Morgunblaðið - 25.02.1981, Side 28

Morgunblaðið - 25.02.1981, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVISI ást er... íæ, *f» ... að fara i fóta- kelirí í sandinum. TM Reg U.S. Pat. Off.— aH rtghts n • 1978 Los Angetes Tlmes Syndicete '' ^ -» - r h». '~t—^ 7 Mjólk 0!? rjóma — held nú ekki. Ég vona bara að konan þín sé — Þú nennir bara ekki að ekki i skóm með þessum djö... annast um grasblettinn! stálhælum! COSPER Ég doka hér meðan lófatakið dynur! Það skyldi þó ekki vera eitt af „tímanna táknum“? Margrét Eggertsdóttir skrifar: „Sigurþór Sigurðsson skrifar af miklum ákafa, en greinilega minni þekkingu um heimsendaspádóma í dálka Velvakanda hinn 21. febr. sl. Ég veit ekki, hvað rekið hefur Sigurþór til þessara skrifa, en get mér þess til, að hann sé e.t.v. hálfhræddur um að eitthvað af þessu öllu fari nú að rætast og sé að reyna að sannfæra sjálfan sig um að svo sé ekki. Opinberunarbókin margslungin táknum Það er vitað mál, að ótti og öfgar hafa aldrei göfgandi áhrif, og að ótti er venjulega sprottinn af vanþekkingu og vantrú. Hitt er líka staðreynd, að kristinn maður, sem er vel menntaður í sinni trú, óttast ekki. Hann veit, hver Krist- ur var og tekur orð hans trúanleg er hann segir: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu alls ekki undir lok líða." (Mark. 13.31.) Kristinn maður lætur sér ekki nægja að trúa á Krist, hann trúir Kristi. Kristur talaði um endurkomu sína sem sjálfsagðan hlut. Það er ekki við postulana að sakast, þó að þeir hafi aðeins verið mannlegir og talið að það yrði í þeirra jarðvist. Kristur sagði ennfremur: „En um þann dag eða stund veit enginn, ekki einu sinni englarnir á himni, né sonurirtn, heldur aðeins faðir- inn. Gætið yðar og vakið og biðjið." (Mark 13. 32—33). Vissu- lega hafa margir reynt að geta sér til um, hvenær þessi tími rynni upp og þar hefur Opinberunarbók- in verið mönnum mikið og verðugt rannsóknarefni, sem prestlærðir menn hliðra sr mjög við að útskýra, þó að þeir vitni oft í hana. Menn skyldu líka hafa það hug- fast, að Opinberunarbókin er margslungin táknum, sem erfitt er að skýra til fullnustu en sem komið er, en hún á eflaust eftir að verða mönnum ljós, er tímar líða. Lái svo fólki hver sem vill Mikið hefur verið rætt og ritað um ætterni Krists og sýnist sitt hverjum. En það er eins og hver önnur bábylja að segja að hann hafi verið Gyðingur. Gyðingur er okkar túlkun á orðinu Jewish, sem upprunalega var notað um afkom- endur Júda, eða leifar húss Júda, sem leyft var að snúa aftur til Palestínu, og var um margt blend- inn hópur, en það er nú vitað mál, að Gyðingar eru ekki allir afkom- endur Júda. Hins vegar var Krist- ur Hebrei af ætt Davíðs, sem kominn var út af Júda, hinni fornu konungsætt ísraels, eins og spáð hafði verið að hann yrði. Sú skoðun er líka útbreidd, jafnvel meðal presta, að Guðdómur Krists sé eins og hver önnur hjátrú. Þessir hringdu . . . Hótel Borg fyr- ir gamla fólkið Forvitin hringdi í Velvakanda og sagðist hafa verið að heyra um það og lesa að til stæði að Alþingi (þ.e.a.s. ríkið: þjóðin) festi kaup á Hótel Borg: — Er þetta ekki einmitt húsnæði, sem hentar ágætlega öldruðu fólki, sem getur bjargað sér sjálft? Það er svo að mínu mati a.m.k. og ég er sann- færð um, að ef nokkur sanngirni ræður forgangsröð verkefna, þá láta alþingismennirnir gamla fólkið ganga fyrir, en láta sér Karphúsið nægja í bili. Hélt að þetta væri liðin tíð Margrét Sveinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég varð nýlega vitni að leiðindaat- burði í verslanamiðstöðinni í Fellagörðum í Breiðholti. Upp undir 20 krakkar, sum þeirra ekki yngri en 15 ára er ég viss um, höfðu fundið sér það til dundurs að ganga í skrokk á þroskaheftri stúlku um fermingu og gengu á eftir henni búð úr búð og stríddu henni og ögruðu. Mér brá ónota- lega við að sjá þetta, hélt að slíkt og þvílíkt væri liðin tíð, vegna þess að börn hefðu verið uppfrædd um það, bæði heima og í skólum, að svona nokkuð væri hinn mesti ódrengskapur. En þarna sá ég svo að ekki varð um villst, að betur má ef duga skal. Þessir krakkar gætu lent í því sjálf að eignast þroskaheft barn og væri þá sárt að minnast þess að hafa átt þátt í því athæfi eins og þarna átti sér stað. Von, sem þó Gunnlaugur Sigurbjörnsson skrifar: „Velvakandi. Vigdís Finnbogadóttir, virðu- legur forseti, flutti stórbrotinn boðskap til íslensku þjóðarinnar á nýársdag. Þar átti vonin veglegan sess sem eðlilegt er, þar sem nýársdagur er talinn öðrum dög- um fremur dagur vonarinnar. Margir kvöddu sér hljóðs á eftir með lýsingu skálda á voninni. Það getur verið hægt að teygja lopann um aldraraðir. Kristján Jónsson Fjallaskáld orti eitt af athyglis- verðustu ljóðum um vonina, en það skáld virðist vera gleymt. Hugsa sér. En mig langar til að biðja þig, Velvakandi, að gefa lesendum þínum kost á að rifja upp kvæði Kristjáns, Vonina." VONIN Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku draumageimur, þar sem ótal leiftur Ijóma, er lifna, deyja’ og blikna um ekeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið. Allt, sem lifir, lifa girnir; lífið heli móti spyrnir. Þegar lífsins löngun hverfur, lífið er eðli sínu fjœr. Hetjan, sem vill heldur deyja en harðstjórans und vald sig beygja, lífi sínu’ ei iifað getur lengur en meðan sigraö f»r. Þungskilið er lögmál lífsins; um leiðir huldar gleði’ og kífs- ins flytjumst vér, sem fyrir straumi fljóti gnoð um sollið gráð. Sama alda allt fram hrekur; ýmsar stefnur lífið tekur. Sérhvaö eöli sínu hlýöir, sínum föstu lögum háð. er aðeins tál Kristján Jónsson Þaö er vonin blíöa’ og bjarta, bezt er friðar órótt hjarta, himinsæla’ í harmageimi, helgast lífsins andartak, heimsins Ijúfust leiðarstjarna, Ijós á vegum foldarbarna, böli mæddan hressir huga og harmi snýr í gleðikvak. Þú af draumahimni háum hjúpuð Ijóma fagurgljáum ofan á lífsins ægi fellir undurbjartan geislastaf. Að þínum Ijóma ávallt allar öldur lífs, sem rísa’ og falla, sækja fram í sjálfan dauða seiddar þínu brosi af. Ó, hve mjög um ævibrautir ýmsar lífið særa þrautir, og í brjóstum ekka þrungnum óteljandi hjörtu slá. Ótal hníga angurstárin, ótal svíða hjartasárin. Ó, hvað þá svo aumum manni ást til lífsins vekja má? Áfram geysar aidastraumur; allt er lífið myrkur draumur sælublöndnum sollinn hörmum, sjónhverfíng og leiösla hál. Allt, sem hefur upphaf, þrýtur; allt, sem lifir, deyja hlýtur. Vonin Iffs er verndarengill, von, sem þó er aðeins tái.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.