Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 55 steypistoð ásamt frænda mínum, Einari Helgasyni. Við steyptum fjölda húsa í bænum og mikið fyrir Sementsverksmiðjuna, þegar hún var að byggjast. Við steyptum spítalann, pósthúsið, grunninn að íþróttahúsinu og sitthvað fleira. Én mér fannst ekkeit spennandi til lengdar að reka steypistöð, og eftir tíu ár hættum við þessu og seldum fyrirtækið tveimur bræðr- um í bænum, mönnum sem nenntu að vinna. Hjá skipasmíðastöðvum koma oft dauðir tímar, sé ekki nægjan- leg nýsmíði, og höfum við notað þessa dauðu tíma i húsbygg- ingar. Reistum til dæmis 16 íbúða blokk eitt sumarið. Svo höfum við byggt fjölda einbýlishúsa, innrétt- uðum Landsbankann og höfum þar að auki reist öll okkar hús sjálfir. Einu sinni fiktuðum við laglega. Akurnesingar héldu því fram, það væri ekki hægt að sprengja upp grjót hér í nágrenni, og það er að vissu leyti satt. En ég vildi nú ganga úr skugga um það sjálfur. Eg tók að mér að sprengja upp 90 þúsund tonn af grjóti nokkuð fyrir utan bæinn og fór það allt í veginn meðfram Sementsverksmiðjunni. Þetta var raunar bölvað fikt, því þegar við höfðum sprengt 10 þúsund tonn, þá reiknaðist okkur til að hvert tonn kostaði okkur helmingi meira en við fengum fyrir það. En við gátum skipulagt verkið í tíma og komum út með hagnað. Þetta hefur verið 1962 og stóð yfir í tvö eða þrjú ár. Árið 1979 buðum við svo í fyrsta áfanga hitaveitunnar. Við vorum vissir um, að það kæmi hitaveita og vildum vita hvernig það gengi fyrir sig. En sú vinna hentaði ekki okkur. Við vorum Hka óheppnir með veður. Það fer mikið eftir veðri hvernig jarðvinna gengur. Nei, það er ómögulegt að vita hvað við nfiktum“ næst. Maður er nú ennþá með bakteríuna. Iðnaður er framtíðin Við verðum að skapa fólki möguleika til lífsins og í iðnaðin- um liggur framtíð okkar. Sjávar- útvegur og landbúnaður taka ekki við fólksfjölgun næstu ára. Það verður því að skapa iðnaðinum viðunandi starfsskilyrði, og gefa iðnaðarmönnum kost á að þjálf- ast. Menn eru alltaf að tala um að íslenskur iðnaður sé of dýr. Einu sinni var bæjarstjóri nokkur að tala um þetta við mig, en ég sagði honum að við gætum hæglega fengið miklu ódýrari bæjarstjóra en hann: við gætum líka fengið Gyðinga til að reka verslanirnar ódýrar en íslendingar. Þannig er þetta með alla hluti. Ef við erum stoltir af okkar vöru þá kaupum við hana hvort sem hún er nokkr- um krónum dýrari eða ódýrari. Og þá myndum við eignast góðan iðnað: Góður iðnaður myndast ekki nema með nægum verkefn- um, svo iðnaðarmenn geti þjálfast. Góður iðnaður byggist á vönum mönnum. í skipasmíði erum við komnir vel á veg. Þar hafa orðið gífur- legar framfarir á síðustu árum: nu er svo komið að íslensk skipasmíði er fyllilega samkeppnisfær við útlenda. íslendingar þurfa lengi á skipum að halda og ég hef enga trú á því að við getum ekki smíðað sjómönnum okkar sómasamleg skip. Raunar hef ég aldrei heyrt um óánægju hjá sjómannastétt- inni með íslensk skip. Ég hef lengi haldið því fram að íslenskar skipasmíðastöðvar þyrftu leyfi til að smíða skip án fyrirframgerðra kaupsamninga, þannig að til væru skip í landinu, þegar útgerðarmenn þyrftu á þeim að halda. Eins og til dæmis núna á Djúpavogi, og ef það verða skipsskaðar o.s.frv. En þessi skoð- un mín hefur hingað til fengið heldur lítinn hljómgrunn meðal stjórnvalda. Árið 1961 fengu þó tvær skipasmíðastöðvar leyfi til að smíða skip án kaupsamninga. Það vorum við og Dröfn í Hafnar- firði. Leyfið fengum við að tilhlut- an Eliasar Halldórssonar hjá Fiskveiðisjóði. Við losnuðum svo að segja strax við okkar skip, en Dröfn ekki. Þess vegna er tregðan i stjórnvöldum og bankakerfinu; menn óttast að við munum liggja svo og svo lengi með skipin. Samtök skipasmiðastöðva hafa nú farið fram á það við stjórnvöld að fá að smíða skip, sem henti bæði til línu- og netaveiða, án fyrirframgerðra kaupsamninga. Þetta verður ekki gert nema með aðstoð og höfum við átt viðræður um málið við Hjörleif Guttorms- son, iðnaðarráðherra. Okkur skilst að hann sé þessu velviljaður og vilji gera sitt til að koma þessu á. Hugmyndin er sú, að smíða nokk- ur skip eftir sömu teikningunni, raðsmíða skip, eins og þeir kalla það, en þannig myndi sparast óhemju peningur: teikningin ein kostar gífurlega mikið, og einnig ættum við kost á hagstæðum innkaupum, þar sem við myndum geta keypt vélar og tæki í ein- hverju magni. Með þessu myndi verðið stórlækka á skipunum og afgreiðslutíminn styttast, auk þess sem fólk í þessum iðnaði byggi við atvinnuöryggi, og til væru skip í landinu, þegar útgerð- armenn þyrftu á þeim að halda. Erlendis þekkist ekki annað en að smíða að minnsta kosti nokkur skip eftir sömu teikningunni. Ég trúi því að við fáum þessu framgengt — ef ekki í ár þá næsta ár. Þetta er framtíðin.” Sjötíu og átta ára. Hann segist geyma ellilífeyrinn „til ellinnar". Þá eignaðist hann fyrst bankabók, þegar hann varð ellilífeyrisþegi. Og hann safnar ellilaununum í bók, svo hann geti lifað „sæmilega frjálsu lífi í ellinni": „Það má segja með ellilífeyrinn, að ég þurfi hans ekki með, en þetta er ákaf- lega mikil trygging fólki sem verður gamalt og lengi vinnulaust. Og það eru líkur til þess að ég verði gamall maður. Ég á kyn til þess. Svo amar nú ekkert lífs- hættulegt að manni. Mér hefur alltaf þótt gaman að lifa og hefði ekkert á móti því að lifa allt upp aftur. Eigi maður gott heimili og hafi maður áhuga á starfinu er allt fengið. Ég hef verið hamingjumaður í mínu einkalífi. Kvæntist árið 1926 Svanlaugu Sigurðardóttur, sem ættuð er af Akranesi. Við eignuð- umst fimm börn: Halldór, f. 1927, d. 1929; Jóhönnu Jóreiði, f. 1930, gifta Hjalta Jónassyni, skóla- stjóra í Reykjavík; Jóninu Sigríði, f. 1934, gifta Leifi ívarssyni í Hafnarfirði; Jósef Halldór, f. 1936, kvæntan Þóru Björk Kristinsdótt- ur, hjúkrunarfræðingi og búa þau á Akranesi og Svönu f. 1943, gifta Gunnari Kárasyni, viðskiptafræð- ingi á Akureyri. Og við eigum orðið góðan hóp af barnabörnum. Maður verður að passa sig á því að gera sig lítinn kall í tíma. Draga sig smátt og smátt útúr þessu, svo hinir yngri fái notið sín. Ég hef enga löngun til að selja, fyrirtækið er í góðum höndum. Éins og ég hef tekið fram, hef ég verið svo gæfusamur að vera heppinn með fólk. Dags daglega er reksturinn í höndum tveggja ungra manna: Benedikts Guð- mundssonar, sem sér um tækni- málin og Guðjóns Guðmundsson- ar, sem hefur umsjón með fjár- málunum. Tuttugu menn hafa starfað hér lengur en í 25 ár og slík starfsreynsla er ungum mönnum ómetanleg. Það skiptir öllu í rekstri fyrirtækja að vera með gott fólk og þjálfað í vinnu. Húsin eru nú að flatarmáli hátt í 6000 fermetra, en þau þyrftu að vera miklu stærri: skipasmíða- stöðvar þurfa að vera stórar. Okkur vantar margt, þó ég nefni ekki nema aðstöðu fyrir starfs- fólkið: við höfum nú teiknað 400 fermetra hús, þar sem verður fyrsta flokks hreinlætisaðstaða og mötuneyti. Það verður að hugsa langt fram í tímann. Framtíðarplön okkar eru að fylla hér upp að norðan- verðunni og reisa þar 100x25 metra hús, þar sem við getum byggt stór fraktskip. Ég hef þá trú, að við munum alltaf byggja skip héðan af.“ Gamall maður horfir á hús. Þau standa þar sem einu sinni var tangi og rif, sem brimið hafði sorfið í aldir. Svo kom ungur maður og tók að breikka rifið og stækka tangann og reisti á honum hús, fyrst eitt, síðan annað og loks mörg hús og stór. Útá þennan tanga, sem einu sinni beið þess að brimið eyddi honum, sækja nú hálft annað hundrað manna lífs- afkomu sína. Og gömlum manni finnst hann ekki hafa lifað til einskis. J.F.Á. Þaö er ótrúlega míktð verk í einum togara. Hór eru tveir við vinnu í skut nýja togarans. Mjog vonduð billjardborð með steinbotni fyrirliggjandi. Breidd 140 cm, lengd 250 cm, hæð 81 cm. Með kúlum, kjuöum, þríhyrning o.fl. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, simi 86644. AL-HUS *t°yota fci Viö bjóöum ÁL-HÚS á flestar gerðir japanskra og amerískra pallbíla. Húsin veröa til afgreiöslu í apríl. Verðiö veröur nálægt 5.500.- miöaö viö gengi í dag (ósamsett). Gísli Jónsson & Co. HF. Sundaborg 41, sími 86644. Traustir tjaldvagnar Sérstaklega sterkur og góöur undirvagn. Stál- grind, þverfjööur, demparar, stór dekk. Vagninn er nærri rykþéttur. Svefnpláss fyrir 7—8 manns. Eldhúskrókur meö eldavél og fleiru. Innifaliö í veröi: Fortjald, innritjöld, gardínur, gaskútur, þrýstijafnari og yfirbreiösla. Camptorist er til afgreiðslu strax. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, aími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.