Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 20
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 Miklar sviptingar í fyrsta rekstrartaflinu hér á landi: Hóparnir reka fyrir- tæki í 2 ár á 16 tímum Lið Eimskips sigraði í þessari fyrstu lotu STJÓRNUNARFÉLAG íslands efndi fyrir skömmu til rekstrartafls á tölvu í samvinnu við IBM á íslandi, en fjöKur lið leiddu saman hesta sina ok voru fjórir i hverju liði. Liðin voru frá EimskipafélaKÍ íslands, Landsbanka Íslands, Vörumarkaðinum og sameiginlegt lið frá Rekstrartækni sf. og Sambandi islenzkra samvinnufélaga. Eftir miklar sviptingar stóð lið EimskipafélaKsins uppi sem sigurvegari, en varðandi röð ananrra liða, er henni haldið leyndri. Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags ís- lands, sagði í samtali við Mbl., að í byrjun hefði verið haldinn undir- búningsfundur með keppendum, þar sem rekstrartaflið hefði verið kynnt, en þetta var í fyrsta sinn, sem það kemur hingað til lands. Keppendur tefldu síðan eina um- ferð til reynslu. Sjálf keppnin fór síðan fram tvö kvðld og fram eftir degi á laugar- dag, en hún stóð yfir í um 16 klukkustundir. Það liggur því í augum uppi, að menn þurfa að vera snöggir að taka ákvarðanir, þegar reka þarf fyrirtæki tvö ár fram í tímann á aðeins 16 klukku- stundum. Aðspurður um hvað rekstrartafl raunverulega væri, sagði Þórður: „Rekstrartaflið, sem við notuðum, nefnist á ensku FAME, Financial Allocation and Marketing Exer- cise, en kerfið og forritið er útbúið fyrir IBM af Thomas Watson Research Center í Bandaríkjunum. í taflinu eru þátttakendur fjórir til fimm saman í hóp, og hver hópur tekur að sér rekstur eins fyrirtækis í tiltekinn fjölda þriggja mánaða tímabila. Eftir hvert tímabil er dæmið gert upp, en áður en hóparnir taka við fyrirtækjunum er séð svo um, að þau standi jafnfætis að öllu leyti,“ sagði Þórður. Þá sagði Þórður aðspurður, að fyrirtækin væru rekin í frjálsri samkeppni. Þau gætu öll framleitt sömu vörutegundir og hefðu að- gang að sömu mörkuðum. „Stjórn- endur ráða sjálfir yfir fjölmörgum rekstrarþáttum eins og fram- leiðslumagni og samsetningu, verðlagningu og auglýsingum svo eitthvað sé nefnt. Þá koma ýmsar fjármagnsákvarðanir til kasta stjórnenda," sagði Þórður. Marga þætti sér tölvan aftur á móti algjörlega um samkvæmt nákvæmum uppgefnum lýsingum. Innbyggð eru í forritin ýmis utan- aðkomandi efnahagsleg áhrif. „Af- Andrés Sigurðsson: Hef ði mikinn áhuga á að taka þátt í rekstrartafli aftur „MÉR þótti mjög ánægjulegt að taka þátt i þessu rekstrartafli, sem mér þótti takast ágætlega,“ sagði Andrés Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Vörumark- aðinum. „Það var dálítið eftirtektarvert, hversu misjafnlega menn tefldu, eftir því hvort þeir voru frá einkafyrirtækjum eins og við hjá Vörumarkaðinum, eða frá stofn- unum. Við tefldum t.d. töluvert djarft í sambandi við auglýsingar, en Landsbankamenn fóru sér hins vegar mun hægar. Aðspurður sagði Andrés, að hann teldi tvímælalaust, að halda ætti áfram á sömu braut, hvað varðar þetta rekstrartafl, sem hlaut sína eldskírn á dögunum. — „Ég hefði mikinn áhuga, persónu- lega, að taka þátt í svona tafli aftur. Ég fór háif-hikandi í þetta tafl, en viðhorfið hefur alveg snúizt við,“ sagði Andrés ennfrem- ur. Andrés sagði rekstrartafl hrista upp í mönnum þekkingu, sem þeir lærðu á sínum tíma, en voru búnir að gleyma. — „Annars hlýtur aðalhugmyndin á bak við rekstr- artafl, að sýna fram. á gífurlega möguleika í sambandi við notkun tölva. Hún er ekki bara bókhalds- tæki,“ sagði Andrés Sigurðsson. koma fyrirtækjanna er síðan undir því komin, hvernig stjórnendum tekst til við samspil allra rekstrar- þáttanna í samkeppninni hver við annan. Þá eru í rekstrartaflinu innbyggð til notkunar ýmis hag- fræðileg líkön, sem nota má við rekstur, og sjá forritin um alla útreikninga," sagði Þórður. Hvaða gögn liggja frammi áður en keppnin hefst? — „Það liggja fyrir ýmis gögn eins og efnahags- og rekstraryfirlit undanfarinna ára. Að loknu hverju tímabili fá stjórnendur sömu gögn í hendur ásamt úttekt á því, hvernig staðan er á markaðinum fyrir hvert fyrirtæki. Ennfremur er unnt að fá ýmiss konar línurit til samanburð- ar,“ sagði Þórður. öll vinna fer að mestu fram við skjá í beinu samhengi við tölvu af gerðinni IBM System-34. Allar upplýsingar, ákvörðunarþættir, eru slegnar beint inn á skjáinn. Hin hagfræðilegu líkön birta síðan á skjánum líklega útkomu næsta tímabils. Síðan má breyta fram og aftur þar til stjórnendur telja sig vera með bezta kostinn, sem þá er sendur til úrvinnslu hjá öllum fyrirtækjunum í senn. I lokin er svo gerður samanburður á hversu mikið fyrirtækin hafa aukið rýrt verðgildi sitt. „Það var ótrúlega spennandi að fylgjast með keppninni, en rekstur einstakra fyrirtækja gekk mjög upp og ofan milli tímabila. Það var þó eitt einkennandi fyrir þetta tafl, það var hversu stefnumótun hópanna var í beinu samhengi við stefnu fyrirtækjanna, sem þeir vinna hjá í raunveruleikanum. Hópur Vörumarkaðarins tefldi t.d. mun djarfar heldur en hópurinn sem kom frá Landsbankanum, sem fór sér hægar," sagði Þórður. Að síðustu sagði Þórður að- spurður, að rekstrartafl væri mjög algengt erlendis, t.d. færi fram sérstök Evrópukeppni og brezka stjórnunarfélagið gengist fyrir stóru móti, en á síðasta slíku móti hefðu verið liðlega 400 þátttökulið. Morgunblaðið innti nokkra keppendur eftir áliti þeirra á rekstrartafli, kosti þess og göllum. Fara svör þeirra hér á eftir: Sigurlið Eimskips. Lið Landsbankans í þungum þönkum. Keppendur virða fyrir sér stöðuna eftir fyrra árið. Þorkell Sigurlaugsson, Eimskip: Kynntumst betur möguleikiim á notkun tölvu við stjórnun Brynjóifur Helgason: Tókst vel þrátt fyrir vankanta „MÉR FANNST rekstrartaflið í heild takast vel, þrátt fyrir van- kanta, sem ávallt má búast við I fyrstu umferð slikrar keppni, eða leiks,“ sagði Brynjólfur Helga- son. viðskiptafræðingur i liði Landsbanka tslands, i samtali við Mbl., er hann var inntur álits á rekstrataflinu. „Þarna er boðið upp á gott tækifæri til að kynnast samspili margra rektrarþátta framleiðslu- fyrirtækis í breytilegu umhverfi. Taka þarf ákvarðanir á sviði fjármála, markaðsmála og fram- leiðslu. Það sem lærist af slíku rekstr- artafli er fyrst og fremst mikil- vægi þess, að allar áætlanir séu í sífelldri endurskoðun með tilliti til breyttra markaðsaðstæðr.a. Einnig kemur þarna vel í ljós mikilvægi samstilltrar hópvinnu, allra þeirra er að rekstri fyrir- tækja standa," sagði Brynjólfur Helgason. „REYNSLA okkar hjá Eimskip, sem tókum þátt i þessum stjórnun- arleik, eða rekstrartafli, var góð, og við teljum okkur hafa kynnzt enn betur ýmsum möguleikum á notkun tölvu við stjórnun fyrir- tækja,“ sagði borkell Sigurlaugs- son, deildarstjóri áætlanadeildar Eimskips. „Að reka fyrirtæki í tvö ár á einni viku, gerði að sjálfsögðu miklar kröfur til skjótrar ákvörð- unartöku og þá eru góðar upplýs- ingar mikilvægari en flest annað. Þar kom tölvan að góðum notum, og sem hjálpartæki var hún ómet- anleg. Að sjálfsögðu hefur flókið tölvukerfi sem þetta sína galla og verður aldrei annað en veruleg einföldun á raunveruleikanum. En það er ekki síður mikilvægt, til að ná góðum árangri, að gera flókna hluti einfalda. Tölva getur aldrei orðið annað en hjálpartæki. Þeir sem ætla að láta tölvu leysa vandamál eða taka ákvarðanir, verða fyrir vonbrigðum. Tölvur eru nú fyrst og fremst hraðvirkar og heimskar reiknivélar, sem geta geymt ógrynni upplýsinga og gleyma engu sem þær eru mataðar á. Að læra að þekkja kosti og takmörk tölvunnar er forsenda þess að hún geti orðið að verulega góðu hjálpartæki," sagði Þorkell ennfremur. „Þessi ákveðni stjórnunarleikur gaf góða mynd af samspili efna- hags- og rekstrarreiknings svo og hvernig mismunandi ákvarðana- taka hefur áhrif á afkomu fyrir- tækisins til langs og skamms tíma. Rekstrartaflið vekur menn til umhugsunar um mikilvægi þess að nýta sem best þær auðlindir, sem fyrirtæki hafa úr að spila. Rétt nýting mannafla, hráefna, véla og fjármagns ræður úrslitum um það hversu hagkvæm framleiðslan er. Mismunandi áhrif auglýsinga og verðs á einstakar vörutegundir og markaði var greinileg í þessu tafli og skemmtilegt var hversu áhrifin voru lík því sem gerist í þjóðfélag- inu. Mikilvægi stefnumótunar og langtímaáætlanagerðar eru e.t.v. furðuleg boðorð í keppni sem tekur nokkra klukkutíma, en ég tel mik- ilvægi þessara hluta hafa komið vel fram í rekstrartaflinu. Að vita hvert maður stefnir, setja sér markmið og velja leiðir að markinu er nauðsynlegt í rekstri fyrirtækja. An þess verður reksturinn hringl- andakenndur og geðþótta- og til- finningaákvarðanir verða ráðandi. Samstarfið hjá okkur í hópnum var gott, og hópstarf sem þetta er lærdómsríkt og árangursríkt og gildir það jafnt i leik og starfi. Þeim 16 tímum sem við eyddum í þetta var tvímælalaust vel varið og eiga Stjórnunarfélagið og IBM þakkir skildar fyrir að fá þetta rekstrarafl til landsins," sagði Þorkell að síðustu. E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.