Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 6
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 THE OBSERVER Gúlag sálar- innar í Sovét Gaddavir og byssustingir eiga að hefta hið frjáisa orð. Nýlega birtist í sænska blað- inu Dagens Nyheter forystu- grein, sem ber yfirskriftina Gúl- ag sálarinnar í Sovét, en þar er fjallað um mannréttindabrot í Sovétríkjunum, Helsinki-sátt- málann og Madrid-ráðstefnuna. Blaðið segir: Opið bréf frá rússneska rithöfundinum Vladi- mir Vojonovits, sem birtist í Dagens Nyheter hinn 1. desem- ber, er til vitnis um það, að nú orðið svífast sovézk yfirvöld einskis til að kveða niður alla gagnrýni og beita jafnvel glæpa- aðferðum á borð við þær sem tíðkuðust í Chicago á þriðja áratugnum. Frá lokum öryggismálaráð- stefnunnar í Helsinki og þar til ráðstefnan hófst í Madrid hefur fjögur hundruð sinnum verið efnt til pólitískra réttarhalda. Ólympíuárið hófst með því að Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov var einangraður og sendur í útlegð til borgarinnar Gorkí, en þar með missti mann- réttindahreyfingin helzta mál- svara sinn. A undanförnum þremur mán- uðum má heita, að hinar upp- runalegu mannréttindahreyf- ingar hafi verið leystar upp. Tatjana Velikanova, einn for- svarsmanna ritsins Samtíðar- annáll, hefur verið dæmd í níu ára fangelsi og innanlandsút- legð. Dregið hefur úr hinum áreiðanlegu upplýsingum frá neðanjarðarhreyfingunni, enda þótt það sé sem betur fer liðin tíð að hægt sé að halda landa- mærum Sovétríkjanna algjör- lega lokuðum. í hverjum mánuði eru merkir rithöfundar úr landi reknir og þeir sem síðast komu til Vesturlanda eru Vasilij Aksj- onov og Lev Kopelev. „Játningar" tveggja guðfræð- inga leiddu til þess, að trúfélög- um var settur stóllinn fyrir dyrnar, en auk þess var Gleb Jakunin dæmdur til tíu ára Gúlag-vistar, þar sem hann neit- aði að játa á sig nokkurt brot. Hver einasti meðlimur samtaka sem unnu gegn misbeitingu geð- lækninga hefur verið sviptur frelsi af pólitískum ástæðum. Stofnandi samtakanna, Tjeslav Bakhmin, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir „and-sovéskan áróður". Kvenréttindasamtök í Leningrad hafa verið leyst upp. Vladimir Klebanov, upphafs- maður fyrsta óháða verkalýðsfé- lagsins, er horfinn inn í Gúlag geðveikrahælanna. Samstarfs- menn hans eru ýmist í fangelsi eða á Vesturlöndum. Þaggað hefur verið niður í hópunum, sem tóku sér fyrir hendur að vekja athygli á brotum á Hel- sinki-sáttmálanum, annaðhvort með handtökum eða útlegðar- dómum, eða með því að hóta fjölskyldum félaganna öllu illu. Helzti hópurinn, sá sem starf- ræktur var í Moskvu, hefur misst þrjá leiðtoga sína í fang- elsi, þau Tatjönu Ossipovu, Malva Landa og Viktor Nekip- elov (12 ár í Gúlaginu). Sovétstjórnin telur augljós- lega, að 1980, ár Reagans og Madrid-ráðstefnunnar, væri sem kjörið til að losna við andófs- menn, og væri óþarfi að taka minnsta tillit til almennings- álitsins á Vesturlöndum, eins og þó hefur borið við að gert væri undanfarin ár. Eftir sem áður er eina líflína þessa ofsótta fólks sú athygli, sem málstaður þess vekur er- lendis. Það var þessi athygli að utan, sem varð til þess, að nýlega var Vladimir Vojonovits gefið leyfi til að fara úr landi, en hann fór ekki fram á heimild til þess fyrr en hann var farinn að verða fyrir barðinu á KGB. Sjálfstæð hugsun er ekki liðin í Sovétríkjunum. Andófsmanna- hreyfingin hefur skýrt og skor- inort fordæmt innrásina í Afg- anistan og sá málflutningur hef- ur greinilega hlotið hljómgrunn með þjóðinni. Ef hugmyndir hreyfingarinnar um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífinu væru þar að auki látnar berast til almennings, mætti líta á það sem hálfgildings viðurkenningu Kreml-stjórnarinnar á því, að sú þróun, sem nú á sér stað í Póllandi, væri einnig möguleg í Sovétríkjunum. í upphafi virtist svo sem Madrid-ráðstefnan yrði nokkurs konar dómstóll, þar sem Sovét- stjórnin yrði látin svara til saka vegna fjölmargra brota á Hels- inki-sáttmálanum. Sovézk yfir- völd brugðust fyrirfram við slík- um árásum með því að efna til fjölda pólitískra réttarhalda til þess að sýna, svo ekki yrði um villzt, að þau tækju ekkert mark á skoðunum manna utan Sovét- ríkjanna. Mannréttindi í Sovétríkjunum eru sögð innanríkismál á sama hátt og því er haldið fram, að innrásin í Afganistan sé nokkuð, sem komi hvorki vestrænum ríkjum né þriðja heiminum við. Og „innanríkismál" eru sem kunnugt er, nokkuð, sem ákvarð- anir evrópskra öryggisfunda hafa alls engin áhrif á. Þegar dómari í Moskvu kvað upp úr með að Tjeslav Bakhmin væri dæmdur til þriggja ára fangabúðavistar fyrir að hafa upplýst, hvað ætti sér stað í geðveikra-fangelsum, skýrði Tass frá því, að þeir sem við- staddir voru, hefðu brugðizt við með því að hrópa upp yfir sig, að dómurinn væri alltof vægur. Á sama tíma og Brésneff telur það óhjákvæmilegt, með tilliti til atburðanna í Póllandi, að aga landa sína til hins ýtrasta, er Sovétstjórnin að vega og meta þær undirtektir sem þessar ruddalegu ráðstafanir fá erlend- is. Hversu oft skyldi það heyrast hér eftir að of langt sé gengið? Hvað skyldi vera langt þangað til Vesturlandabúar þreytast á því að mótmæla, og gleyma því yfirleitt að Andrei Sakharov sé í útlegð? Hér er verið að reyna kraft- ana. Sovézk yfirvöld telja sér stafa meiri hættu af kröfúnni um mannréttindi en bandarísk- um vígvélum. Væru þessi rétt- indi virt og lagabókstafnum fylgt, mundi stjórnin missa yfir- ráð sín. Skeytingarleysi og vanmáttur á Vesturlöndum gagnvart þess- um látlausu ofsóknum kemur Sovétstjórninni til góða. En hver einstaklingur, sem útrekinn er í hungursneyð fangabúða fyrir það að krefjast þess tjáningar- frelsis, sem sjálfsagt er hjá okkur, er fréttaefni, sem má ekki liggja í þagnargildi, jafnvel þótt hann sé aðeins einn af þúsund- um annarra, sem sömu örlög hljóta. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. PARKER (2) HANNIFIN Char-Lynn Oryggislokar Stjórnlokar Vökvatjakkar = HÉÐINN = VÉLAVEHZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA HÚSGAGNASÝNING í dag frá14.00-1700 Húsgagnavcrslun Guðmundár Sniiðjuvt'gi 2, Kópavogi Sími:45100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.