Morgunblaðið - 25.02.1981, Page 23

Morgunblaðið - 25.02.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 23 Reynir Snjólfsson Minningarorð Fæddur 11. febrúar 1903. Dáinn 17. febrúar 1981. Þegar við kveðjum afa okkar koma fram í hugann margar fagrar minningar frá liðnum ár- um. Við hefðum ekki trúað því þegar hann fór á spítalann 16. febrúar sl. að hann yrði allur að morgni þess 17. febrúar. Afi var fæddur 11. febrúar 1903, hann giftist ömmu okkar, Jónínu Guðjónsdóttur, hinn 1. júní 1925. Um haustið 1925 byrjuðu þau sinn búskap að Lokastíg 23, og þar fæddust þeim börnin 5, en næst- elsta barnið dó í frumbernsku. Á árinu 1938 keypti afi hluta af húsinu Njarðargötu 37, þar sem þau amma bjuggu síðan. Hugur afa mun hafa staðið til búskapar, en af fjárhagsástæðum gat ekki af því orðið. Hann bætti sér þetta að nokkru upp með sumarbústað við Hafravatn í Mosfellssveit. Þar breytti hann móanum í tún, rækt- aði garðávexti, gróðursetti tré og reyndi af fremsta megni að breyta stórgrýttum móanum í gróðursæl- an reit, þetta tókst honum. Við systkinin áttum þeirri gæfu að fagna að fá að dvelja ásamt foreldrum okkar með afa og ömmu við Hafravatn frá því í byrjun júní og út ágúst, öll okkar uppvaxtarár, en vinna var sótt frá sumarbú- staðnum. Öll þessi ár var afi okkar uppfræðari um allt sem viðvék ræktun, gróðursetningu, smíðum o.fl., hann taldi það ekki eftir sér að snúast í kringum okkur, leið- beina okkur og leiðrétta og svara þeim ótal spurningum sem aðeins börn geta spurt, allt með sömu róseminni og þolinmæðinni. Afi byrjaði snemma að vinna og var í Pálína Sigurðardótt- ir - Minningarorð í dag er lögð til hinstu hvíldar kær frænka mín, Pálína Sigurðar- dóttir, sem andaðist 16. þ.m. á heimili dóttur sinnar. Palla, eins og við öll kölluðum hana, var fædd 5. júní 1894 að Grjótlæk við Stokkseyri, þriðja elsta af 10 systkinum foreldra sinna, Soffíu Pálsdóttur og Sig- urðar Jónssonar. Snemma varð að taka til hendi því kröpp voru kjör hjá svo barnmargri fjölskyldu. Ef af þessum hópi komust níu á legg og urðu sóma- og myndarfólk. Nú á tæpum tveimur árum hafa Þannig liggur lífsbrautin mis- langt hjá okkur öllum, einn í dag annar á morgun. Guð blessi minningu um góða konu. Fjölskyldunni óska ég alls hins besta. Soffía frænka vinnumennsku og við sjósókn allt þar til þau amma fluttu til Reykjavíkur, en þar var hann við verkamannavinnu þegar hana var þá að hafa. Við stofnun Pöntunar- félags verkamanna hóf afi störf þar, og síðan þegar það sameinað- ist Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis starfaði hann þar til dauðadags, síðustu árin i hluta- starfi. Hugsjónum samvinnu- og jafnaðarmennsku fylgdi afi alla tíð, og var traustur málsvari þeirrar stefnu. Nú þegar komið er að leiðarlok- um og við kveðjum afa okkar hinsta sinni, er minningin um sterkan, traustan og hlýjan mann í huga okkar, mann sem við teljum að hafi gert okkur að betri mönnum með nærveru sinni. Megi góður guð styrkja ömmu og börn þeirra í sorg þeirra. Barnabörnin á Hrisateig. Nauöungaruppboö annað og síðasta sem auglýst var í 59., 65. og 68. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1980, á Borgarholtsbraut 24 — hluta —, þinglýstri eign Svövu Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Hjallabrekku 47, þinglýstri eign Benjamíns Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. fallið í valinn þrjú af systkinunum en áður fjögur, svo eftir eru systir, tæplega 91 árs, og bróðir, 75 ára. Palla fluttist til Reykjavíkur um tvítugt í blóma lífsins og vann við ýmiss konar störf sem til féllu. Hún giftist Erlendi Jónssyni frá Bakka á Seltjarnarnesi. Eignuðust þau eina dóttur, Sig- urdís að nafni. Erlendur andaðist fyrir aldur fram og varð þá Palla að sjá fyrir sér og litlu dóttur sinni. Varð hún ráðskona í sveit í nokkuð mörg ár, en síðan fluttist hún aftur til Reykjavíkur. Eftir að dóttir hennar giftist þeim ágætis manni Karli Guðlaugssyni, átti Palla þar heimili upp frá því, og naut umhyggju þeirra hjóna og barna. Lífshlaupið varð tæp 86 ár, þó fannst manni Palla ekki gömul, því ung var hún í anda, og hafði gaman af þvi að vera snyrtileg og vel klædd. Gjafmild var hún og minnist ég margra góðra gjafa sem Palla frænka gaf mér í barnæsku. Nú seinni árin hitti ég hana sjaldan, ástæðan var þetta tíma- leysi sem alla hrjáir. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Hamraborg 22 — hluta —, þinglýstri eign Halldórs Vals Geirssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Reynigrund 71, þinglýstri eign Sigríðar Rögnu Júlíusdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Holtageröi 57, þinglýstri eign Gunnars Kr. Finnbogasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Svo segir i Opinberunarbók Jóhannesar 20,12: nOg bókum var lokið upp“. Hvað þýðir þetta? Hér er kunngjörður alvarlegasti atburðurinn, sem mannkyni ber nokkurn tíma að höndum. Þetta er mynd af dómi Guðs, þegar hann ætlar að ljúka upp bókunum, sem skráðar eru um okkur á himnum. Þar verður minningabók okkar. þar er skráð allt það, sem hefur haft áhrif á okkur. Þar er bók samvizku oklcar. Þar er allt metið í hlutfalli við, hvort við gáfum því einkunnina gott eða vont. Þar verður minningabók Guðs, þar verður bók samvizku Guðs, sem er guðlegt réttlæti. Hún mælir allt með nákvæmari mælikvarða en samvizka okkar gerði. Dómurinn mikli verður alvarlegur atburður. Hver sá, sem er án Krists, verður kallaður fyrir hann. Þetta eru bækur Guðs, sem hann færir um orð okkar, hugsanir og breytni. Þær verða afhjúpaðar á þeim degi. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Nýbýlavegi 53, þinglýstri eign Sigurðar Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Stórahjalla 15, þinglýstri eign Guðnýjar Sverrisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1980, á Fögrubrekku 31, þinglýstri eign Eggerts Kr. Jóhannessonar og Guðrúnar Brynjólfsdótt- ur, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 4. mars 1981 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtinga- biaösins 1980, á Meltröð 8, þinglýstri eign Björns Ó. Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 102, 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Hamraborg 16 — hluta —, þinglýstri eign Þóröar Sigurjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.