Morgunblaðið - 05.04.1981, Page 5

Morgunblaðið - 05.04.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 61 Útgáfan sjaldan fyrr á ferðinni í plötubransanum hér heima íslensk hljómplötuútgáfa vaknar óvenju snemma þetta árið, borið saman við fyrri ár. Nú þegar eru þrjár stórar plötur komnar á markaðinn og ein lítil. „Risarnir“ í plötuútgáfunni, Steinar, Fálkinn og SG eru allir að undirbúa vorútgáfur og eru nokkrar plötur væntanlegar innan tíðar. Einnig eru nokkrir nýir aðilar i útgáfuhugleiðingum og verður sagt frá þeim fljótlega. Steinar hf. verða með meiri útgáfu en nokkru sinni fyrr ef marka má startið. o Siátf Laddi Lítil plata er þegar komin frá Ladda, sem nú starfar einn eins og flestir vita. Á þessari plötu eru lögin „Stórpönkarinn" og „Skammastu þín svo“, en hið síðarnefnda hefur undanfarið ver- ið vinsælt í Bretlandi og Ástralíu með Joe Dolce undir heitinu „Shaddup You Pace“. Um þessar mundir er líka að koma út fyrsta platan frá hljóm- sveitinni Start, sem er lítil tveggja laga plata með lögunum „Seinna meir“ sem er eftir Jóhann Helgason og „Stína fína“ sem er eftir Jón Ólafsson við texta Eiríks Harðarsonar, en þeir eru báðir meðlimir í Start. Pétur Kristj- ánsson syngur fyrra lagið en Eiríkur sinn texta. Auk þeirra þriggja eru í Start, Davíð Karls- son, Nikulás Róbertsson og Sigur- geir Sigmundsson. Utangarðsmenn 6 laga 12 tommu plata er nýtt fyrirbæri í íslenskri útgáfu, en þannig verður næsta plata frá Utangarðsmönnum. Verður þetta líklega siðasta plata frá þeim um nokkurt skeið því þeir eru bráðum á förum til Norðurlanda í hljómleikaferð sem tekur alla vega 2—3 mánuði. En þessi „litla/stóra" plata er áætluð í útgáfu skömmu eftir páska. Jack Magnet í apríl kemur líka út önnur sérstæð plata með náunga sem kallar sig Jack Magnet. Hér er í rauninni Jakob Magnússon sjálf- ur, en hann hefur tekið sér stjörnunafn (!) til notkunar i útlandinu. Á samnefndri plötu hefur Jakob líka nokkuð breytt um stíl frá fyrri plötu fyrir Warner Brothers, „Special Treat- ment“, þar sem flest lögin á plötunni eru sungin. Jakob hefur unnið að „Jack Magnet" undanfar- in tvö ár og hefur hann sér til aðstoðar, eins og fyrri daginn, alla dýrustu stúdíókappana í Holly- wood, eins og Tom Scott, Jeff Porcoro (Toto) og Stanley Clarke. Laddi, Sumargleðin og Bubbi Morthens Auk þessara platna sem er búið að taka upp, eru nokkrar á vinnslustiginu. Laddi er að taka upp stóra plötu ásamt Gunnari Þórðarsyni, en flest lögin eru eftir Ladda sjálfan. þessi plata er væntanleg í maí. Sumargleðin svokallaða hefur gengið vel undanfarin sumur og nú ráðgert að festa Sumargleðina á plötu. Verður svipuð blanda á plötunni og á skemmtunum þeirra, þó bingóinu verði nú kannski sleppt. Auk hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar koma fram: Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarna- son, Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson. Gunnar Þórðarson mun stjórna upptöku „Sumargleð- innar" líka. Bubbi Morthens, söngvari Utangarðsmanna, er líka á leið- inni inn í stúdíó að taka upp nokkur blús- og reggaelög upp á eigin spýtur og með hjálp ann- arra. Tómas Tómasson, „bassa- þurs“, verður upptökustjóri hjá Bubba, en þessi sólóplata hans kemur út upp úr miðjum maímán- uði. Ýmsar fleiri útgáfur eru í bígerð á árinu, og Steinar hf. eru líka önnum kafnir við að koma útgáfumálum erlendis í fulian gang. En um erlendu útgáfumálin fjöllum við nánar í næsta þætti. Meðfylgjandi myndir eru af „Jack Magnet" í Hljóðrita ásamt Jóhanni G. og Gary Cook, og af Utangarðsmönnum í Gamla Bíói. sLagBW atjonR Fimmtugur: Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og organisti í Akraneskirkju, er fimmtugur í dag. Því munu fæstir trúa. Hann hefur nefnilega ungs manns útlit og ungs manns fas, þótt hálfa öld hann hafi nú að baki sér. Haukur réðist til organista- starfa við Akraneskirkju árið 1960 að afloknu námi í Þýskalandi undir handleiðslu frægra orgel- meistara. Hann gerðist brátt mjög virkur í tónlistarlífi Akurnesinga og átti mikinn þátt í að efla það á ýmsar lundir. Hann var um langt árabil skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akranesi og stjórnandi karlakórsins Svanar, auk þess sem hann efldi og bætti kirkjusönginn svo mjög, að brátt var kirkjukór Akraneskirkju kominn í fremstu röð meðal kirkjukóra landsins. Haukur Guðlaugsson er mikill listamaður, um það verður ekki deilt. En hitt er ekki síður mikils virði, að hann er einstakur maður, svo að hans líkar eru vandfundnir. Hann sameinar á fágætan hátt ljúfmennsku, einlægan góðhug í annarra garð og stefnufestu og einarða stjórn í þeim málum, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur. Það er bæði gott og lærdómsríkt að starfa með Hauki og undir handleiðslu hans. Eftir að hann varð söngmálastjóri, árið 1974, hefur hann lyft mörgum grettis- tökum á sviði kirkjutónlistarinn- ar. Ber þar fyrst og fremst að nefna námskeið þau, sem hann hefir staðið fyrir í Skálholti á hverju sumri fyrir organista og kirkjukóra. Ber öllum þeim, sem þar hafa verið þátttakendur, sam- an um, að þar hafi þeir lifað þær stundir lærdóms og uppbyggingar, sem þeir hefðu síst viljað án vera. Þá hefir Tónskóli Þjóðkirkjunnar starfað undir stjórn Hauks af miklum þrótti og glæsibrag. Það er annars ekki ætlun mín að tíunda hér hin mörgu afrek Hauks á vettvangi tónlistarinnar. Aðeins vildi ég þakka honum góð kynni, dýrmæta vináttu, ógleymanlegt og ómetanlegt samstarf við helgihald í Akraneskirkju. Þar hefir hann verið hinn örláti veitandi af ótæmandi nægtum listar sinnar. Eg flyt honum mínar persónu- legu þakkir og þakkir Ákranes- safnaðar fyrir störfin hans öll í þágu safnaðarins og fyrir þá margþættu blessun, sem frá hon- um hefir borist bæði á gleði- og sorgarstundum. Innilegar heillaóskir á merkum tímamótum, þér, kæri vinur, konu þinni, Grímhildi Bragadóttur og, börnunum öllum til handa. Mættum við fá að njóta sem lengst þinnar góðu vináttu og göfugu listar. Þess skal að lokum getið, að Haukur verður að heiman í dag. Björn Jónsson Málfríður Stefáns- dóttir — 75 ára Elskuleg vinkona mín, Málfríð- ur Stefánsdóttir, er 75 ára. Á þessum tímamótum í lífi hennar langar mig að minnast hennar örfáum orðum. Málfríður fæddist í Æðey við ísafjarðardjúp 6. apríl 1906, dóttir Stefáns Péturssonar og Kristjönu Kristjánsdóttur. Ung að árum fór Málfríður að vinna fyrir sér í fiskvinnu og við fieiri störf. 17. október 1924 gekk Málfríður að eiga Axel Schiöth Gíslason, góðan og glaðan mann, og var ástríkt með þeim hjónum alla tíð. Sjö börn eignuðust þau og lifa fimm þeirra. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin 24 talsins. Ég kynntist Málfríði er ég fór að vinna hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, finnst mér það ómetanlegt lán að kynnast slíkri konu og eiga sem vin. Því hvar sem Málfríður fer og hvar sem hún er, ríkir góður andi og mikil gleði, jákvæðni og allt það besta sem við getum hugsað okkur. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en öllu tekst henni að snúa til betri vegar með hugarfari sínu og bjartsýni, guðs- trú og léttri lund. Fannst mér stórkostlegt þann stutta tíma sem ég umgekkst þau Axel hversu innilegt var á milli þeirra eftir 50 ára sambúð og hefði hver okkar sem ungur er, mátt mikið af því læra. Hjá Félagsmálastofnun Hafn- arfjarðar veitti Málfríður forstöðu heimilishjálp bæjarins í 10 ár. í því starfi kynntist Málfríður mörgum erfiðum og dapurlegum heimilisaðstæðum og er áreiðan- legt að víða hefur hún rétt fram hjálparhönd. Málfríður hefur alla tíð verið ákaflega félagslynd kona og virk í félgsmálum, má þar nefna Mæðra- styrksnefnd, Verkakvennafélagið, Soroptimista og fleiri félög í Hafnarfirði. \ Margir Hafnfirðingar munu samgleðjast Málfríði, þessari „ungu“ 75 ára konu, í dag. Málfríður mín, hjartans ham- ingjuóskir. Helga Mattína Málfríður tekur á móti gestum í Iðnaðarmannahúsinu, Hafnar- firði, í dag, 5. apríl, kl. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.