Morgunblaðið - 25.02.1981, Side 25

Morgunblaðið - 25.02.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 25 fólk f fréttum Lordmerín í hnébuxum, hún í nýjum kjól + Hún í skósíðum kvöldveislukjól, en hann í gamaldags hnébuxum, pífóttri skyrtu m.m. — Nú þetta er hennar hátign Elizabeth drottning og yfirborgarstjórinn í London, Gardner Thrope, sem hér er í viðhafnarbúningi sínum með borgarstjórakeðjuna um axlir og fylgir drottningunni til veislusala fyrir nokkrum kvöldum. Á ensku er titill yfirborgarstjórans: Lord Mayor of London. — Það var einu sinni þýtt þannig í gamla Speglinum: Lordmerin í Lundúnum ... Frœgur flotaforingi látinn + Breski flotaforinginn, Lord Fraser, sem á Þor- láksmessu árið 1943 sendi norðan úr höfum tveggja orða skeyti til flotamála- ráðuneytisins í London: Scharnhorst sökk — erlát- inn á hjúkrunarheimili í London, 93ja ára. Fraser flotaforingi var sá sem stjórnaði þeirri frægu sjóorr- ustu úti fyrir Nordkap í Noregi í hörku vetrarveðri, er hinu þýska vasaorrustu- skipi Scharnhorst var sökkt. Það ásamt nokkrum öðrum þýskum herskipum af vasa- orrustuskipastærð voru vegna snilldarlegrar hönnun- ar mikil ógnun við flota Bandamanna. Fraser að- mírall var er þetta gerðist á brúarvæng orrustuskipsins Duke of York. Hann gekk í breska flotann árið 1902. Hann var líka flotaforingi í Kyrrahafsflota Breta í síðari heimsstyrjöldinni og var fulltrúi Breta við uppgjöf Japana um borð í banda- ríska orrustuskipinu Mis- souri, á Tokyoflóa 2. sept- ember 1945. Hann var alla tíð ókvæntur. Nú frjáls maður + Þetta er einn af kunnustu andófsmönnum Gyðinga í Sovétríkjunum um árabii. — En nú er hann kominn til ísrael. Myndin er tekin er hann kom við á flugvellinum í Vínarborg, á leið til fyrirheitna landsins úr prísundinni í Sovétrikjun- um. Þar hafði hann verið í fangelsi og vinnubúð- um, austur í Úral, um 10 ára skeið. Árið 1970 tók hann þátt í misheppnuðu flugráni, ásamt allmörg- um Gyðingum öðrum. Munu enn margir þeirra vera á bak við lás og slá, vegna þessa máls, austur í Sovét. Þessi andófsmaður, Yousef Mendelevich, er nú 33 ára. — í ísrael nýtur hann mikillar virðingar fyrir skelegga baráttu sína fyrir málstað Gyðinga í Sovétríkjunum um langt árabil. + Utanríkisráðherra íta- líu, Colombo, fór fyrir nokkru vestur um haf til Bandaríkjanna. — Er hann kom til New York, hafði Ed Koch, borgarstjóri heimsborgarinnar, mikið boð inni fyrir ráðherrann. Þessi mynd er af þeim, að vísu ekki tekin í boðinu, því þar hafði borgarstjórinn ekki verið á skyrtunni. — Síðan hélt Colombo utan- ríkisráðherra för sinni áfram til Washington og þar gekk hann á fund Bandar íkj af orseta. RESTAURANT Skólavörðustíg12, s-10848 Nú bjóðum við gestum okkar franskan mat, sem franski matreiðslu- snillingurinn Paul Erik Caloron mat- reiðir. 46nú er ekki rándýrt að^ W fara út að borða. ájJll Verö kr: 2.730.- Innifalið: Aöstoö fararstjóra. Tveir leikhúsmiöar. .Bus- og Underground-miöar", sem gilda ótakmarkaö í 4 daga. Tveggja tíma kynnisferö um London. Afsláttar- kort, sem gilda í verzlanir, veitingastaöi o.fl. Kvöldveröur og borövín á „BEEF- EATER“ í London — skemmtiatriöi og dans. Útvegum miöa á leik Arsenal — Birmingham 14. marz. Takmarkað sætamagn. Pantið tímanlega. Síðasta ódýra helgarferðin í vetur 12. —17. marz. Austurstræh 17, sími 26611.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.