Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981 29 Stefán IngóHsson, deildarverkfræðingur FMR: Kannað verði hvernig einfalda megi matskerfin Undanfarin ár höfum við sem erum í forsvari fyrir Fasteigna- mati ríkisins reynt að vekja at- hygli á þeim margverknaði sem tíðkast við skráningu fasteigna og matsstörf hér á landi. Þetta er eðlilegur þáttur í okkar starfi því í þeim lögum sem FMR starfar eftir, er ætlast til þess að reynt sé að eyða margverknaði. Sennilega unnu á annað þúsund manns að meira eða minna leyti við skráningarmál sem tengjast fasteignum áður en FMR tók til starfa sem sjálfstæð stofnun 1976. Langsamlega stærstu tölvu- skrár hérlendis sem innihalda upplýsingar um fasteignir og eig- endur þeirra eru í umsjón Fasteignamatsins. I þessum skrám felast geysi- miklar tölfræðilegar upplýsingar sem eru síðan notaðar í matskerfi FMR. Þar er tölvuvinnslu beitt til hins ýtrasta. Fjölmargir efnis- þættir hverrar fasteignar eru skráðir á tölvuskrá og með því að nota hina ítarlegu sundurliðun byggingarþátta úr vísitöluhúsi Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins eru þær metnar frá grunni ár hvert en ekki hækkaðar með margföldunarstuðli. Meðal þeirra upplýsinga sem þannig eru metnar er endurbygg- ingarverð hverrar húseignar, svonefnt endurstofnverð. Auk þess er að sjálfsögðu reiknað út fasteignamat, lóðamat o.s.frv. Endurstofnverðið er algjörlega hliðstætt brunabótamati. Það er reiknað út árlega eins og áður segir. Ekkert er þó því til fyrir- stöðu að reikna það út ársfjórð- ungslega eða jafnvel oftar. Af þessum sökum höfum við síðustu misseri ítrekað bent á að greiður vegur er fyrir FMR að annast ýmis önnur opinber möt, s.s. brunabótamat án þess að breyta þurfi að marki starfsháttum stofnunarinnar, enda standa þess- ar tölur ónotaðar i tölvuskrám okkar. Stjórnarmaður Bruna- bótafélagsins gagn- rýnir FMR á Alþingi Nú nýverið hefur svo borið við að aðilum sem eiga hagsmuna að gæta vegna núverandi fyrirkomu- lags brunabótamats hefur fundist ástæða til að hefja gagnrýni á FMR. Einn stjórnarmanna í Brunabótafélagi íslands hefur gengið fram fyrir skjöldu og gert Stefán Ingólfsson þá hörðustu atlögu að FMR sem stofnunin hefur orðið fyrir. Hér er átt við þingsálykt- unartillögu Magnúsar Magnússon- ar, fyrrverandi ráðherra (nr. 480) um að leggja Fasteignamat ríkis- ins niður, en fá þeim tryggingar- félögum sem annast bruna- bótamat á landinu matið í hendur. Þar er Brunabótafélagið lang- stærsti hagsmunaaðili. Dæmi um reynslu FMR af notkun brunabótamats Fyrir tæpum 15 árum, þegar svonefnt Aðalmat fasteigna var unnið, var kannað hvort nota mætti brunabótamat við úr- vinnslu þess. Þá stóðst brunabóta- matið ekki þær kröfur sem gerðar voru. Þegar núgildandi lög um skráningu og mat fasteigna voru undirbúin var notkun þess enn athuguð með sömu niðurstöðu og fyrr. Fyrir nálægt 5 árum var gerður samanburður á brunabóta- mati, fasteignamati og gangverði rúmlega 100 fasteigna í Reykjavík. Þá kom í ljós að mjög slæm samsvörun var á milli brunabóta- mats eldri húsa og gangverðs, en fasteignamatið var talsvert ná- kvæmara. Árin 1971—1973 voru húseignir í Reykjavík teknar til fasteigna- mats jafnóðum og þær komu í brunabótamat. Því fyrirkomulagi var hætt 1973 því það reyndist mjög illa. Fyrir tveimur árum var endur- stofnverð fasteignamats og bruna- bótamat borið saman við bygg- ingarkostnað nokkurra stórra húsa í Reykjavík. Þá reyndist brunabótamatið enga kosti hafa umfram endurstofnverðið en marga ókosti. Af þessum dæmum sést að notkun brunabótamats við fast- eignamat hefur verið reynd og h’MR þekkir vankanta þess fyrir- komulags sem felst í þingsálykt- unartillögunni. Fyrirkomulag brunabótamats Það fyrirkomulag, sem bundið er af núverandi lögum um bruna- bótamat, felst í því að allir eigendur húsa i einu sveitarfélagi brunatryggi eignirnar hjá sama tryggingarfélagi. Það sér einnig um að halda skrá um brunamat í því sveitarfélagi. Sem langstærsta aðila í brunatryggingum er Brunabótafélaginu því tryggð geysisterk aðstaða meðan núver- andi fyrirkomulag á brunabóta- mati helst. Þetta fyrirkomulag er að sjálf- sögðu ekki vinsælt meðal flestra hinna tryggingafélaganna eins og nýleg sjónvarpsauglýsing ber með sér. Ef hlutlaus aðili annast aftur á móti brunabótamatið er þessi for- senda brostin og öll félögin geta keppt um markaðinn. Án þess að ég haldi því fram að það vaki fyrir Magnúsi Magnús- syni að vernda þessa aðstöðu félags síns, fer það ekkert á milli mála, að hans staða í þessu máli er engan veginn hrein og að mun heppilegra hefði verið að annar maður flytti hliðstæða tillögu sem ekki væri sett fram af slíku offorsi í garð Fasteignamatsins. Hagræðing er nauðsyn Nú kann einhver að skilja skrif mín þannig að ég sé því andvígur að hreinsað sé til í kerfinu og tvíverknaði eytt. Það er ekki svo og von okkar hjá FMR er einmitt að þessi þingsályktunartillaga fái þær undirtektir hjá landsfeðrun- um að kannað verði án fordóma hvernig einfalda megi matskerfin. Síðan verði Iög sem breyta þarf endurskoðuð í þeim tilgangi að spara kostnað. Hvort það verða lög um tekjustofna sveitarfélaga, lög um brunabótamat og bruna- tryggingar eða lög um fasteigna- mat og fasteignaskráningu á út- tektin að leiða í ljós. Fyrir sitt leyti er Fasteignamat ríkisins reiðubúið að taka að sér framkvæmd brunabótamats fyrir vissa árlega upphæð, jafnvel sam- kvæmt tilboði. Ef brunabótamatið er á sama hátt tilbúið til að gera tilboð í störf fasteignamatsins á að vera auðvelt fyrir ríkisvaldið að velja hagkvæmasta kostinn. Rangfærslur í greinargerö Að síðustu verð ég að segja að það kom mér mjög á óvart þegar ég las greinargerð með þings- ályktunartiliögunni að finna þar rangar fullyrðingar. Þar er sagt að Þjóðhagsstofnun hafi allar upplýsingar sem varða landbúnað. Þetta er alls ekki rétt og ég get ekki látið mér detta í hug að nokkur af samstarfsmönnum þeirrar stofnunar vilji láta hafa það eftir sér. Einnig er gefið í skyn að þar sem FMR og tryggingafélögin vinni upplýsingar sínar í „tölvu, sé auðvelt að flytja allar upplýsingar FMR yfir á skrár þeirra. Þetta er rangt. Til þess að flytja megi upplýsingar vélrænt á milli tölvu- skráa, þurfa þær að uppfylla viss skilyrði, sem þessar skrár gera ekki. Ég vil einnig benda á að þó að gefið sé í skyn að spara megi 500 milljónir með því að leggja FMR niður eða 400 milljónir með því að leggja brunabótamatskerfið niður, verður það aldrei raunin. Þótt brunabótamatið leysti FMR af hólmi án þess að bæta við starfskrafti, þyrfti það samt að taka á sig mikinn kostnað. Á sama hátt þyrfti FMR, ef það tæki við brunabótamatinu, að gera ein- hverjar breytingar á tölvukerfinu og bæta við einhverjum starfs- krafti. Það er því rétt að slá varlega um sig með háum tölum um sparnað fyrr en úttekt hefur verið gerð á verkefnunum. Handmenntaskóli íslands: Nýr bréfaskóli sem veitir kennslu í teiknun og málun NÝLEGA var stofnaður í Reykjavík bréfaskóli sem veitir kennslu i teiknun og málun. Nefnist skólinn Handmennta- skóli íslands og eru stofnendur hans Einar Þorsteinn Ásgeirs- son hönnuður, Friðrik G. Frift- riksson félagsfra'Óingur og Ilaukur llalldórsson teiknari. Þeir hafa allir hlotið menntun í myndlistargreinum og hafa einnig verið við kennslustörf. Náminu í Handmenntaskólan- um verður að meginhluta skipt í þrjár annir er dreifast á eitt til tvö ár. Á fyrstu önn verða eftirtalin verkefni: Uppstilling, ljós og skuggi, línuteikning, skissun, hluta- og umhverfis- teikning. Á annarri önn: Plötu- teikning, höfuðteikning, stafa- gerð, skiltagerð og myndupp- bygging. Þriðja önn: Litameð- ferð, litafræði, isómetría, fjar- víddarteikning og anatómía. Önnur sérnámskeið, þar sem einstakir kennsluþættir verða teknir til sérstakrar meðferðar, verða einnig þættir í kennslu skólans. Til að auðvelda þeim nemend- um, sem ekki eiga heimangengt að ná sér í myndlistarvörur, mun skólinn útvega alla þá teiknivöru sem til námsins þarf ef þeir óska þess. Árlega, í september, verður haldin opin- ber sýning á beztu verkum nem- enda Handmenntaskólans og munu viðurkenndir myndlista- menn velja verk til þessarar sýningar. Þeir sem áhuga hafa á starf- semi Handmenntaskóians geta fengið sent, sér að kostnaðar- lausu, kynningarrit skólans með því að hringja milli kl. 14 og 17 eða senda fyrirspurnir í pósthólf Handmenntaskólans 10340 130 Reykjavík. HREWT ótrúvéot VEJ® ^rVvpi^ftoKKS __ M „ tækitarið ota*.eignaSI Ef Þ6 en ' Bræóraborgarstíg 1 -Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.