Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 59 rseður enginn útgefandi við að gefa þau út. Það hefur verið gagnrýnt hversu mikið af bókum kemur út hérlendis fyrir jólin. Þetta hefur verið talinn hálfgerður löstur. En ég er alls ekki sammála þessu. Við sem stöndum að þessu litla mál- samfélagi ættum að þakka fyrir að þessi venja hefur skapast — að gefa bækur í jólagjöf. Því á þessari venju hvílir öll íslenzk bókaútgáfa að verulegu leyti. Hugsaðu þér mann sem fer inn á bókasafn og velur sér bók eftir hundrað ár — ef þjóðin verður þá enn íslenzkumælandi. Hvaða máli skiptir það hann hvenær árs viðkomandi bók kom út — aðal- atriðið er að bækur komi út á íslenzku, ekki hvenær ársins þær koma út. Eitt er það sem mig langar til að nefna í þessu sambandi. Það snertir bókaútgáfuna síðustu mánuði ársins og störf bók- menntagagnrýnenda þá sömu mánuði. Afköst þeirra sumra eru með ólíkindum og hlýtur að vera mikið álag á hvern venjulegan mann. En hvers vegna í ósköpun- um taka þeir sér heldur ekki tíma á nýju ári til þess að fjalla um bækur liðins árs? Það gæfi þeim tíma til vandaðri vinnu, sem ég er fullviss um að þeir vilja kapp- kosta. Mig grunar að þeir séu undir pressu frá dagblöðunum — og vildi gjarnan koma því á framfæri að þessir aðiljar, blöðin og gagnrýnendurnir, athuguðu hvort þetta væru ekki heppilegri vinnubrögð. Hver er tilgangurinn hjá þér með bókaútgáfunni — að raka saman peningum eða einhverju öðru? Þetta er ákaflega hvimleið spurning og leiðinlegt að svara henni. Það halda allir að maður sé allur í að græða og geri svo sem ekki neitt. En það er feikileg vinna og álag að stjórna svona fyrirtæki. Hugsaðu þér allan þennan fjölda manna sem vinnur hjá öðrum. Þeir ganga út af vinnustað seinnipart dags og eiga frí á helgum — þeir þurfa engar áhyggjur að hafa af rekstri fyrir- tækisins. Stjórnandi fyrirtækis á hins vegar sjaldan frí. Það er alltaf eitthvað að koma uppá — það þarf sífellt að greiða úr einhverjum vanda og maður losn- ar aldrei alveg. Ég hefi stundum ekki komist í sumarfrí í mörg ár samfellt. Ég veit að fjölskylda mín óskar þess öðrum þræði að ég hætti þessari bókaútgáfu og fái mér léttari starfa, og stundum hugsa ég þannig sjálfur. Það er bara ekki svo gott að hætta. Maður er með mörg verk í undirbúningi, mörg ár fram í tímann, en þegar þeim er lokið verða auðvitað önnur komin á rekspðl. Þetta er eins og jaka- hlaup á gisnum ís — það er ekki nema um eitt að ræða, að halda áfram, því annars sekkur jakinn undir manni. Mér hefur ekki tekist að raka saman peningum með þessum rekstri, enda engan sérstakan áhuga haft fyrir því. Ég hefi hins vegar rakað saman reynslu sem kemur mér að miklum notum. Þú lítur þá ef til vill á sjálfan þig sem listamann á þessu sviði? Ja, hví ekki það? Það verður bókaútgefanda nokkurs konar list að sameina alla þá þætti er lúta að gerð einnar bókar — að ákvarða gerð hennar og finna menn sem færir eru um að annast hvern verkþátt. Og útgefandinn verður að leggja sig fram ef bókin á að koma vel út í sinni endanlegu gerð. Það er alltaf stór stund fyrir mig að handfjatla bók sem ég hefi verið að gefa út í fyrsta skipti. Það er trúlega þessi ánægja sem ég hefi af því að gefa út bækur sem heldur mér föstum í þessu fyrir- tæki og ég geri mér vonir um að afraksturinn af þessu streði verði nokkrar bækur sem muni standast tímans tönn í eiginlegum og óeig- inlegum skilningi. — bó Krístinn Geataaon akrifatofu- stjóri. Jóhann S. Hanneaaon undirbýr útgáfu ensk-íslenzkrar orða- bókar. Skrifstofustúlkurnar Jóhanna Jóhannsdóttir og Guðríöur Magnús- dóttir gáfu sór tíma til aö líta upp frá vinnu sinni og brosa til Ijósmyndarans. Einu sinni í tíma hjá Jónasi frá Hriflu lét einn nemendanna þau orð falla að það væri nóg að hafa eitt kaupfélag í hverju kauptúni og enga aðra búð. Þá brosti Jónas og sagði eitthvað á þessa leið: „Samkeppni er alltaf æskileg og nauðsynleg." Jónas var alltaf trúr samvinnustefnunni en hann gerði sér ljóst að menn eru breyskir — það er sama hversu hugsjónin er fögur, það fer að lokum eftir einstaklingunum hver útkoman verður. Munurinn á samvinnurekstri og einkarekstri er samt gífurlegur. I einkarekstrinum axlar maður ábyrgðina einn og tekur sjálfur afleiðingunum af glappaskotum sínum og annarra. Álagið er oft geysilegt. Hvernig heldur þú að það sé að sitja uppi með hálfunn- inn bókalager í prentaraverkfalli rétt fyrir jól — með allt í skuld og eiga von á að sitja uppi með allt saman? En svo er auðvitað gaman þegar vel gengur. Það er alls staðar fallegt þegar vel veiðist. Bókaútgáfa er eins og fjárhættu- spil, maður tapar oft, en fólk kemur aðeins auga á gróðann. Hér á íslandi hefur lengst af tíðkast að líta á bækur sem menningarverðmæti — eitthvað ofar hinum gráa hversdagsleika. Lítið þið útgefendur á bækur sem hverja aðra markaðsvöru? — Að sumu leyti neyðumst við til þess. En bækur eru ákaflega margvíslegar og aldrei hægt að líta á þær sem hverja aðra vöru. Við útgefendur verðum hins vegar að fá þetta til að bera sig fjárhagslega — við höfum engan stuðning frá ríkinu og eigum ekki annars kost. Þó eru oft gefnar út bækur sem vitað er að ekki muni standa undir kostnaði. Ég hef Steinar J. Lúóvíksson lítur upp frá grúskinu. sjálfur gefið út mörg slík verk — og hika ekki við að gera það ef ég tel verkið þess virði og hef pen- inga til. Mér hefur lengi fundist að hér vantaði stofnlánasjóð fyrir útgef- endur, — sjóð sem myndi lána til útgáfu á stórum verkum sem talist gætu þjóðhagslega hagnýt. Verk af þessu tagi sem þyrfti að gefa út eru fjölmörg — en það VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Vélritunarnámskeið Dagana 21. apríl — 8. maí kl. 5—7. Námskeiðsgjald kr. 350.- Kennt veröur á kúluritvélar og segulbönd. Sérstakir æfingatímar veröa fáanlegir. Kennsla miöast bæöi viö byrjendur og þá sem áöur hafa lært vélritun en vilja rifja upp og auka hraöann. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Verzlunarskóla ís- lands, sími 13550 eöa til Þórunnar Felixdóttur, kennara, sími 21719. Síöan veröur auglýst námskeiö í tölvuritun og veröur vélritunarkunnátta gerö aö skilyröi fyrir þátttöku í því. Eftir aðeins 1 dag frá því aö filman ar afhent hjá okkur, færðu myndirnar þínar, skýrar og góöar. usturstræti 7 simi 10966 sérverzlun með Ijósmyndavörur. MORGUNBLAÐIÐMORG MORGUNBLAÐIOMOR MORGUI^LAÐIÐMQ? MORGU MORGI MORCy MOR MQ| MOB NÍ MC MO MOF' MOR MORG MORG Mi' Mtl MC' MO MOl' MOR' MOR0 M mc/ //// Blað- buróar- fólk óskast Austurbær Lindargata Laugavegur frá 1-33 OIOMORGUNBLAÐiU ^QMORGUNBLAÐIÐ RGUNBLAOIÐ ^NBLAÐIÐ BLAÐIÐ IBLAÐIÐ ^LAÐIÐ ÍAÐIO ^AÐIÐ \\ÐIÐ \D\D ÍÍ3LADIÐ \-AÐIO lÐIÐ Hringið í síma V/ (ÐIÐ kOIO 35408 m MORGUI^ MORGUNBL—_____ MORGUNBLAÐfe^'^'^W^^ÐÍI MORGUNBLAÐIÐMgv rNBLAÐIÐMt /jlmOIO iBLAÐIO ^LAOIO ftBLAÐIÐ ZJNBLAÐIO /iUNBLAÐIO /ÍGUNBLAOIÐ IGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.