Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 icjo^nu- ípá HRÚTURINN 21. MARZ-19.APRIL Vertu sjálfum þér samkvæm- ur. Dagurlnn gæti boðið upp á mikla möguleika ef þú kannt að nota þér þá. Wi NAUTIÐ a20. APRlL-20. MAÍ þráhyggja þin og þver- móðska geta komið þér i koll ef þú ekki gætir þin. Sá vægir sem vitið hefur meira. TVÍBURARNIR 21. MAl—20. JÚNl Ratnandi mónnum er best að lifa. Þér berst aðstoð frá þeim sem þú sist bjóst við að vildu liðsinna þér. KRABBINN 21. JÚNl-22. JÚLl I dag ætti að vera auðvelt að láta óskir rætast. Einlumál- in eru ofarlega á baugi. LJÓNIÐ Ú 23. JÚLl-22. ÁGÚST Þú ættir að stunda meiri utivist og hreyfingu ef þú hefur tækifæri til. Vertu heima hjá fjolskyldunni i kvöld. MÆRIN 23. ÁGÚST-22. SEPT. I dag er skynsamlegt að ræða ýmis fjölskyldumál. Tilboð sem borist hafa ætti að at- huga nánar. VOGIN W/l?T4 23. SEPT.-22. OKT. Annasamur dagur en ánægjulegur. Allir virðast vilja gera þér til hæfis. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Stutt ferðalag er trúlega nauðsynlegt. Farðu varlega i umferðinni. BOGMAÐURINN * 22. NÓV.-21. DES. Það kemur i ljós að þú átt flelrl vini en þú bjóst við. Sláðu ekki á útrétta hjálpar- hönd. ffi STEINGEITIN 22.DES.-19. JAN. Vertu ekki of auðtrúa i dag. þvi ekki er allt sem sýnist. Gefðu meiri gaum að þvi sem gerist innan veggja heimilis- fns. W0, VATNSBERINN 20. JAN.-18. FEB. Góður dagur til að útkljá deilumál sem auðveldara er að leysa en þú hafðir haldið. gj FISKARNIR 13 19. FEB.-20. MAR7, f dag skaltu heimsækja ætt- ingja sem þú hefur vanrækt allt of lengi. Sennilega færðu góðar fréttir sem þú hefur beðið lengi eftir. OFURMENNIN r^niJABj \/11 i iiui am id UUnAN VILLIIVIMUUn FERDINAND BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er ekki oft, að varn- arspilari er í þeim sporum, að vera með öll lykilspil varnar- innar og sjá sjálfur miklar líkur á nægilega mörgum slögum en hafa í reynd alls enga möguleika til að ná þeim. Vestur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. K10852 H. Á10 T. D96 L. ÁG4 Vestur Austur S. 63 S. ÁG97 H. G8542 H. KD9763 T. 43 T. 7 L. 10962 L. K8 Suður S. D4 H. - T. ÁKG10852 L. D763 Segja má, að fremur hafi kapp en forsjá ráðið sögnun- Vestur Norður Austur Suður pass 1 spaði 2 hjörtu 5 tfglar pass 6 tiglar allir pass Vestur var óheppinn með útspilið. Hann valdi að spila út hjartafjarka. Suður var ekki viss um hvaða spil væri best að láta í hjartaás. Hann bað því um lágt frá blindum og trompaði heima. Og fram- haldið varð býsna sniðugt. Sagnhafi spilaði tropmpátt- unni á níu blinds og spilaði svo lágum spaða frá blindum. Austur var þá í bobba. Léti hann lágt fengi suður á drottninguna og léti siðan hinn spaðann í hjartaásinn og vörnin fengi aðeins einn slag á lauf. Þess vegna tók austur á spaðaás en það reyndist ekki betur en hinn kosturinn. En í von um, að vestur gæti trompað spilaði austur aftur spaða og suður fékk slaginn. Og úr því enn voru fyrir hendi innkomur á blindan á trompin gat sagn- hafi látið eitt lauf í hjartaás- inn, annað fór í spaðakónginn og seinna, eftir að hann hafði trompað tvo spaða heima, gat suður látið þriðja laufið í fimmta og síðasta spaða blinds. Spilaaðferðin og vinning- urinn var snyrtilegur en vest- ur var hálfóheppinn að hafa ekki spilað út laufi í upphafi. Þá hefðu þessar glæfrasagnir ekki lukkast jafn vel. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem lauk fyrir skömmu kom þessi staða upp í viðureign stór- meistaranna Hans Ree, Hol- landi, og Evgeny Sveschni- kov, Sovétr. sem hafði svart og átti leik. Ég fer aðeins með eitt Val- entinusarkort i skólann. Hverjum er það ætlað? „Lilju vallarins“ Veit hann, að þú átt við hann? Það er ég viss um ... VISS!! 32. - He3! 33. fxe3 - I)g3+, 34. Hg2 - Bxe3+, 35. Khl - Dxh3+ og Ree gafst upp, því að hann er óverjandi mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.