Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 28
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 COSPER Dóladur þér inn maður áður en ég vek alla i blokkinni! Þetta hljóð sem þú heyrir á hverri beygju sem þú tekur. er ekki i hjóibörðunum — það er ég! ... aö klœðast sam- an skrautlegri kápu. TM Rea U.S. Pit Off.—aM rJghts rwerved © 1981 Los Angetes Thnes Syndlcate ást er... Værir þú skopteiknari, hefð- irðu strax áttað þig á þvi kátbrosiega! HÖGNI HREKKVÍSI © 1961 MeNavgHt Synd , Inc llk hil (KKl \cm HWAJfalMAf? HAHi!' Getum við ekki eitthvað af þessu lært? Jól í vök Kristín Guðmunds- dóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig að aðstoða við að rifja upp kvæði, sem ég lærði þegar ég var ung, eða fyrir meira en 50 árum. Mig minnir að það hafi birst í ísafold og Verði. Það heitir Jól í vök og fyrsta erindið er svona: Bóndinn á Hamri að heiman sig bjó, hörðum í útsynnings byl. Aleinn hann kafaði ótroðinn snjó, alllangt að kirkjunnar til. Aðfangadagur með aftansöng örvaði göngu hans. Vatnais þræddi hann studdur stöng, stormurinn æddi um loftsins göng. Óvi8s er einför manns. Svo féll maðurinn í vök, en var um síðir bjargað af öðrum sem var að koma frá kirkju. — Ætli einhver lesenda þinna geti hjálpað upp á sakirnar og upplýst mig um höfund kvæðisins og hvar það er að finna? Með fyrirfram þökk.“ Gamall kúasmali skrifar: „Velvakandi. Mér datt það svona í hug að senda þér þessa mynd úr nýlegu bresku fréttablaði. Ég tel hana eiga erindi til þeirra yfirvalda hér, sem eiga að koma í veg fyrir það með hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðum að gin- og klaufa- veiki berist hingað til lands, t.d. með ferðamönnum. Myndin er tekin við höfnina á bresku Ermarsundseyjunni Jersey. Við landgang skipsins hefur verið lagður dregill, vættur í sóttvarnarvökva, og allir sem fara frá borði, verða að ganga eftir dreglinum. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist til eyjar- innar, en þar er mjög frægur kúastofn. Eiga ekki svona varnir við hjá okkur? Getum við ekki lært eitthvað af þessu?“ Rannsaki svo hver fyrir sig og byggi á haldgóðri þekkingu Bibliuunnandi skrifar: „Til Velvakanda. Mig langar til að svara Sigur- þóri Sigurðssyni, sem skrifaði um heimsendaspádóma í þætti þín- um 21. febrúar sl. Það er auðvitað gefið mál, að fólk hefur mismunandi mikla trú. Trúin er náðargjöf, sem við getum aukið með því að leggja rækt við hana. „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists." Róm. 10,17. Þar sem ég er eindregið á móti allri þrætu um trúmál, þá vel ég þann kostinn að láta Biblíuna sjálfa tala máli sínu. Um leið vonast ég til að geta fylgt eftir þessum leiðbeiningum: „Legg kapp á að sýna sjálfan þig fullreyndan fyrir Guði, verka- mann er ekki þarf að skammast sín, sem fer rétt með orð sann- leikans." II Tím. 2,15. Sjá Drottinn er kominn Kenningin um endurkomu Krists er engin einka- eða séreign fárra manna nútíðar eða fortíðar. Frá alda öðli hefur hún verið til og þeir hafa getað tileinkað sér hana sem hafa kynnst henni annað hvort munnlega eða úr Heilagri Ritningu. Billy Graham, einn nútíma boðandi þessarar kenningar, segir, að á hana sé minnst mörg hundruð sinnum í Ritningunni. T.d.: „En um þessa menn spáði líka Enok, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: Sjá Drottinn er kominn með sínum heilögu tíu þúsundum, til að halda dóm yfir öllum og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa óguðlega drýgt, og um öll þau hörðu orð sem hinir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum." Júd, 14,15. óttinn er ekki i elskunni „En ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs; já, augu mín sjá hann, og það eigi sem andstæðing — hjartað brennur af þrá í brjósti mér!“ Job. 19,15-27. Er hægt að ímynda sér ótta í því hjarta sem brennur af þrá? Óttinn er ekki í elskunni og þeir sem elska Krist hreinlega bíða eftir að sjá hann. Þetta er undirstöðukenning Ritningarinn- ar. Sannleikurinn mun gera manninn frjálsan á fleiri en einn hátt. Hann gerir hann ekki að- eins frjálsmannlegri í fasi og viðskiptum hvers konar. Hann losar hann við alls konar hjátrú og hleypidóma. Hver er svo þessi misskilningur sem minnst er á? Einn dagur hjá Drottni sem þúsund ár „Og þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar með spotti, er framganga eftir eigin girndum og segja: Hvað verður úr fyrir- heitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar. Því að viljandi gleyma þeir því að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs, og fyrir það gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst. En þeir himnar, sem nú eru og jörðin geymast eldinum fyrir hið sama orð, og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast. En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir áliti það seinlæti, heldur er hann lang- lyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist heldur að allir komist til iðrunar." II Pét. 3, 3-9. En hver má af- bera þann dag? Og hvað segir svo Biblían og um leið þeir sem hugsa sjálfstætt og þurfa því ekki að láta mata sig á hverju sem er varðandi dóms- dag og enda heims? „Því, sjá, Drottinn gengur út frá aðsetursstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.