Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 31 B-keppnin í Frakklandi: Herslumuninn vantaði og hörku- leik lauk með naumum sigri Svía ENN EINU SINNI varð íslenska landsliðið i handknattleik að sætta sig við tap gegn Svíum, i gifurlegum baráttuieik hér i Grenoble i Frakklandi í jfærkvöldi. Landslið Svía sigraði með eins marks mun, 16 mörkum gegn 15. Það var fyrst og fremst stórleikur sænska markvarðarins Claes Hellgren, sem færði liðinu sigur. Hvað eftir annað varði hann meistaralega og i ekki færri en fimm skipti varði hann frá islensku leikmönnunum er þeir voru i opnum dauðafærum á linu. Þá varði hann eitt vitakast frá Axel Axelssyni. íslenska liðið barðist hetjulega allan leikinn og átti alla möguleika á sigri, en heilladisirnar voru þvi ekki hliðhollar. Það var mikil harka i leiknum og sér i lagi hjá sænska liðinu, sem lék á köflum mjög grófan handknattleik. Axel lék vel gegn Svium, skoraði 4 mörk. Slaem byrjun Byrjunin hjá íslenska liðinu var ekki góð, þannig fóru fyrstu sókn- arlotur íslenska liðsins út um þúfur á einn hátt eða annan. Svíar gengu á lagið og eftir 4 mínútur var staðan ekki árennileg frá sjónarhóli íslendinga, 3—0 fyrir Svía. En íslendingar fóru þá hægt og bítandi að síga á, Þorbergur skoraði fyrsta mark íslands úr víti á 7. mínútu og fljótlega fylgdi glæsilegt mark frá Páli Björg- vinssyni. Á 13. mínútu leiksins bætti Þorbergur þriðja markinu við, Svíar svöruðu, en falleg mörk þeirra Guðmundar Guðmundsson- ar og Axels Axelssonar jöfnuðu leikinn, 5—5. Enn var jafnt, 6—6, nokkrum mínútum síðar, en sex mínútum fyrir leikhlé skoraði Axel og var ísland þar með komið yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Á síðustu mínútunum er hins vegar ekki hægt að segja að heppnin hafi gælt við íslenska liðið, Svíar jöfnuðu og síðan varði Claes Hellgren meistaralega vítakast Axels. Svíar glötuðu knettinum og í næstu sókn íslands var dæmd lína á Stefán Halldórsson. Svíar skoruðu tvö næstu mörk, 7—9, en Þorbergur átti síðasta orðið, 8—9 í hálfleik. íslendingar frískir Síðari hálfleikur byrjaði vægast sagt mjög gæfulega fyrir íslenska liðið, Axel skoraði með góðu skoti og síðan vatt Guðmundur Guð- mundsson sig laglega inn úr horn- inu og skoraði. Hafði ísland þar með náð forystunni á nýjan leik. En sveiflurnar áttu eftir að verða Þorbergur stóð vel fyrir slnu. miklar í leiknum og í 13 mínútur skoraði íslenska liðið ekki eitt einasta mark á sama tíma og Svíar dældu inn þremur. Staðan breyttist því úr 10—9 í 10—13. En íslendingarnir voru ekki á þeim brókunum að gefa sinn hlut og með gífurlegri baráttu, seiglu og ekki síst góðum handknattleik, tókst liðinu að skora þrjú mörk í röð og jafna metin, 13—13. Þórarinn Ragn- arsson símar frá Grenoble Hellgren færist í aukana En þegar hér var komið sögu, fór Claes Hellgren í sænska mark- inu að færast allur í aukana og hafði hann þó varið frábærlega vel allan tímann. Svíar komust í 13—14, en Ólafur fyrirliði jafnaði enn eftir glæsilega línusendingu frá Sigurði Sveinssyni. En Hell- gren varði og varði, Svíar skoruðu tvívegis og tíminn gekk í lið með þeim. Islendingar bitu þó í skjaldarendurnar og Axel minnk- aði muninn er um tvær mínútur voru til leiksloka. Síðustu sekúnd- urnar fengu Svíarnir síðan að hnoða inn í vörn íslenska liðsins átölulaust frá hendi dómaranna, þó að greinilegt væri að um ekkert annað en leiktöf væri að ræða. Lokatölurnar urðu því sem fyrr segir 16—15 fyrir Svía, þeir höfðu einnig forystu í hálfleik, 9—8. Liðin Islenska liðið lék mjög vel ef á heildina er litið. Liðið barðist grimmilega í vörn og var hún sterkari hluti liðsins. Hins vegar skorti herslumuninn í sókninni, en þar tókst íslensku leikmönnunum of oft ekki að nýta ákjósanleg tækifæri. Axel og Þorbergur voru atkvæðamestir í sókninni og léku báðir vel bæði í sókn og vörn. Guðmundur Guðmundsson kom skemmtilega á óvart með hraða sínum og leikni, en í vörninni var fremstur sem klettur Ólafur H. Jónsson. Sænska liðið er sterkt og leikur mjög fastan og ákveðinn handknattleik. Langbestir í liði þeirra voru þrír leikmenn, mark- vörðurinn Claes Hellgren og úti- leikmennirnir Sjöberg og Rasmus- sen. í stuttu máli: ísland — Svíþjóð 15—16 (8—9) Mörk Islands: Axel Axelsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 4, 1 víti, Páll Björgvinsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Bjarni Guð- mundsson 1, Ólafur H. Jónsson 1 og Sigurður Sveinsson 1 mark. Markhæstir hjá Svíum voru: Sjögren 5, Rasmussen 4 og Olofson 3 mörk. Víti í súginn: Hellgren varði eitt frá Axel og Einar varði eitt frá Ribendahl. Brottrekstrar: Páll í 4 mínútur, Bjarni í 2 mínútur, einnig Bengt- son og Ribendahl. „Hellgren hefur sprengikraft“ „ÞETTA eru ekkert annað en „komplexar“ gagnvart Svíum, þó svo að við reynum að segja okkur sjálfum að svo sé ekki. Þá munaði miklu, að markvörður þeirra, Claes Hellgren, varði ofsalega vel. Ilann hefur yfir einhverjum óviðjafnanlegum sprengikrafti að ráða, þannig að þegar maður kastar sér inn i teiginn, er hann samstundis kominn gersamlega ofan í mann og lokar öllum leiðum í netið, frábær markvörð- ur,“ sagði Bjarni Guðmundsson, hornamaðurinn sterki. „En við reynum að láta þessi úrslit ekkert á okkur fá og mætum tvíefldir til leiks gegn Frökkum og þann leik verðum við að reyna að vinna. Sanngjarnast hefði verið að þessum leik hefði lyktað sem jafntefli," bætti Bjarni Guð- mundsson við. Auám WKEHT Páll Björgvinsson — Við skoruð- um ekki úr hraðaupphlaupum. ÍSLENDINGAR mæta Frökkum í kvöld og er það fjórði leikur liðsins i B-keppninni. tsland hef- ur nú 4 stig. „Leikinn gegn Frökkum verðum við að vinna,“ sagði Július Hafstein, formaður HSÍ, í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. Er óhætt að taka undir það. Fimm leikir aðrir fóru fram í B-keppninni í gærkvöldi, í A-riðli „Verðum bara að taka þessu“ „VIÐ skoruðum ekkert mark úr hraðaupphlaupum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Fimm sinnum klúðruðum við algerum dauðafærum og það er ekkert hægt að segja okkur til málsbóta, við verðum bara að taka þessu tapi þegjandi og reyna að gera betur næst,“ sagði Páll Björg- vinsson, sem átti sjálfur góðan leik með islenska liðinu. Morgunblaðið tók enn fremur fyrirliðann Ólaf H. Jónsson tali. Hann sagði: „Útslagið gerði kafl- inn í upphafi síðari hálfleiks, er þeir komust í 13—10. Það var vendipunktur leiksins. Við lékum kannski af heldur of miklu öryggi, en markvarsla Hellgrens var stórkostleg og hafði að sjálfsögðu sitt að segja." sigruðu Frakkar Hollendinga 17—16 og Pólverjar burstuðu Austurríki 25—9. í B-riðli sigruðu Tékkar Dani 17—15, Sviss lagði ísrael 21—19 og Búlgarir sigruðu Norðmenn mjög naumlega, 15— 14. Úrslit í leik Frakka og Hol- lands benda til þess, að Frakkar séu strax farnir að þreytast, en vara skyldi þó eins og jafnan við of mikilli bjartsýni. „Nýttum ekki dauðafærin“ „VIÐ töpuðum leiknum fyrst og fremst á því að nýta ekki þau mörgu dauðafæri sem við fengum í leiknum. Hvað eítir annað komust strákarnir ein- ir i gegn, maður gegn manni, en mistókst síðan að skora. Það gerði útslagið,“ sagði Kristján Sigmundsson mark- vörður íslonska liðsins. og bætti við: „Ef þessi færi hefðu verið nýtt. hefði sigurinn hæglega getað lent okkar megin, eða að minnsta kosti annað stigið.“ „Hrikalegt svekkelsi" „ÞETTA var hrikalegt svekk- elsi. að tapa leiknum á þenn- an hátt,“ sagði Sigurður Sveinsson og var ekki búinn: „Það var bölvaður „grís“ og ekkert annað hvernig Hell- gren varði þarna undir lok- in.“ „Við vorum hræddir við þennan leik“ — sagði Claes Ribendahl „VIÐ VORÚM hra-ddir við þennan leik og alls ekki örugg- ir um að sigra, enda kom I Ijós að þetta var okkur mjög erfiður leikur. Þetta var dæmigerður spennu- og baráttuleikur, þar sem taugarnar spila inn i frammistöðu leikmanna. Það var svo mikið i húfi,“ sagði stórskyttan sænska Claes Rib- endahl og hélt áfram: „Þetta var annars mikill hörkuleikur og mér fannst ís- lendingarnir leika mjög vel, sér- staklega Þorbergur Aðalsteins- son.“ Þjálfari sænska landsliðsins varð á vegi blaðamanns Mbl. og sagði hann: „Það var einkum frammistaða þriggja leikmanna minna sem fieytti okkur að þessu sinni. Það voru þeir Hellgren í markinu, sem var stórkostlegur, og þeir Basti Rasmussen og Sjögren. Við ætt- um að eiga möguleika gegn Pólverjum, þ.e.a.s. ef við náum okkur sæmilega á strik. Annars stóð íslenska liðið sig frábærlega vel í kvöld og reikna ég ekki með að mæta erfiðari mótherja í þessari keppni. Reyndar eru ís- lendingar alltaf erfiðir við að eiga.“ Sá leikur veröur aö vinnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.