Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Ncmendur I undirbúningsdeild Tónlistarskóla Keflavíkur ásamt kennara sínum og skólastjóra. Tónlistarskóli Keflavlkur: Vortónleikar í kvöld MIÐVIKUDAGINN 15. apríl nk. kl. 20 verða hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskóla Keflavíkur haldnir í Keflavíkur- kirkju. Efnisskráin er mjöK fjölbreytt og koma þar fram 20 nemendur úr ýmsum deildum skólans sem einleikarar, einsöngvarar og í samspili. Frá leiklistarmóti skólanna 1980. Leiklistarhópur úr Hólabrekkuskóla ásamt stjórnanda. Litla listahátíðin í grunnskólum Reykjavíkur Þetta er 23. starfsár skólans sem lýkur með skólauppsögn 10. maí. Aðsókn að skólanum hefur verið hin mesta frá stofnun skól- ans og þurfti skólinn að taka á leigu annað húsnæði í grennd við skólann til að anna eftirspurn. Þriðjudaginn 21. apríl nk. kl. 20 verður flutt Óratorían „Messías" eftir Georg Friedrich Hándel. Flutningurinn fer fram í nýja íþróttahúsinu í Keflavík. Flytj- endur eru kór Langholtskirkju í Reykjavík ásamt hljómsveit, Elín Sigurvinsdóttir, Rut Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vil- helmsson sem einsöngvarar, undir stjórn Jóns Stefánssonar organ- leikara. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum tónlistarfélaga Keflavíkur og Njarðvíkur. Steingrímur sýnir í Eden STEINGRÍMUR Sigurðsson listmálari opnar í kvöld, mið- vikudag. sýningu í Eden i Ilveragerði. Þetta er 44. einkasýning Steingrims síðan 1968 og 6. sýning hans í Eden. Hún verður opin daglega yfir páskana og lýkur á annan í páskum klukkan 23.30. A sýningunni eru 35 myndir, allar nýjar. Að sögn Stein- gríms eru þetta hestamyndir, sjávarmyndir, blómamyndir, portret, model og fantasíur, „eitthvað fyrir alla“ eins og hann orðaði það. Steingrimur með tvær mynda sinna, Utangarðsmenn á stúd- entaballi og Siggi i Krossa- nesi temur. LjóHm. Emiba. Einn mikilvaegasti þáttur skóla- starfs í dag er án efa hin félagslegi þáttur starfsins þar sem nemendur eru hafðir með í að skipuleggja og stjórna félagsstarfi í skólanum. Reynslan hefur sýnt að skóli með jákvætt viðhorf til hinna félagslegu þarfa nemandans hefur átt auðveld- ara með að ná til nemenda þegar kemur að aðaltilgangi sjálfs skóla- námsins. Starfsemin er margþætt og of langt mál er að rekja einstaka þætti hennar en í stuttu máli má skipta starfinu í tvennt. Annars vegar er félagslegt starf, sem dæmi má nefna opið hús, spilakvöld, bekkjarkvöld, diskótek, íþróttamót, foreldrakvöld, málfundi o.fl. Hins vegar er hefðbundið tóm- stundastarf þar sem hver einstakur nemandi sinnir sínum hugðarefnum, svo sem ljósmyndavinnu, skák, kvik- myndagerð, borðtennis, útilífi, hljóð- færasmíði, tágavinnu, rafeindatækni, bifvélavirkjun o.fl. Nokkur undanfarin ár hefur einn þáttur komið til viðbótar en það er svokallað „opið félagsstarf" það er starf barna og foreldra sem dæmi má nefna ýmiskonar tómstundastarfsemi í hefðbundnu námskeiðsformi, enn- fremur ferðalög og vettvangsferðir af ýmsu tagi og síðast en ekki síst sá siður í mörgum skólum borgarinnar að efna til jólaföndurdags í desember. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur í samvinnu við ýmsa aðila, auk skól- anna sjálfra, efnt til ýmiskonar móta þar sem nemendur grunnskóla borg- arinnar koma saman og spreyta sig í starfi og leik. Nýafstaðin er skóla- keppni í skák og borðtennis þar sem þrjú til fjögur hundruð nemendur kepptu. Laugardaginn 25. apríl verður efnt til „listahátíðarinnar litlu" í grunn- skólum borgarinnar en þar verður m.a. leiklistamót skólanna en það var haldið í fyrsta sinn í fyrra, einnig fer fram sýning á ljósmyndum í ljós- myndasamkeppni skólanna, síðast en ekki sýst verður efnt til kvikmynda- hátíðar en þar munu nemendur úr kvikmyndaklúbbum skólanna sýna þær 'myndir sem þeir hafa unnið að í vetur. Hátíðin verður eins og áður sagði laugardaginn 25. apríl kl. 13.30 i Breiðholtsskóla. Allireru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Olga Arnason Minningarorð Fa'dd 24. nóvember 1900. Dáin 7. apríl 1981. Ungur Þingeyingur, Gunnar Árnason, sótti til framhaldsnáms til Búnaðarháskólans í Danmörku og fór síðan til starfs við mjólkur- bú í Alvdal í Noregi. Þar mun hann fljótt hafa heillast af ljúfu brosi ráðskonunnar, því að þar sá hann konuefni sitt í fyrsta sinn. Árið 1927 voru þau gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík og sama ár gekk Olga í stúkuna Framtíðina, sem vel hef- ur hennar notið alla tíð siðan. Fjögurra barna varð þeim auð- ið; Árni f. 1929, Helga Lýsa 1933, Sólveig 1935 og Gunnar 1939. Öll bera þau vel merki hins góða jarðvegs sem þau eru sprottin úr. Farsæl reyndist námsförin þessum unga manni, lengst af þekktastur gjaldkeri Búnaðarfé- lags Islands og að koma með þessa ljúfu blómarós með sér heim, gera Island þar með einum góðum Islendingi ríkara. Ymis smáatriði geta stundum gefið manni innsýn í hugsúnarhátt einhvers með- bræðranna eða systra. Það vildi svo til, að ég varð áheyrandi að spjalli ungs pilts, er hann var að útlista jólagleðina fyrir yngri börnunum. Olga Árnason hafði beðið hann að fara fyrir sig smá sendiferð með jólaglaðning í lágreistan bústað þar stutt frá. Þeirri ferð mundi hann aldrei gleyma. Konan varð svo undrandi. Hún þekkti ekki einu sinni þessa bless- uðu erlendu konu, nema í sjón, sem alltaf heilsaði svo hlýtt bros- andi. Einhvern veginn hefur það þó komist inn í hugskot Olgu, að hún, þessi kona, byggi við þröngan kost. Með þessu gladdi Olga ekki aðeins fátæka konu, hún gladdi líka drenginn og kenndi honum að njóta gleðinnar af að gleðja aðra. Af tuga ára kynningu minni af Olgu, heimili hennar og í félags- skap hefur þessi lýsing marg endurspeglast fyrir augum mér í mörgum myndum, enda aldrei heyrt neinn mann leggja Olgu lastyrði, né hana öðrum. Víst hefði það átt að vera okkur nokkur aðvörun, hversu sjaldan hún hefur getað komið á fundi í vetur, en þó var hún kosin sem áður í líknar- + Systir okkar, GUÐBJÖRG R. CROWDER, Auckland New Zeaiand, andaöist aö heimili sínu 9. apríl. Hulda Árnadóttir, Katrín Ólafsdóttir, Friðjón Árnason, Axel Ólafsson. + Eiginkona mín og móðir okkar, GUDBJÖRG SIGURDARDOTTIR tró ísafirói, lést mánudaginn 13. apríl á Landspítalanum. Jaröarförin auglýst síöar. Björn Jóhan og börn. nefnd stúkunnar, sem svo vel var í samræmi við hennar systurlega eðlisfar, enda hún alla tíð til taks, til allra þegnskyldustarfa Regl- unnar með glöðu geði. Sem jafnan er, vorum við ekki við því búin, að hún ætti ekki eftir nema vikudvöl á Landspítalanum, en þar lést hún 7. apríl sl. Eg er alveg viss um, að margir sem ekki geta fylgt Olgu síðasta spölinn í Dómkirkjunni kl. 10.30 miðvikudaginn 15. apríl, hugsa henni eins og við alúðar þökk fyrir allan hennar Ijúfleika og eftirlif- andi manni hennar, börnum, venslafólki og vinum okkar inni- legustu samúð. I trú, von og kærleika. Ingþór Sigurbjörnsson Nokkur kveðjuorð frá stúkusystrum stúkunnar „Framtíðarinnar“ nr. 173 Allar munum við handtakið blíðubrosið og elskulegheitin sem stöfuðu frá þessari hlédrægu, elskulegu konu. Líka munum við er hún á systrakvöldi flutti æsku- minningar sínar frá Noregi er hún var selstúlka og hitti þar ungan Islending uppi í fjöllunum er síðar varð eiginmaður hennar og hún síðan fluttist með heim til ætt- lands hans. Líka eru það minningar frá „Góugleðinni" er hún koma með norsku vöfflurnar sínar til að gæða okkur á og margt annað góðgæti. Við þökkum henni áratuga ánægjulegar samverustundir í Reglunni. Innilegar samúðarkveðjur send- um við öllum ástvinum frú Olgu. I trú, von og kærleika. Friðrik Óskar Sig- urðsson - Minning Fæddur 20. júní 1920. Dáinn 5. apríl 1980. I dag, miðvikudaginn 15. apríl, verður til moldar borinn Friðrik Óskar Sigurðsson. Fæddur í Stykkishólmi 20. júní 1920, sonur hjónanna Elínar Helgadóttur og Sigurðar Ó. Lárussonar. Hann var eitt af fjórum börnum þeirra hjóna, sem öll komust til manns. Ungur byrjaði hann að vinna fyrir sér, fyrst til sjós og síðan á bílaverkstæði hjá Eimskip, síð- ustu árin vann hann hjá Hamri hf. í Borgartúni. Því viðgerðir á vélum voru hans yndi. Friðrik var sjálfmenntaður og vandvirkur var hann með afbrigðum, vildi leysa sitt verk vel af hendi. Þann 23. desember 1945 átti Friðrik þeirri gæfu að fagna, að hann gekk að eiga Unu Indriða- dóttur úr Hafnarfirði. Þau eignuðust sjö börn, fimm þeirra komust til manns, en tvö dóu í bernsku. Hann var mikill heimilismaður. Margar voru þær ferðirnar suður í fjörð til okkar. Og alltaf var svo gaman þegar hann kom, því hann var hrókur alls fagnaðar. Fyrir fjórum árum eignuðumst við son, sem ber nafn Friðriks. Sárt mun Friðrik litli sakna afa, því gott var að skríða í + Móöir okkar. KRISTJANA FENGER, Óldugötu 19, andaöist aö heimili sínu 14. apríl. Börnin. fang hans, þegar illa lá á litlum manni. Að leiðarlokum viljum við þakka Friðriki öll gæði og alla þá tryggð sem hann sýndi okkur. Una mín, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur til þín og barnanna. Og til dótturinnar í fjarlægð og fjöl- skyldu hennar, sem ekki geta verið viðstödd. Megi Guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg. Fari hann í friði, friður Guðs honum fylgi yfir móðuna miklu. „Drottinn k<‘Í þú dánum ró hinum líkn sem liía.*4 Egill Tyrfingsson og fjölskylda, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.