Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 4
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRIL 1981 mrÁ ínsœldarlistar BRETLAND Stórar plötur 1 1 KINGS OFTHE WILD FRONTIER ..................... Adam & The Ants 2 - NEVER TOO LATE ..............Status Quo 3 - FACE DANCERS .......................Who 4 2 FACEVALUE ...................Phil Collins 5 3 JAZZ SINGER ................Neil Diamond 6 - SKY 3 ..............................Sky 7 6 VERY BEST OF RITA COOLIDGE . Rita Coolidge 8 4 VIENNA ........................Ultravox 9 - HOTTER THAN JULY ..........Stevie Wonder 10 7 DOUBLE FANTASY .... John Lennon/ Yoko Ono Litlar plötur 1 2 THIS OLD HOUSE...........Shakin’ Stevens 2 3 KIDS IN AMERICA ..............Kim Wilde 3 1 JEALOUS GUY .................Roxy Music 4 8 FOUR FROM TOYAH ..................Toyah 5 4 KINGS OF THE WILD FRONTIER ........................ Adam & The Ants 6 - LATELY .....................Stevie Wonder 7 5 DO THE HUCKLEBUCK ..........Coast to Coast 8 6 REWARD ..................Teardrop Explodes 9 9 YOU BETTER YOU BET ..................Who 10 - CAPSTICK COMES HOME/ SHEFFIELD GRINDER ........Tony Capstick/ The C.M.F.Colliery Band BANDARÍKIN Stórar plötur 1 2 PARADISE THEATER 2 1 Hl INFIDELITY .. 3 3 MOVING PICTURES . . 4 6 ARC OF A DIVER . . . . 5 4 DOUBLEFANTASY . . . 6 5 THE JAZZ SINGER . . . 7 7 ZENYATTA MONDATTA 8 8 CRIMES OF PASSION 9 9 CAPTURED ....... 10 - ANOTHER TICKET . . . .................Styx ..... REO Speedwagon ............... Rush ..... Steve Windwood John Lennon/ Yoko Ono .........Neil Diamond ...............Police ..........Pat Benatar ............. Journey Eric Clapton & His Band Litlar plötur 1 1 RAPTURE .........................Blondie 2 2 WOMAN .......................John Lennon 3 3 THE BEST OF TIMES ..................Styx 4 9 KISS ON MY LIST .... Daryl Hall & John Oates 5 5 CRYING .......................Don McLean 6 6 HELLO AGAIN ............... Neil Diamond 7 8 JUST THE TWO OF US . . Grover Washington jr. 8 4 KEEP ON LOVING YOU .... REO Speedwagon 9 - WHILE YOU SEE A CHANCE . . Steve Winwood 10 10 WHAT KIND OF FOOL ..............Barbra Streisand & Barry Gibb ÞÝZKALAND Stórar plötur 1 3 VISAGE .....................Visage 2 9 FLASH GORDON ...............Queen 3 6 DOUBLE FANTASY ...................John Lennon/ Yoko Ono 4 1 HITPARADE DER SCHLUEMPFE ..........................Die Schluempfe 5 2 SUPER TROUPER ....................Abba 6 4 REVANCHE ..................Peter Maffay 7 5 SOME BROKEN HEARTS NEVER MEND ...........................Don Williams 8 10 FACEVALUE ..................Phil Collins 9 7 HEY TONIGHT ..............Creedence Clearwater Revival 10 - LIEBESTRAUME ............Leonard Cohen SG hljómplötur: Lög úr fjórum söngleikjum og af gömlum litlum plötum á f jórum fyrstu plötum ársins SG-hljómplötur hafa gefið út sínar tvær fyrstu plötur á árinu. Eru þær báðar breiðskífur, og er fyrri platan (?efin út i tilefni 60 ára afmæiis Jóns Múla Árnason- ar á afmæiisdegi hans, 31. apríl. Platan heitir einfaldiega „Lög Jóns Múla Árnasonar“ og eru öll úr þrem söngleikjum sem flestir kannast við: Deleríum Bubonis, Allra meina bót og Járnhausnum. Ymsir flytjendur eru á þessum ágætu lögum Jóns Múla eins og Ragnar Bjarnason, Ómar Ragn- arsson, Helena Eyjólfsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Ellý Vil- hjálms svo nokkrir séu nefndir. Meðal laga eru svo „Við heimt- um aukavinnu" (Ómar), en ómar virðist hafa fengið nóg af henni síðustu árin, „Ágústkvöld" (Steindór) „Sjómenn islenskir er- um við“ (Ómar og Ragnar) o.fl. Grettir Önnur plata SG á árinu er „Grettir”, lögin úr söngleiknum. Kemur þessi plata nú þegar sýn- ingar eru að hætta, sem ella hefðu getað gengið lengur eftir þessa plötu, en sumir leikaranna voru búnir að ráða sig í önnur verk. öll lögin átján eru eftir Egil Ólafsson (tvö með hjálp ólafs Hauks), en textarnir eru ýmist eftir Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn, fyrir utan „Upp- vakningarþuluna" sem er úr Galdraskræðu Skugga! Lögin leiða þráð leiksins og syngja margir lögin. Meðal þeirra eru Egill sjálfur, Kjartan Ragn- arsson, Jón Sigurbjörnsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Harald G. Har- alds, Eggert Þorleifsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Andri Clausen og Aðalsteinn Bergdal. Undirleik önnuðust Egill Ólafsson (hljómborð), Tómas Tómasson (bassagítar), Þórður Árnason (gítar) og Ásgeir Óskarsson (trommur), eða öðru nafni Þursaflokkurinn. Lög aí liðnum litlum plötum í komandi viku koma síðan út aðrar tvær plötur frá SG. Eru það safnplötur með lögum af litlum plötum sem löngu eru orðnar ófáanlegar bæði hjá útgefanda og búðum. Fyrri plata ber heitið „Ómar Ragnarsson syngur fyrir börnin", en á þeirri plötu má finna fræg lög eins og „Sumar og sól“, „Hláturinn lengir lífið“ og „Jói útherji". Hin platan heitir „Heyr mína bæn“ og er með lögum sem Ellý Vilhjálms söng inn á litlar plötur og hafa eins verið ófáanlegar lengi. Meðal laga eru titillag plötunnar, „í grænum mó“ og „Sumarauki". Aætlaður útgáfu- dagur á þessum plötum er 10. april. Upplyfting í upptöku Hljómsveitin Upplyfting gerði það gott með fyrstu plötu sinni á síðasta ári. Rétt fyrir páska fara þeir inn í stúdíó Hljóðrita að taka upp breiðskífu ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni, og mun þessi plata að öllum líkindum verða næsta plata frá SG á eftir ofantöldum plðtum. hia Hljómplötuútgáfan: Plötur fra Palma Gunnarssyni og Viðari Alfreðssyni fyrstar Illjómplötuútgáfan er komin af stað í útgáfu sinni þetta árið. Fyrsta útgáfa þeirra var lítil plata með tveim af þrem vinningsiögunum úr Söngva- keppni sjónvarpsins, „Af litl- um neista“ sem vann og er eftir þá Guðmund Ingólfsson og Magnús Ilaraldsson, og „Á áfangastað“ sem er eftir Vigni og Albert Bergmann. Bæði lög- in eru sungin af Pálma Gunn- arssyni eins og i Söngva- keppninni en undirleikarar eru aðrir. Auk Pálma sem syngur og leikur á bassagítarinn leika Tryggvi Húbner á gítar, Magnús Kjartansson og Eyþór Gunn- arsson á hljómborð, Ásgeir Óskarsson á trommur og bak- raddirnar sungu þær Erna Gunnarsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Eva Albertsdótt- ir. Viðar Alfreðsson Viðar Alfreðsson, trompet- og hornablásari, hefur í vetur verið að taka upp plötu ásamt sínum spilafélögum bæði úr Jazzi og Klassík. Hefur Hljómplötuút- gáfan nú tekið að sér dreifingu á plötu þessari sem heitir „Viðar Alfreðsson spilar og spilar (plays and plays)“. Á þessari breiðskífu eru 9 lög, þar af átta þekkt erlend lög en eitt laganna er eftir Viðar sjálf- an. Viðar hefur um árabil leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og er þar fyrsti hornaleikari. En í frístundum hefur Viðar mikið leikið jazz með kunningjum sín- um auk þess að hafa gert marga góða hluti á alls kyns hljómplöt- um. í fimm laganna leikur svoköll- uð Little Jazzband, en með Viðari í þeim hópi eru Guð- mundur Ingólfsson (píanó), Árni Scheving (bassi) og Guðmundur Steingrímsson (trommur), með- al þeirra laga eru „Misty" og lag Viðars, „Vala“. í hinum fjórum laganna hefur Viðar sér til liðs Árna Elfar (pno), Alfreð Alfreðsson (trm), John Stupcano (bs), Jón Sigur- björnsson (flt) auk þriggja fiðlu- leikara, tveggja lágfiðluleikara og tveggja cellóleikara. Útsetningar önnuðust Viðar og Bob Leaper, en upptöku og hljóðblöndun sá Jónas R. Jóns- son um. Pálmi með stóra í bígerð Pálmi Gunnarsson vinnur um þessar mundir að annarri breiðskífu sinni fyrir Hljóm- plötuútgáfuna. Verða tólf lög á plötunni, öll eftir innlenda laga- smiði, og er hún væntanleg í búðir í maí. hia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.