Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 + Eiginmaöur minn, ' \ EGGERT ENGILBERTSSON, Sunnuhvoli, Hveragorðí, lézt í Landakotsspítala þriöjudaginn 24. febrúar. Guöríóur Gunnlaugsdóttir. + Maöurinn minn, faöir og sonur, BJÖRN ÓSKARSSON, Stórholti 43, Raykjavík, lést mánudaginn 23. febrúar. Sigríður Ólafsdóttír, Óskar Björnsson, Jóhanna Jóhannesdóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar, BIRNA MAGNÚSDÓTTIR, Álfhólsvegi 45, andaöist 23. febrúar í Borgarspítalanum. Saavar Björnsson og börn. + HANNES SIGURÐSSON, frá Brimhóli, Vestmannaeyjum, sem lézt 14. febrúar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd systkina og vandamanna, Jón Hannesson. + Jaröarför móöur okkar og tengdamóöur, GUDLAUGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Granaskjóli 7, Reykjavík, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þorsteinn Ingólfsson, Maríanna Mortensen, Elín Ingólfsdóttir, Þorgeir K. Þorgeirsson, Auður Ingólfsdóttir, Þór Halldórsson, Sverrir Ingólfsson, Lillý Svava Snævarr. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar GUDNA GRÉTARS GUDMUNDSSONAR, Suðurhólum 6. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Pétursdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför systur minnar MARGRÉTAR HÁLFDÁNARDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 39. Guðrún Hélfdénardóttir, Hverfisgötu 98, R. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, BALDVINS EINARSSONAR, Sporöagrunni 19, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 3 e.h. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Kristín Pétursdóttir, Halldóra og Sigrún Kristín Baldvinsdætur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför JÓNS Á. BJARNASONAR, rafmagnsverkfræöings. Elfsabet Bjarnason, Halldór Jónsson, Steinunn H. Siguröardóttir, Sigríöur H. Benedikz, Þórarinn Benedikz, Ólafur J. Bjarnason, Guörún Þ. Guömannsdóttir og barnabörn. í Margrét Ketils- dóttir - Minning „Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ Margrét, dóttir hjónanna Ketils Jónssonar, bónda, og Stefaníu Stefánsdóttur. Hún var næst elst þeirra fjögurra barna þeirra hjóna, sem náðu fullorðinsaldri. Hin eru Kristín, sem lést árið 1955, og bræðurnir Stefán og Jón Ágúst, sem báðir eru á lífi. Vegna veikinda Ketils varð hann að bregða búi, og var þá börnunum komið fyrir. Margrét fór að Auðsholti í Biskupstungum til sæmdarhjónanna Guðjóns Jónssonar og Kristínar Jónsdótt- ur, og dvaldi hjá þeim þar á árunum 1906—1909. Atti hún ljúf- ar minningar þaðan alla ævi frá þeim tíma. Ketill.faðir Margrétar, hóf búskap aftur, tekur heimilið sam- an á ný, fær jarðarpart í Auðs- holti og býr þar til ársins 1921, að hann fer aftur á Skeiðin, og byggir þar upp á Minni-Ólafsvöllum. Þar dvelst Margrét hjá foreldrum sín- um nokkur ár, en síðan liggur leiðin til Reykjavíkur til starfa og náms í kvöldskóla. Margrét giftist Gunnari Sig- urðssyni, múrara, miklum ágætis- manni 25 maí 1928. Þeim varð tveggja barna auðið, og eru þau Ástbjörg Stefanía og Sigurður Ketill. Gunnar lést 3. júní 1960, og varð okkur harmdauði. En eftir lát hans heldur Margrét áfram sitt heimili að Mávahlíð 45, og þar er hún sjálfbjarga til hinstu stundar. Þegar kallið kom, var hún reiðu- búin, og það kom með þeim hætti, sem hún hefði helst kosið. Saga aldamótakynslóðarinnar á íslandi er um margt merkileg. Á þessu tímabili hafa gerst stórir hlutir á landi okkar. Sú kynslóð hefur upplifað að sjá stórvirki gerast, og verið þátttakandi í mikilli uppbyggingu, en það hefur oft kostað þrotlaust starf og fyrirhyggju, enda gefið mikið til baka. Sú kynslóð, sem skilar landi og þjóð svo miklu, sem aldamóta- kynslóðin hefur gert, á miklar þakkir skildar af samtíðinni, og okkur, sem eru nú á miðjum aldri og tökum við þessu ágæta búi, ber að þakka það. Margrét var ein af þessari kynslóð, og verðugur full- trúi hennar. Þegar ég lít til baka við andlát elskulegrar tengdamóður, safnast minningarnar saman um þessa góðu konu, sem alltaf var jákvæð og þakklát. Það er mikið lán að kynnast jafn heilsteyptri mann- eskju og hún var, og þess 26 ár, sem við höfum átt samleið, hafa verið mér og minni fjölskyldu mikils virði. Margrét helgaði líf sitt heimili og fjölskyldu, enda bera börn hennar og heimili þess vitni, að þar var vel að öllu búið. Hún var mjög skýr kona og hafði mótaðar skoðanir á hlutunum og fylgdi þeim eftir. Trú hennar var sann- færandi, og hlaut það að hafa djúptæk áhrif á okkur, sem vorum alltaf í návist hennar. Mikil reglu- semi var henni í blóð borin, enda lagði hún ríka áherslu á, að hlutirnir væru í sem bestu lagi. Þannig mótaði hún umhverfi sitt, og kemur það afkomendum henn- ar eflaust til góða á lífsleiðinni, hversu afgerandi og heil hún var í hvívetna. Margrét var óvenju góðum gáf- um gædd, og hefði kosið lengri skólagöngu, enda hafði hún alltaf jákvæð viðhorf gagnvart mennt- un. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka, en sérstaklega voru + Bróölr okkar og fósturbróðlr, INGVAR ÁGÚST STEFANSSON, lézt aö Landakotsspítala mánudaginn 23. febrúar. Málfríöur Stefánsdóttir, Stefanía Ottesen, Júnía Stefánsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóölr og amma, ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIR, Flókagötu 35, veröur jarösungin fré Háteigskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 1.30. Guðmundur M. Halldórsson, Alda Guöfinna Ed. Duin, Halldór, Jóhann, Lára Margrét Gísladóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURBJÖRNS ELÍASSONAR, Reykjavíkurvegi 50. Ingibjörg Guöjónsdóttir, Elínborg M. Sigurbjörnsdóttir, Reynir Kristjánsson, Elías M. Sígurbjörnsson, Gyöa Ólafsdóttir, Anna B. Sigurbjörnsdóttir, Björn Þ. Björgvinsson og barnabörn. Skrifstofur Almennra trygginga hf. veröa lokaðar frá kl. 12 á hádegi á morgun fimmtudaginn 26. febrúar vegna útfarar BALDVINS EINARSSONAR. Almennar tryggingar Ijóð henni hugleikin, enda hafði hún sérstakt minni og góða frá- sagnarhæfileika. Hún umvafði börn sín, tengdabörn, og síðan barnabörn og barna-barnabörn með sömu umhyggjunni, og áttum við margar ánægjustundir saman. Sterkur persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu, en minningarnar munu lifa og verða okkur gott vegarnesti. BlesNuA sé minning: hennar. Sem kona hún lifði í trú og tryKgð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber áat og dyggö Hinn ávðxtinn þúsundfalda, oir Ijós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Benediktsaon). Sigriður Th. Guðmundsdóttir. Margrét Ketilsdóttir amma okkar er dáin. Hún lézt að morgni sunnudagsins 15. febrúar síðast- liðins, 83 ára að aldri. Eftir stutta sjúkrahúsvist kvaddi hún þennan heim skjótar en nokkur hafði átt von á. Þrátt fyrir aldur sinn var hún enn ern og hafði haldist á verki alveg fram að hinztu legu. Okkur barnabörnin langar að minnast hennar ömmu okkar með nokkrum orðum. Éins og gefur að skilja eru minningarnar margar og góðar, enda hefur hún verið fastur punktur í tilveru okkar alveg frá því við munum fyrst eftir okkur. Amma var það, sem við barna- börnin áttum öll sameiginlega, hjá henni mættum við jafnan hlýju og umhyggju. Hún lét sér mjög annt um fjöiskyldur barnanna sinna tveggja, og lengi framan af liðu engin jól án þess að við hittumst öll í Mávahlíðinni heima hjá henni. Hvenær svo sem við annars komum þangað, var okkur jafnan tekið opnum örmum. Ömmu var líka margt til lista lagt. Iðin var hún með afbrigðum, hún bæði saumaði, prjónaði mikið og vel og bakaði auk þess fádæma góðar kleinur. Nutu fjölskyldurn- ar báðar jafnan góðs af. Það þykir engum tiltökumál, þótt sveitastúlka, sem ólst upp við kröpp kjör, hafi ekki hlotið mikla skólamenntun. Þannig var með Margréti ömmu okkar. Hún bar alla tíð í brjósti löngun til mennt- unar, en sú stopula skólaganga, sem hún fékk, svalaði þeim þorsta einungis að litlu leyti. Það er því ekki að undra, þótt hún hafi alla tíð verið mikið fyrir að lesa góðar bækur. Vísur og kvæði voru henn- ar uppáhald, og hún kunni ógrynni af kveðskap utanað. Frásagnar- gleðin skein úr andlitinu, hvort sem hún fór með kvæði, sögu eða sagði frá liðnum tímum. Margrét amma er nú búin að ljúka hlutverki sínu hér á jörð. Hún fór fljótt, án þess að heyja langt stríð við dauðann. Við sökn- um hennar öll, en gleðjumst um leið með henni því amma var aldrei í neinum vafa um, hvert leið hennar lægi að þessu lífi loknu. Bjargföst trú og vissan um fram- haldið handan grafar voru hennar helstu leiðarljós í lífinu. Við vitum, að hún er nú á áfangastað. Blessuð sé minning hennar. Timinn steðjar m streymi á. Stýrum i Jesú nafni. Þótt bátur sér smár og báran há. þá brosir hans land fyrir stafni. (Petersen — Sbj.E.) Margrét, Dúa, Ingi Gunnar, Gunnar og Sigurður Grétar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.