Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 17
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 65 Á skíðaslóðum Hellisheiðar I. Um Innstadal og Þrengsli Allt frá því að iðkun skíða- íþróttarinnar hófst hér á höfuð- borgarsvæðinu hefur Kolviðar- hóll og landið í nágrenni hans verið þekkt meöal skíðamanna og þeim hugstætt, enda hafa mörg félög í Reykjavík byggt sér þar skíðaskóla. Nú eiga Valur, IR og Víkingur myndarleg hús í dalkvosinni milli Húsmúlans og Skarðsmýrarfjallsins og í brekk- unum þar fyrir ofan eru aðal- leiksvæði skíðamannanna. En að fjallabaki er ýmislegt að sjá. Þangað leitar hugur skíðagöngu- mannsins og á þær slóðir skal stefnt í þetta sinn. Gangan hefst við Víkingsskál- ann og förinni beint að Sleggju- beinsskarði, en það er fyrir ofan, milli Húsmúlans og Skarðsmýr- arfjallsins. Skíðin verður að bera, því brekkan upp í skarðið er brött. En þegar komið er upp á skarðsbrúnina, breytir lands- lagið um svip. Framundan, milli fyrrnefndra fjalla, blasir Innsti- Litmyndir eru okkar sérgrein! UMBOÐSMENN UM ALLT LAND HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 20313 S: 82590 S: 36161 dalurinn við, sléttur í botninn, kjörið iand fyrir skíðagönguna, sem framundan er. Innst í daln- um eru hverir og þangað skal ferðinni heitið í fyrstu lotu. Á brekkubrúninni stígum við á skíðin og þreytum gönguna inn i dalinn. Eftir að hafa skoðað hverina og umhverfi þeirra, tök- um við stefnuna í austur, fyrir norðan Skarðsmýrarfjall, um svonefnd Þrengsli. Þar eru upp- tök Hengladalsárinnar, sem við þekkjum betur á leiðinni í gegn um Hveragerði og nefnist þá Varmá. Er Þrengslin eru að baki, liggur leiðin vestur með fjallinu og fylgir veginum sem þar er. A sumrin er fært á velútbúnum bílum alla leið í Innstadal, milli hrauns og hlíð- ar. Við brekkuræturnar hafa ýmsir byggt sér snotra skála, sem eru dyggilega notaðir af skátum og fieiri aðilum, er unna útveru og fjallaferðum. Við suð- vesturenda Skarðsmýrarfjalls- ins, milli þess og Stóra-Reykja- fells er Hellisskaröið. Göngunni skal beint þar niöur, síðan með- fram fjallinu fyrir ofan Kolvið- arhól, þangað sem bíllinn bíður. Þessi leið er nokkuð erfið óvönum, ekki síst gangan upp brekkuna í byrjun. Benda má á, að léttara er að hefja gönguna fyrir ofan Skíðaskálann í Hvera- dölum og ganga þaðan áleiðis í Þrengslin og til baka aftur. Þetta hefur þann kost, að alltaf má snúa við, ef mönnum sýnist svo. II. Litli Meitill - Skálafell Á Hellisheiði er um ótal skemmtilegar gönguleiðir að ræða. Þær geta byrjað hvar sem er við þjóðveginn, eftir að Hveradalabrekkan er að baki, aðeins að finna gott stæði fyrir bílinn og síðan geta menn farið Spölkorn út í buskann langar eða stuttar ferðir út á heiðina, eftir getu og vilja hvers og eins. Fyrir sunnan Hellisheiði eru Hverahlíðar. Milli þeirra og Skálafellsins er sléttlendi, sem of fáir vita líklega um. Þar er gott að ganga. En fyrir þá, sem vilja reyna á sig að ráði má benda á leiðina frá Litla-Meitli að Skálafelli og þaðan norður á Hellisheiðarveginn. Þá má fara úr bílnum við Litla-Meitil, ganga upp með honum að austanverðu, yrir Eldborgarhraunið og í átt- ina að Skálafelli um Sanddali. Þaðan má taka stefnuna fyrir vestan Skálafellið um Trölladal, Hverahlíð og norður á veg þar sem ganga endar. Þetta er all erfið leið og skulu menn hafa nokkra fyrirhyggju, bæði um úbúnað og nesti. Og muna eftir áttavitanum. Þá er þessum stuttu pistlum um skíðaslóðir í nágrenni Reykjavíkur lokið að sinni: Von- andi hafa þeir haft hvetjandi áhrif á lesendur blaðsins og veitt þeim jafnframt nokkrar leið- beiningar. Til þess er leikurinn gerður. i»o«mxiu ykar«?»mýrM.rfni.ll "iröjrv tj^ftfeCLiáo 'Stór*.-" Rryk^ttfeD• ituhólshraun >t(iki)uuikur StóridaJur, NoríurhálsaJ' Stíírinuuli!] v — i,4A/r S IfaÁ L A F E L Í29 Stóru-SimdfrU Hru/n] StiAui'háisar ulfett/ Hrstu Má bjóöa þér í bæinn? í EDEN LIGGUR LEIÐIN - OPIÐ ALLA DAGA 0G ÖLLKVÖLD PáskalUjur — Páskablóm Stórkostlegt úrval af pottablómum þar á meöal ótal nýjar tegundir, sem aöeins fást í Eden Nýjar tegundir af pálmum Hver vill ekki standa með pálmann í höndunum Kaffiterían vinsæla opin frá kl. 9—23 alla daga í EDEN LIGGUR LEIÐIN ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKIFARIÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTLAR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI ÞAÐ ER STAÐURINN! fJ\ Komdu med til eyja lífsgleðinnar 1 / 2 / 3 VIKUR -15. APR. - 2. MAÍ - 26. MAÍ - 2. JUN. -16. JUN. - 23. JUN. - 7. JUL. -14. JUL. - 28. JUL. - 4. AGU. -18. AGU. - 25. AGU. - 8. SEP. -15. SEP. -29. SEP. 18 dagar, 24 dagar, 1 og 3 vikur, 2 og 3 vikur, biðlisti. biölisti. biðlisti. biölisti. 1 og 3 vikur, 2 og 3 vikur, 1 og 3 vikur, 2 og 3' vikur, 1 og 3 vikur, 2 og 3 vikur, 1 og 3 vikur. 2 og 3 vikur. 1 og 3 vikur. 2 og 3 vikur, 3 vikur, biölisti. laus sæti. laus sæti. fá sæti laus. 10 sæti laus. biðlisti. biölisti. fullbókaö. fá sæti laus. laus sæti. laus sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.