Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 3 Sigurbára bíður viðgerðar Vcstmannaeyjabáturinn Sigurbára, sem Björgun hf. keypti og náði af strandstað á dögunum, bíður nú viðgerðar, en að sögn Kristins Guðbrandssonar í Björgun er nú verið að leita tilboða. Verða þau opnuð þriðjudaginn 14. aprii. Uppsagnirnar á Grenivík: Lítil von að úr rætist á næstunni Kröfluvirkjun: 100 milljón kr. ávinningur ef bor- anir bæru verulegan árangur „TIL bESS að umtalsverður ávinningur sé að þvi kostnaðar- lega að halda áfram við Kröflu þarf árangur af borunum þar að batna tii muna frá þvi sem verið hefur og hann þarf að nást það fljótt að fœrt þyki að fresta næstu vatnsaflsvirkjun vegna hans. Náist þetta hvort tveggja er líklegt að ávinningurinn geti numið i kringum 100 milljónum nýkróna í núvirði, á verðlagi í ársbyrjun 1981.“ Svo segir í nýútkominni skýrslu Jakobs Björnssonar og Jóns Vilhjálms- sonar um vinnslu og flutning raforku til aldamóta. í skýrslunni er fjallað um sam- anburðarathuganir sem gerðar voru bæði með og án Kröfluvirkj- unar. Annars vegar var gengið út frá því að Kröfluvirkjun væri alls ekki í gangi; hins vegar að hún næði smátt og smátt 60MW afli, frá 6MW í árslok 1980 upp í 60 MW 1986. Þá segir og að þó svo betri borárangur fengist við Kröflu og þó það sé nokkuð jafngilt kostnað- arlega að halda áfram við Kröflu og að hætta rekstrinum, þá fáist mjög mikilvæg reynsla með því að halda áfram, sem geti komið að gagni við jarðgufuvirkjanir hér- lendis síðar. Einnig segir í skýrslunni: „Verði borárangur ekki mun betri en hingað til er ekki um það að ræða að Krafla geti frestað næstu vatnsaflsvirkjun. I því tilviki er ekki annað að gera en að draga mjög úr borhraða við Kröflu en reka stöðina á þeim afköstum, sem hún hefur meðan hugað er að hugsanlegum nýjum leiðum varð- andi virkjunina. ... Sumarið 1981 verða boraðar þrjár holur í suður- hliðum Kröflu, en sú eina hola sem þar var boruð sumarið 1980 bendir til að vænta megi betri árangurs þar. ... Ljóst er af þessari athugun, að borárangur 1981 hlýtur að ráða miklu um það, hvaða stefnu er rétt að taka varðandi framhald fram- kvæmda við Kröfluvirkjun." „OKKUR hefur ekki tekist að útvega hráefni til vinnslu þrátt fyrri tilraunir í þá átt. og því er ekki annað fyrirsjáanlegt en að þetta fólk verði atvinnulaust,“ sagði Knútur Karlsson fram- kvæmdastjóri frystihússins Kaldbaks á Grenivik í samtali við Morgunblaðið i gær. En eins og fram kom i Morgunblaðinu i gær hefur starfsfólki frystihússins verið sagt upp vegna hráefnis- skorts, 60 af um 70 starfs- mönnum. — Knútur sagði þó að von væri til að einn bátur fengist til að landa á Grenivik í næstu viku, og yrði þá ef til vill unnt að vinna aðra hverja viku. Knútur sagði að ástæða þessa ástands nú væri að bátar þeir er lagt hafa upp hjá Kaldbak í vetur hafa nú haldið á Suðurlandsvertíð, þar sem meiri aflavon er, og væri í sjálfu sér ekkert við því að segja, en þó væri þetta mjög bagalegt, ekki síst með tilliti til þess að fyrir fáum árum hefði verið gerð gangskör að því að bæta frysti- aðstöðuna. Þá hefði ekki verið unnt að verka allan afla er barst, en nú lægi fyrir að gera yrði ráðstafanir til að ná í hráefni, þegar frystihúsið væri komið upp. Þetta væri annað árið í röð sem um hráefnisskort væri að ræða, og ekki hjá því komist að bæta úr því. Að sögn Knúts hefur verið leitað til nágrannabyggðarlag- anna Dalvíkur, Olafsfjarðar, Hrís- eyjar, Akureyrar og Húsavíkur, en þar væru menn ekki aflögufærir af vinnslufiski. Góð orð hefðu þó fengist frá Akureyri, um að hugs- að yrði til Grenvíkinga ef úr rættist. Það hefur enn orðið til að auka á vandann, að grásleppuveið- ar standa nú yfir, og leggja þeir bátar því ekki upp bolfisk til vinnslu, og fátt fólk er í hrogna- vinnslunni. Knútur sagði, að ekki væri um aðra vinnustaði að ræða á Greni- vík fyrir það fólk er nú missti vinnu sína. Hér væri því um brýnt vandamál að ræða, en starfsfólk Kaldbaks hefði sýnt fullan skiln- ing á vanda frystihússins, og svo og formaður verkalýðsfélagsins Einingar, sem fylgst hefði með málinu, og lýst áhyggjum með ástandið. Svalbarðsströnd: 66 Nýi „fiskarinn barg borholunni Akureyri. 7. apríl. BORMÖNNUM á jarðbornum Narfa tókst i kvöld að ná upp þeim 600 mctrum af borstöngum, sem voru fastar i borholu á Svalbarðsströnd. Að sögn Bjarna Hólmgrimssonar oddvita á Sval- barði hafa starfsmennirnir við borinn unnið viturlega og kapp- samlega við losun stanganna undanfarna daga og árangurinn kom i Ijós nú i kvöld. Um síðustu helgi var smíðaður nýr „fiskari" í Vélsmiðjunni Atla á Akureyri, betri og áhrifameiri en þau verkfæri sem bormennirnir höfðu áður til umráða og hið nýja tæki dugði til að ná stöngunum upp og bjarga borholunni. Nokkrar stengur eru bognar eftir hnjaskið en þær verða réttar í Slippstöðinni á Akureyri. Sv.P. Ragnar Arnalds f jármálaráðherra: „Blanda hagkvæmasti virkjunarvalkosturinn „ÞAÐ ER vitað, að ég tel cðlilegt að Blanda verið virkjuð og ég hef bent á, að hún er einn allra hagkvæmasti virkjunarvalkost- urinn, sennilega sá hagkvæm- asti,“ sagði Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, er Mbl. spurði hann álits á röðun virkjunar- framkvæmda landsmanna. Ragnar var spurður, hvort hann myndi þá ekki styðja fram- kvæmdaröðun Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra, þ.e. að Fljótsdalsvirkjun yrði númer eitt. „Það eru væntanlegar skýrsl- ur um hagkvæmni virkjananna, þannig að ég vil ekkert annað segja um málið en það sem ég hef sagt hér að framan," svaraði hann. Jóhann vantar V2 vinning í áfanga ÁTTUNDA umferð Lone Pine- skákmótsins var tefld i gær. Þá vann Jón L. Árnason Brooks frá Bandaríkjunum og Guðmundur Sigurjónsson vann hinn aldna bandariska stórmeistara Samucl Reshevsky. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við júgóslavneska stórmeistarann Ivkov. Guðmund- ur hefur þvi 4Vi vinning af átta mögulegum, en þeir Jón og Jó- hann 4 vinninga og nægir Jó- hanni jafntefli i siðustu umferð- inni til þess að öðlast fyrsta áfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Viktor Korchnoi er einn efstur á mótinu fyrir síðustu umferðina og hefur nú hlotið 6Vfe vinning. Fast á hæla hans með 6 vinninga koma síðan þeir Seirawan, Bandaríkjun- um, Sosonko, Hollandi, og Gligor- ic, Júgóslavíu, en hann lagði Bent Larsen óvænt að velli í áttundu umferðinni. AUKAFERÐ VEGNA FJOLDA ASKORANA ÍJRLAND \jy Fiir páskaferð 16.-20. apríl Fimm daga ferð - engin vinnudagur tapast! Hin árlega og sivinsæla páskaferö okkar til Irlands seldist upp a skómmum tima og nu efnum viö til aukaferöar vegna tjölda áskorana. Dvalist verður á hinu frábæra npteli Burlington Lagt verður af staö upp úr hádegi á skírdag og komiö aftur aö kvöldi annars dags paska Verðkr. 2725 Innifaiið í verði: Flug, gisting með irskum morgunverði. flutingur til og frá flugvelli erlendis og islensk fararstjörn Vinsamlegast pantið strax - aðcins fáum sætum er enn óráðstafað London 14.-21. apríl páskaferð Gisting á Royal National eða London Metropol. Innifaliö i verði: Flug. gisting m/morgunverði, flutningur til og frá flugvelli erlendis og islensk fararstjórn. Verð frá kr. 3.950 24.-27. apríl Verð frá kr. 2.413 London Gisting á Royal Scott. Innifalið i verði: Flug, gisting m/morgunverði. flutningur til og frá flugvelli erlendis. íslensk fararstjórn og 1/2 dags skoðunarferö um borgina Ath. að fyrirliggjandi eru miðar á leik Tottenham og Liverpool 25. apríl! Aðildarfélagsafsláttur kr. 200.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.