Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1981 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Vingulsháttur framsóknar Allar götur síðan 1971 hafa framsóknarmenn farið með yfirstjórn íslenskra utanríkismála, ef frá eru talin þau þrjú misseri, sem Benedikt Gröndal sat í utanríkisráðuneytinu. Þróun íslenskrar utanríkisstefnu á þessum tíu árum er ein gleggsta sönnunin um það, hvílíkur vingull Framsóknarflokkurinn er í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn gengu til samstarfs við kommúnista 1971 með þá stefnu í öryggismálum, að varnarliðið skyldi hverfa úr landi í áföngum. Hélt Einar Ágústsson utanríkisráðherra þessum sjónar- miðum á loft allt fram á sumar 1974 og kúventi síðan eftir að stjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna var mynduð. 22. október 1974 gerði Einar samning fyrir hönd hinnar nýju ríkisstjórnar um fyrirkomulagsbreytingar á Keflavíkurflugvelli. Að framkvæmd hans hefur verið unnið síðan og hið eina, sem eftir stendur, er bygging nýrrar flugstöðvar. Um skiptingu kostnaðar við húsið hefur verið samið við Bandaríkjamenn og það er tilbúið til útboðs. Hvað gerist þá? Jú, framsóknarmenn koma í veg fyrir fjáröflun af Islendinga hálfu til flugstöðvarinnar og snúast í því efni gegn stefnu eigin utanríkisráðherra, þeirra Einars Ágústssonar og Ólafs Jóhannesson- ar. Hver er ástæðan? Sú sama og réð varnarleysisstefnunni fyrir tíu árum, að þóknast kommúnistum. Til að lýsa vingulshætti framsóknarmanna í hnotskurn þarf ekki að líta yfir 10 ára tímabil heldur nægir að íhuga það, sem gerst hefur síðustu 10 daga. 5. apríl sl. samþykkti miðstjórn Framsóknarflokks- ins, að ekkert væri brýnna en ráðast í smíði nýrrar flugstöðvar. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa allir þingmenn flokksins nema Ólafur Jóhannesson snúist gegn þessari samþykkt. Flokki, sem þannig hagar sér, er ekki unnt að treysta til neinna stórræða. Hann stuðlar að því að afskræma lýðræðið og brjóta niður virðingu manna fyrir þingræðinu. Hann er haldbesta traust kommúnista í viðleitni þeirra til að grafa undan heilbrigðum stjórnarháttum. Spurning til stjórnlagafræðinga Dæmi eitt: Ráðherra greiðir atkvæði með stjórnarandstöðu gegn stjórnarfrumvarpi, sem ekki er talið fráfararatriði. Stjórnar- andstaðan hefur betur í þingdeild ráðherrans. Samflokksmenn ráðherrans greiða atkvæði á móti honum. Stjórnarfrumvarpið fellur. Ríkisstjórnin situr áfram með ráðherrann innanborðs. Dæmi tvö: Ráðherra greiðir atkvæði með stjórnarandstöðu. Vitað er, að aðilar innan ríkisstjórnar telja það fráfararatriði, ef málið, sem ráðherra styður, nær fram að ganga. Flokksbræður ráðherra greiða atkvæði með ríkisstjórn. Frumvarp stjórnarandstöðu fellur í báðum deildum, þrátt fyrir stuðning ráðherrans. Ríkisstjórnin situr áfram með ráðherrann innanborðs. Spurning: í hvoru ofangreindra tilvika er eðlilegra, að viðkomandi ráðherra segi af sér? Flótti Sjostakovitsj Fáum tónskáldum hafa húsbændurnir í Kreml flaggað meira á þessari öld en Dmitri Sjostakovitsj. Á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar var Leníngrad-sinfónía hans leikin um heim allan og litið á hana sem hrífandi tákn þeirra fórna, sem Leníngradbúar og sovéska þjóðin öll færði til að sigrast á grimmd nasismans. Út á við var Sjostakovitsj notaður sem sönnun þess, að undir kommúnisma gæti mannsandinn náð í efstu hæðir í listrænni sköpun. Með tilliti til þess, hve Sjostakovitsj var hampað, kom það mjög á óvart fyrir fáeinum árum, þegar út kom bók um ævi tónskáldsins, þar sem ástandið að baki Potemkin-tjaldanna var kannað. Bókin er byggð á viðtölum við Sjostakovitsj og þar lýsir hann lífi sínu sem einskonar martröð undir hælum óbilgjarnra valdhafa. Ógleymanlegar eru lýsingar hans á samskiptum þeirra Stalíns, sem sat jafnvel sjálfur og samdi gagnrýni í blöð um tónverk meistarans. Þegar þessi bók kom út var sonur tónskáldsins, Maxím Sjostakov- itsj hljómsveitarstjóri, kallaður til að vitna í þágu Kremlverja á móti því, sem eftir föður hans var haft. Þóttu það mikil tíðindi og var þeim ákaft komið á framfæri fyrir tilstilli Novosti og annarra áróðurs- stofnana Sovétvaldsins. Um helgina gerðist það hins vegar, að Maxím Sjostakovitsj staðfesti réttmæti þeirrar gagnrýni, sem faðir hans hafði sett fram, með hinum áhrifamesta hætti. Hljómsvéitarstjórinn leitaði hælis sem flóttamaður í Vestur-Þýskalandi ásamt með 19 ára einkasyni sínum, sem skírður er í höfuð afa síns. Sovétkerfið hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Enn ein staðfestingin liggur fyrir um það, að í þessu lögregluríki þola þeir aðeins við, sem bæla sköpunarmátt sinn eða selja kerfinu sálu sína. Giftusamleg för Kólumbíu — Nýtt tímabil geimferda Aðdragandi lendingarínnar: Ekkert mátti út af bregða - þá hefði voðinn verið vís hanaveralhofða. 14. apríl. AP. I FYRSTA sinn í sögunni hefur eldflaug verið breytt i flugvél, sem síðan sneri til jarðar á 27.430 km hraða — 25-földum hraða hljóðsins. Þegar Kól- umhía lenti á flugbrautinni i Mojave-eyðimörkinni í Kali- forníu var hún raunar ekki lengur flugvéi heldur sviffluga — fljúgandi múrsteinn — sem aðeins fékk eitt einasta tækifæri til að komast heilu og höldnu tii jarðar. Allt frá þeirri stundu, að þeir Young og Crippen beindu ferj- unni af brautinni um jörðu þar til þeir fóru út úr stjórnklefanum varð allt að ganga þeim í haginn. Minnstu mistök hefðu táknað endalokin fyrir þá. Fyrst sneru þeir stéli ferjunn- ar, sem engum erfiðleikum var bundið, og nákvæmlega klukku- -stundb fyrir Iendingu, þegar þeir voru staddir yfir Indlandshafi, vestur af Ástralíu, ræstu þeir stjórnvélarnar í 2 mínútur og 27 sekúndur. Á þeirri stundu hafði ferjunni verið búinn lendingar- staður, tiltölulega lítil braut handan við Kyrrahafið í Kali- forníu. Ef stjórnvélarnar hefðu gengið of lengi hefðu þeir lent í Kyrrahafinu, ef þær hefðu gengið of skamman tíma hefðu þeir brotlent einhvers staðar á megin- landi Ameríku eða í Atlantshafi. Þegar ferjan hægði á sér sneru þeir Crippen og Young nefinu fram og upp til að flísarnar á kviðnum verðu hana gegn hitan- um og brátt sáu þeir nefið rauðhitna. Með aðstoð manna og tækja á jörðu niðri kom Kól- umbía nú yfir Kaliforníuströnd á 22 gráðu halla og rétt áður en hún lenti sveif hún yfir brautina í 16 km hæð. Þá lagði hún mikla lykkju á leið sína til að draga úr hraðanum, sem var 345 km á klukkustund þegar hún snerti jörðu. John Young tók við stjórn Kólumbíu í 12 km hæð og stjórn: aði henni með aðstoð tölvanna. í ferjunni er enginn eiginlegur stýribúnaður og ef tölva hefði bilað hefði ekki þurft að spyrja að endalokunum. Flugbrautin sjálf er uppþornaður vatnsbotn og ákjósanlegur til síns brúks vegna þess hve víðáttumikill hann er. Að sögn sérfræðinga var ekk- ert eitt atriði öðru hættulegra á heimferðinni, heldur ferjan sjálf. Þetta var jómfrúrferð Kólumbíu og á henni valt hvert framhaldið yrði. Giftusamleg för Kólumbíu — Nýtt tímabil geimferða Tölvubilun og sjón- varpsvélar ollu erfiðleikum 14. aprll. AP. VÍSINDAMENN á jörðu niðri höfðu i mörgu að snúast áður en Kólumbía lenti og þó að allt færi vel að lokum kom eitt og annað upp á, sem virtist ætla að valda vandræðum. Það alvarlegasta voru truflanir, sem sjónvarps- tökuvélar ollu á fjarskiptum við geimferjuna en einnig var um tíma óttast, að tölva um borð i ferjunni, sem skráði ýmsar upp- iýsingar, væri biluð. í gær varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom, að truflanir voru á fjarskiptunum við Kólumbíu og var þá ekki beðið boðanna með að finna út hvað þeim olli. Það tók heldur ekki langa stund og reynd- ust sökudólgarnir vera sjón- varpstökuvélar, sem ekki eru tengdar upptökubílunum með köplum heldur nota senditæki. I nokkurn tíma var óttast að tölva væri biluð um borð í Kól- umbíu en hún skráir ýmsar upp- lýsingar eins og t.d. hitastigið bæði við flugtak og lendingu. Tveimur stundum fyrir lendingu hafði vísindamönnum þó tekist að leiðrétta hana. Að sögn þeirra var geimförunum engin hætta búin af þessari bilun en hún hefði þó getað komið sér mjög illa fyrir geimferjuáætlunina, en framtíð hennar mun ráðast af þeim lær- dómi, sem menn draga af þessari jómfrúrferð Kólumbíu. Columbia i lendingu í Edwards-flugstöðinni Flísar geimferjunnar stódust prófraunina FLÍSARNAR margurntoluðu stóðust prófraunina miklu þegar geimferjan Columbia kom inn í gufuhvolfið til lendingar í Edwards-flugstöð- inni i Kaliforníu i gær og lendingin gekk eins og i sögu. Sambandið við geimferjuna rofnaði og hitinn komst upp í 1.482 gráður á celsíus. begar samband komst aftur á til- kynnti John Young: „Ilalló Houston, Columhia hér,“ og stjórnstöðin í Houston til- kynnti að geimferjan væri í hárréttri stefnu. Young og Robert Crippen, félagi hans, hleyptu af hemla-eldflaug- unum kl. 17.21 að ísl. tíma þegar þeir voru yfir Indlandshafi og hraði Columbia á braut, 28.000 km á klst., minnkaði um tæplega 483 km á klst. Lending var fyrirhuguð einni klst. síðar, kl. 18.21 á Rogers Dry Lake-flugbrautinni í Edwards-flugstöðinni. Til þess að hraðinn minnkaði sem mest flaug geimferjan aftur á bak um tíma og fjórum mínútum síðar var nefinu snúið upp á við samtímis því sem þrýstingur þyngdarafls jarðar jókst. Nokkrum mínútum eftir að geimfararnir sögðu „halló" fóru þeir yfir strönd Kaliforníu í um 48 km hæð og stefndu á flugbrautina. Geimfararnir kvöddu nú 54 tíma þyngdarlaust ástand eftir næstum því snurðulaust flug og stjórnstöð- in sagði geimförunum að fjórar fylgdarþotur hefðu hafið sig á loft til að fylgja þeim síðasta spölinn. Columbia færðist nær og nær jörðu, hraðinn minnkaði og hitinn jókst. Geimferjan fór norður fyrir Ástralíu og stefndi út á Kyrrahaf. Þegar Columbia var hátt yfir Kyrrahafi sagði Young stjórnstöð- inni: „Við fljúgum beint áfram. Allt virðist vera með felldu." Kl. 17.51, þegar geimskutlan var norðvestur af Hawaii í um 50 mílna hæð, varð hitinn gífurlegur, tæplega 1500 gráður. Sambands- laust var við geimferjuna í 21 mínútu. Gífurlegur fögnuður I Edwards-flugstöðinni höfðu rúmlega 150.000 manns safnazt saman til að taka á móti geimferj- unni og mannfjöldinn laust upp miklu fagnaðarhrópi þegar geim- ferjan sveif til jarðar í heiðskíru veðri og lenti í sólbakaðri eyði- mörkinni. Þegar Columbia rauf hljóðmúr- inn og tilkynnti þar með komu sína sá mannfjöldinn rákir flug- vélanna sem fylgdu geimskipinu síðasta spölinn og beindu sjónauk- um, myndavélum og stjörnukíkj- um upp í loftið, benti og hrópaði fagnandi. Allt í einu birtist hin risastóra geimskutla og lenti um kl. 18.21 framan við tvö áhorfendatjöld, sem líktust sirkustjöldum, þar sem 2.000 gestir höfðu komið sér fyrir. Kunnir gestir hrópuðu upp yfir sig af hrifningu þegar skutlan birtist. Sumir hrópuðu „Komdu, komdu“ eða „Svona, svona", en síðan var klappað ákaft þegar geimferjan lenti. Þúsundir áhorfenda frá Rockwell-iðjuverinu skammt frá, þar sem geimferjan var sett sam- an, tárfelldu þegar þeir sá Col- umbia eftir glæsilega 2 og xk dags ferð. „Þau gráta öll núna, tugþúsund- um saman, en þau gráta af gleði," sagði C. James Mechan, einn af framkvæmdastjórum Rockwell, sem vann að smíði geimferjunnar. „Þetta er nýr kafli í sögu frumherjanna," sagði hann. Aðflug Kólumbíu að Edwards-flugstöðinni i Kaliforniu. Kólumbía kom svifandi frá Kyrrahafinu inn yfir strönd Kaliforniu og sveif tii jarðar og lenti fulikominni lendingu í flugstöðinni. Mesta þolraun Kólumbíu: Sambandslaus í 21 mínútu Ilouston, M. apríl. AP. í 21 MÍNÚTU rofnuðu öll fjar- skipti við Kólumbíu eins og raunar hafði verið vitað fyrir, en það var erfiður tími fyrir vísinda- menn á jörðu niðri ekki siður en fyrir geimfarana sjálfa. Þegar geimferjan kom inn í andrúmsloftið í 80 km hæð yfir jörðu olli hitinn, sem stafaði af mótstöðunni, því að jónaðar gas- tegundir mynduðu eins konar skjöld um ferjuna, sem kom í veg fyrir fjarskiptin þar til hún var komin niður í 55 km hæð. Þá hafði Kólumbía einnig hægt á sér, eða úr 26.875 km hraða í 13.357 km. Þessi stutti tími var mesta þolraun Kólumbíu. Aldrei áður hafði vængjuðu farartæki verið gert að ganga í gegnum annað eins og vísindamennirnir höfðu enga hugmynd um hvernig því reiddi af fyrr en að loknum þessum löngu mínútum. Geimferjan Columhia kemur inn til lendingar ásamt fylgdarflugvél eftir vei heppnaða ferð. Rússar segja frá lendingu Moskvu. lt. april. AP. Sovézka fréttastofan Tass, sovézka sjónvarpið og Moskvu-útvarpið sögðu frá lcndingu handarísku geim- ferjunnar Columbia í dag. Tass ítrekaði þá skoðun sína að ferðin hefði ekki endilega haft sérstaka þýðingu fyrir vísindi og rannsóknir heldur fyrir Pentagon — bandaríska landvarnaráðuneytið. Fréttastofan kvað það mikil- vægan lið í geimferjuáætlun- inni að prófa ýmsar tegundir nýjustu vopna er Bandaríkja- menn hygðust nota í geimnum. Sovézka sjónvarpið og út- varpið sögðu frá lendingunni án athugasemda. Robert Crippen, ásamt konu sinni, veifa ánægður til mannfjöldans eftir velheppnaða för. Símamynd AP. Náttúruverndarráð: Sultartangi bestur frá náttúru- verndar- sjónarmiði NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur nú til umsagnar virkjunar- kostinn við Sultartanga. en áður hefur ráðið sagt álit sitt á virkjun Blöndu og og nú nýverið um virkjun Jökulsár í Fljótsdal. Að sögn Náttúruverndarráðs- manna er Sultartangi einfaldast- ur þessara 3ja virkjunarkosta frá náttúruverndarsjónarmiði. Þar fari einungis um 1,5 km af grónu landi undir vatn og ekkert sér- stætt sé einkennandi fyrir lands- lag á þeim slóðum. Mun Náttúru- vcrndarráð ekki gera neinar at- hugasemdir við þá áætlun sem nú liggur fyrir um virkjun við Sult- artanga. í umsögn Náttúruverndarráðs um virkjun Blöndu, segir meðal annars, að þar virðist ekki vera í húfi sérstæð eða fágæt vistkerfi, en engu að síður verði „mjög mikil eftirsjá í því víðfeðma gróðurlendi og beitarlandi sem fer undir vatn... Að dómi Náttúruvernd- arráðs er eðlilegt að við ákvörðun um virkjun í þessum landshluta sé jafnframt horft til annarra kosta, þar sem um minni skerðingu lífríkis væri að ræða“. En Nátt- úruverndarráð telur „ekki ástæðu fyrir sitt leyti að leggjast gegn fyrirliggjandi áætlun um Blöndu- virkjun". Svo gefur ráðið nokkrar ábendingar varðandi hugsanleg vandamál sem af framkvæmdum kunna að hljótast, eins og t.d. hættu á jarðvegsfoki, og einnig rofi vegna veituskurða o.fl. í umsögn Náttúruverndarráðs um virkjun Jökulsár í Fljótsdal segir eftirfarandi: „Enda þótt mikill sjónarsviptir yrði að hinu víðfeðma gróðurlendi Eyjabakka- svæðis, færi það undir vatn, og þrátt fyrir að forðast beri að eyða þannig grónu landi, sé þess nokk- ur kostur, þá vill Náttúruvernd- arráð fyrir sitt leyti ekki leggjast gegn Fljótsdalsvirkjun, telji orkuyfirvöld hana nauðsynlega. Sú afstaða mótast m.a. af því að samkomulag hefur tekist um var- anlega verndun Þjórsárvera, sem frá sjónarmiði náttúruverndar og samkvæmt niðurstöðum ran- nsókna á báðum þessum svæðum eru talin enn mikilvægari hálend- isvin." Múrarar mót- mæla aðgerðar- leysi stjórnvalda MBL. HEFUR borist eítirfarandi ályktun um atvinnumái sem sam- þykkt var á aðalfundi Múrarafé- lags Reykjavikur 31. marz síð- astliðinn: „Aðalfundur Múrarafélags Reykjavíkur haldinn 31. marz 1981 mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda, vegna hins mikla atvinnuleysis sem gert hefur vart við sig meðal múrara í vetur. Atvinnuleysi þetta verður þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að hún muni stuðla að nægri atvinnu fyrir alla. Fundurinn krefst þess að stjórnvöld taki þessi mál nú þegar til alvarlegrar athugunar svo komist verði hjá sama ástandi næsta haust og vetur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.