Alþýðublaðið - 06.09.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 06.09.1920, Page 1
Gefið át af Alþýðuflokkimm. 1920 Mánudaginn 6 september. 203. tölubl. Sjötta Norðurlandaríkið. Kyrjálar (Karelen) er orðið sjálfstætt verklýðslýðveldi (sovjet). Kyrjálar (Karelen) eru nú kall- aðir eiau nafni landshlutar er liggja austan við Finnland, en vestan Hvítahafsins og vatnanna mikiu Ladoga og Ónega, eða í stuttu máli sá hluti finska skagans, sem ekki er Finnland. Töluvert hefir verið herjað í Kyrjálum síðustu árin, sátu ame- rískar og enskar liðssveitir í lacd- inu, og studdu hersveitir norður- xússnesku afturhaldsstjórnarinnar, sem herjaði þessa leið á bolsivíka, og sóttu í áttina tii Pétursborgar. Voru hersveitir þessar um eitt skeið komnar suður undir Ladoga, áður en bolsivíkar ráku þær til baka og loks stöktu útlendu her- sveitunum úr landi, en rússnesku hersveitirnar snerust með bolsivík- um. En utu vesturhluta landsins fóru um tíma hersveitir finsku auð- valdsstjórnarinnar, er hugðust að leggja landið undir Fmnland, en bolsivíkahersveitirnar stöktu einnig þeim úr Iandi. Landslýsing. Á vesturtakmörkum Kyrjála er Finniand, en nyrst liggja saman iandamæri Kyrjála og Noregs á liðl. 100 rasta löngu svæði. Norð- urtakmörkin eru Norður-íshafið, en að austan takmarkast landið af Hvítahafinu og Ónegavatninu^ og Jiggja landamæria þar á milli úr instu vík Hvítahafsins I aorðaust- ^rhorn Ónegavatns. Suðurtakmörk iandsins er hið vatnsmikla fljót Svir, sem rennur úr Ónega í La- áógavatn. Landið er því tiltölulega mjótt °g langt, eða viðlíka langt frá **orðri til suðurs eins og frá Langa- Resi til Skotlands. Mikill hluti ^ndsins eru hálsar og fjöll ekki og er mjög mikið þar af 3fóðnvötuum eins og í Finnlandi. Kornrækt, það er talist getur, er aðeins f syðsta hluta landsins, og ekki meirá en það að bændur rækta tæplega handa sjálfum sér, og kaupa landsmenn korn frá Rússlandi. Miklir skógar eru í »Kyrj" álum, nema nyrðst. Loftslagi er þannig farið þar, að það er kalt mjög á vetrin, mikið kaldara en á íslandi (yfir 10 gráður að meðaltali), en á sumrin er aftur töluvert heitara í suðurhluta lands ins en hér hjá okkur, en í norð urhlutanum er sumarið svipað norðlenzka sumrinu okkar. Fólkið og atvinnnvegirnir. íbúarnir í Kyrjálum eru um það bil 250 þúsundir eða tæplega þrisv- ar sinnum fleiri en íslendingar, en landið er líka alt um það bil þrisvar stærra en ísland, svo þétt- býli er álíka mikið þar og hér. Stærsta borgin í Kyrjálum er Petrosavodsk við Ónega-vatn að vestanverðu, og er hún á stærð við Reykjavík, en það var Pétur mikli sem í öndverðu bygði hana eins og Pétursborg, og heita þær báðar eftir honum, en hafa vaxið svona ójafnt. (t Pétursborg eru nú samkvæmt manntali á þessu vori liðl. i.ioo.ooo.) Af öðrum borg- um í Kyrjálum má nefna Olonez, Kem (við Hvítahaf) og Murmansk norður við Ishaf, en borgir þessar eru á stærð við Hafnarfjörð, ísa- fjörð og Akureyri. Helmingur af landsmönnum eru rússneskir, en hinn helmtngurinn eru Kyrjálar, er tala mál sem er náskylt finsku. Atvinnuvegir landsmanna eru mjög líkir atvinnuvegum íslend- inga. Þeir lifa á landbúnaði, sem er smábænda-hokur sem hér, og á fiskiveiðum: drepa síld og þorsk eins og við, en einnig lax og fleiri aðrar fisktegundir, sem einnig eru hér við land. Soyjet-stjórn stoínsett. í vor voru haldnir fundir víðs- vegar um landið, til þess að ræða framtíðarstjórn þess, og jafnframt, þar sem landið er svona fáment, ræða um hvar það ætti að Ieita bandalags. Samtals voru haldnir 65 fundir, og var á 7 þeirra samþykt að leita bandalags við Noreg, en á hinum sambands við Rússa, en bandalags né sameiningar við Finnland var hvergi óskað. Síðar samþyktu full- trúar víðsvegar að úr landinu á- varp til verklýðsstjórnarinnar rúss- nesku, um að fá hjálp til þess að koma á skipulegri ráðstjóm (sov- jet stjórn), þar eð þeir vildu gera landið að verkalýðsveldi, eins og Rússland er. Fóru sfðan allmargir finskir kommúnistaforingjar (bolsi- víkaforingjar), er dvalið höfðu í Pétursborg, norður í Kyrjála, til þess að hjálpa landsmönnum til þess að koma röð og reglu á i landinu. Eítirtektarvert er það, að þeir höfðu ekki með sér hergögn, heldur prentsmiðju og pappírs- birgðir. Sá sem kjörinn hefir verið æðsti stjórnandi Kyrjála er dr. phil. Edvard Gylling; hann er Finni (og að því er Alþbl. bczt veit Sænsk- Finni). Var hann áður en finska byltingin varð dósent í hagfræði við háskólann í Helsingfors, og þingmaður af hálfu jafnaðarmanna. Af öðrum í stjórn Kyrjála má nefna Jaakko Máki, hann er pját- ursmiður upprunalega, en var fyrir byltinguna talinn einn af beztu ræðumönnum Finna. Þriðja má nefna Mikael Andrjeff af rússnesk- um bóndaættum. Það sem fyrst liggur fyrir stjórn Kyrjála, er að útvega landinu kornmat, en síðan að nota auðsuppsprettur landsins sem bezt, til almenningsheilla. Landið er auðugt að fossaafli, en það tekur tíma að gera það not- hæft; sömuleiðis er landið sagt auðugt af ýmsum málmum. Þau náttúruauðæfi sem auðveldast er að koma í verð eru skógarnir, en

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.