgi! — Hefur þú heyrt talað um mútur og mútuþægni í sambandi við málið? „Já, ég hef heyrt af þessu, en ég veit ekkert um það né vil hafa með það að gera. En auðvitað vaknar tortryggni, þegar málið er komið á þetta stig. Hvers vegna rækjuskip? — Hvers vegna frystitæki? Það hlýtur að hafa verið ætlast til þess, að togarinn verði látinn sigla. Þá veit ég af telexskeyti sem barst, þar sem upplýst var, að boðinn hefði verið til kaups togari á 13 millj. norskar kr. í staðinn fyrir 28 millj., sem nú er verið að kaupa, en að ekki hefði verið talað við þá aðila. Hvers vegna var ekki rætt við þá?" Þá sagði Karl Steinar: „Mál þetta er allt hið skuggalegasta og það sætir furðu, hversu menn geta verið grimmir í fyrirgreiðslupólitíkinni. Þetta kemur byggðastefnunni hvað verst. Auðvitað er verið að taka fjármuni frá þeim stöðum öðrum, sem einnig þurfa á aðstoð að halda. Um dylgjur í minn garð vil ég aðeins segja, að hér er á ferð maður, sem er trúandi til alls. Ég bið menn aðeins að lesa vel viðtalið í Mbl. við Stefán Valgeirsson, þá komast þeir að sömu niðurstöðu. Ég tel, að almenningur eigi ský- lausa kröfu á að vita hvað hér er á ferðinni. Þingmönnum allra flokka ofbýður. Umræður og samlíkingar við Geirfinnsmálið og Göbbels- aðferðir eru vart svaraverðar, en ég tel mikla ógæfu fyrir fólk á norð- austurlandi að sitja uppi með slíka forsvarsmenn. Sannleikurinn er sá, að þarna býr fólk, sem vill bjarga sér sjálft og mun gera það, sé því veitt aðstoð til sjálfshjálpar. Fyrir- greiðsluforingjar í þessa veru skemma fyrir hinni raunverulegu byggðastefnu og almennum vilja til aðstoðar einangruðum og afskekkt- um stöðuni landsins. Eggert Haukdal stjórnarformaður Framkvæmdastofnunar: „Málið er komið í strand, vit- leysan keyrir um þverbak" „Dagleg stjórn Framkvæmda- stofnunar er ekki í hondum stjórn- ar stofnunarinnar. Stefán Val- geirsson segir. að ég þekki ekki iögin. Jú. jú. ég þekki þau. En það er ekki hægt að ætlast til að skitamál flokkist undir byggðast- efnu. — Mál eins og þetta og málareksturinn eyðileggja hina raunverulegu byggðastefnu og álit almennings á henni," sagði Eggert Haukdal stjórnarformaður Fram- kvæmdastofnunar i tilefni af um- mælum Stefáns Valgeirssonar í Mbl. i gær. — Hvað gerið þið í Fram- kvæmdastofnun þar sem ríkis- stjórnin hefur frestað afgreiðslu málsins, sem þið vísuðuð til hennar? „Við gerum ekkert fyrr en ríkis- stjórnin afgreiðir málið. Þó ríkis- stjórnin ákveöi, þegar þar að kemur, að afgreiða málið jákvætt, þ.e. samþykki kaupin, sem ég vona auðvitað að hún geri ekki, þá á málið eftir að fara í gegnum þingið. Annars finnst mér, að allir viðkom- andi aðilar ættu að skoða málið að nýju og hætta þessari vitleysu. Það á að leysa þessi vandamál með skaplegum hætti." — Hvaðahætti? „Til dæmis með skaplegri togara, eins og upphaflega var talað um, bát, miðlun fisks, fækkun skrap- daga. Málið er komið í strand, vitleysan keyrir um þverbak, við verðum að læra af reynslunni." — Hefur þú orðið var við umræð- ur um mútur? „Nei, en mér sýnist eitthvað vera undir yfirborðinu á þessu öllu sam- an." — Kemur afgreiðsla ríkisstjórn- arinnar á máli þessu til með að hafa áhrif á stuðning þinn við hana? „Verk ríkisstjórnarinnar hafa auðvitað áhrif á skoðanir mínar á henni. Ég fæ tækifæri í þessu máli sem öðrum til að segja álit mitt við afgreiðslu málsins á þingi og ég hef lýst því margoft yfir, hver sú afstaða mín sé." ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI aövörunum, svo valdi " Þá varaöi Khomeini viö útlendingum og þeim, sem vildu endurvekja gömul vanda- mál. Hin nýja herhvöt byltingarleiö- togans kemur í kjölfar aukinna upp- þota, sprengjutilræða og pólitískra æsinga í landinu Páfi í Japan JÓHANNFS Páli páfi II sagöi á fundi meft fulltrúum erlendra ríkja í Tókýó í dag, aö „skortur á pólitískri einbeitni" værl um þessar mundir ein helzta ástæoan fyrir þjáningum mannfólks- ins. Þá kom páfi á fund meö japönsku æskufólki, og beindi til þess þeirri áskorun að það gerði gangskör að því að bæta hag fátæklinga og fatlaðra. Páfi hefur veriö tvo daga í Japan og er hvarvetna vel tekiö. Khomeini hvetur til ofbeldis AYATOLLA Khomeini ávarpaði í dag íranska lögregluforingja og hvatti þá til aö beita óeiröaseggi og vopnaða hópa valdi. „Þjóðin er ykkar megin," sagöi Khomeini viö lögreglumennina, „og með aðstoð fólksins getiö þiö bælt niöur uppþot. Fyrst á að beita Ríkidæmi Reagans metiö á 4 milljónir OPINBER stofnun í Bandarikjunum blrti i dag skýrslu um efnahag Ronald Reagans, hins nýja forseta Bandarikj- anna. Þar kemur fram að eignir hans séu metnar á fjórar milljónir dala, en þar af séu 740 dalir í reiðufé, en hitt ýmist í fasteignum eöa verðbréfum. Korchnoi ákveðinn í aö tefla SOVÉZKI útlaginn og áskorandinn í heimsmeistaraeinvíginu í skák á sumri komanda, Victor Korchnoi, lét þau ummæli falla í Hong Kong í dag að „Sovétmenn eigi það ekki skilið að hann gefist upp án þess aö tefla". Vilmundur Gylfason alþingismaður: „Samanburðurinn við Mafíu og Geirfinnsmál- ið lýsir bezt sálar- ástandi viðkomandi" „Ég var einfaldlega að leggja út af ummælum Sverris Hermannsson- ar, sem á kjarnyrtri íslenzku sagði, að leysa þyrfti niður um menn. Ég spurðist einfaldlega nánar fyrir um við hvað væri átt og samkvæmt islenzkri meiningu kjarnyrða Sverris gátu þau ekki fjallað um annað en hér væru á ferðinni einhver skuggaviðskipti. — Við þessu fengust engin svör." sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður m.a. i viðtali við Mbl. i gær. i tilefni af ummælum Stefáns Valgeirssonar hér i blaðinu i gær. „Annars er þetta táknrænt póli- tískt hneykslismál. Það er skákað í skjóli byggðastefnu, sem kemur þessu ekkert við. Þá er rótað upp tilfinningarökum og göslað áfram. Tiltekinn þingmaður veður uppi og fær fleiri þingmenn með sér og þeim er síðan stillt upp, sem séu þeir með byssu í hrygginn. Hér hefur allt verið upplýst. Flotinn er allt of stór og hefur enda komið í ljós, að fjöldi fólks á Þórshöfn skilur þetta að því er virðist betur en viðkomandi þing- maður." í tilefni samlíkingar Stefáns við Mafíu og Geirfinnsmálið sagði Vil- mundur: „Ég held að það lýsi bezt sálarástandi viðkomandi, þessi sam- anburður hans við Mafíu og Geir- finnsmálið. Ég veit ekkert um um- ræður um mútuþægni hér innan veggja alþingis, en ég tel að heiftúð- ug viðbrögð undirstriki það, að þetta mál er allt mjög skrítið. Þá er einn stór vandi sem fylgir því þegar þingmenn sem Stefán Valgeirsson, fyrirgreiðsluþingmenn af þessari tegund, ausa úr almanna- sjóðum í þágu tiltölulega þröngs hóps, þá kemur auðvitað að virðingu alþingis og áliti almennings á því og þingmönnum. Við höfum annað ný- legt dæmi sem er hótun annars þingmanns um að hætta stuðningi við ríkisstjórnina, ef hann fái ekki virkjun í sitt kjördæmi." Vilmundur Gylfason sagði í lokin: „Þetta er pólitík eins og hún gerist minnst virðuleg. Þetta lýsir fyrir- brigði sem lítur á það sem sitt hlutverk að vaða með lúkurnar í almannasjóði til hagsbóta fyrir þröngan hóp, — eigin kjósendur." q~p> Félag VZ LT7 járniðnaðarmanna Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 28. febrúar 1981, kl. 13.00 aö Hótel Esju 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerö sjúkrasjóös. 3. Önnur mál. Mætiö vel og stundvíslega. Ath. Reikningar félagsins skrifstofunni föstudaginn 16.00—18.00 og laugardaginn 28. febrúar kl. 10.00—12.00. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. liggja frammi á 27. febrúar kl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.