Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 51 Þeir starf8menn Þorgeirs sem náðist til einn góöan vordag fyrir skömmu, rúmlega 100 talsins. í baksýn sést í dráttartxautir og hluta skipasmíöa- stöðvarinnar. rafmagn. Akranes var þá 7—800 manna pláss og töluvert af bátum, eiginlega ekkert annað stundað en sjórinn. Böðvar Þorvaldsson, Loft- ur Loftsson og Þórður Ásmunds- son voru þá helstir útgerðarmenn á Akranesi. Mikið var líka farið að bera á Haraldi. Ég hafði náin skipti við hann alla tíð. Komið við í Sandgerði Nám mitt í vélfræði var ein- göngu verklegt. Það var stórkost- legur skaði auðvitað, sérstaklega varðandi tungumálin. Það er mik- ill munur orðinn í dag. Nú fá allir menntun við sitt hæfi. Það má lengi deila um hvað skuli kenna og hvað ekki, en mestu máli skiptir að unglingarnir hafi áhuga á náminu, vilja læra. Mér er sagt það sé orðið tvennt til um það. En við vorum fimm í smiðjunni hjá Ólafi, og Ellert bróðir minn kom ári síoar en ég. Það var lítið fyrir okkur að gera á Akranesi veturna. Svo var hátt- að í þennan tíma, að útvegur Akurnesinga fluttist til Sandgerð- is á vetrum. Sandgerðisútgerðin er merkilegur þáttur í útgerðarsögu Akranes og hafði mikla þýð- ingu fyrir byggð suður með sjó. Við fylgdum því bátunum til Sandgerðis og höfðum með okkur nauðsynleg tæki, alveg þar til þessi útilega Akurnesinga lagðist af 1927. Á þessum árum vaf siður að yfirfara vélar bátanna stykki fyrir stykki áður en vertíð hófst. Þessu er skiljanlega hætt núna, en áreiðanlega bjargaði þetta margri vélinni. Þetta var hroðalega mikið verk og kunnátta okkar vélamann- anna í þá daga var kannski ekki upp á marga fiska, smávægi- legustu verkefni gátu valdið okkur miklum heilabrotum. Við bjuggum í búð Lofts Lofts- sonar og borðuðum með skrif- stofufólki hans. Loftur og Harald- ur Böðvarsson ráku hvor um sig mjög umsvifamikla útgerð frá Sandgerði í þennan tíma. Ég man mest eftir 60 bátum í Sandgerði. Það var þvi margt um manninn, og innanum skrítnir fuglar. Þar var til dæmis Oddur sterki af Skaga og annar flækingur sem Siggi hlaupi var kallaður. Einu sinni vorum við nokkrir að rabba saman og þá bar að Odd sterka af Skaga. Hann heyrði ákaflega illa, kallinn, en vildi áfjáður heyra hvað við töluðum, og nauðaði í okkur þangað til ég kallaði upp í eyrað á honum, að við værum að velta því fyrir okkur hvor væri vitlausari Óddur sterki af Skaga eða Siggi hlaupi. Það þótti Oddi vænt um að heyra. Aðstaða okkar vélamannanna í Sandgerði var heldur bágborin, og kuldinn okkur verstur. Maður mátti stundum passa sig á því á morgnana að frjósa ekki við járn- in. Svo var tækjaskorturinn okkur mjög erfiður. Við vorum fegnir á vorin, þegar lauk Sandgerðisdvöl. Sjúkdómar Ég var heilsuhraustur framan af aldri, en eftir að ég komst á fullorðinsár fékk ég slæman asma. Ég lá oft langtímum saman á vetrum útaf asmanum, og batnaði ekki fyrr en úti í Svíþjóð árið 1946. Þá sótti ég norræna iðnþingið og einn íslenskur læknanemi kom mér í samband við sænskan lækni. Hann gerði nú lítið sá, gaf mér samt lifandis fyrn af meðulum, en svo þóttist hann finna af hverju asminn stafaði. SJÁ NÆSTU SÍÐU e,P^ítíma 11 nasstu bóka ^^óósson Bætt haf naraðstaða Aukið geYmslurými Hafskip hf. tekur um þessar mundir í notkun fyrsta áfanga af þremur ad nýrri hafnar- og vörugeymsluaðstööu í Austurhöfninni. Breytingar nú eru þessar: 1. í Tollstöðvarbyggingu og Hafnarhúsi er vöruafgreiðsla fyrir vörur frá Norðtur- sjávarhöfnum og höfnum á Bretlandi. Einnig fyrir vörur frá U. S. A. og Kanada. í Tollstöðvarbyggingu er einnig miðstöð allrar vöruafgreiðslu í Austurhöfninni. 2. í A skála er móttaka á vörum sem fara eiga á hafnir við Norðursjó, Bretlandi svo og U. S. A. og Kanada. Vöruafgreiðslan við Grandagarð þjónar áfram vöruflutningum til og frá Skandinavíu og höfnum við Eystrasalt. Vöruafgreiðslusvæðið við Njarð- argötu (Tívolí) mim einnig þjóna áfram um sinn. Síðar verða svo teknar í notkun vöruafgreiðslur í Faxaskála I og II. Mimu þær breytingar verða kynntar þegar nær dregiu:. Tilgangur Hafskips hf. með þessum breytingum er að stórbæta afgreiðsluskipulag sem og vörumeðferð, og auka þar meö þjón- ustu við viðskiptamenn félagsins. HAFSKIP HF. Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími21160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.