Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JlUrgunblabid Síminn á afgreiðslunni er 83033 JM«r0unbUibib MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Ein breytingartillaga samþykkt: Kröfðust nýrrar at- kvæðagreiðslu - en deildaríorseti hafnaði LánsfjárloK 1981 vóru samþykkt á Alþingi í gær. Aðeins ein breytingartil- lajía frá stjórnarandstöðu var samþykkt. heimildar- tillaga til lántöku að fjár- hæð 400 þúsund krónur til skipaiðnaðarverkefna. Eftir að tillaga þessi hafði verið samþykkt að við- höfðu nafnakalli með 19 atkvæðum gegn 17 heimt- aði Páll Pétursson, for- Fiskur fram- tíðarinnar? - tvíkynja þorskur á land í Ólafsvík Ólafsvík. M. apríl. MARGT skrítið ber fyrir í ríki náttúrunnar, eitt fyrirbrigðið gerði menn undrandi hér um daginn, er gert var að fiski. Þegar kviður eins þorsksins var opnaður kom í ljós að fiskurinn var greinilega tvíkynja, það er hafði bæði hrogn og svil, hvorutveggja þroskað. Annars vegar í kviðnum lágu svilin en hins vegar ein hrognaskálm. Innyfli þessi eru geymd í frosti eins og þau komu fyrir og engar himnur skaddaðar, ef einhver vildi skoða þetta. Tvíkyn er nokkuð þekkt með- al spendýra og sést meðal annars stundum við slátrun lamba, en undirritaður hefur aldrei fyrr séð slíkt í fiski. Sú spurning vaknar, hvort þorskur þessi hefði getað átt eingetin afkvæmi með því að hrygna fyrst og svilja síðan eigin hrogn, eða er þetta ef til vill svar náttúrunnar við of stórum fiskiskipaflota og ofveiði. Hafa kannski skipverj- ar á Jóni Jónssyni SH veitt sýnishorn af fiski framtíðar- innar. Helgi. maður þingflokks fram- sóknarmanna, að atkvæða- greiðslan yrði endurtekin þar eð þessar atkvæða- tölur kæmu sér spánskt fyrir sjónir. Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, tók undir þessa kröfu. Sverrir Ilermannsson, for- seti þingdeildarinnar, sagðist ekki sjá ástæðu til að endurtaka atkvæða- greiðsluna, enda bæri báð- um skrifurum deildarinn- ar saman um niðurstöðu og atkvæðagreiðslan auk þess varðveitt á segul- handi. Tillaga þessi sem gerir ráð fyrir að framangreind fjárhæð skiptist á milli Akraness, Stykkishólms, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Garðabæjar, hlaut atkvæði allra viðstaddra þingmanna sjálfstæð- ismanna, þar á meðal Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdal, ef undan eru skyldir ráðherrarnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson, allra viðstaddra þingmanna Alþýðuflokks og Alex- anders Stefánssonar úr Fram- sóknarflokki. Flutningsmaður tillögunnar var Karvel Pálmason (A). Gunnar Thoroddsen: „Einbeitnin og keppnisskapið á réttum stað, og þá ekki síður kúlan,“ sagði Sigurgeir Jónasson Ijós- myndari í Vestmannaeyjum, sem tók þessa mynd. Hún er tekin fyrir nokkru á íþróttamóti fatlaðra í Eyjum af keppanda í borðtennis. Síldarvinnsl- an í Neskaup- stað kaupir Óla Óskars SÍLDARVINNSLAN í Neskaup- stað og Ólafur Óskarsson útgerð- armaður í Reykjavik hafa nú undirritað samning um kaup Síldarvinnslunnar á nótaskipinu Óla óskars RE 175, en þó með fyrirvara þar sem enn á eftir að ganga frá nokkrum formsatrið- um. Að sögn Ólafs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar er tilgangurinn með skipa- kaupunum að tryggja aukið hrá- efni til loðnubræðslu Síldarvinnsl- unnar og auka atvinnu í Neskaup- stað. Hann sagði ennfremur að búizt væri við, að ef vel gengi með rekstur skipsins, myndi það laga rekstrargrundvöll fyrirtækisins eftir nokkur ár og væri þess talsverð þörf. Ólafur vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins, vegna þess að enn væru nokkur atriði ófrágengin. Óbreyttir samn- ingar við FÍM BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum nú i vikunni að framlengja óbreyttan samning við Félag is- lenzkra myndlistarmanna um stjórnarfyrirkomulag á Kjarvals- stöðum. Borgarráð varð þar með ekki við óskum FÍM um að félagið fengi þrjá fulltrúa í stjórn í stað tveggja áður og ekki heldur að þeir fengju aðild að listaverkakaupum borgarinnar. Ölaíur ekki talsmaður Fram- sóknar í flugstöðvarmálum Steingrímur vildi ekki sitja gegn utanríkisráðherra í sjónvarpsþætti GUNNAR Thoroddsen, for- sætisráöherra, lítur svo á, að ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, sé ekki talsmaður F ramsóknarf lokksins í flugstóðvarmálinu og þá ekki heldur þeirra sjálfstæð- ismanna sem sitja í rikis- stjórninni. Þetta kom fram i upphafi umræðuþáttar í sjón- varpinu i gærkvöldi er Ingvi Hrafn Jónsson, stjórnandi þáttarins, skýrði sjónvarps- áhorfendum frá upphring- ingu, sem hann fékk í fyrra- dag frá Gunnari Thoroddsen. Jafnframt kom það fram hjá stjórnanda þáttarins, að Steingrímur Hermannsson hefði ekki viljað taka sæti i sjónvarpsþættinum gegn Ólafi Jóhannessyni þótt þeir væru á öndverðum meiði „í þessu eina máli“. Ingvi Hrafn Jónsson skýrði frá því í upphafi þáttarins í gær- kvöldi, að Gunnar Thoroddsen hefði haft símasamband við sig og kvartað undan vali þátttakenda í sjónvarpsþættinum og hefði talið hallað á framsóknarmenn og sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, þar sem Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, væri ekki talsmaður þeirra í flugstöðvarmálinu, sem óhjákvæmilega mundi koma til umræðu. Kvaðst stjórnandi þátt- Embætti öryggis- og varn- armálaráðunauts stofnað? „ALÞINGI ályktar að fela ríkis- stjórninni að stofna sérstakt embætti ráðunauts ríkisstjórnar- innar í öryggis- og varnarmálum hjá utanrikisráðuneytinu og gera ráð fyrir kostnaði i því skyni á fjárlögum ársins 1982.“ Svo hljóðar tillaga til þingsályktun- ar. sem Friðrik Sophusson. Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhann Einvarðsson hafa lagt fram á Alþingi. I greinargerð með tillögunni segir, að allt frá því að Island gerðist eitt af stofnríkjum Atl- antshafsbandalagsins hafi ríkt einhugur um aðildina að banda- laginu hjá Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, en Alþýðubandalagið og forverar þess verið andvígir aðildinni. Þá segir: „Á sinum tíma studdu fleiri þingmenn lýðræðisflokk- anna gerð varnarsamningsins við Bandaríkin en aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Á síðustu árum hafa aílir flokk- ar nema Alþýðubandalag lýst þeirri skoðun með einum eða öðrum hætti, að breytingar á varnarbúnaði hér á landi í þá átt að draga úr honum, séu ótímabær- ar. Umræður um varnar- og ör- yggismál íslands einkennast oft um of af tilfinningalegri afstöðu og lítilli þekkingu á þeim stað- reyndum sem móta og ráða stefn- unni í þessum málum, og þeim ákvörðunum sem teknar eru í varnar- og öryggismálum." í greinargerð með frumvarpinu segir að síðustu, að verkefni þessa embættis yrðu að annast mat á herfræðilegri stöðu Islands, varn- arþörfum landsins og að gera tillögur um hvernig öryggi íslands verði bezt tryggt. Embættið á að annast öll samskipti íslands við Atlantshafsbandalagið og varn- arliðið á sviði hermála og örygg- ismála innan utanríkisráðuneytis- ins og í fullri samvinnu við önnur viðkomandi stjórnvöld og vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um hvað eina sem snertir þjóðarör- ygg' og varnarmál íslands. arins hafa boðið Gunnari Thor- oddsen aðild að þættinum en hann hefði hafnað því en óskað eftir því að Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra tæki þátt í umræðunum. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði af þessu tilefni í þættinum í gær- kvöldi, að nú væri ekki aðeins ágreiningur innan ríkisstjórnar- innar við Alþýðubandalagið um utanrikismál, heldur væri nú ljóst, að forsætisráðherra treysti ekki utanríkisráðherra í umræðum um utanríkismál og sendi sérstakan fulltrúa sinn í þáttinn. Með þessu hefði Gunnar Thoroddsen sýnt Ólafi Jóhannessyni óverðskuldaða vanvirðu, með því að senda eftir- litsmann í þáttinn. Friðjón Þórðarson sagði eðli- legt, að allir aðilar ríkisstjórnar- innar ættu aðild að þættinum. Það væri fjarstæða, að með þátttöku hans í þættinum væri verið að sýna utanríkisráðherra vanvirðu. Geir Hallgrímsson kvaðst hafa talið, að ekki væri ágreiningur milli sjálfstæðismanna um utan- ríkismál og þess vegna ættu allir sjálfstæðismenn að geta litið á formann Sjálfstæðisflokksins sem sinn fulltrúa í utanríkismálum. Af þessum sökum dreg ég þá ályktun, að ágreiningur sé í ríkisstjórninni, sagði Geir. Friðjón Þórðarson sagði, að sem betur færi væri hann yfirleitt sammála formanni Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.