Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 25 Ingibjörg Johnson í Selkirk Frú Ingibjörg Johnson í Selkirk varð níræð þann 7. febrúar síð- astliðinn. Við það tækifæri var efnt til samsætis henni til heiðurs í húsakynnum Rotary-klúbbs bæj- arins. Sjötíu og fimm manns sátu samkvæmið. Meðal þeirra voru börn Ingibjargar, barnabörn og barnabarnabörn. Frú Ingibjörg skartaði sínu feg- ursta þennan dag, þar á meðal forláta sjali sem ættingjar á íslandi höfðu gefið henni. Arnaðaróskir bárust frá ætt- ingjum og vinum nær og fjær og ekki létu fyrirmenn afmælið framhjá sér fara, en frú Ingi- björgu bárust skeyti frá fylkis- stjóra Manitóba og forsætisráð- herra fylkisins. Kveðjur bárust og frá ættingjum á íslandi. Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd í Flankastaðakoti, Mið- neshreppi í Guilbringusýslu. Mað- ur hennar var Þorvaldur Jónsson - Níræð (Johnson). Árið 1924 fluttust þau hjónin til Kanada og settust að í Selkirk, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þorvaldur andaðist árið 1964. Börn þeirra eru Björg, Nína, Jóna og Leó. Þau eru öll gift. Barnabörnin eru 26 að tölu og barnabarnabörnin 18. Frú Ingibjörgu bárust fjölmarg- ar gjafir á afmælisdaginn. Þar á meðal voru garðyrkjuáhöld, en hún er enn við bestu heilsu og hyggst nota áhöldin mikið við garðyrkju og blómarækt þegar sumarsól fer að skína og frost er horfið úr jörðu. Ingibjörg hyggur sjálf að lang- lífi sitt og heilsu eigi hún fyrst og fremst því að þakka að hún hefur ávallt verið og er enn sístarfandi. Enn annast hún sjálf öll innan- hússtörf í íbúð sinni, þar sem umgengni er til fyrirmyndar. Hún gerir sjálf öll innkaup, prjónar og heklar og fylgist vel með atburð- um liðandi stundar. Afkomend- urnir eru hennar hamingja og gleði, og böndin við ættmenn, vini og nágranna eru hin traustustu. Skopskyggni hennar og eldsnögg skemmtileg tilsvör hafa brugðið viðfelldum blæ yfir vegferð henn- ar sjálfrar, og hefur samferðafólk hennar notið þessara eiginda í ríkum mæli. Níræð á hún skilið óskipta virðingu allra sem henni hafa kynnst. Gerald Magnússon Vitni vantar að nokkrum ákcyrslum Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavik hefur beðiö Morgunblað- ið að lýsa eftir vitnum að eftirtöldum tjónum á bilum: Föstudaginn 13.03. sl. frá kl. 09.00—10.00 var ekið á bifreiðina R-62723, sem er grænn Fiat 128, við Bolholt 6. Föstudaginn 13.03. sl. frá kl. 17.00—22.00 var ekið á bifreiðina R-63570, sem er brúnn Citroén, við Brautarholt 2—4. Mánudaginn 16.03. sl. um kl. 01.00 var ekið á bifreiðina R-2645, sem er grár Subaru, við Kríuhóla 2. Mánudaginn 16.03. sl. frá kl. 15.00—15.45 var ekið á bifreiðina R-68800, sem er rauður Galant, við Grensásveg 7. Þriðjudaginn 17.03. sl. um kl. 09.30 var ekið á bifreiðina Y-8788, sem er gul Lada, við Suðurlandsbraut 20. Þriðjudaginn 17.03. sl. frá kl. 17.50 var ekið á bifreiðina R-65566, sem er rauður Volvi, við Hátún 8. Miðvikudaginn 18.03. sl. frá kl. 14.45— 15.10 var ekið á bifreiðina Y-1803, sem er brún Mazda, í Hall- armúla við Pennann. Þriðjudaginn 18.03. sl. frá kl. 18.45— 19.15 var ekið á bifreiðina R-1934, sem er grænn Mercury Comet, við Borgarspítalann. Sálfræðingar mót- mæla breytingum á Hvítabandinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Sálfræðingafélags íslands: Stjórn SI lýsir áhyggjum sínum vegna ótryggrar framtíðar dag- og göngudeildarstarfsemi þeirrar sem nú er rekin á Hvítabandinu við SKólavörðustíg. Áætlanir eru um að nota húsnæði deildarinnar und- ir hjúkrun aldraðra, án þess að tryggt geti talist að Dag- og göngudeildin eigi í annað jafn hentugt hús að venda. Stjórnin vill benda á að Hvíta- bandið hentar afar vel til þjónustu af því tagi sem þar er nú. Dag- og göngudeildarstarfsemi er tiltölu- lega nýr þáttur í geðheilbrigðis- þjónustunni hér á landi, en með- ferðarsnið þetta ryður sér nú mjög til rúms víða um lönd og reynist vel. Dagdeildarstarfið byggist m.a. á því að hægt sé að skipa þátttak- endum niður í stóra og smáa vinnuhópa, að unnt sé að bjóða upp á einstaklings-, hjóna- og fjöl- skylduviðtöl, ýmis konar starfs- og líkamsþjálfun, mötuneytisaðstöðu, pláss til hvíldar og tómstunda og samveru þann tíma dagsins sem fólk dvelur á deildinni. Húsrými og herbergjaskipan á Hvítabandinu leyfir vel slíka fjölbreytni í starfi. Þá er það og kostur að húsnæðið er miðsvæðis í borginni og ekki um of tengt spítalakerfinu. Mjög umfangsmiklar og dýrar breytingar verður hins .vegar að gera á húsinu ef þar á að verða sómasamleg hjúkrunardeild, þótt til bráðabirgða sé. Þrátt fyrir það yrði deildin þó ávallt óhentug og að sögn kunnugra afar óhagkvæm rekstrareining. Þótt stjórn SI fagni áformum stjórnvalda um að bæta nokkuð úr bráðum vanda aldraðra, þá harm- ar hún ef úrbæturnar bitna á þjónustu við fólk með geðræn vandkvæði eins og nú virðist á horfa. Telur stjórnin ýmsa aðra kosti vænlegri og eðlilegri til skamm- tíma úrbóta, og vel unnt að nýta fjármunina betur öldruðum í hag. Nægir þar að benda á 3. hæð Heilsuverndarstöðvarinnar, þar sem borgarlæknir og heilbrigðis- fulltrúar sitja nú í húsnæði sem byggt er og hannað sem hjúkrun- arrými. Að lokum vill stjórn SÍ minna á að bráðabirgðaúrbætur af þessu tagi, þar sem tjaldað er til einnar nætur, bera mjög keim af þeim úrræðum sem hingað til hefur verið gripið til í hjúkrunarmálum aldraðra borgara og reynslan sýn- ir, að ekki leysa nema lítinn hluta hins gífurlega vanda sem við er að etja. Þær geta hins vegar hæglega tafið fyrir þeim stórframkvæmd- um sem þörf er á. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ HELGAFELL 598125037 — VI I.O.O.F. 9 = 16203258'/! = XX Heimatrúboöið Óöinsgötu 6 A Vakningasamkoma ( kvöld kl. 20.30 og næstu kvöld. Allir velkomnlr. □ Glitnlr 59812537 — Frl. I.O.O.F. 7 = 16203258% = Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. ÞóramerkurferA um næstu helgi Fararstj. Jón I. Bjarnason. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606. Á Farfuglar þTKl ÉÉ. Skemmtikvöld veröur föstudaginn 27. marz kl. 20.30 á Farfuglaheimilinu, Lauf- Gullfoss í klakaböndum sunnu- dagsmorgun kl. 10. Útlvist Kvennadeild Rauöa kross íslands Konur athugiö Okkur vantar sjálfboöaliöa til starfa fyrir deildina. Uppl. í símum 34703, 37951 og 14909. sanngjörnu veröi Uppl. í síma 73108 eftir kl. 19.00. 2ja—3ja herbergja ibúö óskast til leigu á Veröbréf fyrirgreiösluskrifstofan. Vestur- götu 17, sími 16223. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík Stórbingó veröur haldiö í Sigtúni fimmtudaginn 26. marz nk. kl. 20.30. Húsiö opnaö kl. 19.30. Spilaöar veröa 15 umferöir. Vinningar: 3. glæsilegar sólarlandaferöir frá Útsýn. Hljómtækjaskápur. Rafmagnstæki. Vðruúttekt. Matarkörfur og fleira og fleira. Allir vinningar stórglæsilegir. Fjölmenniö. Allir velkomnir. Enginn aögangseyrlr. Fiáröflunarnefndln. Kjördæmissamtök ungra Sjálfstæöismanna í Reykjaneskjördæmi Gunnar Kristján Dóra Aigeir Hverjar eru horfur um sættir í Sjálfstæðisflokknum? Hvert stefnir boóa tll fundar f Sjálfstæólshúsinu, Hamra- borg 1, Kópavogí, mióvikudaginn 25. marz, kl. 21. Gestur fundarins veróur Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra. Allt s|álfst*ö- isfólk velkomiö. Stlórnln. í efnahagsmálum? Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra, ftytur ræóu á almennum fundl aó Seljabraut 54, flmmtudaginn 26. mars 1981 kl. 20.30. Fundarstjóri Krlstján Guðbjartsson Fundarritarar Dóra Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eirfksson. Fundurlnn er ðllum opinn. Ökeypis Pepsl Coia-veitlngar á fundlnum. Félag Sjálfstæóismanna í Feila- og Hólahverfl f Breióhoftl. Aðalfundur kjördæma- samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi veröur haldinn í Sjálfstæóishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, miövikudaginn 21. marz kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin: Félag sjálfstæðismanna í Langholti Fundur miövikudaginn 25. marz kl. 20.30 aö Langholtsvegi 125. Fundarefni: Atvinnumálin og framtíðin Gestir fundarins Friörik Sófusson, alþingis- maöur og Davíö Scheving Thorsteinsson, form. félags ísl. iönrekenda. Stjórnin Davíö Friörik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.