Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 3 Lóöaúthlutun dregst enn í Reykjavík: Nú er beðið eftir af- greiðslu borgarráðs HenKt upp í Eyjum. <Lj4sm Si(furKeir). Tíu sinnum meira hráefni í herzlu árið 1980 en 1978 UMTALSVERÐ aukninK varð í saltfisk- ojf skreiðarverkun á siðasta ári og markaðsverð fyrir þessar afurðir var hansta'tt. eink- um þó á skreiðinni. Árið 1978 fóru 7,fi00 lestir í skreið. árið 1979 fjórfaldaðist framleiðslan. en þá fóru rösklega 30 þúsund lestir í herzlu og árið 1980 jókst framieiðslan enn þá, en þá fóru tæplega 80 þúsund lestir í skreið- arverkun. Þá varð einnig mikil aukning í útflutningi ísaðs fisks á síðasta ári, þó svo að mjög misjafnt verð hafi fengizt fyrir aflann. Frysting minnkaði nokkuð á síðasta ári ef miðað er við árið 1979, en það ár jókst framleiðsla frystra afurða verulega. í eftirfarandi töflu Fiskifélags Islands sést skipting botnfiskafla í verkunargreinar þrjú síðastliðin ár. Tölur ársins 1980 eru bráðabirgðatölur. 1980 1979 1978 Fryst 365,0 372.1 319.2 SaltaA 151,6 125.6 115.3 Hert 79.1 30.1 7.6 ísart 52.5 11.9 27,9 AnnaA 7.1 12.7 7.8 AIIr 655.3 577,8 477.8 ENN ER ekki ljóst hvenær byggingarlóðir í Reykjavík verða auglýstar lausar til umsóknar. að því er Hjör- leifur Kvaran hjá borgar- verkfræðingi sagði í samtali við Morgunblaðið. Alls verð- ur úthlutað rösklega 500 íhúðum í horginni á þessu ári, ýmist raðhúsum. einbýl- ishúsum, hlokkarihúðum eða parhúsum. Af þessum rúmlega 500 fara þó aðeins milli 300 og 400 á „frjálsan markað“ þar sem búið er að gefa vilyrði fyrir allmiklum fjölda. Hjörleifur Kvaran sagði að málið hefði verið á dagskrá borgarráðs í síðustu viku, en þá verið frestað, og sagðist hann ekki vita hvort það yrði afgreitt nú í vikunni. Astæður tafanna sagði hann vera þær, að nú væri verið að ganga frá skilmálum 5,95% hækkun á meistaraálagi og útseldri vinnu VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum á mánudag, að heimila 5,95% hækkun á útseldri vinnu iðnaðar- manna og skyldra stétta og auk þess sömu hækkun á álagningu meistara, en þessi heimild öðlast ekki gildi fyrr en ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir hana. gatnadeildar, þar sem ná- kvæmlega væri til tekið hvað borgin ætti að sjá um í frágangi og hvað húsbyggjendur sjálfir. Sagði Hjörleifur fyrri reglur ekki hafa verið nægilega skýrar, og því ætti nú að vanda mun meira til útboðanna en áður, sem meðal annars ættu að koma í veg fyrir að lóðahafar fengju NÝTT hlutafélag var stofnað í gær, til að annast útgáfu Helg- arpóstsins, Vitaðsgjafi hf. Björn Vignir Sigurpálsson, annar rit- stjóri hlaðsins sagði í samtali við Morgunblaðið i ga>r, að hlutafé yrði samtals 35 milljónir gamalla króna. en hluthafar og stjórn eru allir starfsmenn Helgarpóstsins. Ein undantekning er þó þar á. þar sem Alþýðuflokkurinn á um 15% í hinu nýja hlutafélagi. en það leggur flokkurinn fram í formi aðstöðu. viðskiptavildar og nafns hlaðsins. Blaðið verður áfram prentað í Blaðaprenti og því verður dreift tii áskrifenda Alþýðublaðsins á föstudögum. Björn Vignir sagði, að einnig yrði nú unnið að því að koma upp séráskriftarkerfi fyrir Helgar- óvænta bakreikninga eftir að þeir hefðu hafið framkvæmdir. Upphaflega var ætlunin að auglýsa lóðirnar í janúar, •síðan í febrúar en nú er sem sagt ekki ljóst hvenær það verður. Hjör- leifur sagði þó, að hann teldi að ekkert væri því til fyrirstöðu að auglýsa lóðirnar þegar í sömu viku og borgarráð afgreiddi málið frá sér. póstinn, þannig að fólk gæti keypt blaðið án þess að kaupa Alþýðu- blaðið jafnframt Framkvæmda- stjóri Helgarpóstsins verður fyrst um sinn Bjarni P. Magnússon, en starfslið verður að öðru leyti óbreytt, og þeir Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson verða áfram ritstjórar. Stjórnar- formaður er Jóhannes Guðmunds- son fyrrum framkvæmdastjóri. Björn Vignir sagði í gær, að almenn bjartsýni ríkti innan hins nýja félags og á ritstjórn Helgar- póstsins, þó menn gerðu sér held- ur engar gyllivonir. „En okkur finnst þessi tilraun að minnsta kosti vera ófhaksins verð“ sagði Björn, „og fyrir okkur er að rætast draumur allra blaðamanna, það er að eiga, reka og skrifa sitt eigið blað.“ Nýtt útgáfufélag Helgarpóstsins Ef þú kaupírbfl sem er peninganna vinli þá er hann ekki chr volvo 244 kostarl24.900 -líttu svo á cnduisöluveiOið / VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.