Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 17

Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 17 Maðurinn og máttarvöldin. Það er ekki heiglum hent að hætta sér i gegn um brimið á Djúpsundinu eins og meðfyÍKjandi myndir ólafs Rúnars Þorvarðarsonar bera með sér. Á þeim sést vel hvernig brotsjórinn hrifur Albert Ólafsson KE 39 með sér, leggur bátinn á hliðina og hvernig hann nær siðan að rétta sig af. „Það bjargaði okkur að lunningin brotnaði44 - sagði Óskar Ingibergsson, skipstjóri á Albert Ólafssyni „ÞETTA hefði getað farið verr, við vorum á Djúpsundinu á leið inn til Grindavikur þegar brotsjórinn kom á okkur og það skipti engum togum, hann tók bátinn með sér, svo við réðum ekki við neitt og iagði hann á hliðina. Manni brá auðvitað verulega, en svo náði báturinn að rétta sig af smátt og smátt svo okkur var borgið,“ sagði Óskar Ingibergsson, skipstjóri á Albert ólafssyni KE 39 frá Keflavik, er Morgunblaðið ræddi við hann, en bátur hans fékk á sig brotsjó skammt undan Grindavik á mánudaginn. „Það hefur sennilega bjargað miklu að sjórinn braut nokkrar uppistöður í lunningunni svo sjórinn komst fyrr út en ella. Áhöfnin var aldrei í neinni verulegri hættu og enginn okkar meiddist, sem betur fer. Talsverður sjór komst í stýrishúsið og skemmdi þar lóraninn, radar, talstöð og dýptarmæli, en engar skemmdir urðu á vélarrúmi. Ég býst við, að bráðabirgðaviðgerð verði lokið í dag, svo við getum hafið róðra að nýju. Ég hef nú verið skipstjóri í 35 ár svo maður kippir sér ekki upp við svona óhöpp og við munum halda vertíðinni ótrauðir áfram," sagði Óskar að lokum. Ameriskur professor: Telur kjúklinga frá Straumi hafa drepist af fluoreitrun í fyrirlestri um fluormengun, sem Lennard Krook, prófessor við Corness-háskóla i Bandarikj- unum, hélt i gær i boði Líffræði- deildar Háskólans, kom fram, að hann telur hættumörk af völdum fluors langtum lægri en almennt er talið og sett er sem mörk. Skýrði hann frá og sýndi myndir úr rannsóknum sínum á beinum nautgripa í nánd við álverksmiðju á landamærum Kanada og Banda- ríkjanna, sem sýndu mjög miklar skemmdir á tönnum og beinum nautgripanna. Og jafnframt hafði hann fengið tvo kjúklinga senda úr búinu á Straumi skammt frá íslenzku álverksmiðjunni, þegar kjúklingadauði var í búinu fyrir nokkrum árum. Sýndi hann með slides-myndum skemmdir. af völd- um fluors í beinunum á þessum 12 vikna gömlu kjúklingum og til samanburðar bein jafngamalla heilbrigðra kjúklinga frá heima- landi hans. Sagði hann að erfitt væri að greina lömun í dýrum, sem lifðu svo stutt, eins og í nautpeningnum eftir vissan tíma en ekki væri vafi á að kjúklingarn- ir hefðu dáið af fluoreitrun. Dán- armeinið væri þá vegna öndunar- erfiðleika. Á eftir svaraði prófessorinn spurningum. Vakti dr. Sturla Friðriksson athygli á því að hér á landi hefði mælst miklu meira magn fluors eftir eldgos en próf- essorinn teldi óhætt, án þess að áhrif hefði haft á dýr og eins að kjúklingar lifa hér eingöngu á innfluttu fæði. Prófessornum var kunnugt um það að fæðið til kjúklinganna hefði á árunum 1975—76 verið frá Danmörku og með fluormagni undir mörkum, og að fæðan væri því ekki sökudólg- urinn eins og hjá nautpeningnum, en j.að væri ekki sitt að segja hvernig fluorið hefði komist í beinin. Talsvert heit orðaskipti urðu milli hans og vísindamanna frá álverksmiðjunni. Kvaðst próf- essorinn ekki hafa ætlað að fara út í það, en svo ákaft spurður sagði hann að ef í lofti í álverk- smiðjunni væri 2,5 F/m rúmm. og menn ynnu 10 tíma á dag, þá mundu þeir verða fyrir lömun- arskaða á 10—15 árum og fullyrti að fluormagnið hefði farið yfir það. Er fréttamaður Mbl. spurði hann á eftir hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á fólki á athugunarsvæði hans í Ameríku, þar sem búa Indíánar, en verk- smiðjan er þar búin að vera í gangi síðan 1955, sagði hann að nú væri verið að gera þær, en engar niðurstöður komnar. En hér væru gerðar mælingar á þvagi manna, sem hefðu meira fluorinnihald að lokinni vinnu en í upphafi. Ál- verksmiðjumenn létu sjálfir gera þær. Þeir aftur á móti sýndu fréttamanni mælingasúlur sínar, þar sem svo mikið magn virtist aðeins einu sinni hafa mælst. Kjúklingamálið frá búinu í Straumi er nú fyrir rétti hér, en eigendur héldu því fram að þeir hefðu drepist vegna fluormengun- ar. Og hefur próf. Lennard Krook stanzaði á íslandi á leið sinni til Evrópu til að bera þar vitni. Þeir sem draga það í efa og viðstaddir voru fyrirlesturinn sögðu á móti að jafn mikið magn hefði mælst í kjúklingum annars staðar á land- inu og enginn skýring fengin á því. Áhugi var sýnilega mikill á málinu meðal vísindamanna, þótt áheyrendahópurinn væri ekki mjög stór. Þar voru læknar, tann- læknar og efnafræðingar, auk stúdenta og áhugafólks. Gísli Blöndal hagsýslustjóri að nýju UNDANFARIN tvö og hálft ár hefur dr. Gisli Blöndal verið varafulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á meðan hefur Brynjólfur Sig- urðsson, dósent gegnt starfi hans sem hagsýslustjóri ríkisins. Frá 1. apríl tekur Gísli Blöndal aftur við starfi sínu sem hagsýslustjóri ríkisins, en Brynjólfur Sigurðsson hverfur að fyrri störfum við við- skiptadeild Háskóla Islands. (Fréttatilkynning) Klúbbur 25 ef nir til hátiðar á Hótel Sögu NÚ ER ár iiðið frá stofnun hins nýja ferða- og skemmtiferða- klúbbs unga fólksins, sem stofnaður var að tilhlutan Út- sýnar í fyrra og nefnist Klúbb- ur 25. Á siðastliðnu sumri ferðaðist margt ungt fólk á vegum klúbbsins bæði i sjálfstæðum ferðum og í hópferðum Útsýnar á sérstökum afsláttarkjörum. Efnt var til nokkurra skemmt- ana, m.a. á Þingvöllum og nutu þær mikilla vinsælda. Á síðasta ári voru skráðir um 500 klúbbfé- lagar. Árgjaldið er nú kr. 100.- en gegn greiðslu þess fá félagar skírteini, sem veitir margs konar hlunnindi, auk sérstakra kjara á ferðalögum. Markmið klúbbsins er að auð- velda ungu fólki að skoða heim- inn á hagkvæman og áhugaverð- an hátt í góðum félagsskap og með hagstæðustu kjörum og að bæta skemmtanalífið. Á sunnudaginn kemur gefst gott tækifæri til að kynnast markmiðum klúbbsins og starf- semi hans, en þá heldur klúbbur- inn sína fyrstu árshátíð á Hótel Sögu. Boðið verður upp á véizlu- mat fyrir kr. 75.- en skemmtun- in sjálf er alveg ókeypis, og þar er boðið upp á óvenju vandaða skemmtidagskrá. Gestir verða boðnir velkomnir með ókeypis fordrykk og ferða- happdrætti meðan Texas-trióið leikur fjöruga country-tónlist. Veizlan sjálf hefst kl. 19.30, og auk aðalréttarins verða ostar frá Osta- og smjörsölunni í eftirrétt. Meðan á veizlunni stendur verð- ur skemmtileg tónlist og fjörug- ar hárgreiðslu- og tízkusýningar, sem Papilla og Módelsamtökin annast. Dans sýna bæði rokk- parið Aðalsteinn og Herborg og sýningarflokkur frá skóla Heið- ars Ástvaldssonar. Danstónlist- in verður fjölbreytt, því auk hljómsveitar hússins leikur hin vinsæla rokkhljómsveit Start, Helga Möller syngur og Þorgeir Ástvaldsson velur nýjustu diskó- og rokklögin. Húsið verður sér- staklega skreytt í tilefni hátíðar- innar og skemmtunin filmuð i video. Aðalpunt kvöldsins verða þó fegurðardísirnar 25, sem Út- sýn kynnir í ljósmyndafyrir- sætukeppni sinni, og fá þær allar ferðaverðlaun. Einnig verða val- in herra og dama kvöldsins. Inn á milli dansins verður fléttað fjörugri spurningakeppni og ferðabingó. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti. Forsala aðgöngumiða er hjá Útsýn á miðvikudag og fimmtu- dag, en borðapantanir á Hótel Sögu á fimmtudag. Ýmsar ferðir eru í undirbún- ingi hjá Klúbb 25 í sumar m.a. til Frakklands og Korsíku, en það er fyrsta hópferð Islendinga þangað, einnig ferðir til Spánar, Mallorka og Ítalíu, auk ferðar til New York, Hollywood og Las Vegas. Klúbbur 25 útvegar einn- ig skólavist í málaskólum er- lendis, t.d. í Englandi, Þýzka- landi, ítaliu og Spáni og ódýr- ustu fargjöld, sem í gildi eru. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.