Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 69 listinn með nöfnum þeirra sem til greina komu lengdist stöðugt í stað þess að styttast. Fyrsti sælá- varður gáði hvað klukkan væri, hertoginn sat hreyfingarlaus á hesti sínum og hélt á sjónauka meðan orrustan geisaði allt í kringum hann. Talið beindist að flotaforingj- um, þar sem hershöfðinginn lét svo um mælt að gullöld brezkra hernaðarafreka hefði verið nær eingöngu bundin við flotann. Cunningham aðmíráll fékk sess meðal hinna tíu stóru fyrir að stjórna brezka flotanum á Mið- jarðarhafi í síðari heimsstyrjöld- inni. „Það sem hann afrekaði á Miðjarðarhafi jafngilti afreki Montgomery marskálkur Dowding lávarður Marlboroughs þegar hann sótti til Dónár' — bæði með hliðsjón af hraða og snilli,“ sagði hershöfð- inginn. „Nema hvað Cunningham þurfti aldrei að burðast með banda- menn,“ skaut Michael Glover inn í. Fisher aðmírál var otað fram — hann var maðurinn sem stóð fyrir umbótunum á sjóhernum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. „En Fisher var ekki maður stórra hernaðar- áætlana," sagði Terraine. „Það er ekki einu sinni sönnun til fyrir því að hann hafi haft gott vald á baráttuaðferðum," sagði Glover. „Hann var frábær stjórnandi,“ sagði hershöfðinginn. Nafn Fish- ers hvarf af listanum. Eftir búðinginn varð stutt hlé án þess að nokkur niðurstaða væri í sjónmáli og þá datt yfirflug- marskálknum dálítið hræðilegt í hug. Þurfti að raða nöfnunum tíu eftir hæfni? Angistaróp kváðu við — þeir voru langt frá því að ná samkomulagi um tíu nöfn, hvað þá að raða þeim. Nei, nei, það var nóg að finna nöfnin. Allir róuðust við þetta og orrustan hélt áfram. Haig jarl hlaut sæti á listan- um mótatkvæðalaust. „Hann vann mesta sigur sem við höfum nokkru sinni unnið," sagði Glover og málið var útrætt. „Nú,“ sagði einn af aðstandendum fund- arins glaðklakkalega, „vill einhver strika nafn Montgomerys lávarðar af listanum?" „Ég vildi að ég gæti það, en ég get það ekki,“ sagði hershöfðing- inn. „Hvað er athugavert við Monty?" spurði einhver. „Hvað er ekki athugavert við Monty? Tökum Alamein," sagði Glover og tefldi herliði sínu fram gegn virki sem virtist ósigrandi. „Því má halda fram að orrustan hafi verið unnin jafnvel áður en hann skaut upp kollinum. Hann hafði gífurlega yfirburði í mönnum og hergögnum. Aðaland- stæðingur hans var fjarverandi þangað til málin voru að meira eða minna leyti útkljáð og hann háði eiginlega gamaldags orrustu." Skothríðin hafði lam- andi áhrif, en henni var ekki lokið. „Og svo var það Arnhem," hélt Glover áfram. „Mér er bölvanlega við að tala um þetta að þér viðstöddum, hershöfðingi, því að þú varst þar og veizt...“ („Ég var þar og því veit ég það sennilega ekki,“ skaut hershöfðinginn inn í) „... en hann virðist hafa vitað að deildir úr þýzka skriðdrekaliðinu voru í grenndinni." „Eitt má segja um Monty,“ sagði hershöfðinginn og kinkaði kolli til samþykkis, „og það er að hann var alltaf langfyrstur til að þakka sér mistök annarra." „Ég held að hann verði ekki flokkaður með orrustuforingjum," sagði Terraine. „Hann vann sigra," sagði ein- hver. „Enginn brezkur hershöfðingi í síðari heimsstyrjöldinni vann sig- ur á aðalóvinahernum," sagði Terraine. Yfirflugmarskálkurinn taldi óhugsandi að hafa Montgomery með og ganga fram hjá Alexander. „Ef þið ætlið að hafa Alexander með verðið þið að taka Trench- ard!“ Hin hetjulega barátta fyrir Trenchard hafði enn ekki verið brotin á bak aftur. Fyrsti sælávarður hleypti af stærstu byssum sínum Monty til heiðurs. Hann hélt fram áhrifum innblásturs hans. „Ef við viljum vera heiðarlegir verðum við að viðurkenna að okkur líkar öllum heldur illa við hann af því hann var sirkustrúður, en þeir sem komast í háar foringjastöður komast ekki hjá því að hafa til að bera nokkur, yfirleitt heldur óvinsæl, einkenni." Þegar gengið var til atkvæða féllu atkvæði jöfn. Sagnfræð- ingarnir þrír voru á móti Monty. Hershöfðinginn, aðmírállinn og yfirflugmarskálkurinn greiddu at- kvæði með honum. í ljós kom að afstaða þeirra til málsins var mismunandi. Hershöfðinginn sagði til dæmis, að ef nafn Montys væri ekki á listanum mundi fólk segja að ekkert væri að marka hann. Hann var hæstánægður að snúast á sveif með þjóðsögunni. „Monty er settur í samband við „straumhvörfin" í stríðinu." Umræðurnar um Monty urðu svo heitar að einu sinni fór púrtvínið öfugan hring. Eina sam- komulagið sem náðist um listann var að af hinum tíu nöfnum yrðu fimm að vera nöfn manna úr landhernum, fjögur úr sjóhernum og eitt úr flughernum. „Ef flugherinn fær bara einn fulltrúa, getur aðeins orðið um Trenchard lávarð að ræða.“ Terr- aine sat greinilega við sinn keip. Yfirflugmarskálkurinn hélt uppi rökum fyrir Tedder lávarði, en það var einnig borin von. Dowding vann þessa orrustu líka. Viðureignin um síðustu sætin varð örvæntingarfull. Púrtvínið fór nú hinar furðulegustu króka- leiðir um borðið. Hawke aðmíráll, sem kom í veg fyrir innrás Frakka 1759, og John Jervis, flotaforing- inn sem eyddi flota Spánverja út af St. Vincent-höfða í Napoleon- stríðunum, komust á blað og voru valdir ásamt sjö öðrum sem sam- komulag náðist um. Þeir voru: Wellington, Nelson, Marlborough, Cunningham, Slim, Haig og Dowding. Styrr stóð um tíunda sætið milli Montgomery og Alex- ander. Deilan var útkljáð seinna þegar til var kvaddur sjöundi sérfræð- ingurinn — hernaðarsagnfræðing- ur og fyrrverandi hermaður, Peter Young hershöfðingi. Framlag hans var síðbúið en réð úrslitum eins og framlag Blúchers við Waterloo. Hann greiddi Montgom- ery atkvæði. Að lokum, þegar vindlareykur- inn grúfði yfir vígvellinum, var járnhertoginn skilinn einn eftir á hesti sínum og hann ruddi sér leið gegnum brakið eftir hina hörðu orrustu dagsins — óhreina kaffi- bolla, rjúkandi öskubakka og sam- ankuðlaðar serviettur. „Það er eins gott að stríð eru skelfileg," sagði annar hershöfðingi þegar hann virti fyrir sér verksum- merkin, „annars mundi okkur þykja vænt um þau.“ beir háðu orrustu um löngu gleymdar orrustur; Sir Henry Leach fyrsti sælávarður, David Howarth, Sir John Hackett hershöfðingi, Sir Christopher Foxley-Norris, John Terraine og Michael Glover. Mjög vönduð billjardborð með steinbotni fyrirliggjandi. Breidd 140 cm, lengd 250 cm, hæð 81 cm. Með kúlum, kjuðum, þríhyrning o.fl. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, sími 86644. ÁL-HUS Viö bjóðum AL-HUS á flestar gerðir japanskra og amerískra pallbíla. Húsin veröa til afgreiöslu í apríl. Verðið verður nálægt 5.500.- miöað við gengi í dag (ósamsett). Gísli Jónsson & Co. HF. Sundaborg 41, aími 86644. Traustir tjaldvagnar Sérstaklega sterkur og góöur undirvagn. Stál- grind, þverfjööur, demparar, stór dekk. Vagninn er nærri rykþéttur. Svefnpláss fyrir 7—8 manns. Eldhúskrókur með eldavél og fleiru. Innifalið í veröi: Fortjald, innritjöld, gardínur, gaskútur, þrýstijafnari og yfirbreiðsla. Camptorist er til afgreiöslu strax. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.