Morgunblaðið - 02.04.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
31
Menningarvaka
í Hafnarfirði
MENNINGARVIKA verður
haldin í Ilafnarfirði dagana
4.—11. apríl nk.
Vaka þessi er haldin að
tilstuðlan bæjarstjórnar Ilafn-
arfjarðar en undirbúnings-
nefndina skipa þeir Sigurður
Ilallur Stefánsson, formaður,
Berent Sveinbjörnsson og
Árni Ibsen. Þetta er í fyrsta
skipti sem slík vaka er haldin
en Einar I. Halldórsson bæjar-
stjóri sagði að gert væri ráð
fyrir að menningarvaka yrði
árviss viðburður i Hafnarfirði
ef vel tækist til í þetta skiptið.
dóttir, Ingveldur Hjaltested og
Sigurður Björnsson syngja við
undirleik Ólafs Vignis Alberts-
sonar, Jónínu Gísladóttur og
Agnesar Löve.
Sunnudaginn 5. apríl kl. 17
verður fimleikasýning í
íþróttahúsinu við Strandgötu
og á mánudag kl. 21 sýnir
leikfélag Flensborgarskóla
„Jakob eða agaspursmálið" í
Bæjarbíói.
Þriðjudaginn 7. apríl verða
kammertónleikar í Hafnar-
fjarðarkirkju og miðvikudag-
inn 8. apríl verður leiksýning
Undirbúningsnefnd menningarvökunnar ásamt bæjarstjóra Ilafnarfjarðar Einari I. Halldórssyni. Talið
frá vinstri: Sigurður Hallur Stefánsson, Árni Ibsen, Einar I. Halldórsson og Berent Sveinbjörnsson.
Ljósm. Lmilía.
Alls koma um 200 manns
fram á menningarvökunni,
langflestir þeirra eru Hafnfirð-
ingar.
„Tilgangurinn með vökunni
er m.a. sá að vekja athygli á
því hve margir góðir listamenn
búa hér,“ sagði Árni Ibsen á
blaðamannafundinum. Á
menningarvökunni verða
kraftar þeirra sameinaðir."
Menningarvakan hefst laug-
ardaginn 4. apríl kl. 14 með því
að opnuð verður málverkasýn-
ing að Reykjavíkurvegi 66. Þar
verða sýnd verk eftir Eirík
Árna Sigtryggsson sem nú er
búsettur í Svíþjóð.
Þann sama dag kl. 16 verður
opnuð sýning á verkum eftir
Gunnlaug Stefán Gíslason í
húsi Bjarna riddara. Kl. 17
verða einsöngstónleikar í
Bæjarbíói. Inga María Eyjólfs-
Eitt þeirra
verka Eiríks
Árna Sig-
tryggssonar
sem verða á
sýningunni að
Reykjavíkur-
vegi 66. Verkið
heitir Bom.
Flensborgarskóla endurtekin í
Bæjarbíói.
Fimmtudaginn 9. apríl kl.
20.30 hefst dagskrá um skáldið
Örn Arnarson á Hrafnistu og
kl. 19 og 21 verður kvikmyndin
„Punktur punktur komma
strik" sýnd í Bæjarbíói. Er það
frumsýning utan Reykjavíkur.
Á föstudaginn kl. 21 verður
dansleikur í Flensborgarskóla.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik-
ur fyrir dansi. Síðasta dag
menningarvikunnar, laugar-
daginn 11. apríl, verður kvik-
myndin „Þú hýri Hafnarfjörð-
ur“ sýnd í Bæjarbíói kl. 14 og
kl. 17 verða tónleikar í Hafnar-
fjarðarkirkju. Guðni Þ. Guð-
mundsson leikur orgelverk eft-
ir Hallgrím Helgason og E.
Stark og sónötu fyrir flautu og
orgel eftir A. Corelli ásamt
Gunnari Gunnarssyni flautu-
leikara. Þá syngur Kór Öldu-
túnsskóla undir stjórn Egils
Friðleifssonar. Kórinn frum-
flytur þar m.a. verk eftir Jón
Ásgeirsson. Eru það 4 lög við
ljóð eftir Guðnýju Þórðardótt-
ur sem mun hafa látist ung
stúlka.
Dagskrá menningarvökunn-
ar verður dreift í öll hús í
Hafnarfirði auk þess sem hún
verður nánar auglýst á spjöld-
um sem hengd verða upp víðs
vegar um bæinn. Á blaðamann-
afundinum kom það fram að
þótt búist væri við því að
Hafnfirðingar kæmu aðallega
til með að sækja dag-
skráratriði menningarvökunn-
ar væru þangað velkomnir allir
af „stór-Hafnarfjarðarsvæð-
inu“, eins og þeir orðuðu það.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Osta-og smjörsalan stendur fyrir sér-
stakri kynningu í samvinnu við Hótel
Loftleiðir dagana 2.-5. apríl.
Kynnt verður fjölbreytt úrval af
nýjum og vinsælum ostum, kjöt og fisk-
réttum með ostaívafi.
í hádegi:
Ostahlaðborð í Blómasal
Ostakynning í Veitingabúð
Við kvöldverð:
Kjöt og fiskréttir með ostaívafi
Ostaréttir
Ostakynning i Veitingabúð
Allar tegundir af íslenskum osti m.a.
26% Gouda, Króksostur, Kotasæla,
Rjómaostur með kryddi o.m.fl.
Einstakt tækifæri fyrir þá, sem
kunna að meta góðan ost!
Jéi l
I