Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 19
eins stór og menn vilja, höfum byggt allt upp í 200 fermetra. Gallinn varðandi Reykjavík í þessum efnum er sá að Reykjavík- urskipulagið gerir ekki ráð fyrir neinu sem er til staðar í íslenskri framleiðslu í dag. Sérfræðingarnir vita alltaf betur þótt ekki fækki vandamálunum fyrir og eftir. Maður nær hins vegar aldrei árangri nema að gera hlutina sjálfur, þreifa sig áfram, því kerfið nær engum tökum á því sem það þykist ætla að gera, allt er í lausu lofti. Varðandi innflutninginn á iðn- aðurinn erfitt uppdráttar. Þú get- ur pantað pakka erlendis frá og sloppið við að greiða gjöld sem lögð eru á okkur að fullu. Það sem við þurfum að greiða hátolla af getur komið í einum pakka erlend- is frá fullbúið á markað hér og oft er það að auki niðurgreitt í viðkomandi löndum. Það er hægt að hafa ísskáp, eldavél, dúka og fleira og fleira í þessum pakka og við erum varnarlausir." Að byggja kart- öflugeymslu eða iðnaðarhúsnæði „Það er margt kynlegt í þessu. Það er til dæmis alltaf verið að tala um stórvirkjanir, en hvern djöfulinn á það í rauninni að þýða? Ef við notum það rafmagn sem við framleiðum nú þegar á skynsamlegan hátt væri staðan að því leyti betri. Við notum t.d. svo að segja ekkert næturrafmagnið, en það væri hægt að reka margvís- legan rekstur að næturlagi á hagkvæman hátt ef verðlagning þessa afgangs rafmagns væri með einhverri glóru. Þetta sífellda virkjanahjal er undarlegt meðan við nýtum ekki þá möguleika sem eru fyrir hendi. Það er einhver fjárinn sem maður skilur ekki sem rekur á eftir þessu. Það vantar allt samræmi í hlutina sem reynslan kennir mönnum að er grundvall- aratriði. Ég fékk lóð hérna hjá Húsasmiðjunni til þess að byggja á yfir okkar starfsemi, en mér er settur stóllinn fyrir dyrnar með 5 metra hámarkslofthæð á bygging- unni. Nú á tímum þegar flutninga- vagnar eru allt upp í 20 metra langir eru svona þröngir skilmálar löngu úreltir. Mér er í rauninni ætlað að byggja kartöflugeymslu, en hef ekki áhuga á því. Það sem rekur mann nú áfram er það hve erfitt er að stoppa. Verðbólgan er að gera allt og alla vitlausa og það virðist eins og flestir þeirra sem MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 67 „Hér eru nógir peningar, takk“ „Ég man að einu sinni vantaði fjármagn til ákveðinna fram- kvæmda og fokið var í flest skjól fyrir Alexander. Við fundum síðan út að Vilhjálmur Þór hafði yfir að ráða fjármagni sem hugsanlega var unnt að fá lánað. Við mættum hjá Vilhjálmi Þór og kom ég á undan Alexander. Þegar hann mætti á staðinn kom hann inn með þeim tilþrifum sem honum fylgdu, sneri sér umsvifalaust að Vilhjálmi Þór og sagði með sveiflu: „Hér eru nógir peningar, takk fyrir," og þtr með snerist hann á hæli og gekk út. Vilhjálm- ur fékk ekki ráðrúm til þess að neita eða játa og sat stjarfur eftir, en það var síðan mitt hlutverk að semja um málin og það gekk í þetta skiptið eins og mörg önnur. Jú, víst hefur maður haft skemmtun út úr þessu öllu, annars væri þetta ekki hægt, en mest hafði ég út úr Hringskonunum, þær voru svo djöfulli þróttmiklar og gátu verið svo skemmtilega sposkar og klæmnar við gæja eins og mig.“ eiga að vera ábyrgir geri sem mest þeir mega til þess að sljóvga heilbrigða dómgreind fólks í land- inu.“ Neyddur til að segja ósatt „Þetta byggist orðið á endalaus- um útreikningum og maður er alltaf að ganga á bak orða sinna, segja ósatt, því tölurnar eru breyttar eftir nokkra daga og allir verða að leika með í þessum hráskinnsleik. Þessir sívaxandi erfiðleikar eru að breyta þjóðfé- laginu á neikvæðan hátt og það verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir unga fólkið að bjarga sér. í íbúðarbyggingum er allt að fara inn í félagsmálapakkann og mis- munurinn er alltaf að aukast, þeim er refsað sem vilja spjara sig umfram það lágmark sem kerfið miðar við.“ Aukakostnaðurinn aðalatridið, kaup- ið smámál „Það er í rauninni undarlegt að það skuli vera rifist um kaupið, því það er að verða svo lítið atriði. Oft verður ekki hjá þvi komist að sitja i þönkum yfir útreikningunum. Efri myndin: Séð yfir hluta af athafnasvæði Húsasmiðjunnar inni i Vogum. Aukakostnaðurinn er það sem skiptir öllu máli nú og enginn getur staðið undir lengur. öll vitleysan er látin koma inn eftir á þegar búið er að gera verktaka- samninga. Allir hlaupast undan vandanum og enginn vill takast á við hann, a.m.k. kosti ekki þeir sem hugsa aðeins um lýðhylli. Þeir sem tala af skynsemi og eru samkvæmir sjálfum sér eru yfir- leitt rakkaðir niður og fólk lætur stjórnast af þeim sem hæst gaspra. En auðvitað gengur það ekki til lengdar. Þótt kerfið sé flókið geta ráðamenn ekki enda- laust blekkt fólk, brjóstvitið og reynslan skera úr um það, en það getur orðið æði dýrt spaug fyrir okkar þjóðfélag. Það versta er að maður þarf að gera svo fjandi margt sem svona tröppugangur í stjórnun stöðvar. Við erum með fimm hektara land undir okkar starfsemi og það þarf sífellt að vera að breyta og bæta á flestum sviðum, en jafnframt verður slfellt erfiðara að láta enda ná saman, framkvæma skyn- samlega, að maður tali nú ekki um eins og hendi sé veifað og ég gat um í sambandi við Alexander Jóhannesson. Það vantar breidd- ina nú.“ sél,sandMr og sjér BINIPORKH Ragnar Bjarnason: Ég og fjölskylda mín getur svo sann- arlega mælt með ferð til Benidorm á suðurströnd Spánar. Þar sem ég dvaldi þ. e. a. s. á Hótel HAWAII er aðbunaður hinn ágætasti. Á jarðhæð hotelsins er veitingastofa, matvöruverslum, bar, kaffitería, snyrtistofa og loftkælt diskótek. Þar er gott fyrir fjölskyldufólk að dvelja jafnt sem einstaklinga, sundlaugin tvískipt og örugg börnum, stór grasflöt við hótelið og þar er tilvalið að liggja og sleikja sólskinið. Nokkra min. gangur er niður á strandgötuna, en við hana er að finna urmul góðra matsöluhúsa og skemmtistaða með fyrsta flokks mat og góðum skemmtiatriðum. Ströndin er breið, hrein og þar yðar allt af lífi. Stutt ferðalög í bílaleigubíl um ná- grenni Benidorm kosta ekki mikið og mæli ég með ferð til Valencia og í opna dýragarðinn í þorpinu Vergel. Tilvalið er að leigja sér bát eða fara með ferju út i litla eyju sem skammt undan strönd Benidorm og bragða þar á sérkennilegum fiskréttum Ég gæti haft fleiri orð um dvölina á Benidorm, en þessu verður ekki lýst í stuttu máli. En aðeins þetta: Ef þú ætlar með alla fjölskylduna i frí, at- hugaðu Benidorm áður en þú ákveður annað. Benidorm nýtur mikilla vinsælda hjá spánverjun- um sjálfum, því er verðlag miðað við þeirra greiðslugetu. Þess vegna er ódýrara á Benidorm en sambærilegum strandstöðum á Spáni. Þessari staðreynd skaltu ekki gleyma ef þú ætlar til sólar- landa í sumar. Beint flug til Benidorm: 23. maí—9. júní— 30. júní—14. júlí-4. ágúst—25. ágúst. [jf=j FERÐA. UmHJ MIÐSTODIIM ADALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.