Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 77 Niðurstöður skýrslu Framkvæmdastofnunar um fiskeldi: Möguleikar til laxeldis eru verulegir hérlendis MÖGULEIKAR til laxcldis á ís- landi eru verulegir, segir m.a. i niðurstöðum skýrslu um fiskeldi, stöðu laxeldis og þróunarmögu- leika þess, sem Björn Rúnar Guð- mundsson, hagfræðinemi við Gauta- borgarháskóla, hefur unnið fyrir Framkvæmdastofnun rikisins. Þá segir, að almennt verði að telja, að hafbeitaraðferðin hafi meiri möguleika hérlendis, sem eldisað- ferð en annars staðar, fyrst og fremst vegna banns við laxveiði í sjó. Sjókvíeldi virðist ekki henta við íslenzkar aðstæður, hins vegar eru möguleikar á laxeldi í kerjum á landi fyrir hendi á nokkrum stöðum á landinu. Ræktun á laxi með hafbeitarað- ferð stenzt fyllilega samanburð við sjókvíeldi í Noregi með tilliti til ágóðamöguleika. Hægt er að lækka framleiðslukostnað á seiðum með stórum framleiðslueiningum. Ekki er fyrir hendi nægjanleg þekking á því hvort þróa megi laxeldi sem aukabúgrein, en tilraun- ir standa yfir á því sviði. Tækniþekking á fiskfóðurfram- leiðslu eru til í landinu svo og nokkur reynsla af siíkri framleiðslu. Athuga þarf hvort ekki sé eðlilegt að þróa slíka framleiðslu og styrkja þannig islenzkt laxeldi. Að lokum segir í niðurstöðum skýrslunnar, að markaðsmálin séu mjög mikilvægur þáttur sérlega ef aukin framleiðsla á laxi sé hugsuð sem útflutningsframleiðsla. Sam- keppnin sé veruleg á þeim mörkuð- um sem við seljum lax á og megi búast við að hún aukist. Einnig sé lax munaðarvara og megi því búast við verulegum eftirspurnarsveiflum á mörkuðum. EBE og EFTA: 12,6 milljarða gkr toUMðindi í fyrra TOLLFRÍÐINDI þau, sem islenzk- ur útflutningur er aðnjótandi i EBE, Efnahagsbandalagi Evrópu, og EFTA, Friverzlunarbandalagi Evrópu, eru íslendingum mjög mikilsverð. Leiðrétting: Kápudeild Max hf. í VIÐTALI við Þráin Þorvaldsson framkvæmdastjóra Hildu hf., á viðskiptasíðu fyrir skömmu slædd- ist sú villa, að Hilda hf. hefði yfirtekið rekstur Verksmiðjunnar Max hf. — Hið rétta er, að Hilda hf. yfirtók rekstur kápudeildar Max hf. — Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Miðað við útflutning á árinu 1980 er áætlað að tollfríðindi hafi numið hvorki meira né minna en 12,6 milljörðum gkróna. Þetta skiptist þannig niður, að um 8,3 milljarðar gkróna eru vegna útflutnings á sjávarafurðum, en 4,3 milljarðar gkróna vegna útflutnings á iðnað- arvörum. Hins vegar skipta tollfríðindi í EFTA-löndum mun minna máli, þar sem viðskiptin við EFTA-löndin eru miklu minni en viðskiptin við EBE og mjög lítið er flutt af sjávarafurð- um þangað, sem njóta tollfrelsis. Áætlað er að tollfríðindi vegna útflutnings á síðasta ári til EFTA- landa hafi numið um 2,6 milljörðum gkróna og munar þar langmest um tollfrelsi á áli í Sviss eða rúmlega 2 milljörðum gkróna. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Áframhaldandj fisk- flutningar hjá Lscargo KRISTINN Finnbogason, fram- kvæmdastjóri tscargo, sagði í sam- tali við Mbi., að afráðið væri, að halda áfram ferskfiskflutningun- um til Frakklands, en þeir hafa staðið yfir í vetur. Upphaflega var gert ráð fyrir að fljúga með ferskan fisk fram á vorið. Kristinn sagði, að fyrrihluta vetr- ar hefði verið flogið tvisvar í viku inn á Frakkland, en að undanförnu væri flogið einu sinni, og þá með á bilinu 30—50 tonn í ferð. — „Það væri í raun hægt að selja mun meira af karfa en gert er. Markaðurinn er mjög góður og verðið hátt,“ sagði Kristinn ennfremur. Ráðinn fjár- málastjóri Nesskips hf HILMAR Guðmundsson, við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Nessklp hf., en hann starfaði áður hjá Eimskipafélagi íslands. Hilmar útskrifaðist frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1978, en hann hafði unnið sam- hliða náminu hjá Eimskipafé- laginu. Strax að námi ioknu hóf Hilmar fullt starf hjá Eimskipa- féiaginu og nú síðast starfaði hann sem viðskiptafræðingur vöruafgreiðslustjóra. Hilmar sagði í samtali við Mbl., að hann hlakkaði til að takast á við ný verkefni, en Nesskip væri fyrirtæki í örum vexti, og því að mörgu að hyggja. Nesskip rekur í dag fjögur skip og það fimmta bætist við í maí og verður það stærsta skip flotans. Auk þess hefur fyrir- tækið verið með fjölda leigu- skipa á sínum vegum. Heildarflutningar Nesskip hf. á síðasta ári námu liðlega 300 þúsund tonnum. Stærstur hluti þess eru stórflutningar fyrir Islenzka járnblendifélagið, en auk þess flytur Nesskip mikið af sjávarafurðum héðan út. Um 80% aukning langra erlendra lána í fyrra SAMKVÆMT bráðabirgðatölum námu löng erlend lán lands- manna á siðasta ári um 5.968 milljónum króna og höfðu aukizt um liðlega 80% frá árinu á undan, en þá námu þau alls um 3.313 miiljónum króna. Af þessu námu opinber löng ián alls um 3.863 milljónum króna og höfðu þau aukizt um 76.31% frá árinu á undan. Lánastofnanir voru með um 1.064 milljónir króna og höfðu þau lán aukizt um 81,57% frá árinu á undan. Reyndar er aukningin þar langmest hjá við- skiptabönkunum, eða úr 287 millj- ónum króna árið 1979 í 597 milljónir á því síðasta, eða um 108%. Lán einkaaðila námu á síðasta ári um 1.041 milljón króna og höfðu aukizt úr 536 milljónum króna, eða um 94,22% milli ár- anna 1979 og 1980. Til skýringar, þá er gengi miðað við bandaríkj adollar 3,94 árið 1979, en 6,23 árið 1980. Er þar um liðlega 58% hækkun milii ára að ræða. Þá má geta þess, að erlend lán alls, á meðalgengi ársins, sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu var 35,2 árið 1980, en árið á undan 34,6. SPANARKVÖLD FERÐA KYNNING SUNNUDAGSKVÖLD í Þjóöleikhúskjallaranum |í MATSEÐILL Carre de Porc Castellane. Ljúffengur grísaréttur meö ofnbökudum kartöflum, grænmeti o. fl.Verð aöeins kr. 80,— TÍSKUSÝNING Baðfatatískan 1981. Sumar- og strandfatnaöur frá Versluninni Madam KVIKMYNDASÝNING Kynningarmynd um BENIDORM og nágrenni. Kynnir Jórunn Tómasdóttir. DANSSÝNING Sæmi og Didda, rokkpariö sívinsæla bregöa fyrir sig hinu eina sanna rokki. BINGÓ spilaö um 3 vinninga, feröir til BENIDORM DANS Að skemmtiatriðum og boröhaldi loknu verður stiginn dans til kl. 01 e. m. Júlíus Brjánsson kynnir og stjómar af sinni alkunnu snilld. Gamlir og nýir BENIDORM-farar hittast á ferðakynningunni í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudagskvöld. Dansaö til kl. 01:00. Húsiö opnaö kl 18.00 Pantið borö í tíma í síma 19636 Fjonö er hja FERÐAMIÐSTÖÐINNI Hittumst heil Beint flug ísólina og sjóinn ijjj FERÐA AÐALSTRÆTI9 gjil MIÐSTODIIM SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.