Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 75 ráði. Þrekið og tryggðin hafa komið sér vel, og það geta vinir og vandamenn óskað honum til ham- ingju með á afmælisdaginn. Guðmundur Halldórsson fædd- ist að Eyri við ísafjarðardjúp 6. apríl á öldinni sem leið, árið 1891. Foreldrar hans voru Þórdís Guð- mundsdóttir og Halldór Sigurðs- son, búandi hjón, sem eignuðust átta börn. Þriggja ára fór Guðmundur í fóstur til móðurbróður síns, Jó- hannesar Guðmundssonar, og konu hans, Guðfinnu Sigurðar- dóttur á Isafirði. Þau fluttu til Bolungarvíkur 1895, en 1902 að Engidal í Skutulsfirði, og síðan Seljalandi. Framan af æfinni stundaði Guðmundur sjó, bæði á opnum bátum og vélbátum. Árið 1917 giftist hann Guðbjörgu Margréti Friðriksdóttur frá Dvergasteini í Álftafirði, glaðri og fríðri gæða- konu. Þau hjón fluttu svo til ísafjarðar, þar sem Guðmundur átti síðan heima lengst æfinnar, stundaði vinnu m.a. hjá íshúsfé- lagi ísafjarðar sem fiskmatsmað- ur frá 1939, og allt fram um áttrætt. Að öðru leyti tók hann til hendinni hvar sem við þurfti, m.a. við smíðar. Mun hann hafa verið eftirsóttur í vinnu vegna eðlis- lægra verkhygginda að hverju sem hann gekk. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á fyrri árum aldarinnar voru kjör fólks yfirieitt nokkuð kröpp, svo nota varð hverja stund til bjargar, ef ekki átti að bregða til beggja vona um afkomu fjöl- skyldunnar, eða beint að láta hugfallast. Hetjusaga hvers manns snerist fyrst og fremst um þetta, og er nýrri kynslóð hollt að virða þá sögu nokkurs. Þau hjón munu lengst af hafa verið bjarg- álna, fyrir útsjónarsemi beggja. Guðmundur og Guðbjörg eign- uðust 6 börn, misstu tvö ung, en þau sem upp komust eru Friðrik, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kvæntur Sigríði Sig- urðardóttur, Guðmundur L.Þ., tré- smíðameistari, kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur, Salóme, gift Jóni Bárðarsyni, útibússtjóra, Garða- bæ, og Guðrún, gift Guðmundi Ingólfssyni forstjóra, Keflavík. Þau hjón byggðu sér í félagi við 6 börnin sín vandað og fallegt hús við Sólgötu 8 á ísafirði, þar sem þau áttu öll heimkynni framan af. Þetta var aðlaðandi heimili, lífs- glatt, frjálslegt og bjartsýnt fólk fyrir fagnandi framtíð. En þarna kom þó sorgin við einn dag, óvænt. Guðbjörg, eiginkonan og móðirin, féll skyndilega frá, á besta aldri, 49 ára. Það var árið 1945. Þessi missir hvíslaði í fyrstu og erfið- ustu þögninni við hjartarætur eiginmanns og barna: „Hún kemur ekki aftur." Þá var gott að hafa þrekið og tryggðina til að hverfa huganum í sólarátt, og það tókst Guðmundi, enda stóð það honum kannski allra næst. Mér sýnist að efri árin hafi fært hinum níræða manni margt gott, m.a. að hafa alltaf jafngaman af að lifa, að láta ekki lífsþrána daprast, að rifja í næði upp eldri tíð með sér yngra fólki, án bar- lóms eða nrtölii Hann er ánætrður með að hafa lifað langan dag, hafa tekið þátt í göngunni miklu án þess nokkurn tíma að tapa áttun- um. Hann býr einn í fallegri íbúð sem hann á sjálfur. Umhverfis hann er margt mannvænlegt skyldfólk, og fjöldi vina frá fyrri og seinni tíð. Sagt er að vísu að menn séu bara ungir einu sinni, og ýmsir harla stutt í þokkabót. Þetta á ekki allskostar við um Guðmund, þó að það passi yfirleitt fyrir allan fjöldann. Eg held að hann hafi verið ungur alla æfina og sé það enn, mér finnst eg sjá það meðal annars á börnunum hans. Því fagna nú vinir í varpa, og árna honum um leið heilla í framtíð. Valtýr Guðjónsson Guðmundur tekur á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Lyngholti 22 í Keflavík, milli klukkan 3 og 7 á afmælisdaginn. Nágranna ávarp Strjálast stofnar. styrkir viðir falla. Staulumst sumir. þo degi taki halla. Ynitri runnar uppvaxa og kalla: Áfram dremtir, klifum hærri hjalla. Við, sem orðin erum áttræð, hvað þá níræð, höfum umgengist nágranna af hinni margvíslegustu gerð. Því eldri sem við verðum, er okkur hvað hugleiknast að blanda geði við þá, sem hafa frá sem hliðstæðustum, en þó fjölbreytt- um minningum til upprifjunar, að segja. Þegar ég, fyrir tæpum sjö árum, flutti hingað suður, eftir sjötíu og sjö ára dvöl á Norðurlandi, var mér vitanlega margt framandi og næsta nýstárlegt. En við erum öll, yngri sem eldri, „á eyri vaðs ofar fjörs á línu“ og lögum okkur furðu fljótt að hinum margvíslegustu aðstæðum, þó við gleymum ekki sérkennum okkar hvertrðarlatra Verður okkur hvað hugstæðast að ræða 'og rabba við jafningja í aldursstiganum, þó ekki sé að öllu sambærilegur. Fljótlega kom í sjónmál og til viðkynningar gráhærður öldung- ur, búsettur í næsta húsi við mig hér á Hólabrautinni. Síðan, um sjö ára skeið, höfum við notið þess að eiga samræðustundir saman, ég hjá honum og hann hjá mér, eða, sem stundum hendir, á förnum vegi. Margsinnis höfum við verið samferða og notið fyrirgreiðslu Styrktarfélags aldraðra á Suður- nesjum, bæði á samkomum og ferðalögum, sem við höfum vel notið og þökkum af einlægni. Margt hefir vitanlega borið á góma, og hver lagt til málanna eftir smekk og lífsviðhorfi. En aldrei hefir slegið í brýnur. En Guðmundur er Guðmundur og Bjarni er Bjarni og þýðir ekki að ætla að fara að tegla okkur uppá nýtt, þótt sæmilega viðargott muni efnið í okkur hafa verið. Frábiðjum okkur þó ekki það lögmál, að tvisvar geti gamall maður orðið barn, fer vel á því og þarf enginn að minnkast sín við slíkri breytingu með árunum. Nú í .dag þakka ég nágranna mínum, Guðmundi, og nýliða í vinahópnum, innilega fyrir kynnin og margvíslegan fróðleik um menn og málefni þar af Vest- fjarðakjálkanum, hvar hann dvaldi öll sín starfsár, en sem mér voru áður lítt kunn. Að lokum tek ég mér í munn alkunnugt erindi: „Elli. þú ert ekki þunx anda Guði ka'rum. Föifur sál er ávallt unit undir siHurhærum." Bjarni ó. Frimannsson frá Efri-Mýrum. A-Hún.. nú Hólabraut 4, Keflavik. Franska sendiráðið mun sýna mánudaginn 6. apríl 1981 í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 21 kvikmyndina: „George Qui“ frá 1972. Leikstjóri: M. Rosier. Meö: Anne Wiasemski, Roger Planchon, Yves Régnier, Bulle Ogier. Ókeypis aögangur. Enskir skýringartextar. Á undan myndinni verður sýnd fréttamynd. „Aurore er tveggja barna móöir og býr í fallegu húsi í fögru sveitaþorpi. En hún unir ekki alls kostar hag sínum og heldur til Parísar á vit ævintýranna. Til aö hljóta áhugavert starf þarf hún aö dulbúast sem karlmaöur. Hún gerist blaöamaöur og kynnist mörg- um frægum mönnum. Aurore var mjög vel þekkt í Frakklandi og annars staðar sem rithöfundurinn George Sand en áhorfendur þurfa ekki aö hafa lesið sögur hennar, til aö sannfærast um aö mörg tiltæki hennar, sem sýnd eru í kvikmynd þessari, eru bráöskemmtileg." HAGKAUP SKEIFAN 15 hÚSgögn Ol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.