Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 PÁSKALILJA Teikning: Anna Katrín, 3. G.N. Lœkjarskóla, Hafnarfiröi. Gleðilega páska Ester Andrésdóttir, 8 ára, Laugarnesvegi 112, Reykjavík. Hvers virði er krossinn? Ég fell aö fótum þínum og faðma lífsins tré. Meö innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. Davíö Stefánsson. Dýrasti hattur heims Dýrasti hattur, sem sög- ur fara af er hattur Grant hershöföingja, sem honum var gefinn, þegar hann heimsótti Mexíkó áriö 1882. Hatturinn var jafnviröi árslauna 150 verkamanna. Skrifaðu rétta tölu Sennilega finnst þér þetta auövelt verkefni. En þú átt aöeins aö skrifa töluna: ellefuþúsundellefuhundruö og ellefu! mzt :u»>wn Kartöfluhlaup Flestir kannast viö kartöfluboöhlaup meö skeiðum. Þessi leikur er örlítiö ööruvísi. Kartöflur eru lagöar á gólfiö (ef þiö eruð inni) og hver þátttakandi fær tvær litlar spýtur eins og sést á myndinni (eöa tvo prjóna eöa eitthvaö álíka). Þegar merki er gefiö eiga þátttakendur aö taka kartöflurnar upp meö spýtunum (prjónunum) og hlaupa meö þær eins hratt og unnt er aö ákveönu marki, sem gæti t.d. veriö fata eöa lítill kassi. Missi maður kartöfluna veröur maöur aö taka hana upp meö spýtunum og byrja aftur á þeim staö, sem maöur missti hana. /V X *v\ Hafið TMkning og toxti: André* Þortttins- oon, 3. bokk, Lang- holtffkéli. Þegar ég horfi hafið blá hafió, glápa fuglar hafsins. Ég horfi á fuglana fljúga yfir hafiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.