Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Ég sat í fyrstu stjórn Rafveit- unnar og hafði mikil afskipti af sjúkrahússmálum. Við byrjuðum 1937 að safna peningum fyrir sjúkrahússbyggingu, en sjúkra- húsið tók þó ekki til starfa fyrr en 1951. Árið 1963 var gert stórátak í því að auka við spítalann og því er nú tæplega lokið ennþá. Sjúkra- hússbyggingu Iýkur aldrei. Ég á enn saeti í stjórn sjúkrahússins. Heimspeki Ég held það sé vitleysa, þetta að vera alltaf að ráðleggja fólki að skipta svo og svo oft um starf á lífsleiðinni. Menn verða þá á eilífum hrakhólum. Falli mannin- um eitthvert ákveðið starf, á hann að einbeita sér að því. En lífsvið- horf mín þykja sjálfsagt merkileg á þessum óræðu tímum: bjartsýni, þolinmæli, harður vilji. Þetta eru gamlar dyggðir en sigildar. Það þýðir ekki að gefast upp, og viti menn á annað borð hvað þeir ætla sér, eiga þeir ekki að hvika frá þvi, og bjartsýninni fylgir hæfilegt léttlyndi. En kominn á gamals aldur er ég viss um að maðurinn ræður ekki öllu sjálfur. Fyrirtækið mitt, þ.e. a.s. Dráttarbrautin, hefði til dæm- is aldrei orðið til, hefði ég verið frískur. Þegar ég fékk asmann varð ég að hætta að „vinna" og fara að hugsa. Eftir 1935 hef ég sama og ekkert unnið. Maður er alinn upp við erfiðisvinnu og fannst það ekki vinna að hugsa. Það var óhemju mikið erfiði í Þorgeirs þáttur Jósefssonar Þeir hafa starfaö í meira en 25 ár hjá Þorgeirí og ENert Sitjandc Jóhann Stefánsson, Hinrík Steinsson, Guöni Jóhannsson, Jóhannes Ingibergsson, Sólberg Bjömsson, Ágúst Siguróur Guðjónsson. Standandi: Valur Jóhannsson, Magnús Magnússon, Einar Mýrdal, Tómas Jónsson, Vigfús Runótfsson, Ingvar Ámason, Hallgrímur Magnússon, Sigurður Magnússon. Á myndina vantar Jón Pétursson. Sölvi Bjamason. Hann fór á flot í febrúarmánuði 1980. sveitinni í gamla daga, enda lifði enginn sæmilega nema strita mik- ið. Þetta var því töluverð breyting fyrir mig, þegar ég hætti erfiðis- vinnu, en eins og alltaf hefur það hjálpað mér, að vera með nógu gott fólk í kringum mig. En ég er semsé lítið eitt forlaga- trúar. Skipstjórar, sem einhvers eru virði, þeir fullyrða að þeir ráði ekki öllum sinum gerðum. Það er ástæðulaust að rengja þessa menn, enda finnst manni þetta oft sjálfum. Ég er viss um að maður- inn ræður ekki öllu sjálfur. Dráttarbraut Það var 1936 sem menn fóru að hreyfa því, að stofnuð yrði drátt- arbraut á Akranesi. Iðnaðarmenn í plássinu, sérstaklega trésmiðirn- ir, voru óhressir með hvað miklar viðgerðir á Akranessbátum fóru til Reykjavíkur. Þetta var rætt í Iðnaðarmannafélaginu og kosin nefnd til að knýja á um stofnun dráttarbrautar. Eg var formaður þeirrar nefndar. Útgerðarmenn höfðu komið sér upp tveimur dráttarbrautum fyrir 1920 þegar þeir keyptu land af Bakkabóndanum, Éinari Ingj- aldssyni, og var Einar einnig eigandi i þessum slipp. En meinið var, að það var aðeins hægt að taka upp litla báta og það varð að vera logn og blíða. En bátar bila bara ekki eða brotna í hagstæðu veðri. Svo hann var lítið notaður þessi slippur. Útgerðarmenn höfðu tapað á honum stórfé og vildu ekkert gera í málinu nema selja mér aðstöðuna. Haustið 1937 keypti ég af þeim landið á 15 þúsund krónur. Þeir skrifuðu undir kaupsamninginn við mig, Haraldur Böðvarsson, Þórður Ásmundsson, ólafur Björnsson og Einar Ingjaldsson. Það hafði enginn maður trú á þessu fyrirtæki, svo ég stóð einn. En bankastjórarnir mínir voru þannig stefndir, að svona starf- semi tilheyrði útgerðarbæ. Magn- ús Sigurðsson sagði við mig: — Ef ég lána þér helming, þá getur Ásgeir lánað þér hinn helminginn. Og það gerði Ásgeir Ásgeirsson. Rekstrarfé fékk ég svo hjá Spari- sjóðnum á Akranesi. Ég hef nefni- lega aldrei átt pening fyrir því sem ég hef keypt. Fyrsti báturinn sem fór ofan var Sigurfari. Það var í janúar 1940. Eigendur Sigurfara' voru Bergþór Guðjónsson og Sigurður Þorvaldsson, feikilega duglegir menn, áttu ekkert til nema dugn- aðinn. Og Sigurfari varð happa- fleyta, þó erfiðlega gengi með smíðina. Okkur gekk illa að útvega fé, og svo kom, að ég hafði ekki önnur ráð en leita til þess stór- ágæta manns, Gísla Johnsens, sem ég þekkti lítillega. Hann sagði að þetta væri ekkert mál og sendi mér eikina í skipið frá Jacobsen í Kaupmannahöfn, án þess ég þyrfti að borga einn einasta eyri, fyrr en smíðin var komin það áleiðis að við gátum farið að veðsetja skipið. Góðir menn eru alltaf fyrir hendi. Það cr ómögulegt að lifa, nema hafa í kringum sig menn sem vilja manni vel og vilja gera eitthvað fyrir mann. Ég var ókunnugur viðskiptum fyrstu árin og leitaði því til þessara kalla sem þekktu til og vissu hvaða leiðir átti að fara. Reksturinn gekk vel hjá okkur meðan á styrjöldinni stóð. Alltaf nóg að gera og dráttarbrautin náði þannig strax tilgangi sínum. Trésmiðirnir fengu það sem þeir vildu. Komist yfir erfiðleika Næstu árin gekk þetta svo svipað. Við byggðum skip og gerðum við skip og alltaf smáóx starfsemin. Lang erfiðasta tíma- bilið í sögu fyrirtækisins var þegar við fórum að byggja stál- skip. Það var 1964. Tréskipin voru orðin of lítil. Það var óhagkvæmt að byggja tréskip stærri en 100 tonn. Svo kom á þessum árum mikill fúi fram í skipunum. Það var sameiningar- hugur í landsmönnum og stjórn- völd ýttu undir stálsmíði. Það vantaði skip og það vantaði vinnu. í kreppum hleypa stjórnvöld ævinlega krafti í iðnaðinn — en þess í milli fær hann ekki tæki- færi til að sýna hvað í honum býr. í skipasmíðunum fer nú þetta samt hægt og sígandi i áttina. Þar erum við að ná okkur á strik. En það var bullandi tap á fyrstu stálskipunum. Hjálmar R. Bárðarson var verk- fræðingur í Stálsmiðjunni á þess- um árum og mjög hvetjandi þess, að það væru byggð stálskip í landinu. Árið 1955 var dráttarbát- urinn Magni smíðaður í Stálsmið- junni og var það fyrsta stálskipið sem smíðað var á íslandi. Nokkr- um árum síðar smiðuðu Stálsmið- jan og Landsmiðjan í sameiningu varðskipið Albert og uppúr 1960 fóru menn að undirbúa smíði fiskiskipa úr stáli. Við stálskipasmíði snúast hlut- föllin við, hvað snertir trésmíði og járnsmíði. Svo þarna varð ger- breyting á öllu verklagi. Ég leit svo á, að það væri fjárfesting að ná þessari nýju þekkingu og reikn- aði strax með tapi. Og það töpuðu allir og sumir fóru á hausinn. Það var ansi þröngt hjá okkur á tímabili, því við töpuðum geysi- miklu á fyrsta skipinu — það hét Drífa og var hundrað tonn. Við seldum það of ódýrt. En það höfðu allir trú á þessu og bankakerfið hjálpaði okkur og fólkið sýndi framúrskarandi þolinmæði. Og tiltölulega fljótt komumst við í gegnum erfiðleikana. Það er ekk- ert að því að menn skuldi, geti þeir bara staðið í skilum. En um öll stór verkefni verður svo lítil þjóð sem íslendingar að sameinast. Þess vegna taldi Pétur Ottesen ekki grundvöll fyrir íhaldsflokk í landinu, þó hann væri íhaldssam- ur maður, sérstaklega framanaf. Hann áleit, að enginn einn gæti gert það sem þyrfti að gera, heldur yrði þjóðin að sameinast um öll stærri verkefni. Þetta held ég að hafi verið rétt hjá Pétri Ottesen. Það verða aldrei til ríkir menn á íslandi. Ég taldi mér ekki fært að fara út í stálsmíði, nema ráða til mín skipaverkfræðing, og réði Bene- dikt E. Guðmundsson þegar hann var að klára skólann. Hann fór að loknu námi á okkar vegum til norskrar skipasmíðastöðvar og kynnti sér verklega þáttinn ítar- lega. Svo kom hann til okkar 1965 og hefur síðan haft umsjón með tæknilegum hliðum skipasmíðinn- ar. Árið 1965 reistum við okkur stórt hús. Þá var, eins og ég sagði, meðbyr að byggja stálskip innan- lands og bankastjórarnir vildu hjálpa til þess arna. Við notuðum náttúrulega tækifærið, reistum okkur stórt hús, og batnaði vinnu- aðstaða stórlega við tilkomu þess. Við stækkuðum svo það hús um helming fyrir tveimur árum. Þá voru togarar komnir til sögunnar. Þegar við fórum út í stálsmíðina 1964 sameinuðum við vélsmiðjuna og dráttarbrautina. Það var hag- kvæmara að sameina fyrirtækin og síðan hefur þessi starfsemi kallast „Þorgeir & Ellert h/f — Dráttarbraut, vélsmiðja“.“ Fikt... Þorgeir kallar það „fikt“ sem hann hefur gert annað en að smíða skip. „Maður hefur nú „fiktað“ ýmislegt um dagana,“ segir hann: „Árið 1960 stofnaði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.