Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 18
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 ^Baukne cht Frystir og kœlir í einum skáp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍLYSIM.A SÍMINN KR: 22480 Guðmundur Halldórs- son fyrrv. fisk- matsmaður níræður Það er ekki endilega sjálfsagt, að afmælisdagar sæti neinum sér- stökum tíðindum. Allir sem á annað borð lifa af langa æfi, hafa átt þá marga, einu sinni á hverju ári, einu sinni áfangaskipti á hverju ári ef svo ber undir, annars bara smávegis ljósbrot í litrófinu kringum mann, en sem kemur þó aldrei aftur eins og það var. Sem betur fer hafa margir af því lúmska ánægju að vita sig af þeirri gerð að samtíðin hafi svo sem tekið eftir þeim, og hún hafi orð á því við góð tækifæri eins og afmæli eru, hversu fagurlega knerrinum hafi nú verið siglt um veraldarhafið, eða hversu göng- unni miklu hafi miðað vel í nákvæmlega rétta átt. Eg er ekki viss um að afmælis- barnið, þann 5. apríl, Guðmundur Halldórsson úr ísafjarðardjúpi leggi sérlega mikið upp úr þessu, eða því að sjá nafnið sitt á prenti. Hann er af öðruvísi gerð. Þó er hann hirðusamur um sig og sitt fólk. Hans þrek og hans tryggð mun lengst hafa beinst að því að lifa sinni samtíð að gagni, án þess að hafa orð á, án þess að ætlast til að lífsviðhorf hans væru sérstak- lega sett á svið handa öðrum að skoða. Hnútarnir hafa verið riðnir til þess að þeir héldu, ellegar til að leysa þá upp í slétt færi. Það var fyrir 10 eða 20 árum að eg var á vegi þessa vestfirska manns. Það var þegar hann hleypti heimdraganum og fluttist alfari alla leið til Keflavíkur, gerðarlegur maður, allt að því höfðingi í sjón. Eg þóttist þá strax sjá í honum allverkvanan og vinnufúsan mann, sem kunnað hefði sínu hlutverki vel, glaðan og ánægðan, verkamann, sjómann fiskmatsmann með ábyrgð, en þó fyrst og fremst hýran mann, sem öldurótið á æfihafinu hefði hvorki brákað eða brotið, háan, herða- breiðan, traustlegan, og ekkert sjálfsagðara en að una hlut sínum vel, ekkert eðlilegra en fylgja straumfalli tímans suður á við, kannske nær sólinni. Samt fannst mér að hans vestfirska töfraland hlyti að eiga í honum taug af sterkara taginu, að það kynni að valda honum trega að hafa ekki sólbráð norðurfjallanna í sjón- máli, þó að eg þættist vita um leið, að því myndi hann leyna bæði fyrir sér og sínu fólki. Honum var heldur ekki í kot vísað að eyða nokkrum æfidögum í nágrenni glæsilegra barna hér syðra. Og vinir hans fagna því hve vel þau hafa séð til með honum. Hitt er jafn víst, að það þarf nokkuð sterkan mann, sem þá líka er tryggur í sér í þokkabót, til að slíta sig af svo viðfelldinni rót sem í heimahögunum greri, og það án þess að láta ærast af sólbráð liðinnar æfi undir kvöld. Vegna þess að Guðmundur á nú afmæli, og það merkisafmæli, kemst eg varla hjá að hafa orð á þessu. Eg get hins vegar ekki rakið sögu hans, langa og merka æfi, veit ekki gerla um handbrögð hans allt frá uppvexti, á sjó, við fiskverkun, við almenna vinnu, smíðar, vega- lagningar, eða við að mylja stór- grýti uppi í hlíð, ef ekkert var annað að hafa. Það er bara af afspurn, sem eg gæti gert mér sögu, og svo því að hann hefur ekki leyft sér að verða þreyttur að ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og. minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Finnsk glerlist er falleg gjöf littala listmunir veita þeim ánægju sem eignast þá og njóta. Heimsfrægir listamenn eins og Wirkala, Sarpa- neva, Vennola o.fl. starfa stöðugt að nýjurigum hjá littala. I gler- og gjafavörudeild verslunar okkar við Smiðjustíg gefst ykkur kostur á að velja fyrir ykkurog aðra. Meðal annars ARKIPE- LAGO seríuna eftir Sar- paneva. En hún er algjör nýjung í glerhönnun. KRisunn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870 argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.