Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 74 Einar K. Guðfinnsson: Kratar og' frjáls- lyndir slá í gegn! Það er ekki óhugsandi, að bresk börn verði í framtíðinni að leggja árið 1981 á minnið. Ársins verður minnst fyrir það, að þá var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur, Jafnaðarmannaflokkurinn, að undangengnum miklum róstum í Verkaman naflokknu m. Eins og málin blasa við í dag, er alla vega ekki hægt að neita því að töluverð vatnaskil urðu í bresku stjórnmálalifi 26. marz síðastlið- inn. Þeir eru til sem gera lítið úr stofnun nýja Jafnaðarmanna- flokksins. Þetta er ekkert nýtt, segja þeir. Það hefur oft gerst áður að nokkrir einstaklingar segi sig úr stjórmálaflokki með hama- gangi. En örlög þeirra hafa orðið þau sömu. Blaðran hefur sprungið. Og síðan ekki söguna meir. Góðar lífslíkur Allar vangaveltur í þessa áttina eru þó út í loftið. Sannleikurinn er nefnilega sá að Jafnaðarmanna- flokkurinn er stofnaður þegar lífslíkur þriðja aflsins í breskum stjórnmálum eru betri en dæmi hafa verið til í fimmtíu til sextíu ár. Það er frá því að Verkamanna- flokkurinn öðlaðist sinn sess, sem annar tveggja fjöldaflokka í Bret- landi. Ekki þarf annað en að líta á skoðanakannanir þær sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum og mánuðum. Þær bera allar að sama brunni. Stofnun nýs valkosts í breskum stjórnmálum á góðan hljómgrunn meðal kjósenda. Það er líka ljóst af skoðanakönnunum að Jafnaðarmannaflokkurinn er ekki nein pólitísk loftbóla. Flokk- urinn nýtur stöðugs fylgis. Það þarf að fara aftur í tímann um hálfa öld til að sjá annað eins fylgi nýrrar pólitískrar hreyfingar. En á það þarf Iíka að leggja áherslu, að það er grundvallarskil- yrði fyrir því að hið nýja stjórn- málaafl nái fótfestu, að unnt verði að mynda kosningabandalag á milli Frálslynda flokksins og Jafnaðarmanna. „Skoðanakann- anir lýsaw Það eru ekki allir sem taka skoðanakannanir alvarlega. Og vissulega þarf að skoða þær með aðgát. Sumar athuganir á kosn- ingaþátttöku og kosningahegðun miða að því að hanna skoðanir. Það er hluti af fúskinu, en á ekkert skylt við félagsvísindi. Al- vöru félagsvísindamenn vinna hins vegar störf sín af kostgæfni og af vísindalegum áhuga. Þeir kanna skoðanir. Eins og einn þeirra siðarnefndu, Ivor Crewe, sem er virtur á sínu sviði, sagði nýlega í The Times. „Skoðana- kannanir geta ekki spáð fyrir um óorðna hluti. Skoðanakannanir lýsa.“ Það er þess vegna alveg út í loftið að telja skoðanakannanir þær sem farið hafa fram á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna, spá um kjörfylgi þeirra í komandi kosningum. Skoðanakannanirnar segja aðeins til um, með nokkurri óvissu þó, hvers fylgis stjórnmála- flokkarnir njóta á þeim tíma sem þær fara fram. Kosningakerfið og minnihluta- hóparnir Sumir segja að Jafnaðarmanna- flokkurinn nýi, sé ekki annað en pólitískt fjölmiðlafóstur. Og að þegar út í alvöru stjórnmálabar- áttu verði komið, muni lítið eima eftir af fjöldafylgi flokksins. Þetta er mikil einföldun á raunveruleik- anum. í Bretlandi er tveggja flokka kerfi. Síðan í kring um 1930 hafa íhaldsflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn verið alls ráðandi í stjórnmálalífinu. Minni flokkar á borð við Frjálslynda hafa ekki mátt sín mikils. Kosningareglur og kjördæmaskipan hafa líka ver- ið smáflokkunum óhagkvæm. í Bretlandi eru einmenningskjör- dæmi án uppbótarþingsæta. Hver stjórnmálaflokkur býður fram einn frambjóðanda. Og sá er fær flest atkvæði nær kosningu til þingsins. Af þessu leiðir að tveggja flokka kerfi verður stöð- ugra í sessi. Erfiðara er fyrir minnihlutahópa að láta rödd sína heyrast ellegar að fá frambjóð- anda kosinn. Fyrir vikið hefur Frjálslyndi flokkurinn átt erfitt uppdráttar undanfarna áratugi. Hnignun tveggja- flokkakerfisins Síðustu áratugi hefur þess farið að gæta í æ ríkari mæli að kjósendur hafa orðið óánægðir með Verkamannaflokkinn og íhaldsflokkinn. Ljóst er af öllu að tveggja flokka kerfið er á undan- haldi. (Sjá töflur 1,2,3). Þessarar þróunar gætti þegar nokkuð á milli 1950 og 1960. En síðustu 10 árin hefur hún þó orðið miklu örari. Eins og ljóslega sést af töflunni kusu 80 prósent kjósenda annað hvort Verkamannaflokkinn eða íhaldsflokkinn árið 1951. Núna í kosningunum árið 1979, nutu þessir tveir flokkar einungis stuðnings um 60 prósent kjósenda. Það þýðir með öðrum orðum að Óvinsæl ríkisstjórn og illa þokkaður Verkamannaflokkur auðvelda þeim róðurinn fjórir kjósendur af hverjum tíu, kjósa að jafnaði framboðslista sem ekki hafa minnstu möguleika á því að verða aðilar að ríkis- stjórn, vegna kosningakerfisins. Hins vegar hafa bæði Verka- mannaflokkurinn og íhaldsmenn getað myndað starfhæfa meiri- hlutastjórn með einungis 30—40% kjörfylgis að baki sér. Flestir stjórnmálafræðingar telja að ástæður minnkandi vin- sælda stóru flokkanna séu einkum fjórar. Efnahagsvandi — fjölmiðlar í fyrsta lagi, hafa bresk efna- hagsmál verið í hinum mesta ólestri undanfarin ár. Menn skyldu minnast þess að meira og minna frá síðustu heimsstyrjöld hefur framleiðsluaukning verið minni í Bretlandi, en í samkeppn- islöndunum. Þetta er aðalástæða efnahagsvandans nú sem fyrr. Báðir stóru stjórnmálaflokkarnir hafa reynt sig við lausn efnahags- vandans og árangurinn verið slak- ur. Það er því ekki óeðlilegt að kjósendur hyllist til að kjósa aðra. önnur ástæða. Tilkoma sjón- varps og breytingar á dagblöðum hafa breytt stjórnmálaumræð- unni. Fjölmiðlar, hefur einhver sagt, eru þriðja aflið í stjórnmál- unum. Opnari og víðsýnari fjöl- miðlar eru minnihlutahópum mik- il hjálp. Goðsögn — af ætt Marxisma Þriðja ástæða. Sú saga er víða sögð og þykir sums staðar fín, að Bretland sé stéttskipt og að „stétt- arvitund" sé sterk og þar fram eftir götum. Fyrir vikið hafi „verkalýðsstéttin" kosið Verka- mannaflokkinn, en „millistéttin" og „hástéttin" íhaldið. Af þessu hafi sprottið stéttskipt kosninga- hegðan. Þessi skilgreining er af ætt Marxismans og hefur auðvitað hvorki staðist tímans tönn, né vísindalega þekkingu, frekar en svo margt annað úr þeim fræðun- um. Rannsóknamiðstöð við Essex- háskóla sem einbeitir sér að rann- sóknum á kosningahegðan, komst að því að einungis minnihluti kjósenda taldi sig tilheyra ein- hverri sérstakri stétt. í frjálsu samfélagi er það auðvitað sjálf- sagt og hversdagslegt að menn finni ekki til samkenndar með tilteknum tekju- eða starfshópi. Pólitisk tímaskekkja Loks er að geta þess að Verka- mannaflokkurinn hefur fjarlægst kjósendur sína hraðbyri, undan- farin ár. Flokkurinn er fyrir löngu orðinn pólitísk tímaskekkja. Kröf- ur þær sem flokkurinn setti fram upp úr síðustu heimsstyrjöld eiga lítinn hljómgrunn á meðal al- mennra kjósenda í dag. Flokkur- inn hefur líka færst óðfluga til aukinnar ríkisforsjár og stjórn- lyndis. Á sama tíma hafa kjósend- ur orðið frjálslyndari og hafnað forsjá ríkisvaldsins yfir þeim sjálfum og atvinnuvegunum. Þetta sést greinilega ef tafla númer fjögur er skoðuð. Aí hverju ekki fyrr? Af þessu öllu saman vaknar spurningin: Hvers vegna tókst Frjálslynda flokknum aldrei að brjóta af sér viðjarnar og verða stór fjöldaflokkur eins og hann var fyrir 1920? Þessu er því til að svara að í kosningunum árið 1964 og 1974 fengu frambjóðendur Frjáls- lyndra fleiri atkvæði að meðaltali en nokkurn tíma frá því um 1920. Samt sem áður hefur Frjálslynd- um aldrei tekist að sannfæra kjósendur um að flokkurinn gæti myndað starfhæfa ríkisstjórn. Menn hafa hugsað sig tvisvar um að kjósa flokkinn. Það hefur líka fyrir vikið reynst auðvelt fyrir andstæðinga flokksins að segja við kjósendur: atkvæði greitt Frjáls- lyndum er atkvæði fleygt á glæ. Núna í fyrsta skipti er útlit fyrir að þessari þróun verði unnt að snúa við. Af skoðanakönnunum sjá kjósendur að Frjálslyndi flokkurinn og Jafnaðarmenn geta í sameiningu myndað meirihluta- stjórn. Það verður því ekki lengur hægt að hræða kjósendur frá nýjum valkosti, með því að segja að hann sé ekki raunhæfur mögu- leiki. Vinsælir leiðtogar David Steel, leiðtogi Frjáls- lyndra, er ásamt forystufólki Jafnaðarmanna, þeim Shirley Roy Jenkins fyrrverandi fjórmólaráðherra, Wílliam Rodgers fyrrverandi varnarmálaráöherra, Shirley Williams fyrrverandi menntamálaróöherra og David Owen fyrrverandi utanríkísráöherra. Þau eru leiötogar og stofnendur Jafnaöarmannaflokksins sem líklegur er aö slá í gegn. Tafla númer 3 Tryggir og „harðir" mannaflokks i % 1964 1970 40 39 kjósendur íhalds- eða Verka- 1974 26 1979 20 Tafla númer 4 % kjósenda Verkamannaflokksins: Fylgjandi aukinni þjóðnýtingu 1%4 1970 1974 1979 57 39 53 32 Fylgjandi auknum útgj. til almannatrygginga 89 60 43 30 Ósammála þvi að verkalýðsfélög hafi of mikil völd 59 40 42 36 Heimildir að töflugerð: Koeningaathuganir Butlera og Stokes og Breaka kosningarannaókna- fltööin viÖ Esflex-háflkóla. UNÉSBFfrá, IAFAN Útvarpssegulbandstæki í bíla meö stereo móttakara _ TC-850/860 ML TC^TmÍ ~ Bylgjur: LW/MW/FM —MPX Magnari: 2x6 wött Hraöspólun: Áfram og til baka Auto Reverse Suðeyðir (Noise killer) Styrkstillir fyrir móttöku Bylgjur: LW/MW/FM —MPX Magnari: 2x6 wött Hraóspólun: Áfram Kr. 1.750 Kr. 1.100 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.