Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 27 HQLUWOOD I Grímuball og | Twistkeppni í kvöld munum viö kynna afmælis- hátíðina, sem fram fer á öskudaginn 4. marz n.k. Þá veröur grímuball og margt óvenjugott á dagskrá eins og vera ber. Við afhendum auk þess miða á hátíöina, en hún er aöeins fyrir vini okkar þ.e. ykkur kæru gestir. Skráningin í twistkeppnina er í fullum gangi og nú fer aö atyttast í keppnina. Nú fer hver aö veröa siöastur aö láta skrá sig hjá diskótekurunum okkar. ■X*. Fjöriö er í HGUJWOOB Musica Nova áœtlar aö halda ferna tónlelka á næsta starfsárl. Þar er gert ráö fyrir aö frumflytja mlnnst fjögur íslensk tónverk, sem hafi veriö samln sérstaklega fyrlr tónlelkana. Tónllstarfólk sem áhuga hefur á aö koma fram á þessum tónlelkum getur pantaö tónverk hjá íslenskum tónskáldum á vegum Muslca Nova. Nefnd á vegum félagsins mun taka viö umsóknum og velja úr þeim 4 verk. Musica Nova áþyrglst greiöslur til tónskálda og flytjenda. Umsóknar- eyöublöö fást í islenskrl Tónverkamiöstöö. Freyjugötu 1, sími 21185. Umsóknarfrestur rennur út 10. mars 1981. Stjórn Musica Nova Manuela Wiesler, Leifur Þórarinaaon, Snorri S. Birgisaon. Samvizkufangar febrúarmánaðar Vaciaf Umlauf frá Tékkóslóvakíu er 20 ára gamall námuverkamaöur, sem hefur veriö aö undirbúa sig undir guöfræöinám. Hann var tekinn fastur 19 mars 1980, eftir aö lögreglan haföi gert húsleit heima hjá honum og heima hjá foreldrum hans og geröi upptæk öll trúfræöirit sem hún fann. 23. maí 1980 var Vaclaf Umlauf dreginn fyrir rétt, ákærður fyrir æsingar og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hann haföi kvartaö undan lélegum verkfærum í námunum og einnig mótmælt opin- berlega innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Hann var líka ákæröur fyrir aö hafa dreift bréfi gegn ríkisstjórninni og aö hafa sent bréf til prests í Bretlandi, þar sem hann gagnrýndi dóm í Prag í október 1979 yfir sex félögum í „The Committee for the Defence of the Unjustly Persecuted (Vons)“. Vinsamlegast skrifiö bréf, og biðjið um aö Vaclaf Umlauf veröi látinn laus, til: JuDR Gustav Husak, President of the CSSR, 11 908 PrahaHrad, CSSR, og til: JuDR Jan Nemec, Minister of Justice of the CSR, Vysehradska 16, Praha 2-Nove Mesto, CSSR. Nabil Ja'anini frá Jórdaníu er 38 ára gamall gerlafræöingur frá borginni Madaba. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi af herdómstóli áriö 1977. Habil Ja’anini var tekinn til fanga í Madaba 2. maí 1977, grunaöur um aö vera virkur í kommúnistaflokknum en þaö er bannaö aö vera félagi í honum, samkvæmt and-kommúnistiskum lögum (nr. 91) frá 8. desember 1953. Hann var ákæröur fyrir aö vera félagi í kommúnistaflokkn- um og aö hafa undir höndum ólögmætar bækur um kommúnisma. Hann situr inni í „Al-Mahatta Central Prison" í Amman, þar sem hann hefur getaö hjálpaö föngum vegna lækniskunnáttu sinnar. Nabil Ja'anini kemur úr stórri fjölskyldu, hann á sjö bræöur og þrjár systur. Hann stundaöi nám í efnafræði í Jórdaníu og var síöan viö framhaldsnám í Kiev í Sovétríkjunum. Hann kom heim aftur til Jórdaníu 1973. Hann rak sína eigin tilraunastöö í efna- og læknisfræöi þegar hann var handtekinn. Amnesty heldur aö hann hafi veriö fangelsaöur fyrir aö láta í Ijós skoöanir sínar án ofbeldis, en hann hefur fullan rétt á því samkvæmt alþjóa- samningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Jórdanía hefur skrifaö undir. Vinsamlegast skrifiö bréf, og biöjiö um aö Nabil Ja’anlni veröi látinn laus, til: His Majesty King Hussein, The Royal Palace, Amman, Hashemite Kingdom of Jordan, og til: His Excellency Mr. Judar Badran, Prime Minister, Amman, Hashem- ite Kingdom of Jordan. Jorge Rodriguez Gallegos, frá Chile er 53 ára verkfræöingur, sem kenndi til „Taltal Technical College" þangaö til hann var tekinn til fanga 2. júní 1980 fyrir aö vera meölimur í óleyfilegum kommúnistiskum flokki og fyrir aö brjóta lög um öryggi ríkisins. Jorge Rodriguez Gallegos var einn af 3 mönnum, sem teknir voru til fanga í borgunum Antofagasta, Calama og Taltal í lok maí og byrjun júní 1980 af leyniþjónustunni, án handtökuheimilda og án þess aö láta fjölskyldur viökomandi vita. Þeim var haldið í einangrun í 5 daga, þar sem þeir voru pyntaöir m.a. meö því aö láta þá hanga á fótunum klukkustundum saman, sprautað var á þá nakta ísköldu vatni (þá var vetur í Chile), þeir fengu rafmagnsstuö á viökvæmustu staöi líkamans og þeir voru baröir. Sumir voru neyddir til aö gleypa saur úr mönnum. Jorge Rodriguez, sem er í haldi í fangelsi í Antofagasta, hefur nýlega veri dæmdur í 1200 daga útlegö. Dómnum hefur verið áfrýjaö. Hann þjáist af opnum graftarkýlum og gekk undir uppskurö 6 mánuöum áöur en hann var handtek- inn og átti síðan að ganga undir annan uppskurö í júlí 1980, sem ekki var gert vegna fangelsunarinn- ar. Þaö er ekki vitaö hvar hann er í útlegö, en sennilega er hann einhvers staöar þar sem lítiö er um hjálp. Jorge Rodriguez er giftur og á tvö börn. Hann var í kennarasamtökum SUTE. Hann haföi einnig veriö hnepptur í þriggja mánaöa varöhald 1973 þegar Pinochet komst til valda. Vinsamlegast skrifið bréf, og biöjið um aö Jorge Rodriguez Gallegos veröi látinn laus, til: General Augusto Pinochet Ugarte, Presidente de la República, Edificio Diego Portales, Santiago, Chile. Hreinn Erlendsson endurkjörinn forseti Alþýðusambands Suðurlands - Sigurður Óskarsson kjörinn varaforseti ALÞÝÐUSAMBAND Suðurlands hélt sjötta þing sitt um siðustu helgi i Víkí Mýrdal. Þingið sóttu 52 fulltrúar frá 15 aðildarfélög- um sambandsins, auk þess sem forseti Alþýðusambands íslands, Asmundur Stefánsson, heimsótti þingið og flutti þar ávarp og svaraði fyrirspurnum þing- fulltrúa. Þá fluttu einnig ávarp þeir Eyjólfur Sæmundsson, forstöðu- maður Vinnueftirlits ríkisins, og Jón Ingi Einarsson, oddviti Hvols- hrepps. Umræður um kjara- og atvinnu- mál voru efstar á baugi í þessu þingi. I þeim umræðum kom greinilega i ljós, að fulltrúar verkalýðsfélaganna á Suðurlandi eru mjög óánægðir með þróun vinnumarkaðsmála á sambands- svæðinu. Þingið samþykkti áskorun til stjórnar Sláturfélags Suðurlands um að kanna leiðir til aukinnar úrvinnslu sláturafurða á fram- leiðslusvæðinu. Þá voru á þinginu samþykktar ályktanir m.a. um orkumál á Suðurlandi, steinullarverksmiðju í Þorlákshöfn, sykurhreinsunar- verksmiðju í Hveragerði, lífeyris- og félagsmál. Við kjör forseta Alþýðusam- bands Suðurlands næsta kjör- tímabil lagði kjörnefnd þingsins fram eina tillögu um Hrein Er- lendsson, sem studd var atkvæð- um þriggja kjörnefndarmanna af fimm. A þingfundinum kom fram tillaga um Auði Guðbrandsdóttur, en við atkvæðagreiðslu hlaut Hreinn Erlendsson kjör með veru- legum meirihlutá atkvæða. Um tilnefningu til varaforseta var full samstaða í kjörnefnd um Sigurð Óskarsson og hlaut sú tillaga samhljóða afgreiðslu á þinginu. Þá var í kjörnefnd full samstaða um Gunnar Kristmundsson, sem ritara, og Þorstein Bjarnason, gjaldkera og Dagbjörtu Sigurðar- dóttur, Símon Gunnarsson og Hilmar Jónasson, sem meðstjórn- endur. í varastjórn Guðrún Thor- arensen, Páll Jónsson, Auður Guð- brandsdóttir og Guðrún Haralds- dóttir. Tillögur kjörnefndar um stjórn og varastjórn hlutu sam- hljóða afgreiðslu á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.